Morgunblaðið - 22.10.1977, Side 33

Morgunblaðið - 22.10.1977, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977 33 Tónabóó: Imbakassinn. Misgóður gálgahúmor af ekki ósvipuðum toga og áramótaskaup Sjónvarps. Nýja Bíó: Enn gefst mönnum kostur á að sjá einhverja meinfyndnustu gamanmynd síðari ára. Mynd sem kemur hvaða fýlupoka í gott skap. MASH er einstök. Stjörnubíó: Ef ykkur langar til að láta ykkur leiðast, þá sjáið GLEÐIKONUNA. Austurbæjarbíó: Brokkgeng, en yfir höfuð skemmtileg tilraun til að fara utan alfaravegar í gamanmyndagerð. Á NÆSTUNNI AlíSTl RBÆJARBÍÓ: THE SONG REMAINS TEH SAME Fljótlefía verAur tckin liór til sýninga (en Austur- bæjarbío verður þrjátfu ára í næstu viku), ni.vncl soni tekin var al' hljóinloikuni einnar vinsælustu rokk- hljómsveitar sem uppi hef- ur verið, — fyrr o” síðar, Led /eppelin. -------------------1 Á leið útí bláinn hinu litla. þriggja manna samfélagi, gegn miskunnarlausu umhverfi sem veitir þeim lítið skjól sem undir verða í fang- brögðunum við kerfið. En söguhetjur hans eru, því miöur, alltof óljóst dregnar og dýpt þeirra nánast eng- in. Og sem heild er myndin slitrótt og ófullnægjandi á margan hátt. Á hinn bóginn, — ef myndin er bútuö niður, þá eru rnargir hlutar hennar geröir af kunnáttusemi sem á eftir aö hemja, hand- bragðið kemur oft viö taug- ar áhorfandans, myndin oftast bráðfyndin, en á köflum næstum tragísk. Eins er það eftirtektarvert að versu myndin er blessunarlega laus við all- an yfirborðsskap, heldur eðlileg og mannleg. Sýnir hversdagslegir, raunveru- legir hlutir, sem sjaldan bregður fyrir á hvíta tjald- inu (líkt og þegar Rafferty l.vktar af bensinrökum tvisti í einhverjum þynnku-ráfugangi). Sviðsetningar eru oft þaulhúgsaðar, staðsetning- ar leikara nákvæmar og ýmis atriðin minnisstæð. T.d. atriðið þegar Mac fer að gefa hljómlistarmannin- um undir fótinn, Rafferty fylgist harmsleginn með, vitandi að hann er ófær um að ráða framvindu mála, en Frisbee veit gjörla hvaö er að gerast og metur við- brögð þeirra allra. Atriði sem gerist á eftir, er ekki síöra, þegar upp hefur komist um pretti Frisbee og lif hennar hangir á blá- þræði þarsem hún stendur gagnvart vopnuðum lög- regluþjóni sem auösjáan- lega hefur verið þjálfaður eftir reglunni að skjóta fyrst' en hugsa svo. Þar tekst - Raffferty að bjarga henni á síðustu stundu. Spenna augnabliksins er mögnuð með snöggum, áhrifamiklum klippingum. Richards tekst undan- tekningarlaust að ná miklu fram úr leikurum sínum. Aðalhlutverkin þrjú eru i öruggum höndum og sama verður sagt um minni hlut- verkin. Harry Dean Stant- on (sem leikið hefur í öll- um myndum Richards) er raunverulegur í hlutverki bækfaða hermannsins; Alex Rocco er óborganleg- ur sem Las Vegas „bísinn ", og ekki má gleyma kynvill- ingslega söngvaranum í spilavítinu er vakti mikinn hlátur áhorfenda. Ein- hverjir þeirra hafa þó sjálfsagt dáð hann hér i eina tið, því þar var enginn annar kominn en Louis gamli Prima. Richards slær á marga strengi, jafnt viðkvæma sem létta, en yfir höfuð er frásagan af þessu utan- garðfólki kerfisins skemmtileg. En sökum þeirra galla sem nefndir hafa verið á undan, þá kemst meining myndarinnar í KVENNA- KLÖM aldrei á leiðarenda, — frekar en söguhetjurn- ar. Að lokum má geta þess að Richards hlaut loks mjög góðar viðtökur, bæði almennings og g-agnrýn- enda með næstu mynd sinni, FARWELL MY LOVELY (sýnd í Hafnar- bió i fyrra) og nú nýveriö var frumsýnd nýjasta mynd hans, MARCH OR DIE, og hlaut hún sam- ærilegar móttökur. AUSTURBÆJARBÍÖ: 1KVENNAKLÖM („Rafferty and the Gold Dus( Twings“) Handrit: John Kaye, Myndataka: Ralph Wollsey, A.S.C. Tónlist: Artie Butler Framleið- andi: Michael Gruskoff. Randarísk, Warner Bros, 1975. Kristel og Dallessandro I GLEÐIKONAN. Kynslævandi kynlífsmynd SJÖRNUBIÖ: GLEÐIKONAN Það væri fásinna að ti- unda þennan franska hor- titt, ef ekki kæmi til sú staðreynd að í augum al- saklausra borgara getur hann litið dálitið freistandi út — sérstaklega þar sem aö