Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. AGUST 1974 r Olafur Jóhannesson í viðtali við Mbl.: „SJÁLFUM llður mér vel. Ég vona, að þetta verði að mörgu leyti léttara starf heldur en var i forsætisráðuneytinu. Að vera for- sætisráðherra fyrir samsteypu- stjórn reynir á mann, og að sjálf- sögðu því meir sem flokkarnir eru fleiri. Auk þess hafði ég jafnframt dómsmálaráðuneytið, og það var sérstaklega erfitt á þessu timabili á meðan á landhelgisstriðinu stóð. Ég held, að það sé heppilegt, að menn skipti um ráðherraembætti — séu ekki of lengi i sama ráðu- neytinu, og sömuleiðis er það skoðun min, að enginn eigi að gegna ráðherraembætti of lengi samflevtt. Það á að skipta um menn." Þannig fórust Ólafi Jóhannessyni, fyrrum forsætisráð- herra og núverandi dómsmálaráð- herra, orð i viðtali við Morgun- blaðið i gær. Blaðamaður hitti Ólaf Jóhannes- son á skrifstofu hans í dómsmála- ráðuneytinu eftir þingfund í gær, þar sem Geir Hallgrímsson hélt stefnuræðu ríkisstjórnarinnar. Við spurðum Ólaf fyrst að því, hvað hafi valdið því, að efnahagsmálin fóru svo úr böndunum hjá vinstri stjórn- inni og hvort hugsanlegt væri, að hið eðlislæga bil, sem er milli stefnu Framsóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins í efnahagsmálum, hafi komið i veg fyrir, að samstaða náðist um raunhæf úrræði Ólafur svaraði: „Ég held, að skýringin á því, að efnahagsvandinn er svo verulegur, sé sú, að ekki var gripið i taumana i tæka tíð. Ástæðan til þess var ein- faldlega sú, að eftir að þriðja hjólið undir rikisstjórninni var bilað, hafði hún ekki nægilegan þingmeirihluta til þess að fást við þau vandamál, sem alltaf geta steðjað að og enginn sér fyrir." „Kom þér þá ekki afsögn i hug?" „Nei — meiningin var að leita að þeim lausnum, sem álíta mátti skyn- samlegar og raunhæfar og fara með þær í þingið og leita eftir samstarfi þar um málin. Það var gert og ríkisstjórnin lagði frumvarp sitt fram. En frumvarpið var lengi á leiðinni í ríkisstjórninni, frá því er ég lagði það fram fyrst. Þegar það svo kom fram, skarst hluti af Samtökun- um enn úr leik og Alþingi vildi ekki taka á málunum — krafðist þess, að stjórnin segði af sér, flutti vantraust með atbeina fyrri stuðningsmanna stjórnarinnar, sem þannig gengu frá stjórnarsamstarfinu Þeim starfshátt- um vildi ég ekki una, rauf þingið, en úrslit kosninganna urðu svo þessi, sem öH'im er kunnugt, jafntefli í Og Ólafur Jóhannesson heldur áfram: „Miðað við það, að sá, sem reynd- ar hafði áður staðið að vantrauststil- lögunni, vildi nú fylgja stefnu stjórn- arinnar — annar samtakamaðurinn, sem komst á þing — taldi ég aðstæður til þess að reyna það hvort Alþýðuflokkurinn vildi ganga til samstarfs við fyrrverandi stjórnar- flokka. Ég beitti mér fyrir því að skapa til þess grundvöll og viðræður hófust. En þær báru ekki árangur. Ágreiningur var um ýmsa mála- flokka, og þó sérstaklega um varnar- málin, þar sem Alþýðubandalags- menn vildu ekki laga sig að neinu eftir sjónarmiðum Alþýðuflokksins, þrátt fyrir það, að Ijóst væri, að enginn þingmeirihluti væri fyrir hendi að framfylgja þeirri stefnu, sem fyrrverandi stjórn hafði staðið að Enn fremur voru