Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978 3 að koma með lítinn farm og en stóran farm og slæman” Frá íundi Bretanna og L.Í.Ú. í gær ásamt Jóni Olgeirssyni. Talið í.v.i Jónas Haraldsson, Þórhallur Ilelgason. Ágúst Einarsson, Mike Burton, Kristján Ragnarsson. Jón Olgeirsson, James Cross, Andrew Marr og Thomas Boyd. Ljósm. Mbl.i Kristján. „Betra góðan, Rætt við fjóra brezka fiskum- boðsmenn sem hér eru stadd- ir ásamt Jóni Olgeirssyni „Við komum hingað ásamt Jóni Olgeirssyni til að ræða þau vandamál, sem uppi eru vegna landana íslenzkra íiskiskipa í brezkum höfnum og tilgangur viðræðna okkar við forráðamenn Landssambands ísl. útvegsmanna cr og var að reyna að koma á sem beztu skipulagi vegna söluferða til Englands,u sögðu þeir Mike Burton, James Cross, Andrew Marr og Thomas Boyd þegar Mbl. ræddi við þá í gærdag, að nýloknum fundi með L.Í.Ú. mönnum. Þeir sögðu aðspurðir, að fiskur- inn úr íslenzku skipunum væri misjafn að gæðum, stundum væri fiskurinn afburða góður, en það kæmi líka fyrir að vart væri hægt að bjóða í hann, og af þessu gætu hlotizt mikil vandræði. „Það er oft betra að koma með lítinn fisk og góðan en mikinn fisk og lélegan. Um kassafiskinn er það að segja að hann er mjög góður, ef hann er ekki of gamall og eins teljum við að ís í kössum dugi ekki lengur en í fimm daga, þá þarf að bæta við. Okkar skip, sem almennt nota nú orðið fiskikassa, fá ekki að vera úti lengur en í 12 daga og við teljum að íslendingar ættu að stefna að hinu sama. Slæmt hráefni getur aldrei orðið til góðs.“ Það kom fram hjá Bretunum, að þeir væru vissir um að góður grundvöllur væri fyrir söluferðum ísl. fiskiskipa á næstunni og raunar í framtíðinni. Jón Olgeirs- son brýndi fyrir mönnum að koma með góðan fisk, og með þeirri þjónustu, sem nú væri verið að byggj a upp fyrir afgreiðslu ís- lenzkra skipa, ætti allt að geta gengið greiðar fyrir sig en áður. Þegar þeir voru spurðir hvort fiskverð a?tti eftir að fara hækk- andi í Bretlandi í haust, sögðu þeir, að alltaf væri erfitt að spá, en að öllu jöfnu ætti verðið að vera til muna hærra en að sumarlagi. Þá mætti minna á að fiskveiðarnar í Norðursjó réðu miklu á brezka markaðnum og þegar veður væru slæm eins og oft á haustin og veturna, þá hækkaði fiskverð oftast. Samkvæmt því sem þeir Boyd, Marr, Burton og Cross sögðu, þá liggur nú um helmingur brezka togaraflotans bundinn við bryggju. Kváðu þeir, að engir möguleikar væru á að gera þá út með hagnaði. Nokkur skip væru alltaf á veiðum á heimamiðum og í norskri lögsögu mættu 17 brezkir togarar vera að veiðum hverju sinni. Þá færi alltaf hluti flotans til makrílveiða á haustin, en sem sagt að brezk togaraútgerð hefði ekki borið sitt barr, síðan Islend- ingar færðu sína fiskveiðilögsögu út í 200 mílur og önnur Evrópuríki fóru að dæmi þeirra. Þeir félagar voru spurðir að hvað hægt væri að taka á móti mörgum íslenzkum fiskiskipum á degi hverjum í Englandi. Svöruðu þeir því til að hægt væri að taka á móti fjórum skipum, einu í Fleetwood með allt að 100 lestir, einu í North Shield með allt að 70 lestir, einu í Hull með allt að 200 lestir og einu í Grimsby með 200 lestir. Að vísu væri fiskmarkaður- inn í Grimsby ekki enn opinn íslenzkum skipum, en gert væri ráð fyrir því að hann opnaðist á ný þegar liði á haustið. „Við vorum ekki sammála í öllum atriðum þegar við ræddum við viðræðunefnd L.Í.