sjónvarpsleysið ei faríð aö segja til sin. Þá mun og miklu ráða óskhyggja um kynæsandi bólsenur og endurminningin unt álfa- kropp Sylviu Kristel sem opinberaðist þjóðinni í hin- um faglega gerðu EMMANUELLE myndum. Hér gengur allt á aftur- fótunum. Myndin er maka- laust samsull vankunnáttu og getuleysis, kyndeyfðar og afkáraskapar sem sést hefur langa-lengi. Og varla skín i naflann á Sillu. En ef þú ert masökisti, máttu til með að sjá GLEÐIKONUNA. (Reynd- ar grét langþreytt publik- um einu sinni úr hlátri. En svo öheppilega vildi til að það var yfir þvi atriðinu sem átti augljóslega aö vera það svæsnasta, tásog- inu.) Sylvia má gæta sin i framtiðinni að leika ekki i fleiri invndum þessum lík- um, ef hún ætlar á annaö borð að halda á loft „heiðri" sinum. Og Dallesandro ætti að snúa vestur um haf og taka upp þráðinn að nýju. i myndum Warhols, þar sem ..hiéíi- leikar'' hans nutu sín mun betur. FYRSTU tvær myndir Dick Richards sem leik- stjóra, bera reynsluleysi hans annars vegar en hæfi- leikum og auðugu ímyndunarafli hins vegar, glögglega vott. Frumraun hans var minnisstæð; lít- ríkur og ærið óvenjulegur vestri, THE CULPEPPER ATTLE CO. (sýndur i Nýja Bíó fyrir nokkru síðan), og síðan kemur í KVENNAKLÖM, sem líkt og hin fyrri, fór fyrir ofan garð og neðan hjá flestum. Megingalli myndarinnar er óhnitmiðað og glopótt handrit. Rafferty (Alan Arkin) er bölsýnn drykkjumaður sem er ný- hættur í landgönguliöi flotans, hvar hann hefur eytt tuttugu af bestu árum ævi sinnar. Starfar hann sem prófdómari hjá bif- reiðaeftirliti Kaliforníu- ríkis. „The Gold Dust Twings", eru Mac (Sally Kellerman), sem er á „reki" um landið í leit aö starfi sem söngkona með þjóðlagahljómsveit, og Frisbee, Mackenzie Philips), munaðarlaus tán- Skemmst er frá að segja, að leiöir þessa þriggja per- sóna liggja saman, þegar tær stöllurnar ræna Rafferty og bíldruslu hans og hóta honum lífláti ef hann ekki aki þeim til New Orleans, með viðkomu í Vegas og Tuscon, heima- borg Mac. Rafferty sleppur fljótlega úr prisundinni — til þess eins að leita vin- konurnar aftur uppi, þar sem hann uppgötvar að þær hafa veitt smá til- breytni inní ömurlegt hversdagslif hans. Og áfram er haldið — úti, bláinn — og lifaö á klækibrögðum, smástuld- um og svindli stallsystr- anna. Rafferty og Mac verða elskendur um tíma, eóa þar til hún hittir hljóm- sveitarstjóra sem biður henni betur. Samtímis er Frisbee hneppt í varðhald og send til baka á upptöku- heimilið sem hún var ný- strokin af. Einn og yfirgef- inn, heldur Rafferty til hælisins. þar sem hann læst vera faðir stúlkunnar. Honum tekst þannig að fá hana lausa, svo þau geti haldið áfram, — eitthvað útí bláinn. Richards sýnir þarna, i léttum tón, lifsbaráttuna í VIÐ KYNNUM ingur sem kominn er á flæking með þessari vin- konu sinni sem hún kynnt- ist í fangelsi. síðar í „Luv“, sem var leik- stýrt af Mike Nichols, sem tæpast átti nógu sterk lýs- ingarorð yfir hæfileika Arkins. Arkin sannaði strax í fyrsta aðalhlutverki sínu í kvikmynd, (THE • RUSS- IANS ARE COMING, THE RUSSIANS ARE COM- ING), að hann átti heima í innsta hringnum, og síðan kom hver myndin á fætur annarri: WOMAN TIMES SEVEN, WAIT UNTIL DARK INSPECTOR CLOUSEAU, THE HEART IS Á LONELY HUNTER, CATCH 22 (tvímælalaust hans besta mynd): LITTLE MURDERS, THE LAST OF THE RED HOT LOVERS, FREEBIE AND THE BEAN, og í sumar var frumsýnd nýjasta mynd hans, sem hann leikstýrir jafnframt: FIRE SALE. Þá má ekki gleyma hlut hans í hinni ágætu gamanmynd sem Gamla Bíó sýndi á dög- unu, HEARTS OF THE WEST. ALAN ARKIN Fæddur í Brooklyn árið 1934, af rússnesk-þýskum gyðingum. Byrjaði í skemmtanaiðnaðinum ung- ur, og þá sem meðlimur í Þjóðlagatríói. Sneri sér síð- an að leiklistinni og loks, árið 1963, sló hann i gegn á Broadway í leikritinu „Enter Laughing", og ári Alan Arkin í hlutverkinu sem gerði hann heims- frægan: skipstjórinn á rússneska kafbátnum í TEH RUSSIANS ARE COMING, THE RUSSIANS ARE COMING.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.