Morgunblaðið - 22.10.1977, Page 5

Morgunblaðið - 22.10.1977, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977 5 A veturnóttum V eturnóttasp j all 1 veturnóttaspjalli að þessu sinni hefur verið brugðið á það ráð að kynna lítið eitt Garð- yrkjufélag íslands, félag- ið sem stendur að baki greinaflokksins „Blóm vikunnar“ og farast for- manni félagsins svo orð: „Vegna þessara greina G. I. hafa ýmsir spurt um félagið og finnst að það mætti gjarnan auglýsa sig svo sem nú er í tísku hjá ýmsum menningar- félögum. Garðyrkjufélag íslands var stofnað árið 1885 og er því meðal elstu félaga í landinu. Það var stofn- aö til þess að auka og bæta garðmenningu í landinu á allan hátt og er ekki minnsti vafi á að það hefur haft mikil áhrif í þá átt. G. í. er fyrst og fremst áhugamannafélag, og störf félagsmanna í þágu félagsins öll unnin í sjálf- boðavinnu. Er með ólík- indum hversu margir fórna vinnu sinni í þágu félagsins og þar með garðyrkjunnar í landinu. Við reynum eftir megni að styðja við bakið hvert á öðru og hafa örvandi áhrif á allt sem má verða til gagns og bóta fyrir garðyrkjuna og gróður- inn í landinu, hvort sem það er til augnayndis eða nytja. G. I. gefur út ársrit — Garðyrkjuritið — stórt og vandað og auk þess fréttabréfið Garðurinn 5—6 sinnum á ári með ýmsum tímabærum upp- lýsingum hverju sinni. Ýmsa aðra þjónustu lætur G. í. félögum sín- um í té og má t.d. nefna hina vinsælu „frædreif- ingu“, en hún er fólgin í því að ýmsir félagar hvaðanæva að af landinu safna fræi og senda félag- inu og myndast við það eins konar fræbanki. Frænefnd undir hand- leiðslu „fræmeistara" sér um flokkun á fræinu og gerir lista yfir inneign- ina. Félagsmönnum er síðan sendur þessi listi og geta þeir þá gegn vægu gjaldi pantað sér það fræ sem þeir mest girnast. Þá hefur félagið gefið út bækur: Matjurtabók- ina, sem nú er uppseld, og Skrúðgarðabókina, sem kom út í annarri út- gáfu árið 1976, góð og ódýr bók sem enn er fáanleg. Þá má geta um fræðslu- fundi, sem haldnir eru öðru hverju. Árgjald til félagsins er á þessu ári kr. 1200 og er skuldlaus- um félögum sendur Garð- urinn og Garðyrkjuritið. Skrifstofa félagsins er á Amtmannsstíg 2, Reykjavík, opin mánu- daga og fimmtudaga kl. 2—6, ennfremur á fimmtudagskvöldum kl. 8—10. Póstgírónúmer félags- ins er 20900. Pósthólf 209. Við hvetjum þá sem gróðri og ræktun unna til að ganga í Garðyrkju- félag Islands. Þangað eru allir velkomnir án tillits til starfs eða þekkingar sem þeir hafa til að bera í garðyrkjunni. Jón Pálsson. Frá hófinu Ljósin. Nilli. Sjálfstæðisfélag Hveragerðis 30 ára IIveraKerdi. 19. oklóber. StÐASTLIÐINN laugardag hélt Sjálfstæðisfélag Hvera- gerðis 30 ára afmælishátíð í Hótel Hveragerði. Formaður félagsins, Sigrún Sígfúsdóttir, setti og stjórnaói afmælishátíðinni af mikilli prýði. Mikið fjölmenni var á hátíðinni og margt sjálfstæðis- fólk úr nærliggjandi héruðum heiðraði afmælisbarnið með nærveru sinni. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins í Suðurlandskjördæmi voru viðstaddir. Komið hefur fram að Ingólfur Jónsson alþingis- maöur mun ekki gefa kost á sér til framboðs í næstu kosning- um. Formaðurinn þakkaði Ingólfi störf hans með ræðu og afhenti honum gjöf. Það kom greinilega fram á fundinum að Ingólfur nýtur mikilla vin- sælda og virðingar og verður hans saknað af þingi. Félaginu bárust fallegar blómakörfur á afmælinu frá fé- lögum á Stokkseyri og mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins. Einnig barst persónuleg kveðja frá Geir Hallgrímssyni forsæt- isráðherra. Afmælishófið fór mjög vel fram og skemmtu menn sér fram eftir nóttu við söng og dans. — Georg. " Vantar þig blómaskreytingu Látið okkar frábæra v-þýzka skreytingarmann Burkhard ' Naedge sjá um skreytinguna. Nú um helgina skreytir Burkhard Naedge á staðnum allskonar blómaskreytingar s.s. Brúðarskreytingar Afmælisskreytingar Gj afaskrey tingar °g þær skreytingar sem þú óskar. Komið í Blómaval um helgina Þú sérð ekki eftir því

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.