Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 55 bSNINGALOFORÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA Nú orðiö hafa flestir skömm á kosningaloforðum — vegna þess að stjórn- málaflokkarnir hafa komið á þau óorði — með vanefndum sínum. En kosningaloforð er hægt að efna og það munum við sjálfstæðismenn í borgarstjórn gera. Hér á eftir fara nokkur skýr og ótvíræð kosningaloforð. Fyrir aftan hvert loforð er reitur sem við biðjum þig að færa dagsetningar inn í þegar loforðið hefur verið efnt. Þú skalt geyma þetta blað til næstu kosninga og , þá mun það verða þér hjálp við að gera upp hug þinn þá. Sjálfstædismenn munu: Lækka fasteignagjöldin svo þau verði sambærileg við það sem gerist í nágrannasveitarfélögunum Efnt: Samþykkja að fækka borgarfulltrúum Hætta við Rauðavatnsbyggðina og byggja með- fram ströndinni Leggja niður framkvæmdaráð Fella úr gildi ákvarðanir meirihlutans um „síldar- plön“ út í Reykjavíkurtjörn Leggja niður punktakerfið í áföngum og stefna að því að lóðaframboð f ullnægi lóðaeftirspurn Beita sér fyrir því að hafin verði bygging bifreiða- geymsluhúss í miðbænum Selja Ikarus-strætisvagnana Fella úr gildi ákvörðun vinstri meirihlutans um íbúðabyggð í Laugardalnum Birta þessi loforð með skýrslu um efndirnar í lok næsta kjörtímabils svo menn geti þá borið saman orð og efndir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.