Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978' Gabor á Keflavíkurflugvelli Eins og Morgunblaðið skýrðii írá í gær, kom Eva Gabor, ein hinna frægu Gabor systra, við í íslenzkum markaði á Keflavíkurfiugvelii s.l. mánudag og keypti þar íslenzkan fatnað ásamt vinkonum sínum fyrir litlar 640 þús. kr. Hér sjáum við Gabor koma klyfjaða út úr verzluninni. Tilraunaráð landbúnaðarins: Efasemdir um forsendur beitar- þolsútreikninga TILRAUNARÁÐ landbúnaðarins samþykkti á sumarfundi sínum fyrir nokkru ályktun þar sem segir að komið hafi fram rökstuddar efasemdir um að forsendur þeirra beitarþolsútreikninga, sem hér hafi verið unnir á vegum Rannsóknar stofnunar landbúnaðarins, séu nægilega traustar, en sem kunnugt er hafa sérfræðingar látið i ljós það álit, að um verulega ofbeit sé að ræða á vissum svæðum landsins. Hins vegar mun ástæða þessarar samþykktar Tilraunaráðsins vera sú að ýmsir búvfsindamenn telja að samkvæmt ýmsum fóðurfræðilegum athugunum og beitarþolsrannsókn- um þá geti ofbeit f landinu ekki verið jafn mikil og beitarþolsút- reikningar til þessa hafi sýnt. Morgunblaðið óskaði í gær eftir að fá þessa ályktun til birtingar en var synjað um það, þar sem forstjóri og stjórn Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins höfðu óskað eftir þvf að hún yrði ekki birt opinberlega. Eftir þeim upplýsingum, sem Morgunbiaðið hefur aflaö sér, er í ályktuninni skorað á stjórn Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins að láta hraða uppgjori niðurstaða þeirra beitartilrauna, sem liggi fyrir og miða það uppgjör við að fá sem traustastan grundvöll fyrir beitarút- reikningana. Þá segir í ályktuninni að Tilraunaráð telji óæskilegt að settar séu fram opinberlega fullyrð- ingar um beitarþolið á landinu í heild eða einstökum svæðum þess meðan forsendurnar séu ekki nægj- anlega traustar. I Tilraunaráði landbúnaðarins eiga sæti 15 fulltrúar ýmissa stofn- ana landbúnaðarins og stéttarfélaga innan hans, s.s. Rannsóknarstofnun- ar landbúnaðarins, Búnaðarfélags íslands, Framleiðsluráðs, Land- græðslunnar, bændaskólanna, Stétt- arsambands bænda og fleiri. Var fyrrnefnd ályktun samþykkt sam- hljóða. Tilraunaráð starfar sam- kvæmt lögum um Rannsóknarstofn- un landbúnaðarins og skal sam- kvæmt þeim lögum vera tengiliður milli stofnunarinnar og hinna ýmsu greina landbúnaðarins og er það forstjóra og stjórn til ráðuneytis og gerir tillögur um starfsáætlun stofn- unarinnar. Starfsfólki BUH sagt upp — frystíhúsinu lokað ÚTGERÐARRÁÐ Bæjarútgerðar Ilafnarfjarðar ákvað á fundi í gær að segja upp öllu starfsfólki fyrirtækisins sem vinnur við Jón Magnússon, formaður Félags ísl. stórkaupmanna: Könnunin segir að- eins hálfa söguna — Ég tel, að þessi samnorr æna könnun á innkaupsverði, sem er góðra gjalda verð, segi þrátt fyrir allt aðeins hálfa söguna. Það þarf að reikna þetta dæmi áfram, gera saman- burð á smásöluverði til neyt- enda í sömu löndum og ég er sannfærður um að sú útkoma sem þá fæst verði okkur ekki í óhag. Það sem máli skiptir í þessu sambandi, er endanlegt verð til neytenda, sagði Jón Magnússon formaður Fél. ísl. stórkaupmanna er Mbl. innti hann álits á niðurstöðum könnunarinnar, sem verðlags- stjóri kunngerði í fyrradag. — Framhjá hinu verður heldur ekki litið, að þessi könnun leiðir það í ljós, sem lengi hefur verið vitað, að við búum við áratuga gamalt verðlagskerfi, sem löngu er orðið útelt. Þetta er í raun ekki verðlagseftirlit heldur álagningar- eftirlit eins og ég hef áður sagt og það verðlaunar lélegustu innkaup- in og ég er sammála verðlagsstjóra um það, að þetta kerfi verki hvetjandi á verðbólguna. — Það er reyndar margt í þessari könnun, sem ekki kemur fram og farið er með sem trúnaðarmál eins og t.d. hvaða vörutegundir hér sé um að ræða. Könnunin birtir aðeins meðaltals- tölur sem okkur eru í óhag, en segja að öðru leyti lítið. Það er heldur ekkert vafamál, að fleira kemur inn í dæmið. Má þar t.d. nefna lítið magn, sem keypt er inn hverju sinni, mikinn flutnings- kostnað og fl., sem hækkar vöru okkar meira en vörur á hinum Norðurlöndunum. — Eg tel tvímælalaust, að frjáls verðlagning, sem gert er ráð fyrir að taki gildi í áföngum skv. nýjum lögum frá Alþingi, muni færa verðlagsmál hér til betri vegar og þannig munum við fá lægsta vöruverðið. — Félag íslenzkra stórkaup- manna mun senda frá sér greinar- gerð um þessa könnun