Alþýðubanda- lagsmenn með ýmis þjóðnýtingar- áform, sem þeir vissu, að við Fram- sóknarmenn gátum ekki samþykkt Alþýðuflokkurinn var að ýmsu leyti efnislega á sömu skoðun og við framsóknarmenn, þegar litið var á þau timaburtdnu vandamál, sem þyrfti að leysa. Hins vegar setti Alþýðuflokkurinn fram þá kröfu, að farið væri að ræða við Alþýðuband- ið og önnur launþegasamtök i stjórnarmyndunarviðræðunum og það áður en nokkuð væri um það vitað, hvort hægt væri að mynda stjórn Þannig vildu þeir í rauninni taka utanþingsaðila inn f stjórnar- Grundvöllur atvinnuveganna verður treystur og atvinnuöryggi tryggt myndunarviðræður Fyrir sliku eru engin fordæmi og ég myndi aldrei samþykkja að taka upp slikan starfs- hátt Það var Ijóst, að ekki var grundvöllur fyrir samstarfi þessara flokka" „Ragnar Arnalds formaður Alþýðubandalagsins sagði i ræðu sinni á Alþingi áðan, að hætt hefði verið við hálfnað verk f tilraunum til myndunar nýrrar vinstri stjórn- ar. Hvað er um það að segja?" „Það var nú siður en svo. Þessar stjórnarmyndunarviðræður voru búnar að standa í 3 vikur og það hefði ekkert verið slakað á þessum sjónarmiðum, sem ekki var hægt að samrýma. Ég var margbúinn að lýsa því yfir, að ég teldi mér ekki fært að halda málinu þannig lengur ( minum höndum, þvi að þingræðislega stjórn yrði að mynda sem allra fyrst. Það var því fullreynt að minum dómi og það hefði verið óverjandi að halda þvi tafli lengur áfram " „Hvað vilt þú segja um þær ásakanir Þjóðviljans, að þú hafir gengið á mála hjá Sjálfstæðis- flokknum?" „Mér er nákvæmlega sama, hvað Þjóðviljinn segir", sagði Ólafur Jóhannesson, og bætti við: „Það er engin ný bóla fyrir mig, að blöð andstöðuflokkanna veitist að mér persónulega. Ef nokkuð er, er ég þakklátur fyrir það, því að min reynsla er sú, að þær árásir hafi Leggjum áherzlu á eflingu Byggða- stækkað mig en ekki smækkað En í ásökunum Þjóðviljans er auðvitað ekkert hæft. Ég hefi lagt áherzlu á nauðsyn þess, að mynduð verði þingræðisleg meirihlutastjórn og eins og komið var, var í rauninni ekki annar valkostur fyrir hendi en slík samstjórn, sem nú hefur verið mynduð. Hún er sterk að því leyti, að hún styðst við marga þingmenn, og embættismannastjórn hefði verið hreinn neyðarkostur að mínum dómi, þ.e.a.s, ef marka má Alþýðu- bandalagsmenn og leggja trúnað á þau orð þeirra, að þeir hefðu ekki lagzt í sæng með Sjálfstæðisflokkn- um, hefði þeim verið boðið '' „Þetta er sjötta ríkisstjórnin, sem Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur eiga aðild að, og engin þeirra hefur setið út heilt kjörtfmabil. Hefur þú trú á, að í þetta sinn verði um lengra sam- starf að ræða?" „Ég vil ekki spá neinu um það. Ég álít heldur ekki, að menn hafi ástæðu til þess að dæma ríkisstjórn- ir eftir því, hvort þær sitja út kjör- tímabil eða ekki. Aðstæður geta breytzt, og reynslan verður. að skera úr því, hvernig til tekst. Ég held nú, að stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins undir forystu Framsóknarflokksins frá 1950 hafi enzt út kjörtímabilið eða a.m.k munaði það litlu Aðrar samsteypu- stjórnir hafa heldur ekki enzt út kjörtímabil, og má þar til nefna Nýsköpunarstjórnina Raunar held