Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 79 Fjármálaráðu- neytið býður BSRB til viðræðna í BRÉFI fjármálaráðuneytisins til mótuð kröfugerð BSRB, en ráðu- BSKB dagsettu i gerdag, 18. mai, hefur ráðuneytið lagt til að sett verði á fót sérstök samstarfsnefnd aðila sem vinna eigi að samanburði á launa- og starfskjörum opinberra starfsmanna með hliösjón af kjörum annarra starfsstétta. I því skyni er ráðuneytið reiðubúið að kosta vinnu tveggja starfsmanna. Jafnhliða þessu býður ráðuneytið aðildarfélög- um BSRB upp á samningaviðreður um gerð sérkjarasamninga fyrir nesta samningstímabil. í bréfi ráðuneytisins segir, að ekki muni tök á því að hefja við- ræður um gerð aðalkjarasamnings strax, þar sem ekki liggi fyrir Vitni óskast ÞANN 24. apríl varð árekstur milli tveggja bifreiða til móts við húsið nr. 37 við Álfaskeið. Óhapp- ið varð klukkan níu árdegis. Ann- arri bifreiðinni var ekið á hurð hinnar. Þeir, sem urðu vitni að at- burðinum, eru vinsamlega beðnir að gefa sig fram við rannsóknar- deild lögreglunnar í Hafnarfirði. neytio teiur nygguegt ao nota sem bezt tímann þar til samningar ganga úr gildi og bendi á ákvæði í lögum, þar sem segir: „Unnið skal að gerð sérkjarasamninga jafn- hliða því sem unnið er að gerð að- alkjarasamnings." Þá segir í bréfi ráðuneytisins, að vart hafi orðið óánægju innan nokkurra aðildarfélaga BSRB með niðurstöður seinustu samninga og er því enn haldið fram, að í vissum tilvikum njóti opinberir starfs- menn lakari kjara en gilda á al- mennum vinnumarkaði. — Ráðu- neytið vill fyrir sitt leyti stuðla að því, að sem raunhæfast mat liggi fyrir um kjör opinberra starfs- manna í samanburði við almenn- an vinnumarkað. í því sambandi skiptir miklu máli, að nægur tími gefist til að fjalla um umdeild matsatriði, segir ennfremur í bréfi ráðuneytisins. Jafnhliða þessu býður ráðuneyt- ið aðildarfélögum BSRB upp á samningaviðræður um gerð sér- kjarasamninga með það að mark- miði að ljúka þeim á svipuðum tima og gerð nýs aðalkjarasamn- ings. Þorvaldur Aðalsteinsson Hilmar Sigurjónsson Birna María Gísladóttir Páll Elíasson Bryndís Ingvarsdóttir Halldór Jónasson Kristín Guðjónsdóttir Reyðarfjörður: Framboðslisti sjálf- stæðismanna birtur Kramboðslisti sjálfstæöismanna vegna sveitarstjórnarkosninganna 22. maí nk. var ákveðinn fyrir nokkru. Sjö efstu sætin skipa þessir: 1. Þorvaldur Aðalsteinsson, fulltrúi, 2. Hilmar Sigurjónsson, húsasmiður, 3. Birna María Gísladóttir, húsmóðir, 4. Páll Elísson, verkstjóri, 5. Bryndís Ingvarsdóttir, húsmóðir, 6. Halldór Jónasson, stýrimað- ur, 7. Kristín Guðjónsdóttir, húsmóðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.