Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 39 ureyri og þegar einokun komst á að fullu 1602, fengu kaupmenn frá Helsingjaeyri einkaleyfi til verzl- unar hér, eða í Akeröen, eins og það var afbakað þá, eða Öfjörds- handelsted og stundum Ödefjord og mátti víst ekki miklu muna að Akureyrarnafnið glataðist. I manntalinu 1703 var Akureyrar að engu getið, enda þá engin föst mannvist þar, þó einokunarkaup- menn hafi að vísu þegar þá reist einhver hús yfir verzlun sína, en veturvist tíðkaðist þá ekki. Elztu húsin munu hafa verið reist í Naustalandi og í Jarðabók Árna Magnússonar er talið, að kaup- menn hafi goldið búðatoll til Eyr- arlands og Nausta, en mjög óveru- legan. Þegar síðari konungsverzl- unin hófst 1774 voru hús verzlun- arinnar, Krambúðin, byggð 1747, skipt í svefnherbergi, búð, eldhús og ullargeymslu, virt á 425 ríkis- dali; sláturhús, byggt 1763 og rúmaði 340 kroppa; Mörbúð, byggð 1770; Gamla Krambúðin, óvíst um aldur, og hafði sýslumaður hluta hennar til afnota, er hann var að embætta á staðnum. 1777 var það almennt fyrirskipað að kaupmenn hefðu fasta búsetu á staðnum og sama ár hófst bygging fyrsta íbúð- arhússins. Fyrsta sálnaregistur frá Akureyri, sem enn tilheyrði Hrafnagilshreppi, er frá 1785. Eru íbúar þá skráðir 12, flestir með dönsk eða dönskstæld nöfn. Hinn 13. júní 1787 var verzlunarfrelsi takmarkað með konunglegri til- skipan og voru þá stofnaðir 6 kaupstaðir á landinu og var Akur- eyri einn þeirra. Til þess að laða menn að þessum stöðum var mönnum þar veittur ókeypis borg- araréttur, en þó aðeins verzlunar- og handiðnaðarmenn, helzt sigldir og var sýslumaður mjög spar á borgarabréfin. Ennfremur fengu menn byggingastyrk, ókeypis hús- lóð og garðstæði og undanþágu frá manntalsskatti næstu 20 ár. Eig- inleg kaupstaðaréttindi öðlaðist Akureyri þó ekki fyrr en 1862. Þrátt fyrir áðurnefnd fríðindi fjölgaði íbúum Akureyrar mjög hægt, 1802 voru þeir innan við 40 og 1835 voru þeir 56 í 14 húsum. Þremur árum fyrr voru útsvars- gjaldendur í bænum 4, 2 kaup- menn, 1 verzlunarstjóri og einn assistent og guldu þeir samtals 8 ríkisdali og 40 skildinga. Árið 1850 voru íbúarnir 187, en 286 er bær- inn fékk kaupstaðaréttindi, þar af 80 ófermd börn. Árið 1876 bjuggu á Akureyri 318 og 20 á Oddeyri og dregur síðan ört saman með bæj- arhlutunum. Verður nú vikið að sögu ein- stakra húsa í innbænum. Barnaskólinn var byggður nákvæmlega mitt á milli Akureyrar og Oddeyrar árið 1900 og þótti þá bera af öllum öðrum skólahúsum landsins. Nú er öldin önnur því eins og sjá má er húsið í niðurníðslu og liggur undir skemmdum. grein í Stefni árið 1900. A fyrsta fundi bæjarstjórnar árið 1899 var rætt nánar um fyrirkomulag barna- skólans. Ákveðið var að skólastof- urnar yrðu 3 og skyldu rúma 100 börn og skyldi hver um sig hafa 100 kúbikfet andrúmslofts. Var nefnd- inni falið að fá gerðar nýjar teikn- ingar af húsinu. Þrjár tillögur voru gerðar og ein valin og á grundvelli hennar gerði Bergsteinn Björnsson teikningar af húsinu, sem bæjar- stjórn samþykkti. Gert var ráð fyrir því á teikningum að skólinn yrði stækkaður síðar. Leitað var eftir til- boði í smíði skólans og var gengið að tilboði Bjarna Einarssonar eftir að hann lækkaði tilboð