Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 53 Menning í Reykjavík Þú hefur, Davíð, sinnt ýmsum þáttum menningarmála borgar- innar? Já, það er rétt, ég hef gefið mig nokkuð að þeim málum. Bæði er það fyrir eðlislægan áhuga og svo hefur Sjálfstæðisflokkurinn borið menningarmál mjög fyrir brjósti hér í Reykjavík. Sjálfstæðismenn höfðu frumkvæði að sinfóníu- hljómsveit í samvinnu við aðra að- ila; þeir hófu öflugan stuðning við Leikfélag Reykjavíkur; þeir hófu byggingu Borgarleikhúss; þeir höfðu með öðrum frumkvæði að því að koma á fót Listahátíð; þeir létu byggja Kjarvalsstaði í sam- vinnu við listamenn. Hér nefni ég aðeins örfáa stærstu þættina í menningarlífi borgarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft frumkvæði að. Vinstri meirihlut- inn hefur ráðið ferðinni í fjögur ár og ekki gert neitt til að efla menn- ingarlífið. Vinstri menn hafa ekki einu sinni varpað fram hugmynd í því skyni, og virðast ekki vera með neitt nýtt á prjónunum. Megin verkefnið á menningarsviðinu er nú að klára byggingu Borgarleik- hússins. Við teljum ekki rétt að ráðast í aðrar stórframkvæmdir á meðan bygging þess stendur yfir. Markmiðið er að opna Borgarleik- húsið árið 1986. Það verður að vísu aldrei fullklárað þá, vegna af- skiptaleysis vinstri meirihlutans af þessari byggingu síðustu fjögur árin. Þá hafa sjálfstæðismenn reynt að lífga uppá borgarbraginn með ýmsum hætti á valdatíma sínum. Mörg atriði í „Grænu byltingunni" hnigu að því, svo og tillögur okkar um „Líf í borg“. Það setur því að manni hlátur þegar vinstri meiri- hlutinn tekur að stæra sig af því að hafa fært líf í borgina á valda- tíma sínum. Það er vissulega rétt að notalegum veitingastöðum hef- ur fjölgað í borginni á seinni ár- um, en vinstri meirihlutinn hefur ekkert lagt af mörkum til að svo mætti verða. Kannski þeir haldi að hinar stórauknu skattaálögur hafi örvað þessa starfsemi. Smekkur fólks er að breytast. Það varð því grundvöllur fyrir slikan veitingarekstur, sem ekki var áð- ur, og þetta hafa framtakssamir einstaklingar séð. Sjálfstæðis- menn gerðu hins vegar Austur- stræti að göngugötu á sínum tima, sem er forsenda fyrir útimarkaði og fjölbreyttu götulifi í miðbæn- um. Vinstri meirihlutinn er því, í þessum efnum sem öðrum, að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Málefni aldraðra Nú eru mál aldraðra mikið á dagskrá. Já, Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert margt til þess að mæta þörf- um aldraðra, en betur má ef duga skal. Það var ákveðið að tillögu Alberts Guðmundssonar að veita 7,5 prósentum af útsvarstekjum til þess að bæta hag aldraðra í húsnæðismálum. Það hafa verið reistar byggingar á vegum borgar- innar í Furugerði, við Austurbrún, Lönguhlíð og Dalbraut. í þessar framkvæmdir allar var ráðist í okkar tíð og sumar fullkláraðar undir stjórn sjálfstæðismanna. Þá tókum við jafnframt ákvörðun um að reisa hjúkrunarmiðstöð fyrir aldraða við Snorrabraut. Við gerð- um samning við ríkisvaldið um fjármögnun B-álmu Borgarspital- ans, sem er afar brýnt að koma í gagnið til að leysa úr neyðar- ástandi í legumálum aldraðra. Því miður töfðu vinstri flokkarnir þá framkvæmd um tvö ár og veittu fjármunum annað. Næsta verk- efni verður sennilega i Breið- holtshverfi. Þar er gert ráð fyrir húsnæði fyrir aldraða í Selja- hverfi, sem verður mikil fram- kvæmd og vonandi hafin undir stjórn sjálfstæðismanna