Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 65 einnig andleg verðmæti þeirra deyja," segir hún í grein frá 1930. Hún líkir þeirri hugsun við tré, þar sem ræturnar eru slitnar. Hvorki getur það grænkað, né bor- ið blóm og ávexti. 1931 gaf hún út greinasafn á þýsku undir heitinu: „Begegnung- en und Trennungen. Essays úber Christentum und Germanentum". Þar bendir hún á að þar sem lífs- viðhorf efnishyggjunnar ríki, missi sál einstaklingsins gildi sitt. Kristindómurinn einn sé forsenda frelsis og samhyggju. Á afmælisdegi Sigrid Undset verður mikil hátíð í heimabæ hennar, Lillehammer. Líkneski hennar við Stórgötuna og gröf hennar á Mesnalien verða blómum skreytt, en í kaþólsku kirkjunni prédika bæði kaþólskur og lúth- erskur biskup. Hápunktur hátíða- haldanna verður kvöldvaka í Mai- haugen, hinu fræga útisafni, sem Anders Sandvig stofnaði til að bjarga gömlum byggingum úr Guðbrandsdalnum. Safnið kom til Maihaugen 1902. Á þessum fagra minningarstað talar prófessor Daniel Haakonses; Liv Dommersner les úr verkum Sigrid Undset, og Mentz Schul- erud tengir atriðin saman. Hinn þekkti Nansen-skóli (humanistisk akademi) í Lillehammer sér um Sigrid Undset-viku 18. — 23. maí með fyrirlestrum eftir marga af okkar fremstu Sigrid Undset-sér- fræðingum; en í Ósló verður af- mælishátíð í vikunni á undan, 20. maí. Sigrid Undset gisti ísland 1931 og hitti þá m.a. Stefán frá Hvíta- dal, sem gerðist kaþólskur ári áð- ur en hún, en Stefán var biskupað- ur 28. september 1924 með Halldór Kiljan Laxness sem guðföður. Sig- rid Undset gaf Stefáni eina af bókum sínum með áritun; en sú bók hefur týnst úr eigu Stefáns. Gaman væri ef hún kæmi einhvers staðar fram aftur. Sigurður Nor- dal prófessor, sem einnig hitti Undset, sagði að hún hefði haft miklar mætur á Guðmundi góða. Líklega eru enn uppi íslendingar sem hittu hana að máli og gætu bætt við ýmsu um kynni sín af þessari frægu skáldkonu. Það gæti þá komið á prenti, t.a.m. hér í blaðinu. Sigrid Undset andaðist árið 1949. Asker, í maí 1982. Sigrid Eftir Nanna Ebbing I sjálfsævisögulegri bernskulýs- ingu „Ellefu ár“ segir Sigrid Unáet frá því, að hún hafi lesið fyrir föð- ur sinn á sjúkrabeði hans úr Is- lendingasögunum — og á íslenzku. Þegar hún hnaut um eitthvað það, sem hún skildi ekki, skýrði faðir- inn það fyrir henni, orðin og þær hugsanir, sem að baki lágu. Og síðan hélt hún ótrauð áfram, að því er hún segir. Islendingasögurnar vöktu ímyndunarafl og örvuðu það, en barn las hún einnig norræn ljóð. Sum voru svo falleg, að hún gleymdi öllu öðru. Þar á meðal er Dánarkvæði Hjálmars. Ellefu ára sté hún inn í undra- heim Islendingasagna og hvarf þaðan aldrei til fullnustu. Þegar hún var í útlegð í New York á stríðsárunum og var þar einn merkasti fulltrúi Noregs á menn- ingarsviðinu, skrifaði hún langa grein sem hét „Bók, sem markaði tímamót í lífi mínu“. Svo mikil- væg taldi hún kynni sín af Njálu hafa orðið. Hún hafði fundið Njálu innan um lúnar og henni óþekktar bæk- ur í bókaskáp afa síns. Hún fór með hana afsíðis til að lesa hana. „Eg átti mér ekki aðra ósk en þá að fá að vera í friði með þessa bók sem opnaði mér nýjan, dásamleg- an og raunverulegan heirn," segir hún. Það var sem sagt íslenzk ætt- arsaga sem varð upphafið að heimsfrægð Sigrid Unset. í ætt- arsamfélagi Islendingasagnanna sótti hún innblástur í söguna um „Ólaf Auðunsson". Ættarsögurnar hefðu hvergi getað orðið til nema í samfélagi frjálsra manna, sem voru tengdir jörðinni sem þeir yrktu af ástríðu, en