sitt, sem var 6.350 krónur, um 100 krónur. Bæj- arfógeti vígði síðan húsið 18. október árið 1900 og þótti það þá bera af öllum skólahúsum landsins og var vandaðra en þá tíðkaðist, meðal annars með tvöföldum gluggum og búið ýmsum þægindum svo sem þvottaskálum fyrir nemendur. Fyrstu árin eftir að skólinn tók til starfa var gosdrykkjaverksmiðja í kjallaranum. Segir í blaðagrein frá þessum tíma: “Knud Hertervig hefur stofnað gosdrykkjaverksmiðju í kjallara skólans. Hún framleiðir m.a. sóda- vatn, sítrón, hindiberlímonaði, jarð- arberjalímonaði. Ennfremur súra og sæta saft, edik og gerpúlver. Hert- ervig segist hvergi hafa fengið svo gott vatn í gosdrykkjagerð." Annars var íbúð í kjallara skól- ans, en honum var að hluta til breytt í kennsluhúsnæði árið 1922. Kennt var í húsinu til ársins 1930, þegar nýi barnaskólinn uppi á brekkunni var fullbúinn. Þá fékk amtsbóka- safnið húsið til afnota og var þar í 17 til 18 ár og bjó Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi í húsinu flest þau ár. Þá rak Akureyrarbær saumastofu um tíma í húsinu. Sein- ustu árin hefur skólinn verið notað- ur til íbúðar, en kjallarinn sem geymsla fyrir Leikfélag Akureyrar. Búið var í húsinu fram undir árslok 1980. Standard vörunum Flugeldar — sólir — blys og fleira. Þú færö hinar þekktu og traustu Standard vörur ásamt öllum góðum vörum frá okkur á eftirtöldum sölustöðum: Reykjavfk: Skátabúðin, Snorrabraut Volvosalurinn, Suðurlandsbraut Fordhúsið, Skeifunni Alaska, Breiðholti Seglagerðin Ægir, Grandagarði Akureyri: Alþýðuhúsið Söluskúrvið Hrísalund Söluskúrvið Hagkaup Bílskúr við Höfðahlfð Ísafjörður: Skátaheimilinu, ísafirði Aðaldalur: Hjálparsveit skáta Aðaldal Blönduós: Félagsheimilið Kópavogur: Hjólið, Hamraborg 9 Toyota, Nýbýlavegi 8 Kaupgarður, Engihjalla Skátaheimilinu, Borgarholtsbraut 7 Vestmannaeyjar: Kjarni Hótelið Hveragerðl: í Hjálparsveitarhúsnæðinu, Hveragerði Njarövfk: Netaverkstæði Suðurnesja Kaupfélagshúsið, Njarðvfk Vogar, Vogum Fljótsdalshérað: Verslun Kjartans Ingvarsson Garöabær: Garðaskóli Við Blómabúðina Fjólu Porlákshöfn Kiwanisklúbburinn ölver Siglufjörður: Kiwanisklúbburinn Skjöldur Hvolsvöllur: Kiwanisklúbburinn Dfmon Akranes: Kiwanisklúbburinn Þyrill Pórshöfn: Kiwanisklúbburinn Fontur Ólafsvik: Lionsklúbbur Ólafsvíkur Bolungarvík: Lionsklúbbur Bolungarvíkur Árskógsströnd: Lionsklúbburinn Hrærekur Hella: Flugbjörgunarsveitin Hellu Varmahlið: Flugbjörgunarsveitin Varmahlíð Bfskupstungur: Ungmennafélag Biskupstungna Hafnarfjörður: Knattspyrnufélagið Haukar við Flatahraun nálægt Slökkvistöðinni Stykkishólmur: Björgunarsveitin Berserkir Stöðvarfjörður: Björgunarsveitin Björgólfur Fáskrúðsfjörður: Björgunarsveitin Geilsi Borgarf jörður eystrf: Björgunarsveitin Elding Patreksfjörður: Björgunarsveitin Patrekur Grundarfjörður: Björgunarsveitin Klakkur Suðureyri: Björgunarsveitin Björg Skagaströnd: Ungmennafélagið Fram Eskifjörður: íþróttafélagið Austri Borgarfjörður: Björgunarsveitin Heiðar Hrunamannahreppur: Félagsheimilið Flúðum Gnúpverjahreppur: Árneskórinn Keflavik: Björgunarsveitin Stakkur Hafnargötu 37 Söluskúrvið Fiskiðjuna LANDSAMBAND HJÁIPARSVEITA SKÁTA GeteBporrBSonl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.