Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1974 Steinunn Vilhjálms- dóttir — Minning 1 DAG fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavfk jaróarför frú Steinunn ar Vilhjálmsdóttur Snædal. Steinunn fæddist aó Eiríksstöó- um ó Jökuldal hinn 17. september 1916 og voru foreldrar hennar merkishjónin Elín Pétúrsdóttir Maaek ljósmóðir, dóttir sr. Péturs Andrésar Þorsteinssonar Maaek á Staó í Grunnavík, og Vilhjálmur Gunniaugsson Snædal böndi á Eiríksstöóum á Jökuldal. St.einunn brautskráóist úr Kvennaskólanum f Reykjavík áríó 1935. 6. júlí 1946 giftist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum, Björgvin Siguróssyni hæstaréttarlögmanni, og fluttust þau skömmu síóar til London, þar sem Björgvin var ráðinn sem sendiráðsritarí. Ég kynntist frú Steínunni. Löllu, eins og vió vinir hennar kiilluðum hana ávallþekkert veru- lega fyrr en ég hóf störf hjá Vinnúveitendasambandi Islands á mióju ári 1949 en þá var eigin maóur hennar, Björgvin, fulltrúi þar. Eftir þaö hófust slík kvnni milli heimila okkar sem bezt mega veróa. svo aö á öllunt hátíða- stundum heimilanna vorutn viö húsfreyja mín gestir Steinunnar og Björgvins og þau okkar. Þaó var tilhlökkunarefni dög- um saman aó koma á hiö fagra og skemmtilega heimili Steinunnar og Björgvins. Aldrei var maóur svo fýldur, að Löllu tækist ekki fljótlega aö létta skapiö meó fyndni sinni og glaöværö. Hún haföi svo ríkt feguróarskvn og bjó yfir svo óvenjulegum og ríkuleg- um lífsnautnahæfileika. aö þaó orkaði á alla, sem í návist hennar voru. Hún elskaói ljóö og lög og hvergi hefi ég séð fallegri og bet- ur hirt blóm en hjá henni. Hún talaði líka viö þau og sagói. aó þau skildu mannamál. Hvar sem hún var stödd, varö hlýtt og bjart um bæinn. Hún var svo eólileg og óþvinguó í allri framkomu, jafn- framt nákvæmri háttvísi. aö fáum er gefió. Ekki spillti heldur ánægjulegri stund á heimili henn ar, þegar þar voru fyrir faöir hennar Vilhjálmur og faöir Björg- vins, Sigurður frá Veðramóti. Þar sem þessar öldnu kempur sátu i sal var ávallt mest fjör í samræð- unum. Þeir gerðu allt i senn: Stunduðu þrætubókarlist, sögðu skrftlur og sögur og. tóku til at- hugunar þá stjórnmálamenn og rithöfunda, sem helzt þótti mið- mundi aö fyrir og eftir siðustu aldamót. Báóir voru þeir ákaflega orðfimir og skemmtilegir, þótt upp á sinn hvorn mátann væri. Vilhjálmur var enn meira fyrir hið skoplega, en Sigurður kné- setti alla í þrætubókai'list, þar á meðal doktorana syni sína. Hann var einstaklega mennskur maður með rökvfsa og hlutlæga dóm- greind. Heimilisprýðin mesta voru þó börnin, Sigurður, f. 11. september 1947, er nú stundar tannlækna- nám í Englandi, kvæntur Sigur- björgu Björgvinsdóttur, og Elín Bergljót meinatæknir, f. 10. des- ember 1948, gift Ragnari Guð- ntundssyni skrifstofumanni hjá Loftleiðum. Það var fagurt samband milli þeirra og foreldranna og þau munu áreiðanlega aö leiðarlokum geta sagt: Mamma skildi allt. Steinunn var þeim i senn ástrík og yndisleg móðir og félagi, sem þau gátu leitað til með vandamál sín. Ég veit líka, að dóttursonur- inn, Björgvin litli. sem mikið hef- ír alizt upp hjá afa og ömmu og