Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. AGUST 1974 ® 22-0*22* RAUDARÁRSTÍG 31 V______________' LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR Æbílaleigan felEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 pioi\ieen ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI Bílaleiga CAB BENTAL Sendum OO* 41660 - 42902 flllll ■Tilboft AKIÐ NÝJA HRINGVEGINN Á SÉRSTÖKU ■ AFSLÁTTARVERÐI Shodr leiGAH CAR RENTAL AUÐBREKKU 44, KÓPAV. ® 4-2600 Ég þakka öl/um sem glöddu mig með gjöf- um, skeytum og heimsóknum á 75 ára afmæli mínu, 31. júlí s.l. Hrafnhildur Eiðs- dóttir, Hrafnistu. I STAKSTEINAR Pólitiskir vindhanar Fyrir kosningarnar f maf og júnf kepptust ráðherrar og aðr- ir talsmenn Alþýðubandalags- ins við að lýsa yfir þvf, að við engan vanda væri að etja f efnahagsmálum, þvert á móti ríkti hér hið mesta góðæri. Þó að aðrir ráðherrar vinstri stjórnarinnar og skýrslur sér- fræðinga hennar drægju ekki dul á, að hættuástand væri framundan f efnahags- og fjár- málum sátu talsmenn Alþýðu- bandalagsins við sinn keip og lýstu ringulreiðinni á þann veg, að greiða mætti úr henni með einföldum tilfærslum f bókhaldi. Talsmenn Alþýðubandalags- ins tóku hins vegar upp nýjar skýringar á vandamálunum eft- ir kosningar, þegar viðræður hófust um möguleika á að end- urlffga vinstri stjórnina. Þá var skrifað um stórfelldar efna- hagsaðgerðir og nauðsyn þess, að landsmenn hertu sultaról- ina. Formaður Alþýðubanda- lagsins gerði grein fyrir þvf op- inberlega, að svo til enginn málefnaágreiningur hefði ver- ið milli flokkanna er stóðu að vinstri viðræðunum. Þá voru m.a. til umræðu tillögur um 15 til 20% gengisfellingu, afnám vfsitöluuppbóta á laun, hækk- un söluskatts og hækkun á þjónustugjaldi ýmissa opin- berra stofnana. Um þetta var ekki ágreiningur meðan vinstri viðræðurnar stóðu, enda var þá nauðsynlegt að rétta við halla- rekstur þjóðarbúsins að mati Þjóðviljans. Nú hefur hin pólitfska vogar- skál Alþýðubandalagsins sigið á nýjan leik. 1 forystugrein Þjóðviljans f gær segir um ár- angur af efnahagsstefnu vinstri stjórnarinnar: „Þegar hún skil- ar af sér er hagur landsmanna betri en nokkru sinni fyrr, hag- ur atvinnuveganna góður og lagður hefur verið grundvöllur að áframhaldandi bættum Iffs- kjörum og menningarlegra lffi.“ Yfir þvera forsíðuna f gær segir Þjóðviljinn: „Allt launa- fólk á tslandi þarf að sjá gegn- um blekkingarvef hinna nýju valdhafa, sem nú lýsa yfir „þjóðargjaldþroti", um leið og þeir brýna ránsfuglsklærnar til árásar á lffskjör almennings.“ Þær brýnustu efnahagsað- gerðir, sem rfkisstjórnin mun framkvæma á næstunni til þess að koma í veg fyrir stöðvun og atvinnuleysi, eru að miklu leyti þær sömu og Alþýðubandalagið hafði samþykkt f viðræðum vinstri flokkanna um stjórnar- myndun. Þá hét það að gera nauðsynlegar aðgerðir til þess að tryggja hag launafólks, en nú tveimur vikum seinna, segir Þjóðviljinn lesendum sfnum, að þannig séu ránfuglsklærnar brýndar til árásar á lífskjör al- mennings. Þannig snúast hinir pólitísku vindhanar. Það eitt út af fyrir sig er varla f frásögur færandí, þó að Þjóðviljinn taki slfkar kollsteypur. Hitt er næsta broslegt, ef forystu- mönnum Alþýðubandalagsins kemur til hugar f raun réttri, að almenningur trúi söguburði umskiptinga af þessu tagi. Tfminn gefur skýringu á þessu háttalagi f forystugrein f gær; þar segir: „Það kemur ckki neinum á