Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGUST 1974 23 þökk fyrir samveruna, og vottum Ingu og öðrum þeim, sem um sár- ast eiga að binda, okkar dýpstu og innilegustu samúð. Megi hjart- fólgin minning um góðan dreng verða ykkur harmaléttir og styrk- ur. Mig setti hljóðan, er ég frétti, að vinur minn, Þorsteinn Ingólfs- son, hafði orðið bráðkvaddur suð- ur á Mallorca. Mér hefði sízt kom- ið til hugar, að það ætti fyrir þessum hrausta og sterka manni að liggja að deyja langt fyrir ald- ur fram fjarri ættlandi sínu, en Þorsteinn sá um, ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Harðardóttur, börn, sem send voru suður til Mallorca sér til heilsubótar og er mér kunnugt um, að í þvl starfi hafi hann reynzt framúrskar- andi vel, enda komu þá vel i ljós þeir mannkostir, sem hann var búinn. Þorsteinn var sonur hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Ingólfs Stefánssonar, og var hann næst yngstur fimm bræðra. Ég kynntist Þorsteini fyrst fyr- ir mörgum árum, þegar hann ásamt bræðrum sínum fjórum hóf sund- og sundknattleiksæfingar hjá sunddeild Ármann og sýndi hann þá strax hverjum mannkost- um hann var búinn. Hann gekk ekki að neinu með hálfvelgju, heldur lagði metnað sinn í að standa sig í starfi og ná árangri í þvi, sem hann tók sér fyrir hend- ur, enda lét árangurinn ekki á sér standa. Hann varð góður sund- maður og einn sterkasti hlekkur- inn í sundknattleiksliði Ármanns, og aldrei lá hann á liði sinu þegar átaka þurfti við. Áhugi hans á íþróttum var mikill, enda löttu foreldrar þeirra bræðra þá ekki, heldur hvöttu. Þorsteinn stundaði nám við íþróttakennaraskóla ís- lands og lauk þaðan prófi vorið 1970, hann hóf siðan iþrótta- kennslu og starfaði nú síðast sem íþróttakennari við Höfðaskólann í Reykjavík. Þrosteinn giftist eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Harðar- dóttur, í spetember 1971, þeim varð ekki barna auðið. Við sund- félagar hans i sunddeild Ármanns þökkum góðum dreng samfylgd- ina, sem þvf miður var of stutt, jafnframt vottum við eiginkonu hans, foreldrum og bræðrum okk- ar innilegustu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra vegna fráfalls góðs drengs. Einar H. Hjartarson. ÞESSI orð komu mér til hugar þegar ég frétti hið skyndilega lát Þorsteins Ingólfssonar, íþrótta- kennara, sem lézt úti á Mallorka þar sem hann var í fullu starfi ásamt eiginkonu sinni með börn úr Höfðaskólanum í Reykjavík. Oft er þess getið I dánarminn- ingum, að dauði eins og annárs hafi komið mönnum mjög á óvart, en víst er um það, að fráfall Þor- steins Ingólfssonar er eitthvað það allra sviplegasta, sem ég hef kynnst, eða hvað vilja menn segja um, þegar einum hinum sterkasta meðal hinna sterku og heilsu- bezta meðal hinna heilsugóðu er skyndilega svipt héðan burt eins og hendi sé veifað og það án allra skiljanlegra orsaka. Þegar ég þjálfaði sundknatt- leikslið Armanns var ég svo ham- ingjusamur að hafa kynnzt Þor- steini ásamt bræðrum hans fjórum, sem um tima voru allir í keppnisliðinu. Fimm bræður i sama keppnisliði og allir afburða- menn mun eiga sér fá fordæmi hvert sem Jeitað er. Þegar ég renni huganum yfir liðin kynni okkar Þorsteins þá dettur mér ekki endilega í hug mikill afreksmaður og glæsi- menni heldur ekki síður maður með drengilega framkomu og gott hjarta, enda var hann annálaður fyrir það hversu laginn og góður hann var við börn. Við fráfall Þorsteins eiga margir um sárt að binda, for- eldrar, eiginkona hans, bræður og vinir, að ógleymdum börnunum er sifellt sóttu til hans traust og leiðbeiningar. öllum aðstandendum votta ég dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Þorsteinn Hjálmarsson. Rúiia Hrönn Kristjáns- dóttir — Minning F. 7. janúar 1940. D. 19. ágúst 1974. 