Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978 15 Skotbardagi og mannfall á Filippseyjum Manila, Filippseyjum, 24. ágúst, AP. TÓLF stjórnarhermenn og 16 uppreisnarmenn múhameðstrúarmanna féllu í hörðum skotbardaga á Suður-Filippseyjum á þriðjudagsmorgun þegar 100 vel vopnum búnir uppreisnarmenn réðust á fámenna stöð hermanna, að því er dagblaðið í Manila skýrir frá í dag. Bardaginn stóð í um það bil tvær klukkustundir og er þetta í annað skiptið á tveimur sólahringum sem vopnaskak verður á eyjun- um. Bardaginn á þriðju- dagsmorgun hefur enn ekki verið staðfestur af hernaðaryfirvöldum, en þau staðfestu á mánudags- morgun að sex hermenn og sjö uppreisnarmenn hefðu fallið í átökum sem urðu þegar uppreisnarmennirn- ir réðust á stöð herlögreglu. Uppreisnarmennirnir til- eyra Moro þjóðfrelsis- fylkingunni (MNFL) á Jolo eyju, en á eyjunni hafa Veður víða um heim Akureyrí 7 skýjað Amsterdam 20 sólskin Apena 31 sólskin Barcelona 28 skýjað Berlin 22 skýjað BrUssel 24 sólskin Chicago 30 skýjað Frankfurt 26 heiðskírt Genl 28 mistur Helsinki 17 skýjað Jerúsalem 26 heiðskfrt Jóhannesarborg 21 skýjað Kaupmannahöfn 19 skýjaö Lissabon 35 sólskin London 22 skýjað Los Angeles 28 heiðskírt Madríd 37 sólakin Malaga 31 heiðskírt Mallorca 29 léttskýjað Miami 31 rigning Moskva 25 heiðskírt New York 31 skýjað Ósló 20 sólskin París 23 sólekin Río De Janeiro 30 sólakin Rómaborg 25 heiðskírt Stokkhólmur 19 sólakin Tel Aviv 28 heiðskrít Tókýó 36 skýjað Vancouver 20 heiðakírt Vínarborg 23 akýjað Ferdinand Marcos alvarlegustu átökin í frelsisbaráttu nokkurra syðstu héraða Filippseyja átt sér stað. Sjálfsforræðis- barátta þessi hófst um það bil mánuði eftir að Ferdinand E. Marcos forseti landsins lýsti yfir að herlög væru gengin í gildi í landinu í septembermánuði 1972. Lousie Joy Brown. heimsins fyrsta „glasa barn". Myndin er tekin andartaki eftir fæðinguna hinn 25. júlí sl. AP-símamynd. „Glasa-barn” í s jónvarpi London, 24. ágúst. AP. SÝND var í dag í fyrsta sinn í brezku sjónvarpsstöðvunum tveimur, stutt kvikmynd frá fæðingu „glasa-barnsins“ svo- nefnda, Louise Joy Brown og kom barnið því í fyrsta sinn fyrir augu milljóna Breta. Áhorfendur urðu margir hverjir að skrúfa fljótt niður í tækjum sinum því stúlkubarnið gaf frá sér hraustleg hljóð aðeins 20 sekúndum eftir fæð- ingu. Louise litla dafnar vel, að því er móðir hennar sagði, en foreldrarnir komu einnig stutt- lega fram í útsendingu ITV-stöðvarinnar. Við fæðingu vó barnið 1,600 grömm, en hefur nú á einum mánuði bætt við sig rúmlega 800 grömmum. Faðir Louise, John Brown, sagði í sjónvarpssendingunni, að stúlkan hefði afar sjaldan rask- að næturró hans, en það er nokkuð sem fáir feður geta státað af. „Hún hagar sér vel á kvöldin og nóttunni. Hún steinsofnar strax og búið er um hana í rúminu hennar". Elvis upprisinn með nýtt andlit Los AnKeles. 24. ágúst. AP. SKEMMTISTJÓRI, að nafni Danny O’Day, hefur ráðið fimm manns til að láta breyta andlitsdráttum sfnum með skurðaðgerðum þannig að þeir líkist látn- um stórstjörnum svo sem Elvis Presley og Janis Joplin. Ásjónurnar verða afhjúpaðar í beinni útsend- ingu á þættinum „America Alive“ hjá NBC-sjónvarps- stöðinni hinn 1. september, en skurðaðgerðirnar fóru fram á Flórída um síðustu helgi. Öttast um mannslíf eftir skipaárekstur Le Havre, Frakklandi, 24. ágúst, AP. KAFARAR og björgunar- sveitir áttu í kapphlaupi við klukkuna í dag við að reyna að bjarga skipshöfn sem er innlyksa í skipi sínu sem valt á Signu í morgun eftir árekstur við annað skip í grennd við hafnar- borgina Le Havre í norð- vestur Frakklandi. i fregnum af slysstað er óttazt að að minnsta kosti fimm skip- verjar á brezka flutningaskipinu Mary Weston kunni að hafa látið lífið nú þegar af súrefnisskorti. Björgunarstarf gekk erfiðlega vegna mikils straums á slysstað og vegna þess hve vatnið er gruggugt. Skipinu hvolfdi eftir árekstur við flutningaskipið