Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 Eftir Guómund Pál Arnarson Það hefur alltaf verið álit manna að jólasveinar reiddu ekki vitið f þverpokum; væru fremur heimskir og utangátta. Þess vegna segjum við gjarnan um menn sem svipað er ástatt um að þeir séu nú meiri jóla- sveinarnir. Og þótt deila megi um tilveru raunverulegra jólasveina, þá er víst að þeir eru margir jólasvein- arnir meðal manna. Sjálfur hef ég til skamms tíma verið þeirrar skoð- unar að reyndar væru menn hinir einu réttnefndu jólasveinar. Ég hætti nefnilega að trúa á „alvöru'* jólasveina þegar ég greip mömmu glóðvolga að gefa mér í skóinn. Þá var ég 7 ára og nógu mikiil jóla- sveinn til að draga opinberlega þá álvktun af þessari uppgötvun að jólasveinar væru bara plat. Síðan hef ég ekki fengið í skóinn. En nú hafa þeir atburðir gerst í lífi mínu sem þvinga mig til að endurskoða afstöðu mína til jóla- sveina. Því þegar níu nætur eru til jóla, þá gerist það að til min kem- ur kynlegur náungi í draumi. Þetta er luralegur og ljótur gaur, með kringlótta fætur og klofinn upp í háls. Það mátti ráða það af klæðum hans að hann var ekki að koma úr Þórscafé. Hann var í röndóttum samfestingi og hafði stóra gráa húfu á höfðinu. Bind- islaus. Hann kynnir sig mjög kurteislega, segist heita Samn- ingsbani og vera jólasveinn. „Ég hef það að reglu," segir hann, „að koma alltaf til manna níu nóttum fyrir jól og spila við þá rúbertu á nóttunni. Ég vil nú bjóða þér að velja þér makker og spila við okkur Stúf bróður minn í nótt og aðrar nætur fram að jólum." „Samningsbani?!“ hváði ég, „ég hef aldrei heyrt það nafn á jóla- sveini fyrr. Ertu örugglega jóla- sveinn?" „Þið vitið nú ekki allt mennirn- ir. Það er helst að þið kannist við þá bræður okkar sem stunda þá iðju að sleikja innan potta og pönnur. En við erum margfalt fleiri bræðurnir. En við skulum ekki eyða tíma í óþarfa mas; ertu til í slaginn?" Auðvitað var ég til, og valdi mér snarlega makker í huganum. Það var draumamakker, í orðsins fyllstu merkingu, nefnilega sá heimskunni spilari Fagramær. „Upp á hvað er spilað?" spurði ég — það borgar sig alltaf að ræða bitina strax. „Við skulum spila upp á það eitt hvorir okkar eru meiri jólasvein- ar, við jólasveinarnir eða þið mannkertin." Ég hafði það á tilfinningunni að þetta væri einhvers konar sneið til okkar mannanna og var ekkert að fara nánar út í þessa sálma. Stúfur var byrjaður að gefa og mig langaði til að kynnast mót- herjum mínum örlítið betur. „Fyrirgefðu Samningsbani, en segðu mér nú áður en við byrjum hvers vegna þú heitir þessu nafni.“ „Þú munt fljótt komast að því, væni minn,“ var eina svarið. Það reyndust orð að sönnu. Þvílíkur snillingur í vörn! Aldrei hof ég tapað eins mörgum óhnekkjandi samningum og þess- ar níu nætur fyrir jólin. Tvö spil eru mér sérstaklega minnisstæð og ég ætla að rekja þau fyrir ykk- ur hér. Hér er fyrst 5 laufa samn- ingur sem við hnekktum í samein- ingu, ég og Samningsbani; ég sem sagnhafi en hann í vörninni. Samningsbani er í austur en ég í suður. Norður gefur, allir á hættu. Norður s 2 h 76 t D109643 I K1043 Vestur s D974 h D10943 t 875 17 Austur s KG8653 h G t ÁG2 I D96 Suður s ÁIO h ÁK852 t K IÁG852 Veslur Nordur Austur — pjlsn 1 spadi 2 spaðar 3 spaðar 3 grönd pass 4 lauf pass 5 lauf pahs pass pass En fyrst þarf að skýra sagnir. Tveggja spaða sögn mín var kerf- isbundin og sýndi 5—5 í hjarta og öðrum hvorum láglitnum. Fagra- mær í norður sagði 3 grönd í þeirri fullvissu