Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. AGUST 1974 15 Rússar dreifðu þessari mynd af geimskoti Sojusar 15. Sovézku geimfar- arnir í Sojusi 15: Gennady Sara- fanov (til hægri) og Lev Dyomin. Engin niðurstaða í Caracas — en 12 mílna landhelgi almennt viðurkennd Caracas 29. ágúst — Ap. HAFRÉTTARRAÐSTEFNU Sameinuðu þjóðanna lauk á fimmtudag og þegar var hafinn undirbúningur að annarri ráð- stefnu í Genf, þar sem vonazt er til, að náist alþjóðlegt samkomu- lag um yfirráð og nýtingu hafs- ins. 10 vikna langri ráðstefnu f Caracas lauk án nokkurs áþreifan legs árangurs, burtséð frá bjart- sýni ýmissa sendinefnda um, að samkomulag verði að veruleika þegar á næsta ári. Nú verða haldnir undir- búningsfundir fyrir Genfarráð- stefnuna, sem á að hefjast 17. marz og standa til 3. maf eða 7., ef þörf krefur. Ef samkomulag næst, verður það undirritað í Caracas næsta sumar. Þessari stærstu ráðstefnu, sem haldin hefur verið, lauk með morgunfundi, þar sem lagðar voru fram skýrslur þriggja nefnda og álit einstakra heims- hluta, en sfðan var stjórn Venezu- ela þakkað fyrir gestrisnina. Margir hinna 5000 fulltrúa höfðu þá þegar farið frá borginni, þar sem ráðstefnan hófst 20. júní í nýrri 40 hæða byggingu. Forseti ráðstefnunnar, Hamil- ton Amerashinge frá Sri Lanka, sagði viðstöddum fulltrúum, að „þegar áður en ráðstefnan hófst, hafi það verið flestum ljóst, að vandamálin væru svo mörg, að litlar líkur væru á þvf, að niður- staða næðist". Hvatti Amerashinge þjóðir til að gripa ekki til einhliða aðgerða í málum, sem til meóferðar hefðu verið á ráðstefnunni, fyrr en sam- komulag liggur fyrir. Bað hann ríkisstjórnir að sýna „þrotlausa þolinmæði“. Einn mikilvægasti árangur ráð- stefnunnar var almenn viður- kenning á þörfinni á 12 mílna landhelgi og 188 mílna efnahags- lögsögu að auki, þar sem strand- ríki hefðu efnahagslega lögsögu yfir lífrænum og ólífrænum auð- lindum. En Bandaríkin töldu sig ekki geta fallizt á þetta, nema tryggðar væru frjálsar siglingar herskipa þeirra um sund, sem eru innan slikrar lögsögu. Þróunar- ríkin hafa hins vegar krafizt rétt- ar til að stjórna þess háttar sigl- ingum um sína efnahagslögsögu. unum. Efnahagssérfræðingar OPEC hófu í dag undirbúning fjögurra daga ráðherrafundar samtakanna er hefst 12. september. Aðalum- ræðuefni fundarins verða líklega olíuverðið, framleiðslan til þessa og stofnun sjóðs til aðstoðar þró- unarlöndum. Samkvæmt heimildunum munu ráðherrarnii' ekki hækka verðið, sem er nú 11.65 dollarar tunnan fyrir síðasta ársfjórðung 1974. Þetta verð hefur verið óbreytt síðan f ársbyrjun. Hins vegar leggja sérfræðing- arnir til að OPEC krefjist 2% hærra gjalds af olíufyrirtækjum vegna verðbólguþróunarinnar í iðnaðarríkjum heimsins. Á síðasta fundi ráðherranna i Quito í Ecuador var verðinu hald- ið óbreyttu en 2% hærra gjalds krafizt af olíufyrirtækjum. Sovézk tenging unum eða Bandaríkjunum, sem stranda úti f geimnum. Rússar tilkynntu meðan á ferð- inni stóð, að geimfararnir hefðu stýrt Sojusi 15 upp að hinni ómönnuðu geimstöð. Vestrænir sérfræðingar sögðu, að