Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978 Útvarp kl. 22.50: Rætt við Mörtu Bjama- dóttur um haustöskuna „Kvöldvaktin" verður á dagskrá útvarpsins í kvöld klukkan 22.50 og er í þetta sinn í umsjón Astu R. Jóhannesdóttur. Að sögn Ástu verður fjallað um tískuna í til- efni af því að nú fer útsölutímanum að ljúka og haustinu fylgir oftast ný tíska. Rætt verður við Mörtu Bjarnadóttur um tískuna, hverjir fylgjast með henni, þ.e. hvaða aldurshópar og stéttir. Spjallað verður um hvað það kostar að fylgjast með tískunni og ýmislegt fleira í sambandi við fatakaup og tísku. „Ég ætla líka að tala við fólk niðri í bæ um hvað það eyðir miklu í fatakaup árlega og fleira í þeim dúr,“ sagði Ásta. „í þættinum verður ökuþór ársins valinn og Á kvöldvaktinni í kvöld verður rætt um hausttlskuna en þessi mynd var tekin þegar ítalski tískuhönnuðurinn Titta Rossi kynnti framlag sitt til tfskunnar 1978—1979. spjallað verður við Her- bert Guðmundsson kokk á loðnubát um starfið og ýmislegt fleira, en auk þe^s að vera kokkur er Herbert söngvari og hefúr sungið inn á plötu," sagði Ásta ennfremur. Fyrr í sumar var aug- lýst eftir efni frá hlust- endum og verður í þættin- um í kvöld flutt eitthvað af aðsendu efni að sögn Ástu. Lesið verður aðsent Ijóð og leikið lag eftir mann í Kópavogi. Fullorð- in kona les ljóð eftir sig, en kveikjan að því ljóði var lagið „Ég er á leið- inni“ með Brunaliðinu. Einnig verður rætt við óperusöngvara, sem stundað hefur nám á Ítalíu og syngur hann eitt lag, en þessi söngvari hefur vakið mikla athygli erlendis! „Inn á milli atriða verða leikin lög í tengsl- um við efnið sem fjallað er um,“ sagði Ásta að lokum. „Súlurnar á Sæluey" nefnist kanadísk mynd um súlubyggð á eyju í St. Lawrence-flóa. Fuglalíf- ið á eynni er nú í hættu vegna mengunar í flóan- um. Myndin er í lit, en þýðandi og þulur er Bogi Arnar Finnbogason. Úr kvikmyndinni „Casino Royale“. Á myndinni má sjá . þau Ursuiu Andress og Peter Sellers en þau leika saman í myndinni. Sjónvarp kl. 21.20: Gertgrín að Jam- es Bond og njósn- um stórveldanna Á dagskrá sjónvarpsins í kvöld klukkan 21.20 er breska gamanmyndin „Casino Royale". Myndin er frá árinu 1967 og með aðalhlutverk fara Peter Sellers, Ursula Andress, David Niven og Orson Welles. Að sögn þýðandans Jóns O. Edwald gengur myndin út á það að gera grín að james Bond og njósnum stórveldanna og er söguþráðurinn svipaður því sem gerist í flestum öðrum James Bond myndum. Hinn frábæri njósnari James Bond er kominn á eftirlaun, en tekur að sér að reyna að hafa hendur í hári manns nokkurs, sem seilist til heimsyfirráða. Þrátt fyrir það að í myndinni sé einvala lið leikara ráðleggur kvikmyndahandbókin okkar fólki að finna sér eitthvað betra við tímann að gera en að horfa á myndina. Myndin er send út í lit og var hún sýnd í einu kvikmyndahús- anna hér fyrir nokkrum árum. Útvarp Reykjavík FOSTUDKGUR 25. ágú.st MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. 7.55 Morgunbæn 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.30 Af ýmsu tagii Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnannai Kristín Sveinbjörnsdóttir les söguna um „Áróru og litla bláa bílinn“ eftir Anne Cath.-Vestly (14). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður 10.25 Það er svo margti Einar Sturluson sér um þáttinn. 11.00 Morguntónleikari Igor Gavrysj og Tatjana Sadov- skaja leika Sónötu fyrir selló og píanó op. 11 nr. 3 eííi Paul Hindemith./ Ponti og Ungverska móníusveitin leika I íanókonsert í E-dúr op. 59 ftir Moritz Moszkowskii Ilans Richard Stracke stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kymiingar. SÍÐDEGIÐ_____________________ 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnunai Tónleikar. 14.45 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Miðdegissagani „Brasilíufararnir“ eftir Jóhann Magnús Bjarnason. Ævar R. Kvaran leikari les (12). 15.30 Miðdegistónleikari Eugenia Zukerman. Punch- as Zukerman og Charles Wadsworth leika Tríósónötu í a moll fyrir flautu. fiðlu og sembal eftir George Philipp Telemann./ Nicanor Zabal- eta og kammersveit undir stjórn Pauls Kiintz leika Konsert nr. 1 í C-dúr fyrir hörpu og hljómsveit eftir Ernst Eichner. lfi.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). lfi.20 Poppi Dóra Jónsdóttir kynnir. 17.20 Ilvað er að tarna? Guð- rún Guðlaugsdóttir stjórnar þætti fyrir börn um náttúr- una og umhverfiðt — XIIL 17.40 Barnalög 17.50 Farmflutningar með skipum eða bflum. Endurt. þáttur Ólafs Geirssonar frá síðasta þriðjudegi. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Heim að Hólum. Kristján skáld frá Djúpalæk flytur erindi. (Hljóðritað í Ilóla- dómkirkju á Hólahátíð 13. þ.m.). FÖSTUDAGUR 25. ágúst 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Súlurnar á Sæluey (L). Kanadísk mynd um súiu- byggð á eyju í St. Lawrence- flóa. Fuglalífið á eynni er nú í hættu vcgna mengunar ( flóanum. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 21.00 Frá Listahátíð 1978. Upptaka frá „maraþontón- leikum“ í Laugardalshöli. ísienskir kórar syngja. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.20 Casino Royale (L). Bresk gamanmynd frá ár inu 1967. Aðalhlutverk Pet- cr Sellers, Ursuia Andress, David Niven og Orson Welles. Hinn frábæri njósnari James Bond er kominn á eftirlaun. en tekur að sér að reyna að hafa hendur í hári manns nokkurs sem seilist eftir heimsyfirráðum. Þýðandi Jón O. Edwaid. 23.20 Dagskrárlok. 20.00 „Suðurför“, sinfónia nr. 2 eftir Wilhelm Peter- son-Bergcr. Sinfóníuhljóm- sveit sænska útvarpsins leik- ur. Stjórnandii Stig Wester- berg. 20.45 „Blessuð sértu. sveitin mín“. Á aldarafmæli Sigurð- ar Jónssonar skálds á Arnarvatni. Andrés Kristjánsson flytur erindi og Gunnar Stefánsson les úr ljóðum Sigurðar. Einnig les skáldið citt ljóða sinna. (Hljóðr. af hljómplötu). 21.25 Tríó í H-dúr eítir Johannes Brahms. Csilla Szabó leikur á pianó, Peter Komlós á fiðlu og Laszló Mezö á knéfiðlu. Ilíjóðritun frá tónleikum í sal ung- versku vísindaakademíunn- ar 9. marz í fyrra. 22.00 Kvöldsagani „Líf í list- um“ eftir Konstantín Sergej- vitsj Stanislavskí. Ásgeir Blöndal Magnússon þýddi. Kári Ilalldór Þórsson byrjar lesturinn. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Kvöldvaktin. Umsjónt Ásta R. Jóhannesdóttir. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.