Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979 KR missir heimaleikinn! VEGNA atburða sem áttu sér stað á úrvalsdeildarleik KR og Vals, heíur aganefnd KKÍ mælst til þess að stjórn KKÍ sjái um næsta heimaleik KR sem er viður- eign við ÍR i Hagaskólanum þann 14. desember. Þannig mun KR tapa réttinum til þess að ráðstafa leiknum, félagið sér af allri innkomu og jafnvel gæti farið svo að leikurinn yrði fluttur eitthvað út fyrir Reykjavík. Þetta er í fyrsta skiptið sem slíkur dómur fellur á körfu- knattleikslið hérlendis, en svona verður að taka á málunum, en varla þarf að minna á, að dómar- ar að framangreindum leik urðu fyrir vítaverðu aðkasti frá áhangendum KR, auk Marvins Jacksons, sem hefur nú verið formlega dæmdur í eins leiks bann. Hann verður fjarri góðu gamni er KR mætir Njarðvík gg. Valur — Brentwood i dag VALUR mætir í dag kl. 15.00 ensku meisturunum Brentwood í Laugardalshöllinni. Er þetta 'síðari leikur liðanna í Evrópu- keppni meistaraliða. Fyrri leikn- um lauk með stórsigri Vals- manna og eru þeir alveg öruggir áfram í næstu umferð. Valsmenn bjóða í dag Sjálfsbjörg félagi fatlaðra á leikinn í dag, svo og öllum börnum 10 ára og yngri sem eru í fylgd með fullorðnum. Mætir Forest Liverpool? • Fagna Vikingar á þennan hátt á sunnudagskvöldið? Ætli það sé ekki von flestra innlendra handknattleiksáhugamanna. Fær Heim skell? EF NOTTINGHAM Forest lánast að siá út West Ham í 8-liða úrslitum ensku deildarbikar- keppninnar, mætir liðið Liver- pool i 4-liða úrslitum. Þessi lið áttust við í úrslitunum fyrir tveimur keppnistímabilum síðan og sigraði Forest þá 1—0 í aukaieik. Grimsby eða Wolves leika síðan gegn annað hvort Swindon eða Arsenal. Körfubolti um hekjina TVEIR leikir fara fram i úrvals- deildinni í körfuknattleik um helgina. Verður einn þeirra að teljast stórleikur, en það er viður- eign Njarðvíkur og KR í Njarðvík. Hefst hann í dag klukkan 14.00. KR-ingar leika án Marvin Jackson sem tekur út leikbann sitt og gæti það ráðið úrslitum í leiknum. Á morgun klukkan 19.00 leika síðan ÍR og ÍS. ÍR verður að vinna, möguleikar liðsins á þátt- töku í toppbaráttunni eru þegar orðnir litlir, en minnka enn ef liðið tapar. Fyrir ÍS er um sætið í úrvalsdeildinni að tefla. SVO SEM skýrt var frá í Mbl. í gær, leika Víkingur og sænska liðið Heim síðari leik sinn í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa i handknattleik. Fer leikurinn fram i Laugardalshöllinni á sunnudaginn og hefst hann klukkan 19.00. Sem kunnugt er, sigraði Heim í fyrri leik liðanna 23—19. Náði Heim algerum toppleik að mati sænskra fjöl- miðla, einkum markvörðurinn Claes Hellgren. Er almennt talið vafasamt að kappinn eigi tvo slíka lciki í röð og ef svo reynist raunin, þá vænkast hagur Víkinga að sjálfsögðu við það. Heim er talið eitt sterkasta ef ekki sterkasta félagslið Svía. Þó að liðið sé nú aðeins í fimmta 150 klassísk íslenzk skáldverk, ljóð og sögur eru í bókhlöðum um allt land. Snorri Sturluson eftir Sigurð Nordal. Sögur Svövu Jakobsdóttur. Vettvangur dagsins eftir Laxness, íslandsklukkan, Sjálfstætt fólk. Úr 40 Laxness bókum að velja. Þér getið keypt eitt bindi eða 40. Síðueldar eftir Eldprest- inn á Klaustri. Ættir Þingeyinga öll þrjú bindin. Mesta úrval íslenzkra bókmennta í Helgafelli. * Otrúlega lágt verd. Helgafell sætinu í Svíþjóð, er það vegna þess að liðið byrjaði illa, en að undan- förnu hefur það náð fyrri styrk- leika og stefnir hraðbyri að toppi sænsku deildarinnar. Hvaða möguleika á Víkingur á því að slá út Heim? Það verður að segjast eins og er, að möguleikarnir eru sannarlega miklir. Þjálfari Heim lýsti því yfir fyrir fyrri leik liðanna, að Heim yrði að vinna með minnst 6—8 marka mun og hann var mjög vonsvikinn þegar lið hans sigraði með „aðeins" 4 marka mun. Bogdan Kowlazik