Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979 31 Þegar kraftar þeirra hjóna tóku að þverra og aldur færðist yfir fóru þau til Lilju dóttur sinnar og manns hennar, Árna Ingimundar- sonar. Hjá þeim hlutu þau umhyggju, svo sem bezt var á kosið. Árið 1977 fóru þau Bóthildur og Ingimar að eigin ósk á elliheimilið Arnardal, Kirkjubraut 48. Húsið sem þau byggðu og bjuggu í á blómaskeiði ævinnar var þá aftur orðið dvalar- staður þeirra. í febrúar 1978 fluttust þau á Dvalarheimilið Höfða, glæsilegt, nýtt elliheimili sem þá var byrjað að starfrækja. Ingimar lést 8. ágúst 1978 hátt á 87. aldursári. Þar dvaldist svo Bóthildur áfram, þar til fyrir 3 vikum. Þá veiktist hún og var flutt á sjúkrahús Akraness. Þar andað- ist hún 30. nóv. s.l. sem fyrr segir. Utför hennar verður gerð frá Akraneskirkju laugardaginn 8. des. Bóthildur var mörgum góðum kostum búin. Hún var fríð sínum, vel vaxin og létt í hreyfingum. Framkoma hennar var mjög að- laðandi. Handlagin var hún, vel verki farin, vinnuglöð og hafði gott auga fyrir því sem betur mátti fara hverju sinni. Bóthildur hafði létta og þjála lund og átti sérstaklega gott með að umgangast fólk, jafnt unga sem aldna. Aldrei hallmælti hún nein- um, en færði jafnan það óæskilega til betri vegar. Litlar kröfur gerði hún fyrir sjálfa sig, var jafnan góðgjörn og veitandi og þess nutu margir, enda voru vinsældir henn- ar í samræmi við það. Nú er Bóthildur Jónsdóttir kvödd hinstu kærleikskveðju frá ættingjum, venslafólki og vinum. Hugurinn var hlýr og hafði bætandi áhrif á samferðarmennina. Slíkra er gott að minnast. Eg sem þessar línur rita vil sérstaklega þakka tengda- móður minni órofa tryggð og vináttu frá fyrstu kynnum til síðasta dags. Halldór Jörgensson. Nýskipaður sendiherra NÝSKIPAÐUR sendiherra Kýpur, hr. Tasos Chr. Panayides afhenti nýlega forseta Islands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum Magnúsi H. Magnússyni félgasmálaráðherra í fjarveru utanríkis- ráðherra. Síðdegis þá sendiherrann boð forsetahjónanna að Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Sendiherrann hefur aðsetur í Londön. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐMUNDUR MARTEINSSON, rafmagnsverkfræöingur, . veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni, mánudaginn 10. desember 1979 kl. 3 síödegis. Gu&rún Marteinsson, Katrín Guðmundsdóttir, Guöni Oddsson og börn. t Minningarathöfn veröur um föður okkar JÖRUND BRYNJÓLFSSON, í Fossvogskirkju laugardaginn 8. desember kl. 10.30. Börnin. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts og jaröarfarar ÞORSTEINS SIGURJÓNSSONAR, Melgeröi 28, Kópavogi Jóna Þorsteinsdóttir, Guöfinnur Þorsteinsson, Sigursteinn Þorsteinsson, Sigríöur Þorsteinsdóttir, Siguröur Norðdal. t Viö gleymum ekki og þökkum innilega sýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför sonar okkar og bróöur, ÓLAFS ALFREDSSONAR Unnur Ólafsdóttir, Alfreö Eymundsson, Axel Alfreösson, Hermann Alfreösson, Þórunn Alfreösdóttir. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og viröingu viö andlát og jaröarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu INGILEIFAR SIGURÐARDÓTTUR, Merkurgötu 2, Hafnarfirði. Kristinn Torfason, Sigurbjörg Vigfúsdóttir, Sigurbjörn Torfason, Alda Finnbogadóttir, Gísli Torfason, Birna Loftsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaöir, FRIÐRIK GÍSLASON, fyrrverandi kirkjuvöröur, veröur jarösunginn frá Laugarneskirkju mánudaginn 10. desember kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Laugarneskirkju. Sigríöur Ásmundsdóttir, Bjartey Friöríksdóttir, Þorsteinn Guönason, Jóhanna Friöriksdóttir, Siguröur Sigurösson, Pólmi Friöriksson, Anný Ástráösdóttir, börn og barnabörn. frAsagnir af oulrænni reynslu unu GUÐMUNDSOÖTnjR l SJÓLYST IGAROI SKUGGSJÁ Þetta er ómetanleg bók, — og hverjum manni hollt að kynna sér efni hennar. — Þaö er mannlegt að hafa áhyggjur, mörgum finnst það jafn eðli- legt og að draga andann, — en láttu ekki stjórnast af ótta! Taktu sjálfur við stjórn á sjálf- um þér, notfærðu þér þá hug- rænu aðferð, sem hérerkennd, — og geröu óttann útlægan úr lífi þínu. Rétt hugarástandmun létta mikilli byrði af líkama þin- um og sál, þú munt njóta lífs- ins betur, ef þú slakar á spennu og varpar af þér streitu, með þvi að hrinda af þér áhyggju- farginu, sém þjakar þig. Farðu að ráðum Harold Sherman og einnig þú munt komast að raun um, að unnt er AÐ SIGRA ÓTT- ANN! „Loksins bók, byggð á nútíma- rannsóknaraðferðum, sem fjallar um dauðann og það að deyja.“ Hvað vitum við um dauðann? Hver eru tengsl likama og sá/ar? Hvað sér fólk á dauðastundinni? Þessi bók hefur að geyma frá- sagnir af Unu Guðmundsdótt- ur í Sjólyst í Garði, fágætri konu, sem búin var flestum þeim kostum, sem mönnum eru beztir gefnir. Una segir frá sérstæðum draumum og dul- sýnum, svipum og vitrunum, dulheyrn og ýmsum öðrum fyr- irbærum, m.a. því, er hún sá í gegnum síma. Lífsviðhorf Unu og dulargáfur og ekki síður mikilvægt hjálp- arstarf hennar, unnið af trú og fórnfýsi, gleymist engum. sem kynni hafði af henni. Allir sóttu til hennar andlegan styrk og aukið þrek. Sýnir á dánarbeði svarar þess- um spurningum og ótal mörg- um öðrum og hún segir okkur einnig, að „sýnir hinna deyj- andi virðast ekki vera ofsjónir, heldur augnabliksinnsýnir i gegnum glugga eilífðarinnar“. Þessi einstæða bók gefur þér hugsanlega svar við hinni áleitnu grundvallarspurningu ... ER LÍF EFTIR ÞETTA LÍF? -AÐ SIGRA , ÖIWslN . OG FINNA LYKIL LIFSHAMINGjUNNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.