Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978 an þegar maður er í svona stöðu, sé sú að menn fari að taka sig of alvarlega. Fyrstu einkenni þess eru að kaupa sér fína skjalatösku og verða þýðingar- mikill í tali og segja hluti eins og „á ársgrundvelli" og þess háttar. Þegar menn fara að haga sér svona er ástæða til þess að fara að óttast um þá. Þegar þeir hætta að vera eins og þeir eiga að sér.“ „Þegar maður vinnur að verkalýðsmál- um og félagsmálum fórnar maður öllu sem heitir reglulegur vinnutími og þessu fylgir mikið amstur og stress, sem óhjá- kvæmilega bitnar á fjölskyld- unni. Þess vegna er það ákaflega mikils virði í slíkum tilfellum, að hjón séu samstillt. Það erum við Elín vissulega. Við erum búin að vera gift í þrjátíu ár, erum jafn gömul og vorum saman í skóla til sextán ára aldurs.“ „Guðmundur fór nefni- lega ekki í fóstruskólann," skaut Elín inn í. „Það er hins vegar engin ástæða til að barma sér út af þessum félagsstörfum, það neyðir mann jú enginn til að leggja þau fyrir sig. Maður kynnist gífurlega mörgum í þessu starfi. Við hjónin þekkjum alveg geysilega margt fólk hér í borginni, Elín ekki síður, í gegnum starf sitt sem fóstra og forstöðukona. Svo erum við bæði fædd hér og upp alin.“ Sandra var nú sest hjá afa sínum og horfði andaktug á í hvert sinn sem hann fékk sér í nefið. Ég innti Guðmund eftir því hvað hann gerði í tómstund- um. Guðmundur, Sandra og Elin. bíl, en slíkir bílar virðast reyndar ekki sniðnir fyrir menn af hans stærð. „Nú, það eruð þið,“ sagði hann um leið og hann dró upp húslyklana, „konan virðist ekki vera komin heim, en hann Ásmundur Stefánsson keyrði mig heim í „alþýðuvagninum", eins og við köllum hann.“ Eiginkona Guðmundar, Elín Guðmundsdóttir, vinnur á sama stað og Guðmundur, þ.e. hjá Dagsbrún, en hún hafði eitthvað tafist. „Ég verð þá bara að halda ykkur uppi á snakki þangað til hún kemur," sagði hann og eftir nokkrar umræður um ljósmynd- un kom Elín og raunar barna- barn þeirra einnig og þegar þær höfðu komið sér fyrir Elín og Sandra spurði ég Guðmund hvernig honum þætti að vera í þeirri áhrifastöðu sem hann óumdeilanlega væri í og þar af leiðandi sífellt í fjölmiðlum. „Það er óttalega leiðinlegt. Það kemur reyndar skrápur á mann svo maður tekur það ekki nærri sér en ég gæti mjög vel hugsað mér að láta öðrum slíkt eftir." „Annars held ég að aðalhætt- „Ég á mér nú mörg félagsleg áhugamál og svo hef ég feiki- gaman af íþróttum, þótt ég sé náttúrulega alveg hættur að stunda þær. Við Elín förum alloft á völlinn og svo förum við þó nokkuð oft í bíó og þá klukkan ellefu. Þessar ellefusýn- ingar eru alveg fyrirtak. Þangað læðumst við einatt eftir fundi, svona til þess að slaka á. Nú, ég hef líka mikinn áhuga á skák, en er afburðalélegur skákmaður sjálfur og tefli helst aldrei svo aðrir sjái. Ég les líka mikið og hef mikinn áhuga á bókmennt- um. Ég ætla nú ekkert að fara að ljúga því að ég lesi ekkert nema stórlitteratúr. Ég les oft glæpasögur og reyfara hvers konar. Ég hef ætíð haft mikið dálæti á Islendingasögunum og því yar það alveg regin áfall fyrir mig þegar Elín fór í öldungadeildina og var allt í einu farin að deila við mig um Hallgerði Langbrók. Það mál var látið niður falla til þess að stofna heimilinu ekki í hættu." „Það er nú allur gangur á þessu með sumarfríið hjá mér,“ svaraði Guðmundur, þegar ég spurði hann hvort hann gæti tekið sér sumarfrí. — „Ég er Þórdís og Karl Steinar. (Ljósm. Kristinn). „Þessar ellefu- sýningar eru alveg fyrirtak" ÞEGAR Morgunblaðsmenn bar að garði að heimili Guðmundar J. Guðmundssonar við Frcmri- stekk í Breiðholti um fimmleyt- ið, dag cinn í liðinni viku, var Guðmundur sjálfur rétt að renna í hlaðið á hvítum mini- hins vegar ansi hreint glúrinn við að halda ræður um nauðsyn orlofs." „Hann stakk upp á því nú ísumar að við færum hringveg- inn,“ sagði Elín, „en ég gerði mér ljóst að það yrði einungis fundaferðalag á milli VMSÍ-skrifstofa, svo ekki varð úr því.“ Guðmundur ræskti sig og tók í nefið. Talið barst að æsku og upp- vexti Guðmundar. „Ég er alinn upp vestur í Verkamannabústöðum. Faðir minn var togarasjómaður og er *ú eiginlega nýhættur, níræður að aldri. Hann er fanatískur sjálfstæðismaður og ég lofaði móður minni því, þegar ég var ungur, að rífast aldrei við hann um pólitík. Það loforð hef ég haldið, en pabbi lofaði hins vegar engu í þessa veru og því höfum við nú tekið nokkrar rimmur svona í gegnum árin.“ — Hvernig kunnið þið við ykkur hér í Breiðholti? „Alveg sérlega vel. Okkur finnst afskaplega skrýtið þetta tal um Breiðholtsbúa, sem einhvern sérstakan þjóðflokk. Manni gæti jafnvel dottið í hug að þeir væru til sýnis í sérstök- um bás á landbúnaðarsýning- unni.