Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Selfoss Frambjóðendur Sjálfstærtisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum á laugardaginn. Kabbað saman á mannlífsnótunum í miðbæ Selfoss. „Að búa öflugri atvinnuþróun eðlileg skilyrði" Rætt viö forystumenn sjálfstæöismanna í bæjarmálum á Selfossi Guðfinna Ólafsdóttir skipar baráttusætið á lista sjálfstaeöismanna. „Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka gerist það að hér dregur verulega úr fólksfjölgun. Um ára- bil hefur fóiksfjölgun á Selfossi verið tvisvar til þrisvar sinnum meiri en landsmeðaltal, en ástæð- an fyrir þessum afturkipp er fyrst og fremst sú að það vantar at- vinnu og til viðbótar hefur það svo komið til að vinstri meirihlutinn sem setið hefur sl. fjögur ár er ákaflega sljór í því að búa at- vinnulífinu nokkurt tækifæri og til marks má nefna að atvinnu- málanefnd bæjarins hefur ekki haldið fundi sl. 2'k ár. Þá hafa menn þurft að bíða mánuðum saman eftir byggingarlóðum, en eini möguleikinn til þess að snúa þessu við er að auka fylgi sjálf- stæðismanna og baráttan stendur um 4. sætið á lista sjálfstæð- ismanna, og einhverja aðra konu á hinum listunum," sagði Óli Þ. Guðbjartsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Selfossi, í samtali við Morgunblaðið um komandi kosningar, en listi sjálfstæðismanna var skipaður að afloknu fjölmennu prófkjöri á Selfossi. „Meginverkefnið á komandi kjörtímabili," sagði Óli, „er að búa öflugri atvinnuþróun eðlileg skil- yrði og á lista sjálfstæðismanna er fólk úr atvinnulífinu, þjónustu og fleiri daglegum þáttum í lífi manna, þannig að það er breið samstaða í röðum sjálfstæð- ismanna og því vissulega ástæða til þess að vera bjartsýnn. Langtíma skuldaauking bæjar- ins á kjörtímabilinu er 140—150% og er það feikileg aukning og sam- kvæmt upplýsingum Erlends Hálfdánarsonar bæjarstjóra eru skuldir hitaveitunnar að nálgast algjört hættumark. Eina svarið við þessu er að treysta undirstöður sveitarfélags- ins með auknum atvinnutækifær- um, enda bíður hér fjöldi ungra manna og kvenna eftir atvinnu- möguleikum og við bendum á að það nærtækasta í þeim efnum er að ljúka við byggingu félagsheim- ilisins sem mun bjóða upp á marg- háttaða starfsemi og ferðaþjón- ustuuppbyggingu og það er ein- mitt margt fólk hér sem vantar vinnu á sumrin. Það kom fram á ferðamálaráðstefnu Suðulands hér á Selfossi fyrir skömmu að erlendir ferðamenn skildu eftir 39 millj. kr. á sl. ári, en til saman- burðar má geta þess að Sláturfé- lag Suðurlands greiddi í vinnulaun á öllu Suðurlandi sl. ár um 15 millj. kr. Þá leggjum við mikla áherzlu á það að búa í haginn fyrir iðnaðaruppbyggingu á þeim afurð- um sem héraðið gefur af sér. Þegar allt er skoðað liggur það á borðinu að eina leiðin til þess að vinna Selfoss upp aftur er að efla atvinnulífið og fá til þess þann slagkraft sem fylgir ákveðnu starfi sjálfstæðismanna í upp byggingu bæjarins." Rólegt á yfírborðinu en ákveðin undiralda Ólafur Helgi Kjartansson var í önnum á kosningaskrifstofu sjálfstæðismanna þegar okkur bar að garði en þar er opið daglega frá 2—7 og 8—10 á kvöldin. Hann sagði að mikil vinna væri fólgin í utankjörstaðakosningu og undir- búningi fyrir kjördag, upplýsingar til fólks um kjörskrá, undirbún- ingur fyrir fundi, happadrætti og sitthvað fleira. „Það færist mjög í vöxt," sagði Ólafur Helgi, „að fólk hafi sam- band við skrifstofuna, leiti upplýs- inga og gefi upplýsingar. Þá er mikið um að fólk líti hér inn í spjall, kaffi eða gos, og spjallið er nú það skemmtilegasta í þessu. Við teljum að straumurinn liggi til okkar, að um augljósan byr sé að ræða og vonum bara að hann sé sem mestur. Það er ekk.i mikil spenna á yfirborðinu, en ákveðin undiralda sem er svolítið sérstakt. Við höfum orðið varir við það að fólk er ánægt með blaðaútgáfuna og í kosningastarfinu finnum við ákveðinn stíganda og treystum á að fólk verði nú samtaka á enda- sprettinum." Brcnnur heitast á í atvinnumálum „Það brennur heitast á í at- vinnumálum bæjarins að fá ný at- vinnutækifæri í framleiðslunni hér á Selfossi. Það sem er fyrir virðist að mestu fullnýtt og það þarf að koma eitthvað nýtt til svo að úr rætist," sagði Guðmundur Sigurðsson í samtali við Mbl. „Nú- verandi meirihluti hefur ekkert frumkvæði sýnt í þessa átt. Við vorum með tillögur í bæjarstjórn um úttekt á atvinnumálunum og bæði skammtíma og langtíma áætlun um atvinnuuppbyggingu. Tillagan var samþykkt en ekki framkvæmd, en við teljum það mjög aðkallandi að hafa það á hreinu hvað við ætlum að gera hér á Suðurlandi í þessum efnum. Þá