að það væri krafa til mín um að segja hvorn lágiit- inn ég ætti. Reyndar var ég ekkert viss um hvað 3 grönd þýddu þarna, en sagði 4 lauf til öryggis. Nú, 5 lauf er gullfallegur samn- ingur. Við fyrstu sýn virðist spilið renna nokkuð örugglega heim — jafnvel þótt hjartað liggi 5—1. En sjáum til. Stúfur spilaði út spaða, og ég fékk fyrsta slaginn á spaða- ás. Það var sjálfsagt að byrja á því að spila út tígulkóngi. Satt best að segja reiknaði ég ekki með því að fá þann slag, en Samn- ingsbani gaf eins og ekkert væri sjálfsagðara. „Þessir jólasveinar!" Ég gat ekki annað en brosað út í annað. Næst spilaði ég blindum inn á laufkóng og lét út tíguldrottningu. Samningsbani lagði á og ég trompaði glottandi. En öryggis- svipurinn á Samningsbana gerði mig órólegan. Hvað nú ef trompið er 3—1; þá vantar innkomur á borðið til að njóta tígullitarins. Það var vissara að snúa sér að hjartanu. Ég tók ás og kóng, og brá heldur í brún þegar 5—1-leg- an kom í ljós. Og nú var komið að Samningsbana að glotta. Hann leit ekki við því að trompa hjartakónginn, og spilið var tapað. Ég reyndi næst að trompa hjarta í blindum. en Samningsbani yfirtrompaði og trompaði út. Nú gat ég ekki kom- ist hjá því að gefa tvo slagi á hjarta auk trompslagsins. Þetta var falleg vörn hjá samn- ingsbana; í fyrsta lagi að gefa tíg- ulkónginn, og í öðru lagi að trompa ekki hjartakónginn. En það verður að játast að spilið vinnst alltaf með bestu spila- mennsku. Ef trompið er aldrei hreyft má öngla saman 11 slögum. Seinna spilið á það sammerkt með hinu fyrra að gefa tilefni til tilþrifa bæði í sókn og vörn. Sem fyrr erum við Samningsbani í að- alhlutverkunum. Norður s82 h 1032 t ÁKDG 18763 Suður SÁD53 h ÁKG876 t — IÁK2 Ég var sagnhafi í 6 hjörtum í suður, og Stúfur spilaði út lauf- drottningu. Býsna góður samn- ingur; ef trompdrottningin kemur niður blönk eða önnur vinnast sjö. En ef hún er þriðja er hætta á að tapa sex. Reyndu við spilið áður en þú lest áfram. Þú sérð væntanlega að það er innkomuleysið á blindan s.em er vandamálið. Ef þú tekur ás og kóng i trompi og drottningin kem- ur ekki í, tapast spilið. Þér dettur kannski í hug að leysa innkomu- vandamálið með því að taka að- eins á hjartaás en spila svo gosan- um. En góður varnarspilari (Samningsbani t.d.) sér við þessu með því að neita að drepa hjarta- gosann. Þannig fórnar hann reyndar öruggum trompslag, en fær þann skaða rækilega bættan. Þú getur að vísu gert enn eina tilraun í þeirri stöðu: spilað út spaðaás og spadadrottningu. Ef sá mótspilaranna er með spaðakóng- inn sem ekki á trompdrottning- una kemstu kannski inn á borðið með því að trompa spaða. En er þá betra að taka fyrst á trompásinn og spila svo litlu á tí- una? Nei, þessi leið hefur þann ókost að þú getur þurft að hitta í hvort þú átt að setja upp tíuna eða ekki. Því ef vestur á Dxx getur hann gert þér erfitt fyrir með því að setja lítið þegar þú spilar hjarta í seinna skiptið. Og þá verðurðu að láta tíuna. En ef austur hefur byrjað með Dx máttu alls ekki stinga upp tíunni. Þótt ég segi sjálfur frá þá fann ég bestu leiðina (eða svo hélt ég a.m.k.): ég spilaði strax út hjarta- gosa. Ég fékk aö eiga þann slag, og þá tók ég spaðaás og spilaði meiri spaða. Nú þoldi ég tromp til baka. Norður s 82 h 1032 t ÁKDG 18763 Vestur s KG1094 h 94 t 965 I DG10 Austur s 76 h D5 t 1087432 1954 Suður SÁD53 h ÁKG876 t — IÁK2 (2) Norður s KG63 h 764 t ÁD65 I D2 Suður s ÁD1074 h K32 t 873 1Á4 Þú vaktir á 1 spaða í suður, og