í byrjun næsta kjörtímabils. Þá er ákaf- lega brýnt að huga að þeim eldri borgurum sem vilja búa í eigin húsnæði og reyna eftir öllum leið- um að gera því fólki það kleift. Einnig á borgin að stuðla að þvi að fullorðið fólk eigi hægt með að eignast hæfilegt húsnæði í grón- um hverfum, þegar börnin eru flogin úr hreiðrinu og aldurinn tekinn að færast yfir. Þá megum við aldrei gleyma því mikla starfi sem DAS-menn og Grundar-menn hafa unnið í þágu aldraðra í þessu landi. Sú starfsemi er um margt til fyrirmyndar og í einu orði sagt ómetanleg. Þessir aðilar reka fyrirtæki sín hagkvæmar en borg- inni er mögulegt. Við sjálfstæð- ismenn munum styðja þessa aðila eftir fremsta megni, en samt sem áður er ljóst að borgin verður að taka beinan þátt í þvi að leysa úr auknum þörfum aldraðs fólks í Reykjavík. Dagvistarmál Það skildu sumir það svo af framboðsfundi í sjónvarpssal að það væri stefna Sjálfstæðisflokks- ins að hækka dagvistargjöld í borginni. Er þetta réttur skilning- ur? Nei. Það er merkilegt að lesa það í Þjóðviljanum að hér sé um að ræða einhverja sérstaka stefnu, sem fólk þurfi að óttast þegar Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda. Það hafa allir flokkar ymprað á því, að það sé ekki óeðli- legt að fólk, sem hefur bolmagn til þess, greiði meir en nú er gert fyrir dagvist barna sinna. Menn hafa ekki talið neinn háska á ferð- um, fyrr en þeir lesa um það í Þjóðviljanum, að bjóða fólki með ríflegar tekjur uppá það að greiða sem næst fullt gjald fyrir börn sín á dagvistarstofnunum. Margir foreldrar hafa meira að segja haft á orði að þeim finnist það sæmi- legt. Meginstefnan verður hins vegar alltaf sú, að styrkja þá sem þarfnast stuðnings. En það er al- gerlega ástæðulaust að styrkja þá sem ekki þarfnast stuðnings, þó Þjóðviljinn haldi öðru fram. Fólk ætti hins vegar að hug- leiða, að sveitarfélagið greiðir þennan kostnað niður um allt að helming með ofboðslegri skatt- heimtu. Er það raunverulega betra að fjármunir fólks fari fyrst til Gjaldheimtunnar, svo í Borgar- sjóð, þaðan til Félagsmálastofn- unar, þá í dagvistarkerfið og til viðkomandi dagvistarheimilis og loksins þá, til barnsins — eða strax til barnsins? Þetta er spurn- ing sem fólk ætti að velta fyrir sér og gera sér grein fyrir því hvers konar bákn kerfið er orðið. En breytingar á fyrirkomulagi dag- vistargreiðslna eru alls ekki á næstu grösum, sjálfstæðismenn hafa einungis varpað þessum spurningum fram í kosningabar- áttunni, borgarbúum til umhugs- unar. Borgarstjórinn Þú ert aðeins 34 ára gamall, þegar þú Ieiðir Sjálfstæðisflokk- inn til kosninga i Reykjavík nk. laugardag. Ymsum finnst þú helsti ungur til þeirrar ábyrgðar. Ja, ég segi eins og Ásgeir heit- inn Ásgeirsson sagði, þegar kall- arnir voru að núa honum því um nasir að hann væri nú full ungur á þing; Það er eini ókosturinn sem eldist af mönnum, að vera of ung- ur. Ég held nú að flestir sjálfstæð- ismenn hafi sætt sig við minn ald- ur í þessari stöðu. Þeim er flestum orðið ljóst að forystumenn flokks- ins í Reykjavík voru einmitt á mínum aldri, þegar þeir urðu formenn borgarstjórnarflokksins. Bjarni var 32 ára, Geir 34, Birgir 35 og Gunnar 36 ára. Svo ég er engin undantekning í hópi for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins í borginni hvað aldur snertir. Reynslu af borgarmálefnum hef ég fengið af fjölbreyttu átta ára starfi í borgarstjórn. Þá er ég