Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1974 Höf. Ármann Kr. Einarsson Músin í skemmunni Þegar mýsla er búin með brauðið, horfir hún á okkur um stund, og hreyfir höfuðið, eins og hún sé að kinka kolli. Líklega er hún að þakka fyrir matinn. Síðan hverfur mýsla inn í holuna sína. Við Rósa förum aftur út úr skemmunni og lokum hurðinni vandlega á eftir okkur. Ég er svo hrædd um, að Brandur nái í hana, segir Rósa. Já, kettir eru nú líka hafðir til að veiða, svara ég. Ég vil ekki, að Brandur veiði mýslu, hún er svo spök og falleg, segir Rósa og leggur áherzlu á orðin. Þú verður að gæta þess vel, að hafa skemmuna alltaf lokaða. Það er svo skrýtið með kisu, það er eins og hún geti smogið um allt. Svo er ég líka viss um, að einhvern tíma gleymist að loka skemmunni, segir Rósa hugs- andi. S/? . 4 Hvaða þrír hlutir eru það á þessari teikningu, sem ekki eiga heima á rakarastofunni. — Getur þú fundið þá, en allir eru þeir númeraðir? Nú er kallað í mig, og ég verð að kveðja í skyndi vinkonu mína í Vesturbænum. Elín húsfreyja kemur með gamla fötu og biður mig að skreppa út í hænsnakofa og sækja fyrir sig eggin. Ég skunda af stað létt í spori og vingsa tómri fötunni í kring um mig. Mér þykir gaman að sækja eggin. Það er mikið fjaðrafok og garg, þegar ég birtist í kofanum, og pútugreyin forða sér, hver sem betur má. Flestar hænurnar eru þó úti við að tína í sarpinn, og haninn spígsporar reigingslegur og lítur yfir hópinn, eins og hann vilji láta taka eftir sér. Hann er óskaplega montinn yfir fjaðraskrautinu sínu og stóra rauða kambinum. Mér dettur ekki í hug að gera þessum monthana það til geðs, að horfa lengur á hann. Ég hraða mér að varpkössunum. Ég er alltaf dálítið forvitin að sjá, hve mörg egg eru komin. I sumum kössunum liggja hænur og eru að verpa. Ég reyni að fara hljóðlega til að styggja þær ekki. I þetta skipti finn ég 36 egg, og er það heldur meira en venjulega. Áður en ég fer út úr hænsnakofanum, gef ég gætur að þrem hænum, sem liggja á eggjum og eru að unga út. Ég hlakka til að sjá litlu kjúklingana, þegar þeir koma úr eggjunum. Ein hænan er búin að demba vatnskrúsinni sinni. Ég sæki nýtt vatn í krúsina. Hænurnar hagga sér ekki af eggjunum, þó þær vanti bæði mat og vatn. En það var mitt hlutverk að sjá um, að þær skorti ekki neitt. Ég hraða mér heim túnið með eggjafötuna. að þær skorti ekki neitt. Ég hraða mér heim túnið með eggjafötuna. Ég gæti þess þó vel að detta ekki. Siðan ég fór að sækja eggin á Fossi, hef ég verið svo heppin að brjóta ekki eitt einasta. Á leiðinni er ég að hugsa um Rósu í Vesturbænum. Hverjum öðrum en henni hefði dottið í hug að taka lítið músargrey undir sinn verndarvæng. Reyndar er ekki hægt að neita því, að falleg er hún mýsla litla. En skyldi Rósu takast að forða henni frá beittri klónni hennar kisu? ANNA FRA STÓRUBORG — SAGA FRÁ SEXTÁNDU ÖLD eftir Jón Trausta an, mundi hann geta ráðið niðurlögum hans á svipstundu. En hann hafði valdiS yfir mönnunum. Þeir skulfu af ótta fyrir þessum köldu, gráu augum. Við eitt orð hans reis upp her manns og skaut um hann skjaldborg, reiðubúinn til að ganga í dauðann fyrir hann. Við slíkt ofurefli var engum fært að etja. Aldrei hafði hann hugsað út í þetta fyrri. AJdrei hafði hann gcrt sér það ljóst, hvað vald eiginlega væri, fyrri en nú, að það reis allt í einu frammi fyrir honum eins og ókleifur hamraveggur og skyggði á hamingju hans. Nú sá hann það, og nú stóð honum ógn af því. Næstu nótt fylgdi Anna honum sjálf í hellinn. Þar sá hanu nýjan vott urn elsku henriar og umhyggju. flann stóð hugfanginn og starði á allan þennan útbúnað. Svo hafði aldrei vetið fyrr um nokkurn stigamann búið, hugsaði hann með sjálfum sér og brosti við. Svo mikil ást og um- hyggja hafði engum manni fylgt í útlegð og hellisvist. Og þegar Anna kvaddi hann, faðmaði hún hann að sér, svo að hinir sáu, kyssti hann og hvíslaði að honum að gera sér eitthvað til stundastyttingar í einverunni og láta sér ekki leiðast, og muna það að vera góður maður, hafa jafnan guð sinn í huganum og gera hverjum manni, hverjum smælingja gott, hvenær sem hann fengi því við komið. Þá mundi hon- um allt snúast til góðs. — Steinn á Fit mundi gefa honum merki með því að breiða voð á baðstofuþekjuna heima hjá sér, þegar hortum væri óhætt að koma heim að Stóruborg. Annað merki gæfi Steinn honum, þegar einhver hætta væri á ferðum, svo að hartn mætti ekki hreyfa sig úr hellinum. Daglega yrði honum færður matur og mjólk að berginu undir hellinum, auk þeirra birgða, sem nú þegar væru born- ar þangað, og smátt og smátt yrði komið til hans með allri leynd. „Vertu hughraustur, vinur minn!“ mælti hún að skilnaði. „Ég skal vaka yfir hag þínum, biðja guð fyrir þér og vera þér trú. Og ég skal berjast fyrir hamingju og frelsi okkar beggja og barnanna okkar og vinna sigur að lokum, ef þú spillir ekki málstað okkar með neinni óvarkárni. Mundu mig um það að vera ætið góður maður!“ Og þegar hún renndi sér ofan bergið, sá hann tárin blika í augum hennar. Nú voru xnargir dagar síðan. Nú sat hann einsamall og rifjaði þetta allt upp fyrir sér í huganum. Enn þá var hann léttlyndur eins og barn. Skuggarnir, sem lagzt höfðu á huga hans við skilnaðinn, voi*u viðraðir burtu fyrir löngu. Nú gladdi hann sig yfir þvi skáldlega, einkennilega og óvanalega, sem stigamannslífið bar í skauti ffteÖTOorgunkciffinu Bók — hvað á ég með bók að gera, ég keypti eina fyrir 20 árum og Ég tel upp að þremur og þá ýtið þið. Er það smitandi læknir?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.