vestur sagði 2 hjörtu. Þú verður síðan sagnhafi í 4 spöðum. Vestur spilar út smáu trompi. Hver er áætlunin? (3) Þú ert í austur. Norður s ÁKD107 h G105 t D52 1108 Austur s 432 h D96 t G7 1 ÁK432 Vestur Norður Austur Suður _ 1 spaöi pass 2 hjörtu pass 2 spaðar pass 3 grönd pass pass 4 hjörtu pass pass En það kom ekki tromp til baka, heldur meiri spaði sem Samningsbani trompaði yfir blindan. Þetta var svakalegt. Og svipurinn á Fögrumær þegar hann benti mér á villuna sem ég hafði gert. Ég átti auðvitað að spila smáum spaða eftir að hafa fengið á hjartagosann. Þá gæti ég tekið einu sinni tromp áður en ég reyndi að trompa spaða í blindum. „En það hvarflaði ekki að mér að það skipti máli; heldurðu að mér detti í hug að nokkur maður gefi hjartagosann með drottning- una aðra.“ Þetta var víst heldur léleg af- sökun hjá mér, enda var Samn- ingsbani snöggur upp á lagið og mælti hróðugur: „Nei, það er sennilega ekki á færi dauðlegra mannkerta, en við jólasveinar er- um til alls vísir!" Mönnum er nú væntanlega ljóst að jólasveinum er ekki alls varn- að. En snúum okkur að öðrum efnum. Jólin eru erfiður tími fyrir harðsvíraða bridgespilara. Öll skipulögð bridgestarfsemi liggur niðri og það getur verið ótrúlega erfitt að skjóta á spilafundi. Menn eru meira og minna uppteknir við hangikjötsát út um allan bæ, og svo er óþarfi að skemmta skratt- anum um of. En þó ekki sé auðvelt að ná saman mðnnum í létta rúb- ertu er þó alltaf hægt að glíma við bridgeþrautir. Hér á eftir fara nokkrar þrautir sem menn geta stytt sér stundir við að leysa á milli máltíða. Lausnirnar koma svo í dagdálkinum eftir áramótin. (1) Norður s KD93 h G65 t 763 I D85 Suður s ÁG107642 h ÁK4 t K94 Þú heldur á spilum suðurs og spil- ar 4 spaða. Vestur hafði doblað opnun þína á 1 spaða. Hann kem- ur út með laufásinn. Hvernig viltu spila? Vestur spilar út laufníu, þú tek- ur á kónginn og fimman kemur frá sagnhafa. Hvernig viltu haga vörninni? (4) Þú ert í vestur með þessi spil: Vestur s 654 h 107 t 974 I ÁD1043 Norður vakti á 1 spaða og suður sagði 1 grand (6—9 punktar). Þú sagðir pass og norður stökk í 3 grönd sem voru pössuð út. Hverju spilarðu út? Norður s D4 h 10852 t 9732 I Á74 Suður s KG10953 h 4 t ÁK I KD62 Þú ert í suður og vaktir á 1 spaða. Makker þinn átti fyrir 1 grandi, og það var nóg til þess að þú reyndir 4 spaða. En þá doblaði vestur. Hann spilaði síðan út hjartaás og fékk drottninguna í frá austri. Næst lét hann út lítið hjarta, smátt úr blindum, nían frá austri, og þú trompar. Hvern- ig líst þér á horfurnar? (6) Hér í lokin eru svo tvær spurningar um sagnir. Þú ert með þessi spil í vestur: Vestur s G4 h D53 t D106 1108543 Þið eruð á hættu en andstæð- ingarnir utan; suður er gjafari. Vestur Nordur Austur Sudur pass 1 spaði — pass 2 spaðar 4 spaðar Tveir spaðar makkers sýna a.m.k. 5—5 í hjarta og öðrum hvorum láglitnum og sterk spil. Hvað viltu segja yfir 4 spöðum? (7) Nú áttu heldur betri spil. Þú ert enn í vestur og situr með: Vestur s D92 h Á9 t. ÁKG3 I ÁG96 Norður gefur: austur-vestur á hættu. Vestur Norður Austur Suður — pass 4 hjörtu 4 spaðar 5 lauf pass 5 hjörtu pass ? Þú sagðir 5 lauf til að sýna lauffyrirstöðu og slemmuáhuga. Jafnframt hefurðu neitað fyrir- stöðu í spaða. Með spaðafyrir- stöðu væri 4 grönd rétta sögnin. Hvað viltu segja við 5 hjörtum? Eins og fyrr segir verða svörin birt eftir áramótin. Og þá er að- eins eftir að bjóða gleðileg jól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.