Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 Hér eru grallararnir, sem komast munu á allra varir um hátíðirnar, ién Oddur og Jón Bjarni, í skemmtilegum selskap afa, sem leikinn er af Gísla Halldórssyni. Jólamynd Háskólabíós. Jón Oddur og Jón Bjarni Hjá „afmælisbarninu" Háskólabíó, verður mikið um dýrðir því hér verður frumsýnd íslenska myndin Jón Oddur, Jón Bjarni og þó við séum aðeins farin að venjast slíkum merkisviðburðum, skulum við samt vona að þeim fylgi jafnan mikil eftirvænting. Myndin er byggð á hinum landsþekktu, bráðskemmtilegu persónum Guðrúnar Helgadóttir, tvíburunum sem myndin dregur nafn sitt af og því umhverfi sem rithöfundurinn hefur opinberað svo fjölmörgum íslendingum á öllum aldri í bókum sínum um þessa aðlaðandi prakkara. Unga fólkið í myndinni er leikið af áður óþekktum leikkröftum, en í hópi þeirra kunnari má nefna Egil „þurs“ Ólafsson og Gísla Halldórsson. Leikstjóri er Þráinn Bertilsson. Háskólabíó mun frumsýna á nýársdag vinsæla, breska mynd, SILVER DREAM RAC- ER, með David Essex og Beau Bridges. Verður hún sýnd á sýningum kl. 21.00. Þetta er hörkumynd um bifhjólakapp- akstur og er í Dolby stereo, sem nú er verið að stórbæta í, Háskólabíó. JÓLA- MYNDIR \«i»' Enn er komið að jólum og hinni árlegu andlitslyftingu kvikmyndahúsanna. Þessi gamla, góða hefð er enn við líði, hér sem annars staðar um hinn vestræna heim — hvað svo sem sjónvarpi, myndböndum eða annarri óáran líður. Myndavalið í ár verður að teljast mjög gott. í fyrsta lagi eru tvær jólamyndanna alíslensk framleiðsla, hefðu það einhvern tímann þótt tíðindi til næsta bæjar. Þá eru aðrar myndir allar vel kunnar og nokkrar glænýjar. Góða skemmtun. Gleðileg jól. REGNBOGINN: • ■< SALUR A: Örtröð á hringveginum („Honky Tonk Freeway“) Jólaglaðningurinn í A-sal verður glæný mynd eftir John Schlesinger, (Midnight Cowboy). Þetta er sagður bráðskemmtilegur farsi þar sem ægir saman hinum ólíkustu ferðamönnum sem eru allir á leiðinni til smáborgar á Florida. Á hann einmitt afkomu sína undir túrismanum, en svo óheppilega vildi til, að þegar lögð var ný hraðbraut fram hjá bænum, gleymdist afleggjarinn. Kunna íbúar því bölvanlega og grípa til örþrifaráða... Margir, kunnir leikarar fara með hlutverk i myndinni: William Devine, Beau Bridges, Beverly D’Angelo, Geraldine Page, Jessica Tandy, Hume Cronyn o.fl. SALUR B: Dante og skartgripaþjófarnir í B-salnum verður frumsýnd á jólum ný, sænsk unglingamynd frá Europa Film um vinina Dante og Foxy, sem líkt og allir ungir drengir, hafa ákaflega gaman af að lenda í ævintýrum. En þá fyrst fer að hitna í kolunum er piltarnir komast á snoðir um skartgriparán og á eigin spýtur reyna þeir að ljóstra upp um ræningj- ana. Svíar eru kunnir fyrir vel gerðar unglingamyndir af þessari gerð, en Dante og skartgripaþjófunum leikstýrir Gunnar Höglund. í hlutverkaskránni má sjá nokk- ur gamalkunnug nöfn: Börje Ahlstedt, Christin Schollin. SALUR C OG D: f C- og D-sal verða sýndar myndirnar Úlfaldasveitin, („Hawmds“) og Blóðhefnd („Blood Feud“) Linu Wertmuller. Hér gefur að líta aðalhetjur annarrar jólamyndanna í Regnboganum, DANTE OG SKARTGRIPAÞJÓF- ARNIR, þá Dante og Foxy, mikla spæjara... Það ber ýmislegt spaugilegt fyrir sjónir í hinni glænýju jólamynd í A- sal Regnbogans, ÖRTRÖÐ Á HRINGVEGINUM. TONABIO: Hvell-Geiri ? („Flash Gordon“) Jólamyndin í Tónabíó er ein af mörgum stórmyndum sem gerðar hafa verið að undanförnu um frægar teiknimyndahetjur dagblaðanna (Popeye, 5 Conan, o.fl. birtast á tjaldinu innan tíðar). Hér segir frá ferð Hvell-Geira og Zarkovs vinar hans til Mongo, þar sem Ming hinn illi ræður ríkjum og hyggst tortíma blessaðri jarðkringlunni okkar. En Hvell-Geiri er ekki aldeilis á þeim buxunum. Myndin er gerð af stórmyndasmiðnum Dino DeLaurentiis, leikstýrt af Mike Hodges og grínið jafnan látið sitja í fyrirrúmi. Með aðalhlutverkin fara Sam J. Jones, Melody Anderson, Ornella Muti, Chaim Topol, Timothy Dalton og Max Von Sydow, sem skemmtir sér vel í hlutverki Mings hins illa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.