var augasteinn ömmu sinnar, mun ávallt minnast hennar með ást og viröingu. Dótturdóttirin Steinunn Björk, sem skírð var skömmu áður en amma hennar lézt, mun líka fá aó heyra margt fallegt og eftirbreytnivert um nöfnu sína, þegar hún stækkar. Hinn góði málmur og sterku ættarfylgjur sýndu sig þó e.t.v. bezt í frú Steinunni í hinum lang- varandi og erfiðu veikindum hennar. Hún vissi að hverju fór, Maðurinn minn, t EINAR SVEINSSON, múrarameistari. Grænuhlíð 19, lézt sunnudaginn 26 þ.m. Hulda Sigfúsdóttir Bergmann. t Móðir okkar, SIGURBJORG ÖGMUIMDSDÓTTIR frá Njarðvik, andaðist aðfararnótt 27. maí á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund Helga Egilsdóttir, Ólafur H. Egilsson. t Eiginmaður mmn, faðir okkar, tengdafaðir og afi( GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON, mjólkurfræðingur, Njörvasundi 14, er andaðist 21 maí s l verður jarðsungmn frá Fossvogskirkju, miðvikudagmn 29 mai kl 3 e.h Tove Guðmundsson, börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir vandamenn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, DAGBJARTURBJARNASON, stýrimaður, Barónsstíg 59, sem andaðist þann 20 maí s.l verður jarðsungmn frá Frikirkjunni miðvikudaginn 29. mai kl. 3. e.h. Aðalheiður Tryggvadóttir, Bjarni Dagbjartsson, Jón S. Dagbjartsson, HjálmtýrB. Dagbjartsson, Hjördis Bogadóttir og barnabörn. en æðraðist aldrei og bar sig eins og hetja. Það var líka dásamlegt að sjá, hvílíka ást og umhyggju eíginmaðurinn sýndi henni, og hefir þaö án efa veitt henni ómet- anlegan sálarstyrk. Að lokum vil ég segja þetta: Við, sem áttum Löllu að vini, munum geyma minninguna um hana í þakklátum huga eins og ávöxt lióins sumars. Viö þökkum henni samfylgdina og hlökkum til að hitta hana aftur. Hún var ljós á vegum allra, sem kynntust henní. Guð blessi ástvini hennar og veiti þeim styrk og huggun. Baröi Friöriksson Með sárum söknuði fylgjum við Steinunni Vilhjálmsdóttur til moldar í dag og teljum hana hafa verið burtkvadda mjög um aldur fram. Fyrir um það bil 33 árum sá ég hana fyrst, Ijóshærða og litfríða bóndadóttur austan af Jökuldal, sem gekk hröðum og léttum skref- um eftir Sóleyjargötunni til vinnu sinnar. Hún vakti athvgli fyrir létta og glaðværa lund, frjálslega framgöngu heimskon- unnar í fagurri fylgd lágværrar hæversku. Vió nánari kynni sást fljótlega brjóta á kjarkmikilli lund, sem ekki vildi láta hlut sinn og undi ekki við órétt. Þessir sterku eðliskostir Steinunnar þroskuð- ust enn með aldrinum og mun hún hafa líkzt mjög móður sinni, Elfnu Pétursdóttur, og öðrum góðum formæðrum, sem þekktar hafa verið að drenglund og höfð- ingsskap. Verður hennar og þeirra lengi minnzt fyrir frábæra reisn og myndarskap i húsmóður- störfum og öóru starfi, þar sem tækifæri gefast til að gleyma sjálfum sér og rétta hjálpar- hendur og hafa margar þeirra fengizt við h.júkrun í einhverri mynd. Þessi verndarþrá var rík í Steinunni og fékk hún gjarnan útrás í umgengni við börn og unglinga, sem unnu henni mjög, því að hún átti greiða leíð að hugum þeirra og undi sér vel í þeirra félagsskap. Raunar þekkj- um vió öll, vinir hennar, hvað mikla glaðværð og elskusemi var