Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 8
_8__________________________ Fréttabréf frá Djúpi Bæjum 25. ág. 1974. Mikil hefur veðurblíðan verið hér við Djúp í sumar, sólarblíða og þurrkur upp á hvern dag, og heyskapur hefur því gengið með eindæmum vel, hvert strá þornað af ljánum, svo sem áður var kallað, og því einstaklega góð nýt- ing á heyjum. Hinsvegar var gras- spretta víða í lakara lagi, en þó mjög góð i Mjóafirði og bæjum vestan Djúps sæmileg víða. Víðast er heyskap að ljúka, og á nokkrum stöðum lokið. Háar- spretta er yfirleitt engin, og viða eru tún farin að brenna af þurrki, þar sem jarðgrunnt er. Nú er hinsvegar í dag hér norð- an strekkingur og rigningarsuddi og hitinn kominn ofan í frost- mark, snjóýringur á fjöllum og niður á brúnir. Vinnuflokkur vinnur hér í Djúpinu að byggingu fjárhúsa á mörgum bæjum, og má öllu til skila halda að takist að ljúka þeim byggingum fyrir veturinn sem undirlagðar eru. Á tveimur bæjum Unaðsdal og Skálavík voru gömlu fjárhúsin jöfnuð við jörðu, og eiga þar á sama grunni að byggjast ný, og verður því þar að leggja á höfuðáherzlu að upp komist ný hús fyrir haustið. Flóabáturinn Baldur kom hingað í Djúp í sumar með full- fermi af efni f þessar fjárhús- byggingar, og er von á honum f aðra ferð nú um mánaðamótin ág.—sept. með stálgrindaefni, en yfirieitt er það haft i þessar byggingar og því tiltölulega fljót- legt að setja það upp eftir að grunnur og áburðarkjallarar hafa verið steyptir. Langt komið er að setja niður vélar í stöðvarhús Blæfardalsár- virkjunar og verið að vinna þar að því, að virkjunin komist í gagnið í haust, en tafið hefur þá fram- kvæmd í sumar, að ekki fékkst framlag það úr orkusjóði, sem ákveðið var, fyrr en nýlega, að eitthvað úr rættist, og því lítið hægt að aðhafast framan af sumri fyrir fjárskorti. Þá stendur til að leggja vatns- leiðslu af landi ofan í Æðey um 2l/i kílómetra leið. Plaströr verða þar lögð i sjóinn og þeim sökt með þvf að binda á þau sveran trollvfr. Vatnið er tekið úr lind hátt upp í hlíð á landi, og er þegar búið að leggja ieiðslu frá vatnsupptöku ofanað sjó. Var grafið fyrir þeim þá leið með jarðýtu. Þar er einnig verið að byggja ný fjárhús fyrir 350 f jár. Geysimikil umferð ferðafólks hefur verið hér um Djúpið í sum- ar og Djúpbáturinn vart getað annað eftirspurn um bílaflutning þann tíma. Unnið er af krafti við lagningu Djúpvegar og unnið frá báðum endum að utan og innan. Eru þar að verki 6 jarðýtur í vaktavinnu, og 11 vörubílar í ofaníkeyrslu, og er vonazt til þess, að vegurinn nái saman til umferðar fyrir haustið. Hinn 6. þ.m. var til moldar borinn bóndinn og héraðshöfðing- inn Bjarni Sigurðsson í Vigur, að viðstöddu geysilegu fjölmenni, er fylgdi honum til grafar að Ögur- kirkju. Er sjónarsviptir hér við Djúp að að fráfalli Bjarna í Vigur, svo sópaði að honum hvar sem hann fór. Hvarvetna var hann með nærveru sinni hrókur alls fagnaðar og lét ekkert það mál sér óviðkomandi, sem framvindu tímans snerti til farsælli leiða í lífi og starfi. Hann var hreinskipt- inn persónuleiki og fór ekki í grafgötur með skoðanir sfnar, og sómakær drengskaparmaður í allri gerð. Synir hans tveir Baldur og Björn búa nú í Vigur. Heldur hefir verið treg laxveiði í ám hér í Djúpinu í sumar, og kenna menn um of miklum þurrk- um, en berjaspretta er hér alveg ódæmamikil. Má segja, að allt sé krökt af berjum. Jens f Kaldalóni. t*. JHorgunblöbib WmnRCFniDRR f mflRKRÐVÐPR , , . i --- , ... . ... MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. AGtJST 1974 Fyrsti fundur starfshóps um efnahagsmál