Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978 5 „Svartfugl” Gunn- ars á pappírskilju ALMENNA bókafélagið hefur sent frá sér nýja útgáfu af skáldsögunni SVARTFUGLI eftir Gunnar Gunnarsson — að þessu sinni sem pappírskilju. Bókin er gefin út með hliðsjón af notkun við bókmenntakennslu í skólum og með það í huga hefur Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor skrifað um söguna ítarlega ritgerð, sem birt er hér sem eftirmáli. Er hér um að ræða sögugreiningu með þeim aðferðum, sem nú eru notaðar í bókmenntakennslu. Auk þessa hefur Eysteinn Þorvaldsson menntaskólakennari samið orðskýringar við söguna, einnig kafla, sem hann nefnir Nokkur atriði til íhugunar og loks Verkefni varðandi söguna í heild. Gunnar Gunnarsson Svartfugl fjallar eins og kunn- ugt er um Sjöundármálin víðfrægu — er sakamálasaga í orðsins fyllstu merkingu, því að auk þess að vera spennandi verða áhrifin af henni þannig að þau knýja lesand- ann til umhugsunar um sálarlíf, ábyrgð, sekt og sýknu. Sveinn Skorri tekur skýrt fram í ritgerð sinni að túlkun hans sé aðeins ein leið af fleiri til skilnings á sögunni. Hann segir: „Ef sú leið, sem hér er farin inn í veröld Svartfugls, getur opnað lesendum fleiri vegu til hugmyndavekjandi upplifunar á sögunni er vel farið, en fyrir því skulu greinin sjálf sem og sagan, er hún fjallar um, lesnar gagnrýnu auga að endanleg bók- mennaskýring er ekki til.“ Þessi nýja útgáfa Svartfugls er 270 bls. að stærð, þar af er sagan sjálf 225 bls., ritgerð Sveins Skorra 32 bls. og athugagreinar Eysteins Þorvaldssonar 11 bls. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda. Lúmínó í Siglufirði: Vinnur dýra- meltu úr loðnu DANSKA skipið Lumino, sem var í borlákshöfn um tíma s.l. vetur í þeim tilgangi að vinna dýra- meltu úr loðnu er nú komið á ný til íslands og liggur í Siglufirði. Þar tekur skipið 500 tonn af loðnu, sem unnið verður úr og fer skipið síðan með afurðirnar til Danmerkur, þar sem þær verða notaðar í dýrafóður. Björn Dagbjartsson forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðar- ins sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að útkoman af meltuvinnslu skipsins við Island s.l. vetur hefði verið góð og vantaði aðeins að fá einhverja íslendinga til að fara út í slíka framleiðslu. Sagði hann, að ýmsir aðilar hérlendis hefðu áhuga á þessari framleiðslu og hefði henni t.d. verið sýndur verulegur áhugi í Vestmannaeyjum, og væri vitað að Danir væru tilbúnir að aðstoða íslendinga á allan hátt við fram- leiðsluna. Björn sagði, að þessi vinnsla á loðnunni yki ekki verðmæti afurð- anna, heldur væri miklu ódýrara að vinna hana á þennan hátt heldur en í mjöl. Það væri miklu ódýrara að koma upp verksmiðju sem ynni loðnuna á þennan hátt heldur en loðnubræðslu. Tæki til vinnslunnar væru bæði færri og ódýrari. Þá kom það fram hjá Birni að Dönum hafa verið sendar fleiri fisktegundir en loðna til að vinna úr meltu og kom t.d. í ljós að grásleppa hentar vel til þessarar vinnslu, en fram til þessa hefur megninu af grásleppunni verið hent, — það eru aðeins hrognin sem eru hirt. Huppa hef- ur skilað rúmlega 250 þúsund kr. EYDÍS Einarsdóttir. sem vann samkeppni „Mjólkurdagsnefnd- ar“, hefur að því er segir í fréttatilkynningu frá Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins, haft heppnina með sér, þar sem fyrsta kálfs kvígan Huppa frá Brúnastöðum virðist ætla að halda góðri nyt í sumar. Eydís fær greitt fullt verðlags- grundvallarverð fyrir mjólkina úr Huppu. í síðasta mánuði mjólkaði Huppa 380 lítra, grundvallarverð- ið er kr. 137,90 á lítra, svo samtals fær Eydís frá Mjólkurbúi Flóa- manna 52.400 kr. Frá 1. mars og fram til 31. júlí hefur Eydís fengið 254.528 kr. Huppa hefur mjólkað á þessu