Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAl 1974 8SÍÐUR Ágúst 1 úrvalslið AíiUST Asgeirsson, ÍR, hefur verið valinn í háskólalið Mið- Englands, sem mætir háskóla- liðum frá Wales og Suður-Eng- landi í keppni sem fram fer 2. júnf n.k. og 16. júnf á liðið að keppa við Skotland og ír- lands. Er Agúst valinn til keppni f 1500 metra hlaupi. Nýlega tók Agúst þátt í há- skólakeppni f York-héraðinu, og keppti þá f þremur greinum á rösklega hálfri annarri klukkustund og sigraði f þeim öllum. Fyrst keppti Agúst í 3000 metra hlaupinu og vann þar yfirburðasigur, sfðan í 1500 metra hlaupinu, þar sem hann sigraði einnig örugglega á 4:05,2 mín., og frá þvf fór hann beint f 3000 metra hindrunar- hlaupið, og sigraði á 10:01,2 mfn.. Júlíus Hjörleifsson og Lilja Guðmundsdóttir, sem dvelja nú við æfingar f Svfþjóð kepptu þar nýlega á frjálsfþróttamóti. Júlfus hljóp 800 metra á 1:59,7 mín., sem er bezti tími tslend- ings í þeirri grein, það sem af er árinu, og Lilja hljóp 400 metra hlaup á 61,3 sek. Þá keppti Friðrik Þór Óskars- son, sem dvelur við nám f Berg- en, nýlega í þrfstökki og stökk hann 14,37 metra. Leikið að nýju í Eyjum ÞÁ ER fótboltinn farinn að rúlla aftur af fullum krafti og keppnin er nú hafin í öllum deildum í íslandsmótinu í knattspyrnu. Leikmenn þriðju deildar voru síðastir af stað, en í þeirri deild fóru fyrstu leikirnir fram um helgina. Það var engu líkara en flóðgátt opnaðist í fyrsta leiknum í þeirri deild, sem oft er kölluð „kjallarinn" og i fyrsta leikn- um voru skoruð 13 mörk. Það var í leik Fylkis og Leiknis á laugardaginn, Fylkir tók Leikriismennina í kennslu- stund og sigraði 13:0. Þá var leikið f Vestmannaeyj- uffi á Taúgardagirtn. fýrstf íeik- urinn, sem þar fer fram eftir gos, Heimamenn fengu Vals- menn f heimsókn og við þokka- legustu aðstæður á grasvellin- um við Hástein, sem í fyrra- sumar var hulinn þykku ösku- lagi, sigruðu heimamenn 1:0. Akurnesingar opnuðu márka- reikning sinn all hressilega, er þeir léki gegn Akureyringum og KR-ingar komu heldur betur á óvart er þeir lögðu Keflvík- inga að velli, en frá knatt- spyrnuviðburðum helgarinnar er sagt í opnu íþróttablaðsins og á baksfðu. Meðfylgjandi mynd tók Eyja- ljósmyndarinn Sigurgeir Jónas- son í leik ÍBV og Vals síðastlið- inn laugardag. ■ • Tap gegn Finnum í síðasta leik unglingaliðsins ISLENZKA unglingalandsliðið í knattsp.vrnu lauk þátttöku sinni f Evrópumeistarakeppni unglingalandsliða á sunnudag- inn er liðið tapaði 0:1 fyrir Finnum. Hlutu Islendingarnir því aðeins eitt stig f úrslita- keppninni, gerðu jafntefli við Skota, 1:1, í fyrsta leiknum. í úrslit úr a-riðlinum fóru Skot- ar, en þeir sigruðu Rúmena 3:2 f sfðasta leik liðanna, en Rúm- enum hefði nægt að gera jafn- tefli í þeim leik. Leikur Isiands og Finnlands var allsögulegur, því strax í fyrri hluta leiksins skoraði ís- lenzka liðið 2 mörk, sem bæði voru dæmd af. Að sögn farar- stjóra íslenzka liðsins var það ekki réttmætt, þar sem bæði mörkin voru löglega skoruð. 