verður haldinn i Galtafelli, Laufásvegi 46, föstu- daginn 30. ágúst kl. 5. Starfshópur þessi er í tengslum við einkaþing S.U.S., sem haldið verður í lok næsta mánaðar. Stjórnandi hópsins er Jón Steinar Gunnlaugs- son lögfræðingur. Allir ungir sjálfstæðismen velkomnir. Kjördæmismót Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi efnir til kjör- dæmismóts i Hótel Bifröst, Borgarfirði n.k. laugardag 31. ágúst og hefst það með fundi kl. 1 4.00. Um kvöldið verða skemmtiatriði og stiginn dans. Meðlimir kjördæmisráðs og stjórnir sjálfstæðisfélaganna i Vesturlands- kiördæmi eru hvattir til að mæta ásamt mökum sinum. Stjórnin. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík Vegna mikillar eftirspurnar og sérstakra óska, hefur verið ákveðið að bæta við enn einni Kaupmannahafnarferð 25. september n.k. Nánari upplýsingar gefur Ferðaskrifstofan Úrval sími 26900. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík. PÓSTUR OG Laus staða hjá Rekstursdeild — ísafjörður SÍMI — staða loftskeytamanns eða símritara við loftskeytastöðina. Nánari upplýsingar veitir umdæmisstjóri Pósts og síma ísafirði. Til leigu við Tómasarhaga stór fjögurra herbergja íbúð (1 1 5 ferm.) ásamt bílskúr. Tilboð merkt „Tómasarhagi" 3014 sendist blaðinu fyrir mánudagskvöld. Til leigu Glæsileg 5—6 herb. íbúð u.þ.b. 140 fm í fjölbýlishúsi í vesturbænum er til leigu nú þegar. Ibúðin er teppalögð með harðviðarinn- réttingum. Leigutilboð merkt: „vesturbær 1 1 1 5", er greini m.a. frá fjölskyldustærð send- ist Mbl. fyrir n.k. mánudagskvöld. Iðnaðarhúsnæði óskast 600 — 800 fm húsnæði með lágmarks loft- hæð 4 m., óskast til leigu. Tilboð sendist Mbl. merkt „7257". Við Rauðarárstíg I Fossvogi Höfum til sölu 4ra herb. íbúð á mjög góðu verði við Rauðarrár- stíg. Ennfremur 3ja herb. litla en sélega skemmtilega ibúð i Foss- vogi. Lögfræðingar Jón Ingólfsson Már Gunnarsson símar 11252 og 27055. $ttargiun{>Ia&U> nucivsincnR «£,„-«22480 ÍBÚÐA- SALAN Gegnt Gamla Bíói sími 12iao 28444 Háaleitisbraut Til sölu falleg 5 herb. ibúð á 2. hæð, á góðum stað, laus 1. okt bilskúr. (Góð kjör) HÚSEIGNIR VELTUSUNCX 1 Q|#R Q SÍMI?S444 04 ðHll Verzlunarpláss Óska eftir góðu verzlunarplássi til kaups eða leigu fyrir sérverzlun. Tilboð sendist Mbl. merkt: „7258". Iðnaðarhúsnæði 600 fm iðnaðarhúsnæði í Reykjavik óskast til kaups. LÖGFRÆÐINGAR Jón Ingólfsson Már Gunnarsson símar 11252 og 27055. Hafnarfjörður Til sölu glæsileg 5 herb. endaíbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi á góðum stað í norðurbænum. íbúðin selst tilbúin undir tréverk til afhendingar í des. n.k. Bílgeymsla fylgir íbúðinni. Árni Gunn/augsson hrl., Austurgötu 10, Hafnarfirði, s/mi 50764. Kvistaland Fossvogi Einbýlishús sem er 220 fm að grunnfleti tilbúið undir tréverk og málningu. Húsið verður fullfrágengið að utan og jöfnuð lóð, tilbúið til afhendingar i okt-nóv. 1974. Stigahlið 2ja herbergja séribúð á jarðhæð sér hiti, inngangur, og þvottahús í smíðum 3ja herb. ibúð Fossvogsmegin i Kópavogi, fast verð, afhendist í desember 74. Vantar eignir Höfum fjársterka kaupendur að einbýlishúsum og raðhúsum i Foss- vogshverfi eða Háaleitishverfi. Eígna* . markaðurinn AUSTURSTRÆTI 6. SÍMI 16933. Verzlunar- og iönaöarhús til sölu Húseignin Síðumúla 33, eign Gamla Kompanísins h.f., er til sölu. Eignina á að selja alla í einu lagi (að undanskildum hluta 3. hæðar) eða í smærri einingum. Þeir sem hafa áhuga á þessum kaupum, eru beðnir að hafa samband við mig sem fyrst. Valgarð Briem hrl. Sóleyjargötu 1 7. Sími 13583.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.