“ Þegar hér var komið sögu þótti okkur, útséndurum Morgunblaðsins, við vera búnir að tefja þau hjónin Guðmund J. og Elínu nógu lengi og þar að auki var Söndru farið að lengja nokkuð eftir pylsunni með öllu, sem afi hennar hafði lofað henni. Svo við kvöddum og héldum brott. — SIB. I Það var ekki auðhlaupið að ná tali af Karli Steinari Guðna- syni formanni Verkalýðs- og sjóm.fél. Kefl. og nágr., og nýkjörnum þingmanni Alþýðu- flokksins. Hann var öllum stundum á fundum, en loks tókst að finna tíma fyrir viðtalið sl. fimmtudagskvöld. Þá átti Karl lausa stund á milli sjö og átta. Þegar við Kristinn ljósmynd- ari knúðum dyra á rauða húsinu við Heiðarbrún í Keflavík mátti heyra mælt á norsku og íslensku fyrir innan. Eiginkona Karls, Þórdís Þormóðsdóttir, tók á móti okkur og sagði að hann hefði brugðið sér í sturtu og þau þyrftu að mæta klukkan átta í veislu vegna yfirstandandi vina- bæjamóts. Var þar komin skýr- ingin á norskunni, sem við höfðum heyrt óminn af. Eftir að hafa setið stutta stund í stof- unni kom Karl Steinar og tyllti sér hjá okkur og ég spurði hann hvernig það væri að vera nærri daglegur blaðamatur. „Maður verður ónæmur fyrir þessu smám saman. Það stress sem af þessu leiðir í byrjun, rennur af manni. Maður er nú „Já og kann vel við mig, meira að segja svo vel að þegar ég var í skóla í Reykjavík, leiddist mér þar.“ Þórdís kom nú og settist hjá okkur og ég lagði sömu spurn- ingu fyrir hana. „Ne, ég er hálfur Skagfirðing- ur og hálfur Húnvetningur, en ég vildi þó hvergi annars staðar búa. Það er ekki náttúrufegurð eða veðursæld til að dreifa hér, en engu að síður getur maður ekki hugsað sér að flytja burt. Það er eitthvað sem heldur í mann.“ — Hefur orðið einhver breyt- ing á högum fjölskyldunnar eftir að Karl var kosinn á þing? „Nei, það held ég ekki, hann hefur alltaf verið lítið heima og við þekkjum ekkert annað. Ein algengasta setningin hér á heimilinu er sennilega — pabbi er á fundi." Ég spurði Karl hvort hann vildi skipta um starf og vinna reglulega frá klukkan níu til fimm, fimm daga í viku á kyrrlátri skrifstofu. „Nei, ég vildi ekki skipta. Það er nú einu sinni svo að maður hefur gaman af þessu. Það er reyndar dálítið upp og ofan. Maður er náttúrulega leiður ef maður fær því ekki framgengt sem maður er að berjast fyrir, en þá vegur hitt upp á móti að þegar manni tekst að koma málum sínum fram og koma þannig einhverju góðu til leiðar þá líður manni vel. Ég held að maður myndi sakna þess mjög að fá ekki tækifæri til þess að reyna að láta gott af sér leiða.“ „í sambandi við þetta sem við vorum að tala um áðan um fjölmiðla, þá hefur verið svolítið sniðugt að fylgjast með misjöfn- um viðbrögðum þeirra og um- fjöllun að undanförnu. Þannig er maður kallaður kommúnista- hatari og herkrati og hver veit hvað á einum stað, en á sama tíma er maður lýstur hálfkommi annars staðar. Manni finnst þetta nú hálfspaugilegt og ég held að börnin okkar þurfi nú yfirleitt ekkert að gjalda fyrir þetta. Þau hins vegar fylgjast mikið með stjórnmálum sem von er og ég man að þegar elsta dóttir okkar var lítil heyrði hún að afi vinkonu sinnar væri í framboði á B-lista og þegar hún öðlaðist vissu sína í því efni gat hún ekki orða bundist og sagði: — „Hann sem er svo góður rnaður." Þetta var víst meiri háttar áfall." Klukkan var orðin átta og Karli Steinari og Þórdísi því ekki til setunnar boðið. Við Kristinn kvöddum því og héld- um áleiðis í bæinn. — SIB (ljósm. RAX.) ýmsu vanur. Störf að verkalýðs- og stjórnmálum taka allan tíma sem maður hefur og maður fær aldrei frí. Ég er stundum eins og gestur heima hjá mér og hef aldrei tekið fullt sumarfrí, enda þótt ég berjist fyrir því að aðrir geri það.“ Rétt í þessu var Karl kallaður í símann, en þegar símtalinu var lokið innti ég hann eftir því hvað hann tæki sér fyrir hendur þá sjaldan hann ætti lausa stund. „Þá reynir maður að vera með fjölskyldunni og svo les ég töluvert. Það er þá helst sögu- legs eðlis og einnig mikið um pólitík. Það er kannski fátítt, en ég skemmti mér við að lesa mannkynssögu." — Þú ert titlaður kennari í símaskránni, stundarðu það starf enn? „Nei, ég hætti því fyrir ári og hélt satt að segja að ég myndi sakna þess, af því mér þykir gaman að kenna, en ég hef ekki haft tíma til þess, ég hef nú reyndar ekki sagt algerlega skilið við kennslu, því ég er námsstjóri í Félagsmálaskóla alþýðu og kenni þar svolítið annað veifið." — Ertu fæddur og upp alinn hér í Keflavík? Guðmundur J. Guðmundsson:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.