Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 Mörgum þykir Nýárssálmur Matthíasar Jochumsson- nr eitthvert mesta kvæði, sem ort hefur verið í einfald- leik sínum: Hvaö boöar nýárs blessuö sól? Hún boöar náttúrunnar jól, hún flytur lif og líknarráó, og Ijómar heit af drottins náö. Nú á tímum rafmagnsljósa fer skammdegið auðvitað fram hjá okkur að mestu leyti og draugarnir eru horfn- ir, sem betur fer, — þeir kunna ekki við sig í birtunni. Þess vegna má kannski segja, að tilfinning okkar fyrir þessari ferhendu Matthisar hafi slakknað, — okkar sem erum alin upp í Reykjavík og gátum ekki fylgst með því, hvernig lífið breytti um svip við bæjarvegginn, undir eins og dag tók að lengja. Náttúrunnar jól voru að ganga í garð. Sólin kaus að fara aftur upp á við í staðinn fyrir að sökkva í djúpið fyrir fullt og allt. En gömlu skáldin þekktu skammdegið og vissu hvað það þýddi. Kristján Ólafsson á Húsavík orti: Skammdeginu verjumst vel. Veldur aldrei tjóni él, er bros í auga, bros á kinn, banna því aö fenna inn. Meðan hlýr er hugurinn, . hélar aldrei gluggann þinn. Og — hvaöa mátt á myrkriö svart móts viö jólaljósiö bjart? Jón Þorsteinsson á Arnarvatni átti strengi í sinni hörpu, sem voru persónulegir fyrir hann og þekki ég ekki önnur skáld með þau sömu grip. Jólavísa hans er svona: Jólanótt Nú hætta menn aö hata, hjörtum veröur rótt, því móöir jörö er jata Jesúbarns í nótt. Aö rúmi barnsins rata ráóavilltir menn; þvi móöir jörö er jata Jesúbarnsins enn. Nú boöar guö sinn bata, blindir öölast sýn, því móöir jörö er jata - Jesúmynd þeim skín. Biblíulestur Trúin viö þaö tefur aö tálga sjónum kross, guö í augun grefur - guöspjöll handa oss. Fagnaðarerindi Aö Ijósvana landi þinn lífsgeisla ber og upprisu andi um auðnina fer. Ég lifna og Ijóma og Ijósaugum sé þinn boöskap í blóma á bernskunnar tré. Nei, hér er þá dálítil hjörð á beit og hjarðsveinn á aldri vænum. í hverri einustu Islands sveit og afkima fram meö sænum nú stendur hún jólastundin há meö stjörnuna yfir bænum. Þannig sér mývetnski bóndinn jólin og þykist eiga í þeim jafn mikið ef ekki meir en hinir, sem betur eru að sér á veraldarvísu. Við sjáum hann ljóslifandi fyrir okkur og skírskotunin til náttúrunnar og hins daglega lífs er glögg. — Ég var fyrir skömmu úti í Grímsey og rakst þar m.a. á blað, Sleipni, sem Steindór Sigurðsson ritstýrði og út kom 1924 a.m.k., nokkur tölublöð hand- skrifuð og hafa að líkindum gengið á milli eyjarskeggja. Þar sá ég ljóð Steindórs, Jól, og það kom mér ekki á óvart, að hann skyldi opna það með þeirri hugsun, að jólin reki skammdegið á burt. Það er hvergi jafn svart og þar norður við heimsskautsbaug: Skreyta skammdegisnótt skrautleg jólanna Ijós. Andar alveran hljótt, angar kærleikans Ijós. Eins og brosandi barn blikar vetrarins hjarn. Nú hver hugur er hlýr. Guö í hjörtum býr. Upp aö stjarnanna stól stígur mannanna þökk, Ijómar sólnanna sól, sérhver lund er nú klökk. Þó aö þyrnanna þraut þeki mannanna braut, bjarma barnanna jól eins og blikandi sól. Það er svo sem auðvitað, að á jólunum fara ýmsir á kreik, sem hafa hægt um sig endranær. í Danmörku mun karl sá vera til, er Jólnir heitir (gamalt nafn á Óðni) og hefur þann ljóta sið að gægjast í