Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979 13 MARGARET Thatcher íorsæt- isráðherra Breta sá ástæðu til þess 3. desember siðastliðinn að lýsa þvi afdráttarlaust yfir, að Bretland mundi ekki segja sig úr Efnahagsbandalagi Evrópu. þótt ekki fáist viðunandi lausn á kröfu stjórnar hennar um meiri jöfnuð í fjárhagslegum byrðum Breta vegna aðildar- innar. Lýsti Thatcher þessu yfir, þegar hún greindi breska þinginu frá fundi æðstu manna Efnahagsbandalagsins, sem haldinn var i Dublin 29. og 30. nóvember. Breska stjórnin telur, að Bret- ar séu órétti beittir, þar sem þeir leggi af mörkum of stóran skerf til sameiginlegra fjárlaga Efna- hagsbandalagsins. Sækir stjórn- in það mjög fast, að jafnvægi ríki milli framlaga Breta og þeirra greiðslna, sem til þeirra renna úr sjóðum bandalagsins. Áætlað er, að á fjárlagaárinu frá því í apríl 1980 fram í apríl 1981 eigi Bretar að greiða 1100 millj- ónir punda til bandalagsins. baráttu Samkvæmt blaðafréttum sótti Margaret Thatcher mál sitt mjög fast og segja sumir, að hún hafi farið út fyrir þau mörk í málflutningi sínum, sem aðrir fundarmenn gátu sætt sig við, einkum Helmut Schmidt kansl- ari Vestur-Þýzkalands og Varley Giscard d‘Estaing forseti Frakklands. Að fundinum loknum sagði Thatcher: „Við getum alls ekki fallist á, að 350 milljón punda niðurskurður fullnægi sem loka- greiðsla á kröfum okkar, þess vegna hefur verið ákveðið, að málið verði tekið upp á næsta leiðtogafundi." Forsætisráðherranum var sem sagt aðeins boðið, að bresku Margaret Thatcher flytur ræðu og ráðgast við Frakklandsforseta en á milli þeirra stendur Patrick Hillary forseti írlands. sameiginleg mál eða hætta öll- um fjárgreiðslum til bandalags- ins. Margaret Thatcher sagði, að síðari kosturinn hefði ekki verið tekinn til alvarlegrar athugunar. Hún virtist einnig vera andvíg því, að Bretar hættu að sækja ráðherrafundi í Efnahagsbanda- laginu. Taldi hún það árang- ursríkara, að fulltrúar Breta yrðu til staðar, þar sem annars yrði unnt að taka ákvarðanir í krafti meirihluta. En hún lagði jafnframt á það áherslu, að margt ætti eftir að gerast, þar til það ástand skapaðist, að þetta yrðu einu kostirnir. Nú er unnið að því af kappi á bak við tjöldin að reyna að ná samkomulagi. Forsætisráðherrann gat ekki gefið þingheimi nein fyrirheit um að þær viðræður bæru ár- angur og bætti við: „Ef hinir eru tilbúnir til að slaka á er ég tilbúin til hins sama í leitinni að sanngjarnri málamiðlun." En eftir er að brúa mikið bil milli þess 350 milljón punda niðurskurðar, sem samaðilar Margaret Thatcher í innan Efnahagshandalagsins framlögin gætu minnkað um 350 milljónir punda með smávægi- legum breytingum á þeim regl- um, sem gilda um framlög til bandalagsins. Þá var látið að því liggja, að fjárstreymi af sameig- inlegum fjárlögum Efnahags- bandalagsins til Bretlands kynni að aukast og myndi fjármagnið einkum renna til kolaiðnaðarins, vegagerðar og endurbóta í land- búnaði. Margaret Thatcher hafnaði þessum hugmyndum, þar sem þær væru ekki í samræmi við það „víðtæka jafnvægi" sem Bretar vildu að væri í fjár- greiðslum þeirra til Efnahags- bandalagsins og fjárstreymi úr sjóðum bandalagsins til Bret- lands. Komi til þess, að Bretar leggi á næsta ári fram 1100 milljónir punda munu þeir, þriðja fátækasta bandalagsþjóð- in, ef miðað er við þjóðarfram- leiðslu, leggja mesta fjármuni af mörkum í sameiginlega sjóðinn. í málflutningi sínum lagði Margaret Thatcher áherslu á það, að Bretar væru ekki að fara fram á fjárstyrk frá bandalag- inu heldur vildu þeir aðeins fá tækifæri til að nota sitt eigið fé. í máli forsætisráðherrans kom fra-m, að svo hafi virst, að leiðtogafundurinn kynni að leys- ast upp, en þá hafi komið fram tillaga um að taka málið til frekari athugunar fyrir næsta leiðtogafund. Verður hann hald- inn í febrúar næstkomandi. Þannig að niðurstaða ætti að fást, áður en bresku fjárlögin 1980—1981 eru afgreidd. Þegar forsætisráðherrann var spurður að því í þinginu, hvort það mundi leiða til úrsagnar Breta, ef ekki fyndist viðunandi niðurstaða á næsta fundi, svar- aði hún: „Að mínu áliti myndi það ekki vera í þágu Breta eða annarra þjóða. Ég stefni ekki að því að segja Bretland úr banda- laginu." Breska stjórnin ætti þá um tvær leiðir að velja, að koma í veg fyrir að bandalagið gæti tekið ákvarðanir um nokkur Breta eru fúsir til að samþykkja, og þeirra krafna, sem breska stjórnin setur fram. Og fleiri þjóðir innan bandalagsins en Bretar eiga við efnahagslega örðugleika að etja. Á fundinum í Dublin mun Anker Jörgensen forsætisráðherra Dana hafa ver- ið mjög harðorður í garð bresku stjórnarinnar. En innan hans flokks eru margir andvígir aðild Dana að Efnahagsbandalaginu og það kemur sér ekki vel í Danmörku um þessar mundir, þegar gripið er til harðskeyttra efnahagsráðstafana, ef þyngri skyldur verða á Dani lagðar til fjárframlaga til Efnahags- bandalagsins. Bj. Bj. lUjjllli Laugavegi 20. Sími frá skiptiborði 85055. v;,> v®| i % 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.