tímabili 2011 ltr., hún hefur fengið 594 kg. af fóður- blöndu og um 900 fe í heyfóðri, en á tún var hún sett 17. júní. Fóðrið sem Huppa hefur fengið kostaði um 90.000 kr. Félagsbúið á Brúna- stöðum hefur aftur á móti fengið greitt frá mjólkurbúinu 170 þús. kr. fyrir mjólkina úr Huppu og þegar allur kostnaður hefur verið dreginn frá við mjólkurframleiðsl- una eru eftir handa bændunum upp í kaup 68 þús. kr. Léttir frá Stórulág setti met í 800 og 1500 metra brokki Skeiðhestar mætast á Lag- arfljótsbrúnni á sunnudaginn HESTAMENN af Suðvesturlandi heimsóttu á miðvikudag hestamenn í Hornafirði og efndi Hestamannafélagið Hornfirðingur til kappreiða ávellinum aðFornustekkjum þá um daginn. í hópi hestamannanna að sunnan ?oru Aðalsteinn Aðalsteinsson, sem kom með skeiðhestinn Fannar, Sigurbjörn Bárðarson, sem kom með hlaupahross- in Glóu og Reyk, Jósep Valgarð kom með hlaupahryssuna Mæju frá Skáney og Reynir Aðalsteinsson kom ni.a. með skeiðhestinn Trausta. í Hornafirði mættust sunnanhrossin og hornfirsk hlaupahross. Það bar helst til tíðinda að hinn 19 vetra brokkari, Léttir frá Stórulág, rann bæði 800 og 1500 metra brokkið undir íslandsmetum í báðum gremunum. Hestamennirnir að sunnan héldu í gær frá Hornafirði til Egilsstaða en þar ætla þeir að reyna hross sín við kappreiðahross af Héraði. Verða haldnar kapp- reiðar á Iðavöllum n.k. laugardag og á sunnuag er ætlunin að halda skeiðkappreiðar á Lagarfljóts- brúnni og verða þar reyndir einir átta vekringar og hefjast kapp- reiðarnar kl. 14. Það er álit þeirra, sem til þekkja að Lagarfljótsbrúin sé einhver besti skeiðvöllur lands- ins en á brúnni er trégólf og hún er nær 300 metra löng, þannig að þar fæst fullur 250 metra sprettur. Hestamenn á Héraði hafa oft hleypt vekringum þarna á brúnni og náð góðum hraða og hafa þegar verið fengin öll tilskilin leyfi vegna kappreiðanna á sunnudag. Meðal þeirra hesta, sem koma tl með að mætast þarna á brúnni, verða Skjóni, núverandi íslands- methafi í skeiði, og Fannar, sem átti metið áður. Alls voru það fimmtán hross, sem voru reynd á kappreiðunum að Fornustekkjum og urðu úrslit þau að í 250 metra skeiði sigraði Fannar, Harðar G. Albertssonar á 22,4 sek. í 250 metra stökki sigraði Reykur Harðar G. Albertssonar á 18,2 sek. í 350 metra stökkinu sigraði Glóa, Harðar G. Alberts- sonar á 24,7 sek. og í 800 og 1500 metra brokkinu sigraði Léttir frá Stórulág, eign Sigurðar Sigfinns- sonar. I 800 metra brokkinu náði Léttir tímanum 1.23,3 mín. og í 1500 metra brokkinu 2,56,0 mín. Fyrr i sumar hafði Funi Marteins Valdimarssonar í Búðardal sett met í þessum greinum, í 800 metrunum 1.35,6 mín. og 1500 metrunum 3.02.5 mín. Sýna hjálpar- tæki á Akureyri HJÁLPARTÆKJABANKI Rauða kross íslands og Sjálísbjargar heldur sýningu á hjálpartækjum í Alþýðuhúsinu á Akureyri í dag, föstudaginn 25. ágúst. Sýningin er opin frá kl. 13 til 19. Mjólkin jókst um 1,9% — Sala dróst saman um 2,4% FYRSTU sem mánuði ársins jókst innvegin mjólk til mjólkursamlag- anna um 1.9% miðað við sama tímabil 1977. Á þessum sex fyrstu mánuðum hefur sala á nýmjólk minnkað um 2,4%, samdráttur hefur auk þess orðið í sölu undan- rennu cða 0.3% og sala á skyri hefur minnkað um 3.3%. Allveruleg aukning varð í sölu rjóma eða 7.1% og smjörsalan var 51% meiri fyrstu 6 mánuðina í ár en sömu mánuði í fyrra. Sala á venjulegum ostum 45 og 30% jókst lítillega en mikil aukning varð í sölu á bræddum ostum. Birgðir af ostum 1. ágúst voru 986 lestir en það er svipað og í fyrra. Smjörbirgðir voru aftur á móti 856 lestir en það er 183 lestum meira en í fyrra. Greinar gerð verðlags stióra veldur úlfaþyt S.