Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 43 Ecevit hinn almenni borgari fagnaði herforingjastjórninni umfram allt vegna þess að síðan hafa hryðju- verkamenn ekki vaðið þar uppi, tugþúsundir hægri og vinstri öfga- manna hafa verið fangelsaðir eða um 43 þúsund og borgarar segja að þeir séu lausir við þá stöðugu angist, sem þeir bjuggu við dag hvern þegar hryðjuverkamenn óðu um göturnar og skutu stundum bara þá sem hendi voru næstir. Það hefur ekki hvað sízt aflað herforingjastjórninni trausts og vinsælda að þetta er nú liðin tíð. Sérfræðingar álíta þó, að herfor- ingjastjórnin hafi í býsna mörgum tilvikum gengið of hranalega til verks og þeir sem inni sitja séu ekki allt hryðjuverkamenn og öfgasinnar, heldur líka pólitískir fangar, sem aldrei hafa tekið þátt í neinni skæruliða- eða undirróð- ursstarfsemi. Til að mynda sitja inni a.m.k. 200 félagar í DISK- samtökunum, sem eru vinstri sinnuð og hefur stjórnin krafizt dauðadóms yfir fjórðungi þeirra. helztu borgum landsins, skorður hafa verið settar við starfsemi verkalýðsfélaga og ritskoðun er í gildi, að mestu leyti. Framan af voru stjórnmálaleiðtogar eins og Ecevit Demirel og fleiri, einkum þeir sem voru þekktir utanlands, látnir að mestu afskiptalausir, en upp á síðkastið hefur þeim engin miskunn verið sýnd eins og fram hefur komið varðandi Ecevit, og herforingjastjórnin skellir skolla- eyrum við allri gagnrýni utanfrá. Herforingjastjórnin ver gerðir sínar óspart með því að fyrir valdaránið hafi Tyrkland verið haldið „banvænni póiitískri og efnahagslegri meinsemd“ og hátt- settur foringi sagði nýverið: „Þeg- ar skurðlæknar fjarlægja krabba- meinssýkt æxli verða þeir stund- um að nema brott heilbrigða lík- amshluta." Almennt má segja að Tyrkir séu að vísu meðvitaðir um að herfor- ingjastjórn er við völd, réttindi hafa verið skert en þeir benda iðu- lega á í samtölum við útlendinga, að þessi réttindaskerðing hafi bitnað á minnihluta og það minni- hluta sem áður óð uppi með hryðjuverk og glæpi og halda því uppi skeleggum vörnum fyrir stjórnina. Að svo stöddu eru stjórnmála- skýrendur sammála um, að væri til dæmis efnt til forsetakosninga nú myndi Kenen Evren verða kos- inn með yfirgnæfandi meirihluta. Hann er föðurlegur og þó strang- ur, sumir sjá í honum nýjan Atat- úrk og hann þykir réttsýnn og um flest hinn merkasti maður. En hve lengi? Fréttir um pyndingar Ut í frá sérstaklega hefur það og vakið reiði að fréttir berast um grimmilegar pyndingar á pólitísk- um föngum í Tyrklandi. Amnesty International staðhæfir að mis- þyrmingum sé beitt að staðaldri. Það vakti athygli er talsmaður herforingjastjórnarnnar viður- kenndi á dögunum, að þær aðferð- ir sem beitt væri við yfirheyrslur á stundum, kæmu að vísu ekki al- veg heim við þær aðferðir, sem væru viðurkenndar á Vesturlönd- um, en hjá því yrði ekki komizt að beita hörku til að „fá morðingjana til að tala“. Enn eru herlög í gildi og sam- kvæmt þeim hefur herinn heimild til að halda aðilum, sem eru grun- aðir um græsku í fangelsi í allt að fjörutíu og fimm daga án þess að ákæra sé borin fram gegn þeim — og þegar ákæra hefur á annað borð verið birt má síðan halda hinum fangelsaða um ótiltekinn tíma. Enn er útgöngubann á næt- urnar og því er fylgt eftir í öllum En sú spurning er auðvitað ofarlega á baugi, hversu lengi þetta muni vara. „Því lengur sem herforingjastjórnin er við völd, þeim mun erfiðara verður þetta öllum," segir einn tyrkneskur blaðamaður. Hann bætti við að þó svo að nú varpi menn öndinni létt- ar yfir því að glæpum og hryðju- verkum hefur linnt. En fólk er fljótt að gleyma. Og þá gætu menn farið að sjá í ljóma liðna tíð, þegar Tyrkland bjó við lýðræðislega stjórnarháttu og yfir hryðju- verkin og ólguna fer að fyrnast. Þetta er álit fleiri og áður en svo verður komið þurfa hershöfðingj- arnir að hafa fundið einhver þau úrræði, sem gætu dugað til að Tyrkland fengi á ný að búa við lýðræði í alvöru. texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Borgfirðingabók Ársrit Sögufélags Borgarfjarðar komið út BORGFIRÐINGABÓK, ársrit Sögufélags Borgarfjarðar, kemur nú í fyrsta skipti fyrir almenn- ingssjónir, segir í fréttatilkynn- ingu frá ritnefnd bókarinnar. Seg- ir ennfremur að með þessari út- gáfu hefjist nýr kafli í sögu þessa félagsskapar. Tilgangurinn með bókinni er að varðveita og koma á framfæri ým- iss konar sögulegum og menning- arlegum fróðleik, er varðar hérað- ið og íbúa þess. Ennfremur mun Borgfirðingabók flytja annála úr byggðum Borgarfjarðar, fréttir frá félagasamtökum, frásagnir af atvinnu- og menningarlífi, merk- um atburðum, sagt er frá helstu framkvæmdum svo eitthvað sé nefnt af því sem bókin inniheldur. Gegnir ritið að því leyti varð- veisluhlutverki auk þess að koma ýmsum nýjum fróðleik á fram- færi. í ritnefnd eru: Brynjólfur Gísla- son, Bjarni Bachmann og Snorri Þorsteinsson. Ljúft er aö láta sig dreyma, - og kosta.r ekki neitt. En viljiröu aö draumur þinn rætist, dríföu þig þá til næsta umþoðsmanns HHÍ og láttu hann segja þér allt um þaö hvernig HHÍ geturgerbreyttfjárhagsstööu þinni. Vinningslíkurnar gerast ekki betri! Vinningaskrá ^jHHAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS hefur vinninginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.