ég, að engin stjórn hafi setið út kjörtlmabil, fyrr en komið var fram til ársins 1 959 '' „Býstu við heiðarlegra sam- starfi í þessari ríkisstjórn, en í vinstri stjórninni?" ,,Ég býst við heiðarlegu sam- starfi ', sagði Ólafur Jóhannesson. en bætti við brosandi: ,.en er fjarri því að skrifa undir það, að samstarf- ið í fyrri stjórn hafi verið óhetðar- legt '' „Telur þú, að þessari ríkisstjórn takizt að hafa gott samstarf við aðila vinnumarkaðarins?" „Ég vona það ', sagði Ólafur „Það stóðu miklar vonir til þess, að fyrri stjórn tækist að hafa það — eða a.m.k. við launþegasamtökin Það tókst vissulega að nokkru leyti Vinnufriður var góður á siðasta stjórnartímabili Hins vegar er það kannski svo, að vinir eru vinum erfiðastir I kröfugerð, og síðustu kjarasamningar eiga óneitanlega sinn stóra þátt I þvi, hvernig komið er i efnahagsmálunum Þeir voru að mínum dómi ákaflega óraunhæfir" „Hvað er það í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem framsókn- armenn telja mikilvægast?" Ég legg áherzlu á þau atriði í framtíðarstefnunni, þar sem sagt er, að fyrst og fremst skuli lögð áherzla á að tryggja grundvöll atvinnuveg- anna, atvinnuöryggi og vaxandi vel- megun. En við framsóknarmenn leggjum einnig mjög mikið upp úr þeim kafla, sem fjallar um byggða- málefni g þá ekki hvað sízt um alveg ákveðna eflingu Byggðasjóðs Við álítum, að með því sé tryggt, að áframhald verði á þeirri byggða- stefnu, sem við teljum okkur sér- staklega hafa barizt fyrir. Mörg önn- ur atriði eru okkur þar ofarlega ? huga, svo sem landhelgismálið. endurskoðun stjórnarskrárinnar og fleira og fleira '' Við útfærslu landhelginnar á næsta ári í 200 sjómílur verður verkefni landhelgisgæzlu gífurleqt Því spurði Mbl. Ólaf sem dóms- málaráðherra, hvort Gæzlan þyrfti ekki á stórauknum tækjakosti að halda Ólafur Jóhannesson sagði „Það er vel liklegt, að Landhelgis- gæzlan þurfi á auknum tækjakosti að halda — bæði skipum og flug- vélum Þetta fer þó mikið eftir því, hvort nýtt landhelgisstríð hefst eða hvort þróun mála verður þannig, að útfærslan verður átakalítil. Það von- um við auðvitað og alþjóðaráðstefn- ur, sem um málin fjalla beri árang- ur A.m.k. vonum við, að meirihluti verði fyrir hendi á hafréttarráðstefn- unni, sem gerir ríkjum kleift að færa út landhelgi sína einhliða og átaka- laust Að lokum spurði blaðamaður Morgunblaðsins Ólaf Jóhannesson, sem einnig gegnir störfum við- skiptaráðherra í hinni nýju ríkis- stjórn, um verðlagsmálakafla stefnu- yfirlýsingarinnar, þar sem sagt er. að undirbúa skuli lög um verðmynd- un, viðskiptahætti og verðgæzlu Ólafur sagðist ekki vilja tjá sig um þessi atriði að sinni, þar sem þau þyrftu sérstakrar athugunar við, sem enn hefði ekki farið fram. — mf. „Eins oghnýsa í eftirdragi” Stutt spjall við Adam Jakobsson, sem veiddi 32 punda lax í Laxá í Aðaldal ERUÞEIR / AÐ FÁ’ANN? Laxá í Kjós „Laxinn liggur i tuga, ef ekki hundraðatali i mörgum hyljum í ánni, en hann tekur ekki í þessu vatnsleysi", sagði Jón Erlendsson veiðieftirlitsmaður við Laxá í Kjós í samtali við þáttinn „Nú eru komnir um 1300 laxar á land, en voru um 1800 á sama tíma i fyrra Það er nógur lax í ánni, og þegar rigndi