Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 4 7 Frammi í skrúðhúsinu, á köldum steinbekk, lá drengur í hvítum slopp og svaf. TRÉ- SKÓRNIR Allt var fullt af alls konar gjöfum. Einu sinni bar við — það er svo langt síðan, að allir hafa gleymt hvenær það eiginlega var — í litlu þorpi, sem hét svo skrítnu nafni, að enginn gat borið það fram eða munað það, að þar átti heima drengur, sem hét Halldór. Hann átti hvorki föður né móður, en var á vegum frænku sinnar. Hún var bæði ágjörn og harðlynd og fannst Halldór vera sér til mikill- ar byrði. Hún andvarpaði þungt í hvert sinn sem hún jós súpu á disk handa honum. En vesalings drengurinn litli var svo góður, að honum þótti samt vænt um gömlu konuna, enda þótt hann færi að skjálfa í hvert sinn sem honum varð litið á stóru búkonuvörtuna með fjórum löngu hárunum, sem hún hafði á nefinu. Allir þorpsbúar vissu, að frænka Halldórs átti sjálf húsið, sem hún bjó í, og auk þess ullar- sokk, sem var úttroðinn af gull- peningum. Þess vegna var hún látin borga skólagjald fyrir hann, en þó hafði hún prúttað gjaldinu svo langt niður, að kennari drengsins var argur út í hana fyrir og lét það bitna á Halldóri. Meira að segja espaði kennarinn hina drengina, sem voru synir ríkra foreldra, upp á móti vesal- ings munaðarleysingjanum, svo að hann átti ekki sjö dagana sæla í skólanum. Á -aðfangadagskvöld fór kenn- arinn með alla lærisveina sína í kirkju og svo átti hann að fylgja hverjum og einum heim til sín á eftir. í þetta sinn var allmikill harð- vindavetur og hafði snjóað marga daga fyrir jólin og brunagaddur var á aðfangadag. Skóladrengirn- ir komu því allir kappklæddir með loðhúfur niður fyrir eyru, í tveimur eða þremur jökkum með tvenna belgvettlinga og á þykkum stígvélum. En Halldór vesaling- urinn var í sömu fötunum og hann gekk í sýknt og heilagt; hann skalf af kulda og til fótanna var hann í götóttum sokkum og með tréskó. Þegar vondu félagarpir sáu, hvað hann var fátæklega til fara, fóru þeir að hlæja að honum og skopuðust að honum á ýmsan hátt, en Halldór litli var svo önnum kafinn við að blása í kaun, og hann verkjaði svo mikið í frostbólguhnútana á höndunum, að hann gaf því engan gaum. í kirkjunni var yndislegt að vera. Hún var öll uppljómuð með fallegum ljósum, og drengirnir hresstust við hitann'í kirkjunni og fjörguðust við hljóðfæraslátt- inn, svo að þeir fóru að pískra saman. Sonur borgarstjórans hafði fengið afar stóra og feita gæs. Hjá bæjarstjórnarformann- inum var lítið jólatré á kassa og á greinum þess héngu glóaldin og fleira góðgæti. Þetta og margt fleira voru drengirnir að tala um. Halldór litli vissi af reynslu, að gamla ágjarna frænka hans mundi láta hann fara í rúmið í kvöld, án þess að gefa honum nokkurn jólamat, en í sakleysi sínu og sannfæringunni um það, að hann hefði verið góður og dug- legur drengur allt árið, vonaði hann fastlega, að jólasveinarnir myndu ekki gleyma honum. Hann einsetti sér að setja tréskóna sína fram í eldhús, þegar hann færi að hátta, svo að jólasveinarnir gætu látið gjafirnar þar. Guðsþjónustunni var lokíð; söfnuðurinn, sem var farið að langa í jólamatinn, flýtti sér heim, og allir drengirnir gengu, tveir og tveir saman, á eftir kenn- aranum út úr kirkjunni. En frammi í skrúðhúsinu, á köldum steinbekknum, lá drengur í hvítum slopp og steinsvaf. Þrátt fyrir kuldann var hann berfætt- ur. Þetta var enginn betlari, því sloppurinn hans var nýr og fal- o legur og á gólfinu hjá honum lágu ýmis smíðatól. Bjarminn frá stjörnunum féll á andlit hans og lokuð augun. Andlitið lýsti óum- ræðilegri blíðu. Og löngu, ljósgulu lokkarnir voru eins og geisla- baugur kringum ennið. En fæt- urnir voru bláir og kaldir. Skóladrengirnir, sem voru svo vel klæddir sjálfir, gengu fram- hjá drengnum án þess að skipta sér af honum. Þeir litu bara á hann með fyrirlitningu, eins og þetta væri flökkubarn. En Hall- dór einn staðnæmdist og fór að horfa á þetta yndislega barn, sem svaf þarna á bekknum. „Æ,“ sagði foreldralausi dreng- urinn við sjálfan sig, „þetta er hræðilegt. Áumingja drengurinn hefur ekkert á fótunum í þessum ógnar kulda. Og það sem verra er, hann hefur hvorki sokka né tréskó til þess að setja fram í eldhús í kvöld, svo að jólasvein- arnir færa honum víst ekkert meðan hann sefur." Og Halldór tók skóinn af hægri fætinum á sér og setti hann hjá drengnum, sem svaf, og hélt síðan heim til gömlu konunnar, hopp- andi á öðrum fæti. „Nú, þarna kemur þú þá, leting- inn þinn,“ sagði gamla konan fokvond, þegar Halldór kom inn á öðrum tréskónum. „Hvað hefurðu gert við hinn skóinn, slæpinginn þinn?“ Halldór sagði aldrei ósatt, og fór því að segja gömlu konunni frá því sem komið hafði fyrir. En gamla konan rak upp tröllslegan og illyrmislegan hlátur. „Nú, svo þú fleygir tréskónum þínurri í flökkubörn! Nú er mér nóg boðið. Þú skalt hengja þig upp á, að jólasveinninn leggur ekkert í skóinn þinn nema ef vera skyldi sófl til að hýða þig með — og á morgun skaltu ekki fá annað en vatn og brauð." Um leið og hún sagði þessi orð, rak hún drengnum rokna löðrung og rak hann inn í skonsuna, sem hann svaf í. Hann háttaði sig há- grátandi og loks sofnaði hann á svæflinum sínum, sem var gegn- votur af tárum. En morguninn eftir, þegar gamla konan vaknaði við eitt hóstakastið og fór ofan — mikil undur! Hún sá, að eldhúsið var fullt af alls konar gjöfum, leik- föngum, bréfpokum með sætind- um í, spánnýjum fötum — og ofan á öllu þessu stóð hægrifótartré- skórinn, sem Halldór hafði gefið litla drengnum sem svaf. Halldór kom hlaupandi, þegar hann heyrði gömlu konuna kalla, og hann ætlaði varla að trúa sínum eigin augum, þegar hann sá allar gjafirnar jólasveinsins. Allt í einu sáu þau prestinn koma hlaupandi. Hann hafði líka orðið var við barnið, sem svaf á bekkn- um. Og nú sagði Halldór honum alla söguna. Og þeim kom saman um, að barnið sem þeir höfðu séð, mundi hafa verið Jesúbarnið, sem öllum gerir gott og alla huggar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.