Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 Hjólreiöadagurinn 23. maí: „Látum öldruðum líða vel“ er kjörorð dagsins I Ijólreiftadanurinn mikli eins og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra kallar hann verður haldinn í annað sinn sunnudaginn 23. maí nk. Að þessu sinni verður væntan- legum hagnaði varið til stuðnings velferðarmálum aldraðra. Eins og á sl. ári fær hver þátttakandi söfnun- arkort og gerir sitt besta í því að safna fé til stuðnings málefnum aldraðra. Engin sérstök upphæð er áskilin, en geta má þess, að algeng upphæð hjá þeim sem söfnuðu á síðasta hjólreiðadegi var 300— 500 krónur. I Reykjavík verður safnast sam- an á 10 stöðum í borginni, sunnu- daginn 23. maí kl. 13.00. Þessir stað- ir eru: Hagaskóli, Hvassaleitisskóli, Hlíðaskóli, Langholtsskóli, Rétt- arholtsskóli, Laugarnesskóli, Breiðholtsskóli, Arbæjarskóli, Seljaskóli og Fellaskóli. í Mosfellssveit, Kópavogi, Garða- bæ, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi verður einnig safnast saman á sama tíma og verða brottfararstað- irnir þar tilkynntir síðar. Þegar lagt verður af stað frá framangreindum stöðum, fá allir þátttakendur sérstök þátttöku- númer, sem þeir festa framan á sig. Þannig skapast meiri heildarsvipur á hjólreiðadeginum, en auk þess gildir hvert þátttökunúmer sem happdrættismiði. Dregið verður um mörg reiðhjól og fer útdráttur vinn- inga og afhending þeirra fram á Laugardalsvellinum. í fararbroddi hvers hóps verður lögreglumaður á mótorhjóli og ennfremur verða félagar úr Hjól- reiðafélagi Reykjavíkur á undan og eftir hverjum hópi, m.a. til að gæta alls öryggis gagnvart annarri um- ferð. Allir sem vilja og eru orðnir 10 ára eða eldri mega taka þátt. Ef um yngri þátttakendur er að ræða, er þess óskað að þeir séu í fylgd með fullorðnum, að pabbinn eða mamm- an eða einhver annar hjóli með þeim. Nemendur fá afhend söfnunar- kortin í skólunum og nota tímann fram að hjólreiðadegi til að safna fé. Á hverju korti er gert ráð fyrir 10 nöfnum gefenda, og er ætlast til að þeir riti sjálfir nöfn sín og upp- hæð á kortin, en eins og áður grein- ir er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvað hann leggur af mörkum. Þegar þátttakendur koma svo inn á Laugardalsleikvanginn á hjól- reiðadaginn 23. maí, hafa þeir með- ferðis söfnunarfé og söfnunarkort- in. Þar taka á móti þeim um 40 konur úr Kvennadeild styrktarfé- lagsins og frá „Svölunum" — félagi fyrrverandi og núverandi flugfreyja — en þátttakendur fá afhent á móti litprentuð viðurkenningarskjöl. Skemmtiatriði ýmis verða á Laugardalsvellinum meðan afhend- ing söfnunarfjárins fer fram. Þegar svo farið verður af Laug- ardalsvellinum og lagt af stað heim, mun lögreglan setja viðurkenn- ingarmiða á reiðhjólin, en fyrirtæk- ið Vörumerking hf. í Hafnarfirði gefur Styrktarfélaginu límmiða til stuðnings málefninu. Kjörorð hjólreiðadagsins að þessu sinni er: „Látum öldruðum líða vel.“ Áhersla er lögð á að hér er ekki um neina keppni að ræða en Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, sem stendur fyrir þessum degi hvetur alla, sem hafa reiðhjól til að taka þátt í hjólreiðadeginum. Dagana 14.-22. maí bjóðum við ykkur að skoða sýningu á gjafavörum frá DANSK INTERNATIONAL DESIGN og öðrum vörum í gjafavörudeild okkar við Smiðjustíg 6. Gjafavörudeildin er opin á venjulegum afgreiðslutíma, og laugardag til kl. 4 e.h. Verið velkomin. Cú c3 KRISTJfifl SIGGEIRSSOn HF LAUGAVEG113. SMIOJUSTÍG 6, SÍMI 25870 Að loknu froskkafaranámskeiðinu í Vestmannaeyjum. Sigurður Óskarsson er í fremstu röð, lengst til vinstri, við hlið hans er Friðrik Ásmundsson skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum og maðurinn með kafara- gleraugun er Þorvaldur prófdómari, og lengst til hægri er Sigmar Þór Sveinbjörnsson aðstoðarmaður. 8 froskkafarar luku prófi í Eyjum Nýlega Iauk í Vestmannaeyjum froskkafaranámskeiði sem Stýri- mannaskólinn í Vestmannaeyjum stóð fyrir, en kennari var Sigurður Óskarsson kafari með meiru. Átta froskkafarar luku prófi, en prófið er þríþætt; bóklegt, í sundlaug og úti á rúmsjó. Síðasti þáttur prófs- ins fór fram með Lóðsinum, en það er erfiðasti hluti prófsins og byggist á allerfiðri köfun. Lagt í siðasta ifanga prófsins i rúmsjó. Akranes: Glæsileg kosninga- skemmtun Á KJORDA hundrað manns komu i kosningaskemmtun D-listans i Hótel Akranesi síðastliðið laugardagskvöld og var húsið troðfullt. Valdemar Indriðason setti skemmtunina, en ávörp fluttu Guð- jón Guðmundsson og Ragnheiður Ólafsdóttir. Mjög góður rómur var gerður að máli þeirra. Benedikt Jónmundsson stjórnaði skemmtun- inni. íslandsmeistararnir í diskó- dansi, sjö ungar stúlkur af Skagan- um, sýndu við mikla hrifningu gesta og Ómar Ragnarsson skemmti af sinni alkunnu snilld. Að lokum var stiginn dans við undirleik hljóm- sveitarinnar Alfa Beta. Gífurleg stemmning ríkti á skemmtuninni og voru samkomugestir einhuga um að sjálfstæðismenn á Akranesi væru í mikilli sókn þessa dagana. Nú er það stuðningsmanna D-listans að fylgja þessum sóknarhug eftir og endurheimta fjórða sætið í bæjar- stjórn. — Ragnheiður DAG TIL AÐ SLÁ ÞÉR Á KASSETTUTÆKI FRÁ AKAI MEÐ 20% VERÐLAUNA- AFSLÆTTI.* Laugavegi 10 sími 27788 * Miðað vió staðgreiðslu 80 67 FARÐU EKKITÆKJAVILLT - TRYGGÐU ÞÉR M IGÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.