1 síðari hálfleiknum sótti íslenzka liðið allt hvað af tók, en tókst ekki að nýta hinar fjöl- mörgu sóknarlotur sínar og ekki var laust við að vonleysis gætti í leik islenzka liðsins á köflum í síðari hálfleiknum og einnig vonbrigða í garð dómar- ans, sem dæmt hafði tvö mörk af liðinu. Piltunum tókst ekki að skora og sigruðu því Finn- arnir með eina markinu sem skorað var í leiknum. Eins og áður sagði unnu Skot- ar lið Rúmena og fara Skotarn- ir því í úrslitakeppnina. Þar mæta þeir Búlgörum í undan- úrslitum, en í hinum undanúr- slitaleiknum mætast Júgóslav- ar og tírikkir. Þó svo að íslenzka liðið hafi aðeins hlotið eitt stig í keppn- inni að þessu sinni, verður að telja frammistöðu liðsins í tveimur fyrri leikjunum mjög góða. Jafntefli gegnSkotum og 0:1 tap gegn Rúmenum, er ár- angur sem piltarnir geta verið stoltir af. Um úrslitin í ieiknum gegn Finnum gegnir nokkuð öðru máli. Þá var íslenzka liðið orðið úrkula vonar um að kom- ast í úrslitin, en þangað stefndu’ piltarnir, þó það kunni ef til vill að sýnast fjarlægur draum- ur. Þá segir það ekki svo litla sögu um frammistöðu unglinga- liðsins tvö síðastliðin ár að það skuli bæði 1973 og ’74 hafa ver- ið i úrslitum Evrópumeistara- keppninnar. I unglingalandsliðinu eru margir vel kunnir meistara- flokksmenn. Má þar nefna Jan- us Guðlaugsson, FH, sém erfyr- irliði unglingaliðsins, Óskar Tómasson, Víkingi, Kristinn Björnsson, Val og Guðjón Þórð- arson, ÍA svo einhver nöfn séu nefnd. Júlfus Júlfusson dregur ekki af sér, enda til mikils að vinna. Jóhann Benediktsson og Tómas Holton á einni flötinni á Hvale.vrarvellinum. Fyrsta stigamót sumarsins í golfi: Júlíus vann tvöfaldan sigur í Þotukeppninni JÚLlUS Júlíusson hefur undan- farin ár verið f fremstu röð fs- lenzkra golfspilara, en þó aldrei náð að sigra á stærri mótunum. Að þvf kom þó sfðastliðinn sunnu- dag og þá lét Júlfus sig ekki muna um það heldur vann bæði með og án forgjafar í Þotukeppni Flugfé- lagsins. Mótið fór fram á Hvaleyrarvell- inum í Hafnarfirði á laugardag og sunnudag og tóku 87 keppendur þátt í þessu fyrsta opna stórmóti sumarsins, sem gefur stig til landsliðs. Eftir fyrri daginn leiddu þeir Júlíus, Jóhann Bene- diktsson og Tómas Holton. Síðari daginn breyttist röðin nokkuð á milli þeirra efstu innbyrðis og Loftur Ólafsson skauzt upp i þriðja sætið fram fyrir Tómas. Július Júlíusson fór völlinn á 74 höggum fyrri daginn og 76 högg- um þann siðari og sigraði því á samtals 150 höggum. Annar varð Jóhann Benediktsson á 155 högg- um og sigraði Jóhann Loft Ólafs- son á fyrstu braut í keppni um annað sætið en Loftur var einnig með 155 högg. 1 fjórða sæti varð Tómas Holton með 157 högg, en hann hafði forystu eftir fyrri dag- inn með 73 högg. í fimmta sæti varð svo Þorbjörn Kjærboe með 159 högg. I keppninni með forgjöf sigraði Júlíus einnig eins og áður sagði, hann fékk 140 nettó. I öðru sæti varð Ægir Ármannsson með 142 högg og þriðji varð svo Tómas Holton með 143 högg nettó. Ann- ars var það ungur Reykvíkingur, Einar B. Eyvindsson, sem lengi vel virtist ætla að verða sigurveg- ari með forgjöf. Hann kom inn á 137 höggurn en áður en til verð- launaafhendingar kom sagði Ein- ar frá því, að hann væri ólöglegur í keppninni, væri of ungur og hefði of mikla forgjöf. Mátu fram- kvæmdaraðilar heiðarleika Ein- ars að verðleikum og leystu hann út með gjöfum. Eins og áður sagði, gaf Þotu- keppnin átta efstu mönnum stig til landsliðs. Um næstu helgi fer svo fram opið mót, er það Bristol —^ Camel — keppnin hjá Golf- klúbbu Suðurnesja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.