óvart, þótt Þjóð- viljinn noti stór orð í sambandi við nýju rfkisstjórnina og reyni eftir megni að beina vopnum sfnum gegn Framsóknarflokkn- um. Þetta er f fullu samræmi við þá ráðagerð, sem var mörk- rð strax eftir kosningarnar af þeim forystumönnum Alþýðu- bandalagsins, sem voru búnir að ákveða, að það skyldi vera utan stjórnar á næsta kjörtfma- bili og reyna að afla sér fylgis með andstöðu við þær efna- hagsráðstafanir, sem óhjá- kvæmilegt væri að gera. Hér réðu enn sömu öflin hjá Al- þýðubandalaginu og þau, sem stjórnuðu því 1946, að Sósíal- istaflokkurinn hljóp úr rfkis- stjórn, þegar búið var að eyða strfðsgróðanum, og að Alþýðu- bandalagið rauf vinstri stjórn- ina 1958, þegar gera þurfti erf- iðar efnahagsráðstafanir.“ ORÐ í EYRA Bragðmenntir Alveg er maður nú klár á þvf, að það er ekki á færi annarra en stórsénfa og snillfnga að gera skil þeim stórmerku list- viðburðum, sem átt hafa sér stað á þjóðhátfðarárinu. — Ekki var tilaðmynda nóg með það, að Sölvi Helgason, Eyfells og Svavar Guðnason væru dægi- lega représentéraðir á Kjar- valsstöðum, heldur var sjálfur Björn Téhá hafður tilað leiða Iýðinn milli snilldarverkanna og svo auðvitað f allan sann- leika um listina. Það er annars stórfurðulegt, að hér skuli myndlist vera með þeim glæsibrag sem raun ber vitni, þegar það er haft f huga, að fjölhæfustu sjónmennta- menn þjóðarinnar fara að sjálf- sögðu f uppmælinguna, þvf þar hafa þeir meira upp. Jakob leyfir sér að vekja at- hygli annarra mennfngarvita á nýyrðinu sjónmenntamaður, en dregur maður af orðinu sjón- menntir, sem uppá sfðkastið er notað um allan fjandann, sem búinn er til í höndonum og hét fyrrum föndur eða handavinna og fleira f þeim ósmekklega dúr. Heyrnmenntir eru náttúrlega Ifka til og ná yfir tilbúin skyn- hrif, sem höfða til hljóðhimn- unnar, alltfrá Þrymskviðu Jóns okkar Ásgeirssonar uppf værð- arlegt malið f nýhannaðri Roll- rojsvél. Ummenntir eru af göf- ugum toga, enda vinsælar, einkum meðal svokallaðs veik- arakyns og fiskimjölgerðar- manna. En þó hyggjum vér bragð- menntirnar háleitastar, en þær höfða eiknumog sérílagi til bragðlauka vorra, sem eigi vaxa á grónum grundum, held- ur f túngum vorum, hvortsem vér mælum á máli Kanarffugla, Spánverja ellegar bara á móð- urmáli voru daglegu, einsog Helgi J. Halldórsson og hann Kiljan okkar. Bragðmenntir hafa um láng- analdur verið stórlega vanrækt- ar af stjórnvöldum, þarmeð tal- ið Menntamálaráð. Tilaðmynda er ekki kunnugt um, að menn- fngarleg umræða um bragð- menntir hafi farið fram f fjöl- miðlum (nema kannski Haf- steini), og ekki hafa bragð- menntamenn feingið eyri af lystamannafé, og augnvum hef- ur komið til hugar að byggja yfir þá vinnu- og sýnfngarsali. Væri ekki úr veigi, að við minntumst braðmennta dug- lega á þjóðhátfðarári, þó gifs- klessur og heytuggur séu hærra skrifaðar á litaskala Björns Téhá og Braga. spurt og svarad Hvert er álit heilbrigðisyfir- valda á þeim sóðaskap, sem þarna hefur viðgengizt til þessa?" Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS | □ Holræsi í Kópavogi Haraldur Þór Jónsson, Hverf isgötu 83, Reykjavfk, spyr: „Hvenær verður gengið frá klóaki Kópavogsbæjar þar sem það kemur út í sjóinn fyrir norðari Arnarnesið? Jón Guðlaugur Magnússon hjá bæjarstjóranum f Kópavogi svarar: „Verkfræðingur vinnur nú að áætlun um framkvæmdir, en síðan verður áætlunin lögð fyr- ir bæjarstjórn, og er óvíst hvenær framkvæmdir geta haf- izt. I drögum af framkvæmda- áætlun fyrir Kópavogsbæ árin 1974—1980 er gert ráð fyrir 200 millj. króna framlagi til að koma holræsamálum f lag. Að sjálfsögðu er afar óæski- legt, að holræsi séu höfð ófrá- gengin til lengdar.