Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 41 Johan Peter Hansen bjó um tíma í gamla apótekinu. Þótti hann gáfaður, en undarleg- ur, og var hann hinn gestrisnasti. Síðustu ár ævi sinnar bauð hann á degi hverjum 3 mönnum til morgunverðar, sem að jafnaði stóð í 3 klukkustundir. Maturinn var venju- lega góður, íslenzkur matur og brennivíns- flaskan var alltaf full. inu, apótek, skrifstofa og vöru- geymsla var á neðri hæðinni, en íbúð uppi. Árið 1869 byggði Han- sen úthýsi við húsið, en það er löngu horfið. Oddur Thorarensen keypti viðbótarlóð fyrir sunnan lyfjabúðina og hóf þar trjárækt og lét gera þar garðhýsi. Arið 1921 var gerður steinsteyptur skúr vest- an við apótekið. Bræðurnir Björn og Oli Magnússynir keyptu húsið um 1940 og var þá neðri hæðinni breytt í íbúð og bjó Óli þar. Sölvi Sölvason keypti síðar hlut Óla og nú hefur Hjalti Bergmann tekið við þeim hluta hússins. Þeir Björn og Óli létu pússa húsið að utan fyrir um það bil 25 árum og var þá einnig fjarlægður timburpallur, sem var fyrir framan húsið. Húsið er stórt timburhús, ein- lyft með háu risi, gaflsneyddu með breiðum miðjukvisti þvert í gegn um húsið. Vegna stærðar hússins er rishæðin mjög stór og fer því tiltölulega lítill hluti hennar undir súð. Húsið var timburklætt utan með lóðréttri listaklæðningu og miklum gluggafaldi að utan. Húsið var pússað utan um 1956, allt skraut kringum glugga fjarlægt, rammar og póstur fjarlægður en nýr settur láréttur efst í gluggann. Rennisúð var á þaki, sem seinna var pappaklædd og um aldamótin var bárujárn sett á þakið. Þrjár íbúðir eru í húsinu. Húsið hefur ekki verið friðað. Gamli spítalinn AÐALSTRÆTI 14, Gudmans minde, er í tveimur hlutum. Suð- urhlutinn er tveggja hæða timb- urhús með háu risi, klætt lóðréttri timburklæðningu, „en paa to“, á báðum langhliðum, en listaklætt á suðurgafli. Bárujárn er á þaki og gluggar litlir af upphaflegri gerð. Ein íbúð er í húsinu og að mestu leyti búið á neðri hæð hússins. Seinustu áratugina hefur húsinu verið vel við haldið og er eitt fárra húsa í Innbænum, sem breytzt hefur til batnaðar á seinustu ár um. Reykháfur, með eldstæðum á báðum hæðum, er mjög sérstakur og þarfnast nánari athugunar. Norðurhlutinn var endurbyggður að mjög miklu leyti eftir bruna 1961 og voru þá gerðar tvær íbúðir í þeim hluta. Stingur gerð hans mjög í stúf við syðrihlutann. Fyrsti íslenzki læknirinn á Akureyri var Eggert Johnsen frá Melum í Hrútafirði. Var hann fjórðungslæknir í Norð- lendingafjórðungi 1832 til 1855. Hann mun hafa byggt suður- hluta hússins 1836. Jón Const- ant Finsen, læknir, tók síðan við af Eggert 1856. Ári síðar, á fyrsta fundi nýstofnaðrar bygg- inganefndar á Akureyri, til- kynnti hann að hann vilji byggja sér íveruhús og að Kaup- maður J.G. Havsteen hafi heitið honum nokkrum hluta af verzl- unargrunni sínum fyrir bygg- inguna. Nánar sést ekki bókað um nýbyggingu Finsens. Nokkru síðar eignaðist Fr. Gudmann húsið og 1872 tilkynnti B. Steinke bæjarstjórn Ákureyrar að Gudmann ætli að gefa bæjar- félaginu húsið undir spítala eða “fri Bolig for trængende Borg- ere“. Var spítalinn vígður 1874. Hafði Steinke komið því til leið- ar að Gudmann keypti gamla læknishúsið og lét stækka það og bæta. Með öllu, sem fylgdi gjöfinni, var hún metin á 5.000 ríkisdali. Sjúkrastofur voru á efri hæð hússins og voru þar 8 sjúkrarúm. Á neðri hæðinni bjó læknirinn og síðar spítalahald- arinn. Einnar hæðar hús var síðan byggt áfast norðurgaflin- um og var þar þvottahús aust- anmegin, en líkhús vestanmeg- in. Spítalinn var einnig baðhús bæjarins og árið 1880 kostaði bað með steypibaði 75 aura, baðdagur var miðvikudagur í viku hverri og urðu þeir, sem vildu baða sig, að gefa sig fram daginn áður. Árið 1895 mældi bygginganefndin út grunn undir fjós handa spítalanum og mykjustæði, norðanvert' við