viljum við líta á Sláturfélag Suð- urlands og mjólkurbúið með þeim augum að þau vinni meira af vör- um hér heima." Ástæðulaust að mata Reykjavíkursvæðið á atvinnutækifærum „Það sem ég hef aðallega verið að huga að er í sambandi við at- vinnumálin og þá sérstaklega full- vinnsla á afurðum fyrir austan fjall, en þar eru mjög miklir möguleikar og á meðan atvinnu vantar á Suðurlandi er engin ástæða til þess að vera að mata Reykjavík og nágrenni á atvinnu- tækifærum frá Suðurlandi," sagði Guðfinna Ólafsdóttir, sem skipar fjórða sætið á lista Sjálfstæðis- flokksins á Selfossi. „Þá er sitthvað sem liggur fyrir að gera varðandi málefni aldr- aðra,“ sagði Guðfinna, „en það eru uppi deildar meiningar um að endurbyggja gamla sjúkrahúsið og gera það að sjúkraheimili eða elliheimili. Reyndar er farið að gefa fé í þá framkvæmd og þótt það sé ekki framtíðarlausn í þess- um efnum að mínu mati, þá er það ágæt skammtímalausn sem væri hægt að framkvæma á stuttum tíma með hóflegum kostnaði. Þá stendur til að byggja hér fjölbrautaskóla og í sambandi við það eru heilmiklir möguleikar og þá tel ég mjög eðlilegt að deildir í skólanum tengist sérstaklega at- vinnulífinu hér á staðnum og skólakerfið verði byggt upp þann- ig að hægt sé að gera ráð fyrir því að menntafólk úr skólanum hald- ist hér á staðnum, að það geti gengið í sín störf hér en þurfi ekki að fara til annarra landshluta. Ég vil einnig vekja athygli á því að það eru konur í öllum baráttu- sætum hér, en röðun á lista okkar sjálfstæðismanna var í samræmi við niðurstöður um 500 manna prófkjörs. Þátttakan í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins var mun meiri en hjá öðrum flokkum sem viðhöfðu prófkjör og svona skip- uðu íbúarnir sem sagt sjálfir á listann. í sambandi við unga fólkið finn8t mér skorta á að félags- miðstöð sé til staðar fyrir það, en ýmsir möguleikar munu opnast með Félagsheimilinu og það er mjög brýnt mál. Þá hef ég einnig áhuga á þvi að Selfoss komi sér upp framtíðar skíðalandi, en sl. vetur stunduðu á 3. hundrað ungl- inga skíði og þurftu að sækja æði langt. Hugsanlega gætum við at- hugað með slíkt í Hamragili og ef til vill nær. Hveradalir eru góðir, en á sjálfri heiðinni er aðallega um gönguleiðir að ræða.“ „Hvernig leggjast kosningarnar í þig?“ „Þær leggjast ágætlega í mig, það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn, tónninn í fólki byggist á vilja til bjartsýni og það er hag- stætt fyrir sjálfstæðismenn, enda viljum við gera hlutina yfirvegað en ákveðið og ég vil einnig nefna skoðun okkar varðandi fegrun bæjarins og snyrtingu, því þar má bæta verulega úr og í sambandi við atvinnu fyrir eldri borgara þá hygg ég að eldri menn sem eru ef til vill komnir út af vinnumarkaði vildu gjarnan grípa til vinnu eins og snyrtingar á götum bæjarins fyrir utan það að vera þeirra á vettvangi hins daglega lífs myndi setja hlýlegri svip á bæinn okkar." „Því sterkari stjórn á bæjarmálum“ Guðjón Pétursson bifreiða- stjóri, sem á sæti í kosninga- stjórn, hittum við í önn dagsins þar sem hann var á bíl sínum. „Tónninn í fólki er tvímælalaust Sjálfstæðisflokknum í vil,“ sagði Guðjón, „og það sem mér finnst vera kosið um nú í fulltrúafjölda raunverulega er 4. maður Sjálf- stæðisflokksins eða vinstri mann- eskja. Það er engin tilviljun að lífs- viðhorf flestra eiga samleið með Sjálfstæðisflokknum, því íslend- ingar kunna að meta frelsi ein- staklingsins til athafna og tján- ingar og Sjálfstæðisflokkurinn er um leið áræðnasta og víðsýnasta aflið í íslenzku þjóðfélagi, kjöl- festan og þeim mun meira umboð sem sjálfstæðismönnum er veitt, því sterkari stjórn á bæjarmálum. Annars er þetta andskoti mikil deyfð núna miðað við áður fyrr og fólk er óráðið jafnvel viku fyrir kosningar þótt við finnum að byr- inn sé með sjálfstæðismönnum. Ég vona að fólk almennt flykki sér um sjálfstæðismenn, því þeim er bezt treystandi til þess að vinna að áframhaldandi uppbyggingu til framfara." „Þarfír og vilji dug- mikils ungs fólks“ Björn Gíslason kvað það öruggt að ungt fólk vildi lifa lífi sínu á Selfossi og setjast að á staðnum en það vantaði á að sköpuð væru skilyrði fyrir ungt fólk í leik og starfi. „Bæði er erfitt að fá lóðir," sagði Björn, „og skortur er á íbúð- um og hjá ungu fólki vill verða erfitt að fá atvinnu. Þess vegna verður að vinna kröftuglega að því að bæta úr þessu og unga fólkið á að geta fundið sig á okkar lista, því þar er margt ungt fólk sem veit og skilur hvar skórinn kreppir að, skilur þarfir og vilja ungs dugmikiis fólks."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.