Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUJR 28. MAÍ 1974 Sjö sögur af Villa Rudolf 0. Wiemer „Er þetta svona sárt?“ spyr Villi. Bakarinn kinkar kolli. „Og verst er, að nú vantar alla bæjarbúa brauðið sitt á morgun. Fólkið sveltur." „Börnin lfka?“ „Auðvitað.“ „Það er ófært,“ segir Villi. Þú verður að baka brauðið.“ Bakarinn horfir örvæntingarfullur á ræningjann. „Þú getur trútt um talað. En hver á að hnoða deigið fyrir mig?“ Villi klórar sér í skegginu. „Ég get ekkert gert. Hvað á ég til bragðs að taka?“ segir bakarinn og þurrkar svitann af enninu. „Hvar er deigið?“ spyr Villi. „f troginu þarna. Ætlar þú . . . ? Nei, ég get ekki þegið það. Ég verð að bíða þangað til bakarasveinninn kemur aftur. Hann fór i brúðkaup.“ „Hvenær kemur hann aftur.“ „Á morgun. f fyrsta lagi,“ segir bakarinn. Villi dæsir við. Fjárinn hirði þennan bakara. Og bakarasveininn hans. Og þetta brúðkaup. En ef fjár- inn hirti bakarann, þá fengju bæjarbúar ekkert brauð. Það væri þokkalegt, hugsar Villi og þá verður honum Um risa og risastóra menn Alls konar sagnir eru til um risa og risastóra menn. Það hefur gengið erfiðlega að sanna þetta eins og kunnugt er. En á síðari tímum hefur verið sagt frá mjög stórum mönnum og er þá nærtækast að nefna Jóhann Svarfdæling — Jóhann risa eins og hann hefur almennt verið nefndur, en hann var nokkuð á þriðja metra á hæð er hann hélt út í heiminn til að starfa með sirkusflokki í Banda- ríkjunum. — En til eru menn, tuttugustu aldar menn, sem hafa veriö hreinir risar að vexti og má þar til nefna Hollendinginn Jan van Albert, sem var 269 sm á hæð og Rússinn Kazanioff, sem var 283 sm og Persa sem Sia Khad hét og var 327 sm á hæð. sérstaklega hugsað til barnanna. Hann þolir ekki að heyra lítil börn gráta. Ræningjar þola það nefnilega ekki. Villi tekur af sér hanzkana. Svo setur hann á sig stóra hvíta svuntu, brettir upp ermarnar og fer að hnoða deigið. Bakarinn horfir undrandi á hann. „Það er engu líkara en þú hafir einhvern tíma verið bakari," segir hann. Villi gefur sér engan tíma til að svara. Hann er óvanur allri vinnu. Hann hefur ekkert þurft að taka til hendinni síðan hann flutti inn í myndabókina. Og það er ekki létt verk að hnoða deig. Það finnur hann nú. „Ágætt,“ segir bakarinn. „Nú áttu að búa til kringlótt brauð úr deiginu.“ Villi er orðinn kófsveittur. „Og svo setur þú þau inn í ofninn,“ segir bakarinn. Og loks segir hann. „Lokaðu nú ofnhurðinni og hvíldu þig á meðan við bíðum eftir því að brauðin bakist.“ Villi kinkar kolli. En þegar hann er setztur fyrir framan heitan ofninn, gagntekur þreytan hann. Höf- uðið sígur niður á bringuna og brátt er hann sofnaður. Hann hrýtur hástöfum. Það gera allir ræningjar. En brauðin verða gulbrún í ofninum og ilmurinn angar um bakaríið. Bakarinn verður að hrista ræningjann til áður en hann vaknar til að taka brauðin út úr ofninum aftur. Það er næstum kominn morgunn þegar Villi hefur lokið verkinu. „Þakka þér kærlega fyrir hjálpina," segir bakarinn. „Nú skal ég gefa þér brauð að launum. Ég hefði verið illa staddur, ef þín hefði ekki notið við.“ Hann stingur brauði undir handlegginn á Villa. „Viltu ekki verða aðstoðarmaður minn. Ég þyrfti að fá annan lærling.“ „Nei, fari það í grábölvað," rymur i Villa. „Veiztu ekki, að ég er ræningi." Og þegar bakarinn fer að skellihlæja aftur, skellir Villi hurðinni á eftir sér svo undir tekur og gengur burt. „Hvernig náðirðu í þetta brauð?“ spyr Hans, þegar ræninginn kemur aftur. „Stal því auðvitað.“ Hans sezt upp í rúminu. „Vertu ekki að skrökva að mér, Villi." „Ræningjar mega skrökva," segir Villi. (^JVonni ogcTVlanni Jón Sveinsson Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds, og eftir- vænting mín snerist upp í skelfingu. Hesturinn kom mannlaus. Það var voðaleg tilhugsun, ef Manna skyldi nu hafa sundlað á gljúfurbanninum og hann hefði dottið þar af baki og lirapað. Ég varð hálfsturlaður af þessari hugsun. Manni litli, bróðir minn, gat það verið, að hann væri dáinn? Nei. nei. það mátti ekki vera, guð gat ekki látið það fara svo. Það gat eins verið, að hann hefði farið af baki einlivers staðar og hesturinn svo lilaupið frá honum. Ég reyndi að telja sjálfum mér trú um þetta. Hesturinn kom nær. Snærið var uppi í lionum enn. Ég reið á móti honum og blístraði til þess að spekja hann. Hann kom líka rakleiðis til okkar og nam staðar hjá liinum hestinum. Hann sýndist vera hræddur. eins og hann hefði fælzt. Freysteinn G unnarsson þýddi Hestarnir þefuðu nú Inor af öðrum og kumruðu ofurlítið. Þeir voru að heilsast. En liestur Manna skalf allur og titraði. Hvað gat verið að honum? Ég beygði mig fram og náði í snærið. Síðan fór ég af baki. Þegar ég sá, að sá steingrái var orðinn löðursveittur, hugsaði ég ineð mér. að það væri bezt að sleppa honum og taka hinn. Hann hlaut að vita bezt, hvar hann hafði skilið Manna eftir. Ég leysti því næst lindann út úr þeim steingráa, klappaði honum á bakið í þakklætisskyni og sleppti honum svo. Hann leit til mín stórum augunum. sneri sér svo við og hljóp aftur sömu leið og við vorum komnir. Áður en ég fór á bak hinum hestinum, athugaði ég hvernig snærið færi uppi í honum. Nú þóttist ég sjá. af hverju hann hafði orðið svona fTkÖnofQunkQfflflu L ,7C I ^ — ÉK veit ekkert hvort þetta læknar sjúkdóminn, en alla- vega verður þetta til þess, aó ég næ inn því, sem apótekar- inn skuldar mér . . . — Þú veldur mér vonhrigðum, „Jarnhnefi" .. . — Flýttu þér að finna hirgðaskipið ... við viljum gjarnan halda tfmaáætlun ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.