aðeins um daginn og áin friskaðist, komu strax 33 laxar á land. Annars hafa menn verið að slíta þetta 1 0— 1 2 laxa á dag á 1 2 stengur, þegar þær hafa allar verið nýttar. Það hafa verið nokkur brögð að því, að menn, sem hafa verið búnir að festa daga, hafi ekki sótt veiðileyfin og er slik framkoma mjög miður, þvi að ekki er hægt að losna við leyfin með engum fyrirvara. Annars veit ég það, að ef hann rignir eitthvað að ráði, þá geta duglegir menn fengið góða veiði." Þverá Jón Kjartansson á Guðnabakka sagði okkur, að veiði hefði verið nokkuð jöfn, en ekki mikil undan- farið. Á land eru komnir tæplega 2000 laxar, en heildarveiðin i fyrra var 2300—2400 laxar Jón sagði, að áin hefði verið vatnslitil í sumar, en laxagengdin mjög svipuð og I fyrra. Laxinn hefur að venju verið vænn og meðalþyngd 11 —12 pund. Stærsti laxinn I sumar er 2 2 pund, en margir I kringum 20 pund Mest hefur veiðzt á flugu, einkum gömlu Þverárflugurnar, en einnig nokkuð á túbur. 10 stengur eru í Þverá, og þar lýkur veiði 5. septem- ber Grímsá Þórunn Eyjólfsdóttir i veiðihúsinu við Grimsá sagði okkur, að veiðin hefði verið fremur treg i gær og fyrradag, og alls eru komnir á land um 1 300 laxar, sem er miklu minna en á sama tima i fyrra. Áin er mjög vatnslítil og erfitt að fá laxinn til að taka, þó að menn sjái hann við tærnar á sér. Stærsti laxinn i sumar var 2 7 pund, en einnig veiddust 26, 25 og 23 punda fiskar Veiði lýkur 1 5. september. Vatnsdalsá „Laxveiðin i Vatnsdalsá hefur ver- ið alveg sæmileg i sumar, það eru komnir eitthvað á 6 hundrað laxará land á 4 stengur, og silungsveiðin hefur verið mjög góð", sagði Guð- mundur bóndi Jónsson i Ási, er við spjölluðum við hann í gær. „Annars er áin aldrei eins góð og við bændur vildum. Við höfum sleppt í hana gönguseiðum á hverju ári, og nú vorum við að reyna nýja aðferð, sem er þannig, að við flytjum sumaralin seiði fram á heiðar og sleppum þeim Framhald á bls. 18 „ÞAÐ VAR engu likara en Jón frændi minn Fornason væri með hnýsu í eftirdragi, er hann var búinn að koma teilernum á laxinn á eyrinni neðst á Laxhólmanum," sagði Adam Jakobsson sjómaður á Húsavik, sem veiddi 32 punda lax á Laxhólma í Laxá i Aðaldal á þriðjudag, i samtali við Morgun- blaðið. — Við báðum Adam að segja okkurfrá viðureigninni. „Ég var þarna ásamt frænda minum, sem átti veiðina þennan dag, en hann þurfti að fara í fjósið klukkan hálfsjö og bauð mér að taka við stönginni. Ég var búinn að kasta flugu i rúman klukku- tima, þegar laxinn tók. Hann tók alveg upp við harðaland, og var ég búinn að draga línuna i hönk i hendinni og ætlaði að fara að kasta aftur, er allt var klossfast. Laxinn lagðist og lá þungt i. en þarna er nokkuð aðdjúpt. Ég tók svo á honum eftir nokkra stund og þá tók hann strikið. — Voru læti i honum? . —- Nei, það er varla hægt að segja það, hann var tiltölulega rólegur, stökk að visu nokkrum sinnum, en ég landaði honum á rúmum 20 mínútum og þurfti ekki út á bát á eftir honum. — Hvernig var þér við, þegar skepnan lyfti sér? — Það kom litið við taugarnar á mér. Þegar ég var búinn að vera með hann um 10 minútur, tók Franihald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.