Í.S. krefst nánari skýringa NIÐURSTAÐA norrænnar könnunar á innkaupsverði á Norðurlöndunum, þar sem m.a. kemur fram, að innkaupsverð hérlendis sé allt að 25% hærra en gerist á hinum Norðurlönd- unum hefur vakið töluverða athygli. Af þessu tilefni leitaði Mbl. álits nokkurra aðila verzlunarinnar á könnuninni. S.Í.S. hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu um könnunina og fer hún hér á eftin Yfirlýsing S.Í.S. „I tilefni fréttar verðlags- stjóra í blöðunum í dag varðandi samanburð á innkaupum á sömu vöru til Norðurlanda, þar sem fram kemur að þessi innkaup til íslands eru talin benda til 21% — 27% óhagstæðara verðs en til annarra Norðurlanda, telur sambandið nauðsynlegt að verðlagsyfirvöld geri opinber- lega nákvæma grein fyrir því til hvaða vara og vöruflokka athug- unin náði, svo allir geti myndað sér rétta skoðun á þessu máli. Þá er nauðsynlegt að verðlags- yfirvöld geri almenningi ýtar- lega grein fyrir helztu þáttum í verðmynduninni, bæði í heild- sölu og smásölu. — Loks vill Sambandið lýsa yfir því að upplýsingar um verðmyndun á öllum vörum, sem það flytur til landsins, standa verðlagsyfir- völdum til reiðu, þar með talin umboðslaun af innflutningi þess.“ Könnuninni verður haldið áfram Mbl. sneri sér til Ólafs Jóhannessonar viðskiptaráð- herra um þetta mál og sagði hann að þessari könnun yrði haldið áfram hjá verðlagsnefnd og kvaðst ekkert frekar hafa um málið að segja að sinni. Þá hafði Mbl. samband við Magnús Finnsosn á skrifstofu Kaupmannasamtakanna, en hann sagðist álíta að niðurstaða þessarar samnorrænu könnunar snerti ekki kaupmenn og væri einkamál heildsala og innflytj- enda í landinu. Kaupmenn væru einungis milliliðir heildsala og neytenda, en hins vegar þyrfti þetta mál nánari athugunar við. Árni Árnason hjá Verzlunar- ráði Islands kvaðst ekkert vilja láta hafa eftir sér um þetta mál, en Verzlunarráð væri að taka saman greinargerð um þessa könnun verðlagsstjóra og yrði hún send fjölmiðlum í dag. Neytendasamtökin hafa einn- ig ákveðið fund með sér í dag um þetta mál að sögn Gísla Jónssonar stjórnarmanns þar og kvaðst hann ekki vilja tjá sig um málið fyrr en að þeim fundi loknum. En hann sagði þessar niðurstöður verðlagsstjóra stað- festa það, sem áður hefði borið á góma i umræðum um þessi mál. „Settar reglur sniðgengnar,“ segir Snorri Jónsson „Það er gefið mál að innkaupsverð á vörum hingað til landsins er i mörgum tilvikum hærra en kaupverð á sömu vörum út úr verzlunum erlendis, sem hefur ekki svo lítil áhrif í efnahagsvandanum hér á landi,“ sagði Snorri Jónsson fulltrúi A.S.I. í verðlagsnefnd um grein- argerð verðlagsstjóra. „Það stríðir gegn réttlætiskennd manns að verða vottur að því, að settar reglur í þjóðfélaginu eru sniðgengnar," sagði hann enn- fremur en annað vildi hann ekki um málið segja. Þá snéri Mbl. sér til Júlíusar Ólafssonar framkvæmdastjóra umboðs- og heildverzlunar Kristjáns Ó. Skagfjörð, en hann kvaðst ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu, en vísaði til væntanlegrar niðurstöðu af fundi Félags íslenzkra stórkaup- manna sem haldinn verður í dag um þetta mál. Viðurkenning á göll- um löggjafarinnar „Fyrst vil ég að það komi fram að Innkaupasamband mat- vörukaupmanna IMA hefur eng- in umboð fyrir innfluttar vörur, en það er mín skoðun að í greinargerð sinni hafi verðlags- stjóri í raun viðurkennt hvað verðlagslöggjöfin, sem við.búum yið, er meingölluð," sagði Torfi Torfason framkvæmdastjóri IMA í viðtali við Mbl. um innkaupsverðskönnunina. „En það má nefna það,“ hélt Torfi áfram, „að án efa er umbúða- kostnaður á vöru til íslands meiri en til hinna Norðurland- anna og eflaust spilar keypt vörumagn einnig inn í dæmið. Aðspurður kvaðst Torfi telja ástæðu til þess að verðlagsstjóri gerði nánari grein fyrir niður- stöðum sínum af þessari könn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.