Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 77 spyrja sjúklinginn (móðurina), hvort kallað skuli á prest til að skíra barnið. Yfirleitt vill fólk það, og presturinn er kvaddur til í skyndingu, áður en þessi örsmáa mannvera dregur síðustu and- vörpin. En sama dag, á sömu deild, geta verið framkvæmdar margar löglegar fóstureyðingar, en aðeins á tveggja til fjögurra mánaða gömlum fóstrum. En í þessu máli talar kirkjan ógreini- lega. Ef við neitum fólki um leyfi til að senda eftir presti, þegar fóstrið er sex mánaða gamalt, væri það uppreisn. En prestarnir þegja, þegar fóstrið er tveimur mánuðum yngra. Ég skil lækna- nemana, sem finnst þetta órök- rétt afstaða af hálfu kirkjunnar og hálfgerð hjátrú. Jú, íslenzka kirkjan þarf enn að láta til sín heyra í þessu máli. (Hún hefur gert það áður, en er ekki orðið of langt síðan?) Bæði er það hlutverk hennar og skylda, og svo þurfum við almennir borgarar á leiðbeiningum heilagrar ritn- ingar að halda. Mannslífið er heil- agt, ófætt jafnt sem fætt. Það er hræðilegt að granda því. Með orðalagi Biblíunnar: Það er synd. P.s. Fulltrúi kvennaframboðs í Reykjavík sagði í sjónvarpi í dag: „Konan viðheldur lífi og vill vernda það.“ Spurning: Eru konur á kvennalista hlynntar algjörri vernd (lögvernd) fóstursins eins og annarra mannvera? Ég er viss um, að Velvakandi vill ljá þeim rúm, ef þær vilja svara.“ Það skyldi þó ekki vera vegna lágra launa? G.G. skrifar: „Velvakandi. Hvernig er það með flokk bræðralags og jafnréttis? Ætlar hann að notfæra sér að hjúkrun- arfræðingar eru mestmegnis konur? Ætla Svavar og Ragnar að halda lífinu í ríkisstjórninni með því að troða á réttlátum launakröfum þeirra? Vita þessir menn ekki hvílíkt álag og ábyrgð fylgir störfum hjúkrunarfræð- inga? Og ekki bætir úr skák sá mikli skortur sem verið hefur á hjúkrunarfræðingum. En hvers vegna skortur? Það skyldi þó ekki vera vegna lágra launa? í upphafi greinarinnar sagði ég að hjúkrunarfræðingar væru flestir konur. Vita ekki allir að það er ekki gefið að láta gæta barnanna meðan fólk vinnur úti? Skyldi það nokkru sinni hafa hvarflað að alþýðubandalags- ráðherrunum að lausnin á hjúkr- unarfræðingaskortinum sé að greiða þeim sanngjörn laun fyrir sitt ábyrgðarmikla starf og fá þá aftur í slaginn sem ekki telja borga sig að vinna við núverandi launakjör? Það þarf engan hagfræðing til að sjá að allar þessar aukavaktir og óhjákvæmilegar fjarvistir og veikindi vegna alltof mikils vinnuálags kosta þjóðarbúið mikið fé og eru ótraustvekjandi fyrir sjúklinga sem alltaf sjá ný og ný andlit. Og allir hljóta að sjá að ástand sem þetta er keðju- verkandi. Um leið og ég óska hjúkrunarfræðingum sann- gjarnrar lausnar í kjarabaráttu sinni og hvet þá til dáða, vil ég beina þeirri spurningu til „for- kólfa" slagorðanna „samningana í gildi" og annarra talsmanna launþega hjá Alþýðubandalaginu hvort það sé þess virði að velgja ráðh errastólana og fótumtroða réttlátar kröfur launþega." Kynjamisrétti í knattspyrnunni? Fyrirspurn til KSÍ íþróttamaóur skrifar: „Velvakandi. Mig langar til þess að benda á nokkur atriði í sambandi við mis- ræmi í knattspyrnumálum okkar í meistaraflokki kvenna og karla. Á Reykjavíkurmóti meistara- flokks sem haldið var á Melavell- inum voru alltaf fjórir fánar við hún er karlarnir kepptu, en á Lagfærið leiðið Ragnar Benediktsson skrifar: „Velvakandi. Legsteinn og umgerð úr járni yfir Steingrím biskup Jónsson í Laugarnesi (f. 1769, d. 1845), í kirkjugarðinum við Suðurgötu, hefir legið brotinn á jörðinni í nokkur ár. Nauðsyn ber til þess að yfir- stjórn kirkjugarða Reykjavík- ur eða kirkjunnar menn geri nú gangskör að því að lagfæra leiðið." kvennaleikjunum var fyrst látið vera að flagga, en tveir fánar dregnir upp eftir bréflega athuga- semd KSI til vallarins. Þó áttu þarna meistaraflokkar í hlut í báðum tilvikum. Svo er það íslandsmótið. í meistaraflokki keppa öll karlalið- in hér í Reykjavík heimaleiki sína á Laugardalsvellinum, en kvenna- liðin verða að keppa á eigin félags- völlum, enda þótt þar séu ekki alltaf grasvellir í boði. Þetta er óréttlátt, eins og öllum hlýtur að vera ljóst, og þarna er greinilega gerður mismunur á kvenna- og karlaliðum. Þó er það staðreynd, að við konurnar förum mun betur með grasvellina en karlarnir. Við erum yfirleitt léttari, spilum ekki eins hraða knattspyrnu og spörk- um ekki eins fast — eða við bara spilum nettari knattleik. Það er furðulegt að við skulum ekki fá að spila á grasvöllunum í Laugardalnum, og að sjálfsögðu viljum við ekki hafa þetta svona áfram, auk þess sem við þurfum að sætta okkur við það, að miklu minna er fjallað um leiki okkar en karlanna í fjölmiðlunum, ekki síst dagblöðunum. Nú langar mig til að fara fram á það, Velvakandi góður, að þú leitir eftir upplýsingum hjá KSÍ um þetta mál, þ.e. hvort ekki sé að vænta einhverrar breytingar á þessu fljótlega. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna." GÆTUM TUNGUNNAR I orðunum hva-ss og frost eru hljóðin a og o bæði stutt. Þess vegna er framburður eins og í kassi og kostur (og ekki hva:s og fro:st, eins og Englendingur kynni að bera þessi orð fram og stundum heyrist). Einhver sagði: Þetta eru atriði, sem mönnum hljóta að hafa yfirsést. Rétt væri: Þetta eru atriði, sem mönnum hlýtur að hafa yfir sést (eða: sést yfir). Bónus á sumarfríið Vegna hagstæóra samninga vió hótelin úti getum vió bætt örfáum sætum vió hina eftirsóttu Vínarferð. Sviss — Austurríki — Þýskaland. Zurich — Insbruck — Salsburg — Vínarborg — Munchen — Zurich. Bröttför 30. maí. Komudagur 6. júní. A og B prógramm. Veró frá kr. 3.450.- og greióslukjör. Upplýsingar í dag í símum 38490 og 24480 Framsóknarfélögin í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.