nauður og fá- tækt rak þá oft og einatt í reisur um þvera og endilanga Evrópu, þá sinntu þeir kaupmennsku, lögðust í víking, gerðust seinna pílagrímar og námsmenn. „Ættarsögurnar eru hvorki germanskar né norrænar" þær eru heldur ekki norskar, þær eru ís- lenzkar og samdar af íslenzkum rithöfundum á Islandi." Ef mælistika yrði lögð á list- rænt gildi sagnanna telur Sigrid Unset að sagan um Hrafnkel Freysgoða sé gimsteinn þeirra. „Mér persónulega eru sögurnar um Hörð Grímkelsson og Gísla Súrsson einna hjartfólgnastar — þær eru svo fagrar og þó svo nöt- urlegar," sagði hún. Og hún hafði myndað sér skoðun á hverri per- sónu sagnanna og lýsti henni í fáum orðum. í „Siðaskipti í Noregi" (1936) gerir hún, af sinni alkunnu ná- kvæmni, grein fyrir tilurð ása og segir frá því hvernig og hvar guðir voru blótaðir á landnámsöld. Og víða hefur hún bent á þá miklu þýðingu sem bókin fékk, hinn nýja menningarþátt sem fylgdi í kjöl- far kristninnar. Og á Islandi varð móðurmálið ritmál, ekki latína eins og í öðrum löndum. Sigrid Unset var gædd óvenju- legum hæfileikum til að lifa sig inn í tíma íslendingasagnanna og miðaldirnar ekki síður. Hún bend- ir á, að hinir gömlu frásagna- meistarar hljóti að hafa verið barngóðir. Þeir hafi skynjun á tali barns og hvernig barn túlki at- burði og gerðir út frá sjónarhóli sínum. Hversu qft hugur Sigrid Unset leitaði til íslands veit enginn, en hún ól þá von í brjósti, að komast þangað — árum saman. Þó kom alltaf eitthvað uppá, þegar hún hafði hugsað sér að leggja af stað. Hún var bundin yfir börnum og alls konar samningum, en þó er það 15. júlí 1931, að hún leggur upp frá Björgvin á Nóva og hafði drengina sína, Anders 18 ára og Hans 12 ára, með sér. Fyrsti viðkomustaður bátsins var Akureyri. Nóva fór umhverfis landið í ferðinni og var samtals í íslandsferðinni í 24 daga. Þegar báturinn kom til Akureyrar höfðu menn komist á snoðir um, að Sig- rid Unset væri um borð og þyrpt- ust því margir niður á höfn — þar sem annars staðar — til að sjá skáldkonunni bregða fyrir, en Is- lendingar sem eru mjög bókelskir og mikið lesnir höfðu dálæti á Sig- rid Unset. „Hvarvetna var hún hyllt,“ sagði Sigurður Nordal prófessor í bréfi til mín. Á einum stað voru henni færð að gjöf tvö falleg lambsskinn, sem prýddu allar göt- ur síðar stofuna heima í Bjerne- bæk við Lillehammer. I fylgd með Sigurði Guðmunds- syni skólameistara á Akureyri fór hún um sögustaði norðanlands. Hvar sem hún kom fundu menn þekkingu hennar á þeim atburð- um, sem voru tengdir viðkomandi stöðum. Já, hún þekkti söguna svo vel, að skólameistarinn taldi það tryggara að hressa upp á kunnáttu sína í Víga Glúms sögu, áður en hann hélt af stað sem leiðsögu- maður hennar. Hann vildi heldur vera sá sem gaf en sá sem tók, þegar þau töluðu um sögustaði, sagði hann síðar. Þegar haldið skyldi suður á bóg- inn komu Sigurður Nordal og kona hans og fóru með henni um héruð og víða voru teknir aukakrókar. Það er ekki ofmælt að kalla ferð hennar pílagrímsferð. Fyrst hafði leiðin legið að hinu forna bisk- upssetri að Hólum í Hjaltadal, þar sem Jón Arason hafði setið. Sú för varð henni eitt mesta ævintýri allrar ferðarinnar. Stórbrotið landslag Skagafjarðar, þar sem hann skein við sólu umlukinn há- um og svipmiklum fjöllum var það fegursta og tignarlegasta sem hún sá í náttúrunni og hún hafði sér- stakt yndi af því að skoða öll þau skrautlegu blóm sem uxu villt um holt og móa, enda bjó hún yfir ágætri þekkingu á grasafræði. Hún kom í