ef tenging Framhald á bls. 18 Nixon fær kvaðningu Sex af fyrrverandi aðstoðar- Moskvu, 29. ágúst. AP. VESTRÆNIR sérfræðingar voru sannfærðir um það f dag, að til- raun til þess að tengja geimfarið Sojus 15 við geimstöðina Saljut 3 hefði farið út um þúfur og geim- fararnir hefðu þvf neyðzt til þess að hætta við ferðina og lenda að næturlagi f Sovétrfkjunum fyrst- ir sovézkra geimfara. Sérfræðingarnir telja, að senni- lega hafi orðið skemmdir á Sojus- farinu, þegar tenging var reynd og þess vegna hafi geimfararnir Gennedy Sarafanov og Leve Dem- in neyðzt til þess að snúa aftur til jarðar eftir aðcins 50 klukku- stundir og 12 mfnútur f geimnum. Þeir lentu mjúkri lendingu f nótt á gresjum Norður-Kazakast- ans og voru sagðir við „góða heilsu“. í opinberri tilkynningu um ferðina var hins vegar ekkert minnzt á það, að tilraunin hefði heppnazt eins og venja er. Tilkynningar um gang ferðar- innar sannfærðu flesta sérfræð- inga í Moskvu og á Vesturlöndum um það, að tilgangur ferðarinnar væri að reyna ný tengingartæki, sem Rússar og Bandaríkjamenn smíðuðu í sameiningu til undir- búnings sameiginlegri Sojus- Apollo-ferð á næsta ári. Yfirmaður bandarísku geimvís- indastofnunarinnartilkynnti hins vegar fljótlega eftir að Rússar skýrðu frá því, að ferð Sojus 15 væri lokið, að tilraunin stæði 1 engu sambandi við hina sameigin- Iegu tilraun, sem fyrirhuguð er. Þetta virðist í mótsögn við þá yfirlýsingu yfirmanns sovézku geimferðanna, Vladimir Shata- lovs hershöfðingja, að ferð Sojus 15 yrði vafalaust gagnleg til und- irbúnings hinni sameiginlegu geimferð Rússa og Bandaríkja- manna. Tæknileg atriði í sambandi við síðustu geimferðina voru ekki birt, svo að ekki er vitað, hvort hætta varð við ferðina vegna mannlegra mistaka eða vélarbil- unar. Tenging verður einn mikilvæg- asti þáttur hinnar sameiginlegu geimferðar Rússa og Bandaríkja- manna, sem miðar að því að reyna björgun geimfara frá Sovétríkj- Washington, 29. ágúst AP. Reut- er. NIXON fyrrverandi forseta hefur verið afhent skipun um að mæta sem vitni 1 réttarhöldunum vegna yfirhylmingar Watergatemálsins, að þvf er talsmaður bandarfska dómsmálaráðuneytisins skýrði frá f dag. Hann sagði, að starfsmaður ráðuneytisins hefði afhent Nixon kvaðninguna f gærkvöldi að heim- ili hans f San Clemcnte f Kali- fornfu. mönnum Nixons koma fyrir rétt 30. september ákærðir fyrir að hafa villt um fyrir þeim, sem rannsökuðu Watergatemálið. Héraðsdómstóllinn í Washing- ton skipaði Nixon að mæta sem vitni við þessi réttarhöld að beiðni eins sakborningsins, John Ehrlichmans. Nixon var einnig skipað að bera vitni í öðru og óskyldu mali, sem 21 höfðar á þeirri forsendu, að þeim hafi á ólöglegan hátt verið meinað hlusta á ræðu, sem Nixon flutti í Charlotte á NorðurKaró- lfnu 1972. Leon Jaworski, saksóknari í Watergate-málinu, hefur ekki gefið til kynna, hvort alríkisdóm- stóllinn, sem ákærði sakborning- ana í málinu, muni einnig ákæra Nixon. Ford sagði á fyrsta blaðamanna- fundi sínum í gær, að hann tæki afstöðu til þess, hvort hann náð- aði Nixon eða ekki, þegar þar að kæmi. Nixon