og er hún væntanleg eftir fund okkar í dag, sagði Jón Magnússon að lokum. Sjá nánar bls. 5 fiskvinnslu og er uppsagnarfrest- ur á fastráðningarsamningum 10 dagar frá og með deginum í dag. Hér er um að ræða liðlega 100 manns, eða allt starfsfólk BÚH utan verkstjórar, skrifstofufólk og vélstjórar. Samkvæmt upplýsingum Páls Jóhannssonar formanns útgerðar- ráðs er ástæðan fyrir þessari uppsögn miklir greiðsluerfiðleikar hjá fyrirtækinu, en það hefur ekki getað greitt út kaup á eðlilegan hátt að undanförnu, því starfsfólki hefur aðeins verið greitt smáræði af hverju vikukaupi. Starfsfólkið hafði hins vegar fallizt á að vinna um skeið þótt það fengi ekki greitt allt sitt kaup á meðan greiðslu- erfiðleikarnir eru svo miklir sem raun ber vitni. Mun ætlunin að stöðva vinnslu í BÚH um aðra helgi. Uppsagnirnar voru samþykktar samhljóða í útgerðarráði sem er skipað pólitískum fulltrúum, tveimur frá Sjálfstæðisflokki, einum frá Alþýðubandalagi, einum frá Alþýðuflokki og einum frá Óháðum. Lúðvík Jósepsson: Greiðsluerfiðleikar víða miklir—en mest- ir þó á Suðurnesjum Höfum sætt okkur við Ölaf sem forsætisráðherra áður „ÉG GAF engin ráð um það hver nú ætti að taka við,“ sagði Lúðvík Jósepsson er hann var spurður á blaðamannafundinum i gær, hvort hann hefði bent forseta íslands á það hver á að taka við stjórnar myndunarviðræðunum. „Það liggur fyrir að þrír af flokksformönnun- um hafa þegar reynt og að einn hefur ekki fengið þetta umboð. Sá flokksformaður hefur tekið þátt í þessum viðræðum og því teldi ég að röðin væri komin að formanni Framsóknarflokksins, ef hann vilí,“ „Það tel ég víst,“ svaraði Lúðvík þegar hann var spurður, hvort Aiþýðubandalagið myndi styðja Óolaf Jóhannesson sem forsætisráð- herra. „Við höfum sætt okkur við Ólaf sem forsætisráðherra áður. Og verði mynduð stjórn á þeim grund- velli sem nú hefur verið lagður á ég ekki von á þvi að stjórnarmyndun myndi stranda af okkar hálfu á Ólafi sem forsætisráðherra." Þá var Lúðvík spurður um hvort Alþýðubandalagið myndi styðja Benedikt Gröndal sem forsætisráð- herra ef sú staða kæmi upp. „Ég hafi lýst því yfir fyrir hönd míns flokks meðan Benedikt hafði stjórnar- myndunarumboðið að við gætum sætt okkur við hann sem forsætis- ráðherra," svaraði Lúðvík. Hvort það stæði enn? „Það fer að sjálfsögðu eftir því hvernig endanlegir stjórn- arsamningar yrðu gerðir," svaraði Lúðvík. NOKKUÐ er farið að bera á því að fyrirtæki, sveitarfélög og opinberir aðilar eigi í greiðslu- erfiðleikum og hafa þessir crfið- leikar aukizt eftir því sem liðið hefur á sumarið. Þá hefur það komið fram á síðustu vikum, að greiðsluerfiðleikar eru að verða • mest áberandi á Suðurnesjum eftir að frystihúsin stöðvuðust þar. Jónas Haralz bankastjóri Landsbanka íslands sagði, þegar Mbl. ræddi við hann, að greiðslu- erfiðleikar væru víða orðnir veru- legir, ekki bara hjá fyrirtækjum, heldur einnig hjá opinberum aðilum og sveitarfélögum. „Þessir erfiðleikar hafa aukizt síðustu vikurnar og útstreymi gjaldeyris hefur verið mikið á þessum tíma, sem ekki bætir úr skák.“ Bjarni Guðbjörnsson banka- stjóri Útvegsbanka íslands sagði, Lúðvík ekki ráðherra en í viðræðunefnd LÚÐVÍK Jósepsson staðfesti á blaðamannafundinum í gær að það væri rétt sem Mbl. hefur skýrt frá að hann myndi ekki verða ráðherra í þeirri ríkis- stjórn sem Alþýðubandalagið kynni nú að ciga aðild að. Hann mun hins vegar sitja áfram í viðræðunefnd Alþýðubandalags- ins. „Ég var sagður harður húsbóndi meðan ég stjórnaði viðræðunum,“ sagði Lúðvík í samtali við Mbl. í gær. „Og ég ætla að verða harður áfram, því ég er staðráðinn f þvf að fylgja því eftir að þessi stjórn verði mynduð á þessum grundvelli.“ að ljóst væri að víða væri farið að þrengja að, og fyrirtæki kvörtuðu mikið. Ekki sagðist Bjarni þó kannast enn við neina greiðslu- kreppu. Hins vegar sagði hann, að eftir að frystihúsin á Suðurnesjum hefðu stöðvazt væri það ljóst, að víða væri farið að þrengja að þar, ekki sízt hjá þjónustufyrirtækj- um, sem starfað hefðu fyrir frystihúsin og útgerðina. Morgunblaðið hafði samband við deildarstjóra í víxladeildum bankanna og spurði þá, hvort afsagnir á víxlum hefðu aukizt á síðustu vikum. Svo er þó ekki, en fólk kemur hins vegar miklu meir og biður um óbreytta framleng- ingu á víxlum eða þá að fá að borga minna en um var samið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.