Skálholt, þar sem hafði verið mesta lærdómssetur á íslandi til forna. Og auðvitað vitj- aði hún bæjar Egils Skallagríms- sonar, Borgar á Mýrum og hún kom í Reykholt, þar sem Snorri hafði setið. Þær hlýju og glæsilegu móttök- ur sem hún fékk alls staðar, gest- risni og vinsemd sem allir sýndu henni, yljuðu henni um hjartaræt- ur. Þegar til Reykjavíkur kom var henni haldið mikið samkvæmi á Hótel Borg og hún sæmd riddara- krossi Fálkaorðunnar. í ræðu þar kom fram, að hún væri sá erlend- ur höfundur, sem ætti stærstan lesendahóp á íslandi. Hún sýndi skýrar og betur en nokkur annar djúpan skilning á sögu íslands og þjóðlífi, var sagt í ræðu. Hún var spurð um það, hvenær hún hefði lært íslenzkú. „í sann- Icika sagt man ég það ekki. í stað- inn fyrir að taka venjulegar bæk- ur úr skápnum hans pabba, sem pabbi sagði reyndar að forheimsk- uðu okkur, tók ég kjarnmeiri bæk- ur. Fyrsta íslenzka bókin, sem ég las var Flateyjarbók, síðar urðu það Islendingasögurnar annað hvort á norsku eða íslenzku." Meðan hún dvaldi á íslandi kom hún mörgum á óvart með því að sýna þekkingu á málum, sem voru ofarlega á baugi á íslandi á þeim tíma. Hún fagnaði að Islendingar sýndu hugrekki í að hefja stór- kostlegar framkvæmdir í nýrækt lands og uppgræðslu. Með skörpu innsæi sínu hefur hún kannski séð inn í framtíð íslands. Hún sagði í kveðjuviðtali, að hún óskaði þess að Islendingum auðnaðist að standa vörð um allt sem ætti rót í hinu þjóðlega. Og hún sagði: „Verndið gróðurinn." 17. ágúst kom hún aftur til Björgvinjar. Islandsferðin skipti engum sköpum á rithöfundarferli hennar og varð tæplega upphaf að neinu nýju, en minningar úr íslands- ferðinni voru henni alla tíð gleði- efni. Á stöku stað bregður fyrir leiftrum. I greininni, sem áður var minnst á og hún skrifaði í Banda- ríkjunurn, fylgir lesandi henni yfir breiður Islands á þekkta staði, sem henni þótti vænt um, svo og öllum þeim, sem unnu íslend- ingasögunun. Hún var afburða leiðsögumaður inn í sagnanna heim og lýsingar hennar greinar- góðar í hvívetna. Og síðast en ekki sízt var hún tryggur og þakklátur aðdáandi og vinur bræðraþjóðar Noregs úti í miðju Atlantshafinu, þjóðarinnar sem í blíðu og stríðu varðveitti sérstæða og dýrmæta bókmennta- arfleifð sína, órofna frá tíma ís- lendingasagna til atómaldar. lega á hörund okkar, eins og Koli sjálfur væri að þukla á okkur með fingurgómunum, rétt til þess að minna okkur á, að hann léti sér nægja að þreifa fyrir sér að þessu sinni, en einhvern góðan veðurdag, þegar við ættum okkur einskis ills von, mundi hann skyndilega kremja okkur undir sér. Eg starði oft á svartgljáandi kolalagið í gulrauðum bjarma kertaljósanna okkar og hugsaði með mér, að þetta væri kannski sorgarbelti jarðarinnar, nú værum við að hrifsa það af henni til þess að brenna því, en hún hygði á hefnd- ir, þar sem hún horfði á okkur hálfluktum augum. Mér tókst aldrei að sigrast á þessum geig og kvíða meðan ég vann í námu.“ Grænn varstu, dalur er örlaga- saga eins og bækur af þess tagi eru stundum nefndar. Gildi henn- ar er m.a. fólgið í því að hún virð- ist vera sönn, engin ýkjusaga. Af- lestrar er bókin skemmtileg, enda hefur hún komið út í meira en fjörutíu útgáfum og vinsældir hennar aukast sífellt. Ólafur Jóhann Sigurðsson hefur endurskoðað þessa útgáfu þýð- ingar sinnar sem kom fyrst út 1949. Þýðingin ber því vitni hve Ólafur Jóhann er með fádæmum vandvirkur og orðhagur þýðandi. Það er unun að lesa slíka þýðingu og hún á sinn þátt i því að bókin er meira en