sagði á blaðamannafundi í gær, að 4 marka tap þætti ekki mikið í Evrópukeppni í handknattleik, þess væru dæmi að 8—9 marka sigrar hefðu ekki nægt liðum til að komast áfram. „Möguleikar okkar nú eru mun betri heldur en þegar við lékum síðari leik okkar gegn Ystad á síðasta keppnistimabili, þá höfðum við aðeins sigrað með eins marks mun á heimavelli, þannig að Ystad stóð með pálm- ann í höndunum,“ sagði Bogdan. Hann bætti við: „Ég er bjartsýnn á að við komumst áfram, en til þess að svo megi verða, verðum við að laga ýmislegt sem fór úrskeiðis, t.d. verðum við að nýta betur dauðafærin, en ég á eftir að sjá markvörð þeirra leika annan eins leik gegn okkur og hann gerði í Gautaborg. Auk þess erum við betur undir leik þennan búnir en við vorum fyrir fyrri leikinn, vitum hverju við göngum að.“ Páll Björgvinsson fyrirliði Víkings taldi möruleika Víkings góða. „Við getum sjálfum okkur um kennt að tapa leiknum, við stóðum eigi sjaldnar en sextán sinnum í dauðafærum, en skutum alltaf í markvörðinn. Það gerum við ekki aftur og með betri nýtingu í sókninni og sterkum varnarleik geri ég mér miklar vonir, við ætlum okkur áfram,“ sagði Páll. Ólafur Jónsson hornamaðurinn snjalli taldi að Víkingur hafi átt einn af sínum lakari leikjum í langan tíma. Á sama tíma hafi Heim leikið toppleik. „Við leikum varla tvo svona slæma leiki í röð og Heim má vera gott lið ef það nær tveimur toppleikjum í röð gegn okkur, við vitum hvar við stöndum núna og ætlum okkur að leggja þá,“ sagði Ólafur. Víst eiga Víkingar mikla mögu- leika, minna má á hér fyrir nokkrum árum þegar FH mætti ungverska liðinu Honved. FH tap- aði með 7 marka mun á útivelli, en þegar skammt var til leiksloka í heimaleik FH, hafði FH náð sjö marka forystu. Reyndar sigraði FH með „aðeins “ 5 marka mun og Honved komst áfram. Þannig að allt getur gerst og sitt hvað er Honved eða Heim. Víkingar binda miklar vonir við áhorfendur og segja þá vera á við 2—3 mörk þegar best lætur. Meðal 1100 áhorfenda að leik Víkings og Heim í Gautaborg voru um 50 Islend- ingar sem yfirgnæfðu sænsku áhorfendurna gersamlega. Svíarn- ir eru logandi hræddir, ef 2—3000 barkar öskra á þá eins og þessir 50 gerðu i Gautaborg, áhorfendur gætu hæglega gert gæfumuninn fyrir Víking. Kraftakarlar fara á kreik Reykjavíkurmeistara- mótið í kraftlyftingum fer fram á laugardaginn og hefst keppni í léttari flokkunum klukkan 12.00. Síðan keppa þyngri flokk- arnir í kjölfarið. Allir sterkustu kraftlyftinga- menn landsins verða með- al þátttakenda. Elnkunnagjðfin Liö KR: Pétur Hjálmarsson 1, Gísli Felix Bjarnason 3, Siguröur Páll Óskarsson 2, Ólafur Lárusson 2, Björn Pétursson 1, Friörik Þor- björnsson 3, Jóhannes Stefánsson 3, Kristinn íngason 2, Konráö Jónsson 2, Haukur Ottesen 3, Ingi Steinn Björgvinsson 2, Haukur Geirmunds- son 2. Lið HK: Einar Þorvaröarson 2, Nói Björnsson 1, Bergsveinn Þórarinsson 1, Kristján Guðlaugsson 1, Gunnar Eiríksson 1, Hilmar Sigurgíslason 2, Karl Jóhannsson 2, Ragnar Ólafsson 2, Erling Sigurösson 2, Kristján Örn Gunnarsson 2, Friðjón Jónsson 1, Magnús Guðfinnsson 1, Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Guömundur Kolbeinsson 3. Haukar: Ólafur Guöjónsson 1, Gunnlaugur Gunnlaugsson 2, Sigur- geir Marteinsson 1, Árni Her- mannsson 2, Siguröur Aöalsteinsson 1, Höröur Harðason 1, Ingimar Har- aldsson 2, Árni Sverrisson 2, Andrés Kristjánsson 2, Þorgeir Haraldsson 1, Þórir Gíslason 3, Stefán Jónsson 3. Valur: Brynjar Kvaran 4, Þorsteinn Einarsson 1, Stefán Gunnarsson 1, Jón H. Karlsson 2, Brynjar Haröar- son 1, Þorbjörn Jensson 3, Þorbjörn Guðmundsson 3, Steindór Gunn- arsson 2, Bjarni Guömundsson 4, Stefán Halldórsson 1, Gunnar Lúövíksson 2, Björn Björnsson 2. Dómarar: Karl Jóhannsson og Óli Olsen 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.