Ú. í dag, en þessi fundur verður öllum til mikillar hjálpar og við vonum að öll vandamál leysist að lokurn." Sýningargest- ir keyptu osta fyrir 7 millj. Afurðasölufélag landbúnaðar- ins seldu á Landbúnaðarsýning- unni, sem nývcrið var haldin á Selfossi, ýmsar afurðir í kynning- arpakkningum fyrir rúmar 14 milljónir króna. Voru vörur þessar seldar á sérstöku kynning- arverði, sem var nær hið sama og heildsöluverð afurðanna að við- bættum söluskatti. Mest var selt af ostum og seldi Osta- og smjörsalan fyrir nær 7 milljónir króna en önnur afurðasölufélög, sem þarna seldu vörur sínar, voru Sláturfélag Suðurlands, Mjólkur- samsalan og Kjötiðnaðarstöð Sambandsins, sem seldi Goðavörur. Fyrirtæki, sem selja búvélar, voru eins og kunnugt er með stórar sýningardeildir á sýning- unni og að sögn Arnórs Valgeirs- sonar, formanns Félags búvélainn- flytjenda, var tölvert um að vélar væru pantaðar á sýningunni og einnig hefðu margir aðilanna selt þau tæki, sem þeir voru með á sýníngunni. Ekki væri þó hægt að segja fyrir hvað mikið fé þeir hefðu selt ög sjálfsagt ættu eftir að berast fleiri pantanir í kjölfar sýningarinnar. ölvaður öku- maður ók á götuvita í fyrrinótt ók ölvaður öku- maður á gangbrautarljós á Hringbrautinni, skammt frá Umferðarmiðstöðinni. Þarna var á ferðinni rúm- lega þrítugur Reykvíkingur og ók hann syðri akbraut Hringbrautarinnar til vesturs eða andstætt um- ferðarreglum. Endaði ökuferðin eins og fyrr sagði á götuvita og valt bíllinn við það á hliðina. Kom þar að maður, sem hjálpaði ökumanninum út úr bílnum en ekki var ökumaðurinn fyrr kominn út en han tók á rás í áttina að Umferðarmiðstöðinni og handtók lögreglan ökumanninn þar. Bíllinn er töluvert skemmdur. Nafn Heimilisfang Simi FLUGLEIÐIRHF Aðalskrifstofa Reykjavikurflugvelli Þótt starfsmannafjöldi Flugleiða sé sá lægsti, sem við þekkjum, miðað við selda farþega/km, starfar þó einn af hverjum hundrað vinnandi Islendingum hjáfélaginu. I Vestur-Þýskalandi vinnur einn af hverjum 1700 hjá Luft- hansa og á írlandi einn af hverjum 400 hjá Air Lingus. Það er hæsta erlenda hlutfall, sem okkur er kunnugt um. 2. SPURHINC Hvaða flugfélag veitir samkvæmt þessu, hlutfallslega mesta atvinnu í sínu þjóðfélagi? Air Lingus Flugleiöir Lufthansa Þrenn aðalverðlaun: A) 3ja vikna fjölskylduferð til Florida. B) 2ja víkna fjölskylduferð til Parísar. C) 2ja vikna fjölskylduferð til Alpafjalla. jHótelgisting innifalln í öllum ferðunum. Til fjölskyldu teljast forráðamenn hennar og þau börn þeirra sem hjá þeim búa. Tuttugu aukaverðtaun: 1 — 10 Tveir tarmlðar meö vélum 11 — 20 Tvelr farmiðar með vélum félagsins tll elnhvers áætlunar- félagslns tll elnhvers áætlunar- staðar erlendis — og helm aftur. staðar Innanlands — og helm attur. Aðeins örfá ftugfélög í Evrópu geta státað af því að hafa verið rekin án ríkisstyrkja undanfarin ár. 4. SPURNINC Eitt neðangreindra félaga hefur aldrei fengið ríkisstyrk. Hvaða félag er það? □ □ □ Sabena Flugleiöir British Airways Flugleiðir ýmist eiga, eða eru virkir þátttakendur í rekstri erlendra flugfélaga, sem vak'ið hafa verðskuldaða athygli á alþjóða vettvangi fyrir öra uppbyggingu og góðan rekstur. 5. SPURNINC Þetta á við um tvö neðantaldrafélaga. Þau heita? □ □ □ □ □ CargolUx Iberia SAS Luxair. Air Bahama Undanfarin ár hafa Flugleiðir h.f. haft hæsta hleðslunýt- ingu allra flugfélaga á Norður-Atlantshafsleiðum. Árið 1977 varð hún 76.1%. 3. SPURNING Hvað er hleðslunýting? □ □ Nýting framboðinnar Hámarks flugtaks- hleðslugetu flugvélanna þyngd flugvélanna □ Tíminn sem fór ( afgreiðslu flugvélanna Flugleiðir h.f. bjóða nú öllum landsmönnum til get- raunaleiks. Merkið í svarreiti. Klippið út og sendið skrifstofum félagsins, eða umboðsmönnum þess fyrir 31. ágúst n.k. Aukaseðlar fást á sömu stöðum. Hver fjölskylduaðili má senda eina lausn. Rekstrarstærð Flugleiða má m.a. marka af því að saman- lagður fjöldi þeirra kílómetra, sem allir farþegar félagsins lögðu að baki s.l. ár, (farþega/km félagsins) var 2.629.681.000. Það svarar til meira en 10.000 km á hvern íslending. Hjá Air France er samsvarandi tala 390 km, og hjá KLM 910 km, en það er hæsta þess konar hlutfall, sem vitað er um hjá erlendu félagi. 1. SPURNING Hvaða þjóð er mesta flugrekstrar- þjóðin í þessum samanburði? □ □ □ Frakkar Hollendingar (slendingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.