Yakasse frá Fílabeinsströndinni í straumkasti á Signu. Við það urðu nokkrir skipverja innlyksa í Mary Weston, en skipstjórinn féll útbyrðis við áreksturinn og var bjargað. Fljót- lega náðist samband við suma af hinna innilokuðu og voru þeir þá við góða heilsu, en talið er að súrefnisbirgðir þeirra endizt ekki nema í nokkrar klukkustundir. „Við reyndum oft að komast inn í skipið en allar tilraunir okkar mistókust vegna þess hve straum- urinn er mikill og vegna þess hversu gruggugt vatnið er,“ sagði einn kafaranna síðdegis. Elvis Presley Það eru reyndar tveir úr hópnum, karl og kona, sem eiga að líkjast Elvis, en honum verður meiri sómi sýndur í þættinum en öðr- um. Konan á að leika hann eins \ og hann var á því tímabili er hann þótti hvað kvenlegastur. Blaðamennimir fengu aðvörun Karpov má vara sig í biðskákinni ÞAÐ var nokkur barátta í 16. einvígisskákinni í dag. Korchnoi, sem hafði svart, valdi uppáhaldsvörn sína, franska vörn. I fyrstu leit út fyrir, að kapparnir ætluðu að endurtaka 15. skákina frá því á þriðjudag, þar sem heimsmeistarinn valdi Tarrasch-afbrigðið, sm venjulegast leiðir fljótlega til jafnteflis, en svo varð þó ekki. Karpov beindi skákinni í gamalkunnan farveg, með því að leika svipuðum leikjum og dr. Euwe lék gegn Botvinnik í heimsmeistaraeinvíginu 1948. Karpov endurtók þó ekki skák þeirra, lék í 13. leik Rf4, þar sem Euwe hefði leikið Bc3 og vitist fá nokkurt frumkvæði með þeim leik, sem ef til vill hefði getað fært honum meira en jafntefli. Korchnoi var þó ekki á því að gefa eftir og hóf nokkra gagnsókn, sem var djarfleg og en virtist stefna stöðu hans í nokkra hættu. Þegar hér var komið taflinu var Korchnoi kominn í nokkurt tímahrak og varð að leika 8 leiki á 13 mínútum, en heimsmeistarinn hafði 45 mín. til að ljúka þeim. Öllum á óvart lék Karpov fljótt og ónákvæmt, sjálfsagt með það í huga að rugla andstæðing sinn i ríminu í stað þess að íhuga leiki sína vel. Þettá mistókst og eftir að Korchnoi hafði leikið biðleik virðist sem heimsmeistarinn verði að leika afar varlega og nákvæmt til að tryggja sér jafntefli. Harry Golombek skrifar fyrir Morgunblaðið Moskvu. 24. ágúst — Reuter MÁL bandarísku blaða- mannanna tveggja, sem gefið var að sök að hafa veizt að sovézka sjónvarp- inu með óhróðri í blöðum sínum var í dag endanlega útkljáð með því að blaða- mönnunum var gefin að- vörun sovézka utanrík- isráðuneytisins. Craig Whitney blaðamanni New York Times og Harold Piper blaðamanni Baltimore Sun var í morgun stefnt í utanríkisráðu- neytið í Moskvu. Þar tjáði Ley Krylov fulltrúi þeim að skrif þeirra um ákveðna útsendingu sjónvarpsins og framkoma þeirra við dómstóla, réttlætti það aö þeir yrðu s-viptir starfsleyfi blaða- manna í Moskvu. Hann sagði þeim að vegna vaxandi venzla Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna yrði það ekki gert, en hins vegar varaðir við hvaða afleiðingar skrif þeirra kynnu að hafa. Bandaríski kaupsýslumaðurinn Francis J. Crawford var enn einu sinni yfirheyrður í Lefortovo— fangelsinu í dag og stóð yfirheyrsl- an yfir í sjö klukkustundir. Haft er eftir Crawford að hann hafi verið spurður fram og aftur um sömu hlutina og í fyrri yfirheyrsl- um en hann sat í fangelsinu í 15 daga og hefur verið yfirheyrður fjórum sinnum síðan. Honum var gert að mæta aftur á morgun til yfirheyrslna. Skyndiskilnað- ur i Kalifomíu Sacramento, Kaliforníu, SAMÞYKKT hafa verið í Kali- forníu lög sem gera hjónum kleift að fá skilnað án þess að þurfa að fara fyrir dómstóla eða að til þurfi að kveða lögfræðing. Lögin ganga í gildi 1. janúar 1979 og samkvæmt þeim geta hjón sem eiga ekkert hús eða aðrar fasteignir, eiga minna en andvirði 5,000 Bandaríkjadala bundið í persónulegum munum og skulda innan við 2,000 dali, fengið skilnað. Verkið tekur stutta stund, og einungis þarf að greiða 40—50 dali fyrir greið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.