jólabruggið, ef þess er illa gætt. Nú, og hér uppi hjá okkur er Grýla fyrirferðarmest þeirra gesta, sem óhjákvæmilega fylgja jólunum og eru þó ávallt jafn óvelkomnir, hvar sem þá ber að garði. Um Grýlu hafa verið ort svo mörg kvæði og stökur, að enginn getur komið tölu á öll þau ósköp. Eitt hið nýjasta er eftir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi, þar sem hann leikur sér að því að færa Grýlu til í tímanum og hugsar sér, að hún sé hér á meðal okkar núna: „Með fúkyrðum og fagurgala flekar hún til sín glópana," segir hann. Og það hefur líka önnur breyting á orðið, svo að Leppalúði er allur annar maður en áður: En hvorki óttast Leppalúöi last — né pilsaþyt. Eitt erindið er svona: Áöur tók hún kotakrakka, en kvaö nú mest í borgunum, lætur móöan mása yfir múginum á torgunum, særir hann viö sverö og skjöld aö svíkja landsins yfirvöld. Hennar bónda Leppalúöa leiðast svona ræðuhöld. Þessum vísnaleik læt ég nú lokið með tilvitnun í síðasta erindið í Jólanætur kvæði Guðmundar Frið- jónssonar á Sandi: Fórnir faguryröa færi ég jötubarni. Sönginn meöan syng ég, sit ég einn á hjarni. Ekki þó meö öllu einn er ég í snænum: Guðsson geröist áöan gestkomandi í bænum. Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal Hljjóm- plötur Árni Johnsen Skátasöngvar frá SG-hljómplötum: Hæ meiri söng og meira yndi „EINHVERJAR skemmtilegustu endurminningar frá æsku minni eru sjö ára starf mitt í skátahreyf- ingunni, þess vegna er það mér sérstakt ánægjuefni að gefa út þessa hljómplötu," segir Svavar Ge8ts á hljómplötuumslaginu Skátasöngvar og allir sem hafa reynslu af skátastarfinu hafa sömu sögu að segja og Svavar, enda ræktar skátastarfíð upp í manni þjóðernishyggju, lífsgleði, framtak og sjálfstæða afstöðu. Eitt sinn skáti, ávallt skáti, undirstrikar málið. Það er Varðeldakórinn sem syngur 25 vinsæla skátasöngva við undirleik hljómsveitar sem Ólafur Gaukur stjórnar og reyndar útsetti hann öll lögin og tengir saman í átta lotum alls. Skiptast kaflarnir í Göngu- söngva, Gleðisöngva, Varðelda- söngva 1. 2. og 3., Hátíðarsöngva, Mótssöngva og Keðjusöngva. Tíu félagar úr Silfurkórnum syngja á hressilegan og eðlilegan hátt og yfir allri plötunni er sá blær sem vera ber, skemmtilegur, léttur og leikandi og á eftir að ylja mörgum um hjartaræturn- ar. Margir skátar lögðu útgáfunni lið, en platan er tekin upp í Stud- io Stemmu undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar sem annaðist hljóðblöndun með Ólafi Gauki og er það verk eins og annað á þessari plötu gott í alla staði. Skátasöngvar hafa fyrir löngu unnið sér vinsældir langt út fyrir raðir skáta og þetta er plata sem allir geta haft gaman af ef þeir eru ekki þeim mun áfjáðari í að hengja haus. Skátahreyfingin er sífellt ferskur og mikilvægur þáttur í þjóðlífi íslands, líklega einhver bezti skólinn sem ungt fólk getur sótt og í starfi skáta er söngur- inn einn af föstu liðunum. Plat- an er góður fengur til þess að auka á tilþrif í jákvæðu mann- lífi, því skátasöngva geta allir sungið á öllum aldri. Dauði á Jónsmessunótt Bókmenntír Sigurður Haukur Guðjónsson DAUÐI Á JÓNSMESSUNÓTT Höfundur: K.M.Peyton Þýðing: Silja Aðalsteinsdóttir Prentun: Prentsmiðjan Hólar hf Útgefandi: Mái og