Morgunblaðið - 25.08.1978, Page 25

Morgunblaðið - 25.08.1978, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978 25 fclk í fréttum Draumareisa til íslanÉs + Kaupmannahafnarblaðið Aktuelt efndi í sumar til ljósmyndasamkeppni með- al lesenda sinna um „Sum- armyndina 1978“. Verð- launin: „Draumareisa til íslands". A sunnudaginn var skýrði blaðið frá niður- stöðu samkeppninnar. Hlaut stóra myndin hér að ofan verðlaunin, en hún sýnir konu verðlaunahaf- ans taka mynd af engi- sprettu. Það var einmitt engisprettumyndin (litla myndin) sem þau sendu til blaðsins, en verðlauna- myndin fylgdi með. — Dómnefnd blaðsins var sammála um að stóra myndin skyldi hreppa verð- launin. Sá sem hlaut þau er ungur vélamaður í Hróar- skeldu, Sören Langkilde Madsen. — Hann er á einni myndinni ásamt eiginkonu sinni, Birgit, og 6 mánaða syni þeirra, en hann heitir Jacob. Hjónin munu fara til íslands í draumareis- una, segir Aktuelt, áður en langt um líður. Hótaði dómara sínum London 23. ágúst, Reuter. UNGUR Arabi. sem sakaður er um að hafa myrt ísraelska flugfreyju í skotárás á sunnu- dag, hótaði dómara, ef hann yrði ekki þegar látinn laus. Lögreglan var með mikinn viðbúnað í öryggisskyni fyrir utan Marlborough Street dóm- saliriti, þegar Arabinn, Fahad Mihyi, kom fyrir rétt. Þegar dómarinn, David Hopkin, spurði Mihyi hvort hann hefði eitthvað að segja sér til máls- bóta svaraði Mihyi: „Ef þú lætur mig ekki lausan mun eitthvað miður gott koma fyrir þig.“ Dómari spurði þá hvort Mihyi væri að fara fram á það að vera leystur ú.r haldi gegn tryggingu, eða hvort hann væri að hóta sér, svaraði arabinn að hann væri að hóta honum. Grænlandsferð Uemura á enda Tókýó, 23. ágúst — AP JAPANSKI ævintýramaðurinn Naomi Uemura hefur lokið ferð sinni yfir endilangan Grænlands- jökul heilu og höldnu. að því er ættingjar hans í Tókýó skýrðu frá í dag. Uemura sem ferðaðist á hunda- sleða var 103 daga að fara eftir Grænlandsjökli. Ferðaiag sitt yfir jökulinn hóf hann 13. maí á leið sinni til baka frá Norðurpólnum, en hann varð fyrstur manna til að fara þangað einn síns liðs. Græn- landsjökull er um 2,650 kílómetra langur. Uemura sigraði hann á þriðjudag, að því er ættingjar hans skýrðu frá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.