Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 37 Ragnheiður Steindórsdóttir sem Auður, eiginkona Gísla Súrssonar í jólamynd Austurbæjarbíós, ÚTLAGINN. AUSTURBÆJARBIO: Útlaginn Hér verður sýnd áfram yfir hátíðirnar hin vinsæla og góða mynd Ágústs Guðmundssonar, sem af all-flestum er talin besta mynd gerð af íslendingi til þessa. Óþarfi er að kynna þetta ágætisverk nánar, svo skammt sem liðið er frá frumsýningu og myndin sannarlega á allra vörum. Full ástæða er til að hvetja alla þá sem enn hafa ekki séð Útlagann að láta hana ekki framhjá sér fara. Úr jólamynd Nýja Bíós, STJÖRNUSTRÍÐ II Stjörnustríð II („The Empire Strikes Back“) Þessa heimsfrægu mynd þarf tæpast að kynna, en hún er framhald Star Wars, sem í dag er lang mest sótta mynd allra tíma. Hér fáum við að fylgjast með áframhaldandi ævintýrum Loga geimgengils, Hans Óla, Lilju prinsessu og eilífri baráttu þeirra við Keisaradæmið og þá skrattakolla sem þar ráða ríkjum eins og Svarthöfða. í Stjörnustríð II, koma fram flestir leikarar og vélmenni sem við kynntumst í fyrri myndinni, auk þess hefur verið bætt við nokkrum persónum og kynjaver- um. Skal þar einkum minnst á Yoda litla hinn alvitra. Þessi merkilega fígúra skipar stóran sess í myndinni og mun og gera í þeirri næstu sem nú þegar er komin á rekspöl. Yoda er hannaður af snillingnum Frank Oz, (Prúðuleikararnir). Hljóðupptakan í Stjörnustríð II þykir taka fram öllu sem áður hefur heyrst og effektarnir þeir mögnuðustu sem um getur í kvikmyndasögunni. Það er því einkar ánægjulegt að vita til þess, að þegar myndin verður frumsýnd, á annan í jólum, verður búið að setja upp Dolby-kerfi af vönduðustu gerð og á þriðja tug nýrra hátalara í Nýja Bíó. LAUGARASBIO Flótti til sigurs (“Escape to Victory") Hér verður á boðstólunum mynd sem er glæný af nálinni, Flótti til sigurs, en gamli meistarinn John Huston lauk við hana í sumar. Eftir því sem ég best veit verður hún einmitt frumsýnd um þetta leyti víðar, bæði vestan hafs og austan. Flótti til sigurs segir frá hóp kunnra knattspyrnukappa sem fyrir stríð gerðu garðinn frægann með landsliðum sínum í Vestur- og Austur-Evrópu. Nú eiga þeir það sameiginlegt að dúsa í fangabúðum nasista í Frakklandi. Árið er 1943. Smám saman tekst þeim að byggja upp gott lið og einn af áróðursmeisturum „foringjans" sér að hér má skapa afbragðstækifæri til að sýna yfirburði Þriðja ríkisins og kemur á leik milli stríðsfanganna og Þýska landsliðsins frammi fyrir 50 þús. áhorfendum í Paris. En hinir langþreyttu fangar fara að hugsa út hvernig nota megi þetta einstaka tækifæri til stroktilraunar... Huston smalaði saman mörgum velþekktum fótboltasnillingum til að fara með hlutverk í myndinni, í þeirra hópi ná nefna Pelé, Bobby Moore, Osvaldo Ardiles, Werner Roth, John Wark, Paul Van Himst og Kazimierz Deyna. Með aðalhlutverkin fara Michael Caine, Sylvester Stallone og Max Von Sydow. Pelé sem einn af sríðsfongum nasista, sýnir leikni sína í FLOTTITIL SIGURS í Laugarásbíó. Góðir dagar gleymast ei (“Seems Like Old Times“) Neil Simon er kvikmynda- og leikhúsgestum vel kunnur af fjöl- mörgum leikritum og kvikmyndahandritum og hér er nýjasta fram- tak hans komið fram á sjónarsviðið. Simon er snjall í að skapa hinar snúnustu kringumstæður og makalausustu samskipti persóna sinna og það þjónar engum til- gangi að ætla að reyna að lýsa hinum skoplega söguþræði myndar- innar. Lesendum skal aðeins bent á að myndin hefur hvarvetna hlotið góða dóma og aðsókn. Með aðalhlutverk fara Goldie Hawn, Chevy Chase og Charles Grodin — að ógleymdum Benson vini okkar úr Löðri. Höfuðpersónurnar í jólamynd Stjörnubíós, GÓÐIR DAGAR GLEYMAST EI. Hafnarfjörður Það er af sem áður var er mörg af listaverkum kvikmyndasögunnar skutu fyrst upp kollinum í Hafnarfirði. Þó svo að engin frumsýning verði um þessi jól, bjóða samt kvikmyndahúsin tvö upp á ágæt- ismyndir yfir hátíðirnar. HAFNARFJARÐARBÍÓ tekur til sýninga á annan í jólum þá bráðskemmti- legu gamanmynd SLUNGINN BÍLASALI, sem sýnd var á dögunum í Stjörnubíó, við mikla aðsókn. BÆJ- ARBÍÓ mun sýna aðra ágætismynd, svo vægt sé til orða tekið, ZORBA, sem óþarft er að kynna lesend- um. Keflavík NÝJA BÍÓ í Keflavík verður með eina athyglisverð- ustu frumsýningu ársins, en það er engin önnur en ENDLESS LOVE, með Brooke Shields, sem mun gleðja augu Keflvíkinga næstu dagana. Myndin, sem leikstýrt er af Franco Zeffirelli, hefur gengið við mikla aðsókn vestan hafs í sumar og þá hefur tónlist- in úr myndinni selst grimmt. Nýja Bíó mun einnig sýna myndina KING OF THE MOUNTAIN um hátíðirnar. Hér er um að ræða fjöl- skyldumynd. Hitt kvikmyndahúsið í Keflavík, FÉLAGSBÍÓ, verð- ur einnig með frumsýningu á jólum. Það verður bandaríska myndin HEITT KULUTYGGJÓ, sem naut mikilla vinsælda vestra á þessu ári. Myndin er fengin að láni frá Háskólabíó. Akureyri Akureyringum verður boðið upp á hina nýju, íslensku kvikmynd, JÓN ODD OG JÓN BJARNA, þar sem hún verður frumsýnd samtímis í HÁSKÓLABÍÓI og BORGARBÍÓI á Akureyri. Þar gefst bæjarbúum einnig kpstur á að líta SUPERMAN II augum. NÝJA BÍÓ á Akureyri sýnir yfir hátíðirnar hina vinsælu unglingamynd með Brooke Shields, BLÁA LÓNIÐ, og Disney-myndina FALDI FJÁRSJÓÐUR- INN, þar sem Peter karlinn Ustinov fer á kostum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.