venjuleg skemmtisaga. Enda gefur Mál og menning Grænn varstu, dalur út í flokki sígildra erlendra nútímaskáld- sagna þar sem skartað er með höf- undum eins og Ernest Heming- way, John Steinbeck, Gabriel Garcia, Marquez og Mikhail Bulg- akof. Á utanverðu Snæfellsnesi Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Arbók Ferðafélags íslands 1982: Lýsing Snæfellsness frá Löngufjör- um að Olafsvíkurenni. Kinar Haukur Kristjánsson tók saman. Kókarauki: Yfirlit um jarðfræði Snæfellsness eftir Hauk Jóhannesson. Samantekt Einars Hauks Kristjánssonar um Snæfellsnes þeas. þrjá hreppa „á utanverðu nesinu, að viðbættum sjálfum Jöklinum", er einkum ætluð ferða- mönnum. Einar Haukur getur þess í formála að hann sé ekki kunnugur á þeim slóðum sem hann fjallar um „umfram það sem gerist um ferðamenn, sem tíðum hafa komið þarna“. Einnig segist hann að mestu hafa farið eftir skráðum heimildum. Áreiðanlega vakir það fyrir Ferðafélagsmönnum að í þessari bók séu handhægar upplýsingar um þann hluta nessins „sem mest er sóttur af ferðamönnum sakir náttúrufegurðar“ eins og Einar Haukur kemst að orði. Því ber ekki að neita að margir ferðamenn leita undir Jökul til að njóta kyrrðar og hvíldar frá önnum borgarlífs. Frést hefur líka af ýmsum kynlegum sendiboðum frá Alheimsviskunni, innlendum og erlendum, sem telja að undir Jökli sé að finna svör við lífsgátum eða að minnsta kosti kraft til að glíma í alvöru við þær. Minnst snortnir af þessu hafa víst Snæfellingar sjálfir orðið. Einar Haukur Kristjánsson vitnar mjög til skráðra heimilda og er það ekki nema eðlilegt. Hann er maður ágætlega lesinn í forn- um sögum um Snæfellsnes og ýmsan þjóðlegan fróðleik af þeim slóðum þekkir hann vel. Eins og hann segir sjálfur er þess ekki að vænta „að ný eða áður ókunn sannindi sé að finna í ritinu". Þess má geta að Einar Haukur er Snæfellingur að ætt, fæddur að Ytra-Skógarnesi í Miklaholts- hreppi. Af fornum bókum sækir Einar Haukur margt til Bárðar sögu Snæfellsáss og Víglundar sögu, af nútímahöfundum virðist hann þekkja einna best þá Halldór Laxness og Ref bónda. Saga Sig- urðar Breiðfjörð (að mestu sögð af Sverri Kristjánssyni) er rifjuð upp, enda bjó Sigurður á Gríms- stöðum í Breiðuvíkurhreppi og fékk þar heldur betur að kenna á mannlegum fordómum. Þegar hann fluttist þaðan orti hann vís- una: „Fjórum sinnum lét ég ljá/ leiðar þúfur rota,/ aldrei vaxi á þeim strá/ eigendum til nota.“ Þetta hefur ræst. Það er mjög notaleg leiðsögn að ferðast með Einari Hauki Krist- jánssyni um hreppana þrjá. Hefðbundinn frásagnarmátinn kemur ekki í veg f.vrir það að Ein- ar Haukur skjóti inn ýmsu smá- legu sem lífgar, sumt af því hefur undirritaður lesandi ekki vitað áð- ur og þykist fróðari á eftir. Feikn- armiklu er sleppt úr sögu hrepp- anna eins og vonlegt er í ekki stærri bók og á köflum orkar val efnis tvímælis. I kaflanuni um Sna»fellsjökul stendur: „Enginn skyldi leggja á Snæfellsjökul né nokkurn annan jökul öðru vísi en hafa góð sólgler- augu með í farteski sínu.“ Þessari orðsendingu höfundarins er hér með komið til skila. Bókarauki Hauks Jóhannesson- ar: Yfirlit um jarðfræði Snæ- fellsness er góð viðbót. Myndir eru margar, en þó kveð- ur mest að þeim Grétari Eiríks- syni og Páli Jónssyni í hópi myndasmiða. Þeir hafa unnið verk sitt vel og er Ijóst að starf þeirra l'eggja hefur verið mjög í þágu þess að auka gildi bókarinnar. Jón Karl Snorrason hefur tekið nokkr- ar góðar mymlir úr lofti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.