hefur ráðið kunnan lög- fræðing, Herbert Miller fv. dóms- málaráðherra, til þess að vera lög- fræðingur sinn. Vinir Nixons segja, að hann sé önnum kafinn við athuganir á lög- fræðilegum atriðum vegna Water- gate-málsins, að sögn Los Angeles Times. Aðstoðarmaður þingmannsins Glenn Davis frá Wisconsin segir, að þingmaðurinn hafi talað við Nixon í síma og sagt, að hann væri „niðurdreginn" og „einangrað- ur“. Hann sagði, að Nixon vildi tala við gamla vini og leita frétta. Landvarnarráðuneytið í Was- hington kallaði í dag uppspurna á frétt Chicago Sun-Times, sem var höfð eftir nánum samstarfsmanni Fords forseta, að James Schles- inger landvarnarráðherra hafi óttazt síðustu daga Nixons í emb- ætti, að hann kæmi af stað kjarn- orkustríði. Byggingar jöfn- uðust við jörðu Chattanooga, Tennessee, 29. ágúst. AP, FJORAR byggingar jöfnuðust við jörðu — þar á meðal tveir næturklúbbar og kirkja — og 13 særðust f mikilli spreng- ingu f blökkumannahverfi f Chattanooga f Tennessee f dag. Að minnsta kosti einn beið bana f sprengingunni, sem heyröist f sex kflómetra fjar- lægð. Bflar f nálægum götum eyðilögðust af völdum múr- steina, sem þeyttust f allar áttir. Orsök sprengingarinnar er ókunn. Óbreytt verð á olíu Vín, 29. ágúst. AP. EF TRUA má heimildum f Samtökum olfuframleiðslurfkja (OPEC þarf ekki að koma til hækkana á bensáni á næstu mán- uðum vegna ástandsins f olfumál- Mexíkóstjórn semur ekki við ræningjana Guadalajara, Mexíkó, 29. ágúst. AP. Reuter. STJÓRNIN f Mexfkó sagði f dag, að hún legði ekki f vana sinn að semja við glæpamenn og neitaði að semja við menn- ina, sem rændu 83 ára gömlum tendaföður Luis Echeverria forseta, Jose Guadalupe Zuno Hernandes f Guadalajara f gær. Samkvæmt óstaðfestum frétt- um krefjast mannræningjarnir þess að fá 1,6 milljón dollara f lausnargjald, að pólitfskir fangar verði látnir lausir og að þeir fái flugvél til umráða til þess að komast úr landi. Liðsauki hefur verið fluttur flugleiðis frá höfuðborginni til Guadalajara. Herlið og lögregla umkringdu borgina f morgun, komu upp vegaeftirliti og höfðu gát á flugvöllum við borgina í von um að finna slóð Zunos og ræningja hans. Zuno hefur verið kallaður pólitískur lærifaðir Echevarria forseta. Hann er fyrrverandi fylkisstjóri og hershöfðingi og gegndi mikilvægu hlutverki f byltingunni 1910. Á síðari árum hefur hann lifað kyrrlátu lífi í götu í Guadalajara, sem ber nafn hans. Rúmlega 100 félagar úr öfga- sinnuðum stúdentasamtökum og glæpaflokkum tengdum þeim voru handteknir í síðasta mánuði, þegar stjórnin skar upp herör gegn pólitísku of- beldi og skipulögðum glæpum, sem Guadalajara er alræmd fyrir. Ránið á Zuno er ef til vill hefndarráðstöfun gegn herferð stjórnarinnar. Á bak við mannránið mun standa svokallaður Byltingar- her alþýðu. Hann var viðriðinn ránið á bandaríska ræðismann- inum Terrance Leonhardy í Guadalajara í fyrra. Fjórir menn vopnaðir skammbyssu og litlum vél- byssum rændu Zuno og bíl- stjóra hans á götuhorni. Þeir óku á brott í ómerktum bíl. fór út um þúfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.