menning Eg hafði mjög gaman af að lesa þessa bók. Fyrst kemur það til, að hún er skrifuð af miklu fjöri og snilli, höfundur kann til verka, kann að draga skil milli aðal- og aukaatriða í frásögn sinni, orðin draga því ekki aðeins upp mynd af því sem þú ert að lesa, heldur kitla líka forvitni þína, vekja spurnina: Hvað skeður næst? Slíkur er hátt- ur góðra sagnamanna og höfundur þessarar bókar er vissulega í þeirra hópi. í annan stað gladdi bókin mig með þvi, að hún er frá- sögn af glímu unglinga við sjálf sig rétt í þann mund er hamskipti verða í huga þeirra frá bernsku ti! fulltíða manns. Á sviðinu er strákur og stelpa, og um margt æði lík. Bæði eru enn föst í fjötrum bernskunnar, þarfn- ast styrkrar handar á göngu. Bæði höfðu fært mynd hins almáttka frá föður og móður og troðið fólki, sem þau þekktu ekki nema lítið, í hlutverkið. Drengurinn, Jónatan velur sér ímynd vöðvanna, stærðfræðikenn- arann Hugo. Telpan, íris, velur sér draumlyndan skýjaglóp, skáldið Robinson. Peyton lýsir meistara- lega hræðslu og magnleysi krakk- anna, er þeir finna að „goðin" í hugum þeirra eru að molna, breyt- ast í rykduft, verða að engu. Fyrirmynd írisar er drekkt í fúl- um læk, drekkt af goðinu hans Jónatans, svo auðveldari verði leiðin í ból konu fórnarlambsins. Skáldið lætur strákinn reyna að dylja, hvernig komið er, setjast á réttlætið t.þ.a. hylja eigin mistök. Stelpuna lætur skáldið grenja, lauga af sér blekkingu barnsins í tárum. Kannske hefði verið rétt að setja hér punkt, en líf flestra er lengra en þetta. Skáldið treður krökkunum báðum í lækinn, henni í leit að nýrri hönd t.þ.a. fálma eftir, honum t.þ.a. kynnast því að brotahrúgan hans var ósköp venjulegur maður, þrátt fyrir allt. Lausn drengsins fannst fyrst í snjóskriðu, sem losaði hann við Hugo. Lausn hennar í honum sem hætti lífi sínu til þess að hrifsa hana úr klóm dauðans. Eftir stóðu þau tvö með fyrirheit í augum um að þau væru fólk, fólk til að rita eigin hendi í lífsins bók. Skemmtilegt efni og góð frá- sögn. Þýðing Silju er mjög góð, mál hennar, oftast, létt, lipurt, fallegt. Helzt finn ég á skorta, að á stund- um verður mál strákanna, Jón- atans og Alberts, of stelpulegt, hráar enskuslettur, þeir stynja: „Jesús minn...“ og „Je minn, ...“ alveg eins og teprustelpur eða kynruglaðir karlar. Ég kann held- ur ekki við: „.. .heilmikið af krökk- um...“ (5), eða „Ferlega áttu gott...“ (147). Ég finn að orðaforði Silju er miklu meiri en svo, að hún þurfi að nota slíkar kækjur, enda hortittirnir fáir. Aðeins meiri vandvirkni, og þá væri þýðingin prýðisgóð. Prentun mjög skýr og frágangur allur til fyrirmyndar. Hafi höf- undur, þýðandi og útgáfa þökk fyrir mjög góða bók. SHÍ: Hvetur til samstöðu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun samþykkt á stjórnarfundi Stúdentaráðs þ. 14. desember. „Stjórn Stúdentaráðs Háskóla íslands fordæmir gerræði hinna andlýðræðislegu stjórnvalda í Pól- landi og beitingu hervalds gegn lýðræðisöflum Póllands. Stjórn SHÍ sendir bræðrasam- tökum sínum og pólsku þjóðinni baráttukveðjur og hvetur til sam- stöðu með baráttu Pólverja fyrir brýnustu lífsnauðsynjum, frelsi, mannréttindum og lýðræði."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.