geymsluhúsið. Austan við fjósið var mykjugryfja og skíðgarður þar fyrir framan í línu við húsið. Á þennan spítala komu árið 1896 171 sjúklingur víðs vegar að. Sama ár kom að spítalanum Guðmundur læknir Hannesson, er þótti ótækt að vera lengur í þessu gamla húsi og var þá ákveðið að byggja nýjan spítala. Þegar hann var fullbúinn voru eignir gamla spítalans seldar Sigtryggi Jónssyni, trésmíða- meistara frá Espihóli. Hann kom sér upp trésmíðaverkstæði í norðurhluta hússins, þar sem þvottahúsið og líkgeymslan voru, en aðalhúsið leigði hann út til íbúðar. Sunnan við spítalann byggði hann svo íbúðarhús, Að- alstræti 16, þar sem hann bjó sjálfur. Á þessu tímabili bjuggu oft margar fjölskyldur í húsinu. Eignir Sigtryggs voru síðan seldar á nauðungaruppboði 1934. Norðurhlutanum var síðar breytt í íbúðarhús, sem skemmdist í eldi 1961, en var síðan endurbyggt. Suðurhluti hússins, það er að segja gamli spítalinn, var síðan friðaður samkvæmt b-flokki þjóðminjalaga 1978. í Gamla spítalanum var meðal annars baðhús bæjarins og árið 1880 kostaði bað með steypibaði 75 aura. Baðdagur var miðvikudagur í viku hverri og urðu menn að gefa sig fram daginn áður. Endalokin? Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson lltangarðsmenn. í upphafi skyldi endinn skoða. Steinar 050. Feril Utangarðsmanna þekkja sjálfsagt flestir. Fyrir hina má segja að ævintýrið hafi byrjað þegar Pollock-bræður settu auglýsingu í dagblað og auglýstu eftir áhugafólki um nýbylgju. Henni svöruðú Magnús og Rún- ar. Um svipað leyti komust þeir fjórir í kynni við Bubba Morth- ens, en hann var þá að leggja síðustu hönd á Isbjarnarblúsinn. Á honum léku drengirnir í nokkrum lögum en spila bara saman í einu lagi, „Jón pönkari", og Utangarðsmenn voru fæddir. Nafnið fengu þeir af bók sem Mikki Pollock var að lesa, „The Outsiders“. Þeim fannst tilvalið að kalla sig Utangarðsmenn því þeim fannst þeir vera hálfgerðir utangarðsmenn í þjóðfélaginu. Segja má að ferill þeirra sé ein- stakur. Á nokkrum mánuðum unnu þeir sig upp í það að verða eftirlæti flestra unglinga, en það kostaði mikla vinnu. Utan- garðsmenn spiluðu á böllum, héldu tónleika með æði misjöfn- um árangri. Tónlistin var reggae eða hrátt óheflað rokk sem þeir sjálfir kölluðu gúanórokk. Spilað var af miklum krafti og engu minni var sannfæring þeirra í því að segja öllum, sem heyra vildu, frá þjáningum þeirra sem minnst mega sín. Að lokum upp- skáru þeir laun erfiðis síns, frægðina, sem fæstir utan- garðsmenn eiga að venjast. Síðan ætti öllum að vera saga þeirra kunn. Á ferli sínum gáfu Utangarðsmenn út eina litla plötu, eina stóra og að auki eru sóló-plötur Bubba tvær. Þetta er mikið miðað við starfsaldur þeirra. Núna eftir að hljómsveit- in er hætt gefur útgáfufyrirtæk- ið Steinar út 16 laga plötu, sem hefur að geyma 10 áður óútkom- in lög. Hin 6 hafa öll komið út áður á fyrri plötum þeirra. Þessi 10 lög eru einkar kærkomin. Þar er að finna nokkur af þeim lög- um sem nutu hvað mestra vin- sælda á tónleikum. Þar mætti fyrst nefna „I Wanna Be Your Dog Canvas City“. Mestu ger- semi plötunnar tel ég þó vera „Síðasta blómið", sem var frum- flutt í Höllinni á sínum tíma við mikinn fögnuð áheyrenda. Lagið er eftir Utangarðsmenn en text- inn er eftir James Thurber í þýð- ingu Magnúsar Ásgeirssonar. Þó mikill fengur sé að þessari plötu, þá er galli hennar sá, hvað vinnslunni er ábótavant í sum- um lögunum. Með plötunni fylgir vel unnið blað sem á er að finna sögu hljómsveitarinnar í grófum dráttum ásamt stuttu spjalli um hvert lag og sögu þess. Segja má að „í upphafi skyldi endinn skoða“ sé ómissandi plata hverjum þeim sem ís- lenskri rokktónlist ann. FM/AM URVALIÐ ALDREI FJOLBREYTTARA aaaattoa ©.amoasaa ca? ANANAUSTUM, GRANDAGARÐI, SÍMAR 28855 — 13605

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.