með einvala lið mér til stuðnings, menn mér eldri og reynda á ýms- um sviðum, eins og Albert Guð- mundsson, Pál Gislason, Markús Örn Antonsson, Magnús L. Sveins- son, svo ég nefni þá sem fremstir fara, og þær ágætu konur sem komnar eru til starfa fyrir flokk- inn, Ingibjörgu Rafnar, Huldu Valtýsdóttur og Katrínu Fjeld- sted. Hópurinn allur er samstæð- ur og býr yfir mikilli reynslu á flestum sviðum þjóðlífsins og þekkir vel til borgarmálefna. Sjálfstæðismenn telja ákaflega mikilvægt að borgarstjórinn sé valinn af kjósendum og beri fulla ábyrgð á gerðum sinum gagnvart þeim, en ekki eins og nú er að borgarstjórinn sé opinbert skálka- skjól þriggja kommissara, sem skipt hafa borgarstjóravaldinu á milli sín. Borgarbúar eiga að velja sér borgarstjóra, borgarstjórinn á ekki að vera nein málamiðlunar- lausn. Lokaord Úrslitin í komandi borgar- stjórnarkosningum geta orðið tvísýn. Málefnastaða okkar sjálfstæðismanna er góð og ef kjósendur gera það hlutlaust upp við sig, þá held ég að fólki geti ekki fundist það fýsilegur kostur að fá fjögurra flokka vinstri stjórn í Reykjavík næsta kjör- tímabil. Ég held að Reykjavík þoli illa þá ógæfu. Nóg er nú samt, þegar þeir eru aðeins þrír. Vinstri meirihlutinn skilur eftir sig óreiðu á öllum sviðum. Fjármálaóreiðan er óskapleg. Það er engin fram- kvæmd sem vinstri meirihlutinn getur bent stoltur á og státað af. Hann hefur ekki lagt neitt nýtt til málanna, heldur iðulega tafið þær framkvæmdir sem Sjálfstæðis- flokkurinn var búinn að efna til, en orðið svo í mörgum tilvikum að beygja sig á endanum, þegar neyð- arástand hefur verið yfirvofandi. Fyrrnefnt dæmi um B-álmu Borg- arspítalans er einkennandi fyrir þeirra stjórn. í fjögur ár hafa gjöldin hækkað ár frá ári, en það hefur ekkert sagt í allri óreiðunni og nú þarf vinstri meirihlutinn að taka geysistórt lán erlendis til að halda rekstri borgarinnar gang- andi fram yfir kosningar. Þetta er afrek þriggja vinstri flokka. Hvert verður afrek fjögurra vinstri flokka? Það er ljóst að Reykjavík- urborg yrði lengi að jafna sig eftir fjögur ár undir þeirra stjórn. Það er ekkert í málefnaflutningi hinna flokkanna sem gefur til kynna að þeir gætu náð samstöðu með sjálfstæðismönnum eftir kosn- ingar. Það er því kosið um Sjálf- stæðisflokkinn eða fjögurra flokka vinstri stjórn. Ég óttast ekkert nema andvara- leysið. Ég óttast að fólk uggi ekki að sér, eins og gerðist í kosningun- um 1978. Ég óttast að fólk hugsi sem svo: „Mitt atkvæði getur ekki skipt sköpum." Það var einmitt það sem skipti sköpum i kosning- unum 1978 og borgarbúar geta lát- ið sér verða til ævarandi viðvörun- ar. Sjálfstæðisflokkurinn sigrar í borgarstjórnarkosningunum, ef hver einasti stuðningsmaður flokksins leggur sig fram. Við þá vil ég segja: Það getur oltið á þér! Kristján Benediktsson segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi „ekki kunnað að vera í minnihluta". Það er ekki rétt og hitt er þó miklu afdrifaríkara fyrir Reykjavíkur- borg, að vinstri menn kunnu ekki að vera í meirihluta! Það er kosið um Sjálfstæðisflokkinn eða fjögurra flokka vinstri stjórn í komandi kosningum: það er kosið um trausta stjórn eða óreiðustjórn. Reykvíkingar eiga það val. J.F.Á. VID HOFUM ron ri SEM FARA ÞER VEL Mikið úrval af Ijósum sumarjökkum_ __________ úr þunnum efnum, ____ ____ einhnepptir og tvihnepptir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.