Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979 37 fclk f fréttum Nauðgun- armál + Fyrir skömmu var 88 ára gamall bóndi suður á Italíu dreginn fyrir dóm í bænum Lecce og ákærður í nauðgunarmáli. — Sebastiano Min- erva, en svo heitir bóndinn, var kærður fyrir að hafa nauðgað 94 ára gamalli konu. — Verjandi Minerva kvað það óhugsandi með öllu að svo aldraður maður fremdi slíkan glæp. — Dómarinn féllst á þessa varnárræðu verjandans og sýknaði bóndann — vegna skorts á sönnunargögnum. — En gamla konan, sem hafði verið ekkja í 40 ár er nú látin. — Átti hún að hafa sagt ættingjum sínum frá því áður en hún dó, að bóndinn, sem var nágranni hennar, hefði eitt sinn að næturlagi komið upp í til hennar og neytt hana til samfara. Anna í Kanada + NÝLEGA var Anna, prinsessa af Bretlandi í heimsókn í Kanada. — í höfuðborginni fór hún til kirkju Heilags Bartholomeusar. Kór kirkjunnar er frægur. — Hér spjallar Anna prinsessa við nokkrar ungar stúlkur í kirkjukórnum. Hún sigraði heimiim árið 1931 + FYRIR skömmu lést á sjúkra- húsi í Los Angelesborg kvik- myndaleikkonan Merle Oberon, 68 ára að aldri. Banamein henn- ar var hjartaslag. Oberon átti að baki sér 40 ára leikferil. — Eiginmaður hennar, sem er 41 árs Hollendingur, Rob Wolders, var fjórði eiginmaður hennar. Faðir hennar var foringi í brezka hernum og Merle fæddist er hann gegndi herþjónustu í fyrrum nýlendu Breta Tansaniu í Afríku. Hinn frægi kvikmynda- stjóri Sir Alexander Kordan var einn hinna fjögurra eiginmanna hennar. Merle Oberon sigraði heiminn fyrst árið 1931 er hún lék í kvikmyndinni „Service for Ladies“. — En hátindi frægðar sinnar náði hún árið 1942. — Meðal kvikmynda, sem gamlir kvikmyndahúsgestir muna eftir henni i eru þessar myndir nefnd- ar m.a.: „Wuthering Heights“ árið 1939, „A Song to Remem- ber,“ „The Dark Angel“, „The Scarlet Pimpernel“ og „Berlin Express“. Hún ól upp tvö börn. — Merle Oberon lagði mikla rækt við að viðhalda fegurð sinni, stundaði líkamsrækt og reykti aldrei, hafði vín lítt um hönd. Hún var hamingjusöm i siðasta hjónabandi sinu, en hin þrjú leystust upp við skilnað. Trygging fyrir f or- eldra brúðarinnar + ÞÝZKA blaðið „Bild Zeitung“ seg- ir frá því að tennisheimsmeistarinn Björn Borg ætli að ganga í hjóna- band í júlímánuði næstkomandi. Brúðkaup hans og rúmensku tenn- isstúlkunnar Mariönnu Simonescu fer þá fram í Stokkhólmi. Blaðið segir að Björn Borg hafi snúið sér til hinna kommúnísku yfirvalda Rúme- níu, með ósk um það að tengdafor- eldrar hans geti fengið að fara úr landi til að vera við brúðkaup dóttur sinnar. Stjórnvöldin, segir blaðið, hafa krafist tryggingar úr hendi tennismeistarans, fyrir foreldra Mariönnu að upphæð um 111 millj. ísl. krónur. NY LEIKFANGAVERSLUN AUSTURSTRÆTI 8 Stjórn Verkamannabústaða í Hafnarfirði Til sölu eru 2 3ja herb. íbúöir á Breiðvangi 14. Umsækjendur leggi inn umsóknir ásamt vottoröi frá skattstofunni í Reykjanesumdæmi um tekjur og efnahag síöastliöin þrjú ár og vottoröi frá Bæjarskrifstofunum í Hafnarfiröi um fjölskyldustærö. Umsóknum sé skilaö á Bæjarskrifstofurnar fyrir 15. þ.m. Stjórn verkamannabústaða í Hafnarfirði. Aðalfundur Knattspyrnudeildar Vals verður haldinn í Félagsheimilinu að Hlíöarenda, fimmtudaginn 13. desember n.k. kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Pabbi ætiar að gefa mömmu uppþvottavél Husqvarna Cardinal E ★ Er hljóðlátasta þvottavél á markaðnum. ★ Eyðir minnstri orku. ★ Neytendasamtökin sænsku gáfu Cardinal E hæstu mögulega einkunn fyrir: þvott — þurrkun og hljóð- einangrun. Valið er auðvelt - HUSQVARNA CARDINAL E. f \mnai S^ógeiióóan Lf Teg. E-5401. Ekta kálf- skinn í brúnt-antik. Sitja vel, takið bara eftir hæln- um. Og svo eru þeir fóðraðir. Stærðir: 35/42 Verð kr.: 34.950. Skóverslun S. Waage SF Domus Medica og athugið einnig Barónstíg 18. Sími 23566. Póstsendum samdægurs. Si'mi 18519.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.