“ Þióðargiöfin Nú hallar sumri og senn er komið haust, sem gerir okkur langar setur á garðbekknum ekki jafneftirsóknarverðar og verið hefur í sumarblíðunni. Þar af leiðandi munum við nú láta staðar numið með þessa þætti. Þetta sumar er eitt það ánægjulegasta, sem ísienzkir ræktunarmenn hafa átt. Kemur þar fleira til en veðurbiíðan, sem var einstök, og áreiðanlega verður á orði haft um langan aldur, að elztu menn hafi ekki munað annað sumar fegurra og betra og þótt allt hafi farið á verri veg í efnahagsmálum, þá voru þó géfin stór og fögur fyrirheit um miklar fjárveiting- ar til ræktunar bæði í þéttbýli og óbyggðum. I seinasta þætti var lítillega minnst á áætlun Reykjavíkurborgar um stórátak í fegrunar og ræktunarmálum, en flestum mun ofariega í huga sú markverða samþykkt, er gerð var á Þingvöllum, þar sem þingheimur kom saman á Lög- bergi og samþykkti að veita á árunum 1975 til 1979 samtaís 1000 millj. kr. til landgræðslu og gróðurverndar. Tæpast var hægt að finna aðra viðfeldnari gjöf úr sameiginlegum sjóði til að minnast 1100 ára byggðar í landinu: Væntanlega kemur þetta fjármagn að tilætluðum notum og við skulum vona, að dýrtiðin geri það ekki að engu á næstu mánuðum. Fari svo, þá má skömm okkar vera óbornum víti til varnáðar. Við höfum þegar hlotið dýra reynslu, sem kennt hefur okkur að taka allar áætlanir um verklegar framkvæmdir með þeim fyrir- vara, að þær fái ekki staðizt nema þann dag sem þær eru gerðar. Svo er einnig um þá áætlun, sem lögð er til grund- vallar fyrir þjóðargjöfinni. Hún er strax orðin til muna rýrari en til var ætlazt. Hitt er ef til vill mikilvægast, að það fjár- magn, sem til landgræðslu er ætlað, verði hagnýtt á þann hátt einan, en fari ekki óþörfu til kaupa á gömlum flugvélum, sem flugfélögin þurfa að losna við, eða til uppeldis á trjá- plöntum fyrir skrúðgarðarækt- endur í þéttbýlinu. Slíkri land- græðslurómantík ætti hér að vera lokið. Aftur á móti væri það fullkomlega eðlilegt, að verulegt átak yrði gert í því að rækta upp skjólbelti á sveita- býlum í samráði við bændur og þeihi að kostnaðarlausu. Eins ætti að skipuleggja trjálundi á völdum stöðum meðfram öllunl hringveginum kringum landið. Það er óskynsamleg pólitík að miða skógrækt við væntanlegt mágn nytjaviðar í skóglausu landi. Fyrst er að líta á gildi trjágróðurs tíl skjóis fyrir land- ið og til aukinnar fegurðar. Nytjarnar koma svo á eftir, þegar okkur hefur tekizt að rækta þau tré, sem sýnilega má nota í girðingarstaura eða stól- fætur. A sama hátt er það misráðin hagspeki að dreifa áburði og fræi úr flugvélum yfir iyng- grónar heiðar í því augnamiði að auka bithaga fyrir sauðfé. Það eru náttúruspjöll, er hefnt gætu sín grimmilega, á hinum „sjö mögru árum“, ef svo illa skyldi til takast, gð þau sæktu okkur heim. Látum það ekki henda okkur að kasta þeim fjár- munum, er við viljum-verja í uppgræðslu til óæskilegra hluta. Látum foksanda og auðnir njóta allra fjárframlaga og starfsorku, sem við höfum yfir að ráða. Þá munum við fljótt og vel koma fögrum áformum í framkvæmd, og verða óbornum til gagns og blessunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.