1 DAG verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mágkona mín, Hrönn, eins og við kölluðum hana alltaf. Hún var fædd á Akureyri og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Dórotheu og Kristjáni, ásamt systrum sinum tveim og bróður. Síðan stofnaði hún sitt eigið heimili með Pétri Helgasyni og eignuðust þau soninn Sigurð Óskar, sem nú kveður móður sina, nýorðinn fimmtán ára. Þótt þau Pétur bæru ekki gæfu til að búa saman, þá voru þau alla tíð góðir vinir og báru velferð drengsins fyrir brjósti. Fljótlega eftir að leiðir þeirra skildu, fluttist Hrönn suður og gerðist aðstoðarstúlka að Sólheimum í Grímsnesi. Þar eignaðist hún marga góða vini og Siggi litli Iíka, sem var hjá móður sinni, þar til hann þurfti að hefja skólagöngu sína. Fluttist þá Siggi til föður- ömmu sinnar, sem alla tið hefur reynzt honum mjög vel, en er nú komin á elliheimili. Hann er núna hjá móðurforeldrum sinum, sem ég veit, að munu annast hann sem sitt eigið barn og deila með honum sorg og gleði í lífinu. Nú nokkur síðustu árin vann Hrönn á Álafossi, fyrst í verk- smiðju, en siðan i mötuneyti staðarins. Og nýlega tók hún við — Minning Vilborg Fram liald ai bis. 21 tóni að komast þannig að orði, að hún hefði farið þveröfugt að við farfuglana, sem sé, að hún kom til okkar á haustin, en hvarf á vorin. Vilborg var einstakur kennari, en hún var okkur nemendum meira en kennari, hún var vinur okkar þótt ódæl værum, og ólik innbyrðis. Hún vakti gleði okkar með ýmsum hætti ekki sízt með því að stjórna sjónleikum sem henni tókst að láta okkur taka þátt í eins og við værum alvöru- leikarar. Margt gerði hún meira okkur til yndis norður þar, en siðar, suður hér, endurnýjuðum við vináttu- samband okkar. Vilborg átti árum saman við mikla vanheilsu að stríða, en maður hennar, Stefán Sigurðsson kennari, hjúkraði henni af slíkri ást og alúð, sem ég hygg að ein- stök megi teljast. Ég kveð Vilborgu með tárum og bið henni blessunar á landinu sunnan við sólu. Guðmundur Bencdiktsson. yfirstjórn mötuneytisins, en entist ekki aldur til að sinna því. Veit ég, að þar eignaðist hún marga vini, sem sakna hennar og minnast hennar í dag. Engan hefði órað fyrir því, er við vorum samvistum við hana og Sigga í júli s.I., þar sem hún var í sumarfríi fyrir norðan hjá foreldrum sinum, og tókum síðan á nóti henni á flugvellinum hér i Reykjavík, að við mundum standa yfir moldum hennar hálfum mánuði siðar. Og því síður þegar systir hennar, sem býr á Þórs- höfn, kom 17. ágúst í heimsókn til okkar og þær systurnar hringdu í Hrönn og ákváðu að fara austur í Hveragerði, þar sem móðir þeirra dvaldi sér til hressingar. Þar áttu þær mæðgur eftirminnilegan dag, sem er þeim, sem nú kveðja, enn dýrmætari en ella, þvi að það var síðasti dagurinn, sem þær voru allar saman. Um kvöldið kenndi Hrönn þess . meins, sem varð henni að aldurtila, þrátt fyrir alla nútima tækni og vilja lækna og starfsfólks deildar á handlækn- ingadeild Landspítalans. Og vil ég leyfa mér að koma á framfæri þakklæti frá foreldrum Hrannar til lækna og starfsfólks deildar- innar. Með þessum fátæklegu línum vil ég þakka henni allt, sem hún var mér og minni fjölskyldu og votta syni hennar, foreldrum, systkinum og öðrum ættingjum mína innilegustu samúð, þótt ég viti, að orð eru fánýt við fráfall svo ungrar konu. Með þakklæti, Mágur. ?» •SSfSfCPSi'V ■ ■ f r.' .. ■ Rétt sunnan við Sandskeið í norðanverðu Vifilfelli hefur fólk leikið sér að í fjölda ára að rffa upp mosa tíl að mynda ýmis nöfn í f jallshlfðinni. Stórt svæði á þessum stað lítur nú út sem flag. I hlfðinni má lesa ýmis nöfn, eins og Flakkarar, Sæfarar og fl. Það væri betur, ef fólk hætti þessum ósið, þvf að þetta er ekkert annað en lýti á landinu. Ljósm. Mbl.: Þórleifur Ólafsson. Útsala 30 — 70% afsláttur Nýjar vörur á útsöluna daglega. Mikið úrval af öllum tízkuvörum Opið til kl. 10 í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.