til hennar aó sækja, og hvað við höfum oft orðið glöð og fagnandi við að sjá hana. Nú má segja, að létt sé að vera glaður á góðri stund og víst er um það. Hitt er erfiðara og ekki öllum hent að bera með sér gleðina, þangað sem harmár steðja að og dimmt er fyrir dyrum, en það sá ég og reyndi Steinunni mágkonu mína gera öllum betur. Löngu og góðu tímabilí ævinnar auðnaðist henni að eyða að sínu skapi með manni sínum og börn- um á yndislegu heimili þeirra. Þar hjúkraði hún, með aðstoð manns síns, móður sinni aldur- hniginni og þar hjálpaði hún dótt- ur og tengdasyni vió uppfóstur ungs sonar og nú fyrir skömmu var hún viðstödd skírn dótturdótt- ur, sem gefið var Steinunnarnafn- ið. Þá var þó heilsan farin. Undr- andi höfum við staðið álengdar og horft á hana stríða við þann sjúk dóm, sem nú er lokið. Skaparinn gaf henni góðar gjafir og lagði nú á hana þungt sjúkdómsok. A veikar herðar lyfti hún þess- ari byrði af þvílíkri reisn, að okk- ur mun aldrei úr minni líða. Mann grunar, að slikur styrkur sé arfur margra kynslóöa. Eg vil færa Steinunni Vil- hjálmsdóttur hjartfólgnar kveðj- ur frá fjölskyldu manns hennar. Hún var elskuö og virt af tengda- foreldrum sinum og tengdafólki öllu og ekki hvaö sizt ungu kyn- slóðinni. Viö horfum nú á eftir einum okkar kærasta vini, og ég leyfi mér að láta fylgja hér erindi úr ljóði, okkur til halds og trausts: Ein er huggun, ei fær grandaó ólgusjór, né fær á skeri dauóans hún i dimmu strandað: Drottinn sjálfur stýrir kneri. Guðrún Siguröardóttir. Erla Jóhannsdótt- ir—Kveðja Fædd 27. september 1937. Dáin 19. maí 1974. Þaó er þögull og alvarlegur hóp- ur samstarfsstúlkna Erlu Jóhannsdóttur, sem mætir til vinnu þessa dagana, þegar okkur barst sú frétt, aó hún væri allt í einu horfin úr okkar hópi. 1 hug okkar er spurn. hvers vegna — já hvers vegna er kona svo ung aó árum kölluó leiftur- snöggt? Tveim dögum áóur hafói hún verið meðal okkar svo kát og dugleg í starfi, alltaf viómótsgóð og er söknuðurinn því meiri á meðal okkar. Hún var gædd af- burða skemmtilegri kímnigáfu. Það var sönn unun að hlusta á hana segja frá einu og öðru, sem hún hafði séó eöa he.vrt, eóa lesið uni, því hún las hvenær sem tóm gafst til, bæói íslenskar og erlend- ar bækur. Þessi kímnigáfa henn- ar kom okkur oft 1 gott skap. Það er svo margs aó minnast, en Guö ræóur dvöl okkar hér 1 heimi. Viö þökkum henni allar samveru- stundirnar og biðjum Guð aö henni gangi vel á hinni nýju veg- ferö. Móður hennar, eiginmanni, syni. tengdadóttur og sonarsyni vottum við okkar dýpstu samúð. Guö veri meö henni. Samstarfsstúlkur Langlfnumiðstöóinni. t Móðir mín og tengdamóðir, JAKOBÍNA JAKOBSDÓTTIR, Laugateig 1 3. er andaðist að Hrafnistu 21 þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29. maí kl. 1 30. Steingrímur Jónsson, Sigríður Sigurðardóttir. Afmælis- og minningar- greinar ATHVGLI skal vakin á því, a3 afmælis- og minningar- greinar verða að berast bla3- inu f.vrr en áður var. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag, og hliðstætt með greinar aðra daga. — Grein- arnar verða að vera vélritað- ar ineð góðu linuhili. t Útför hjartkærs eiginmanns míns ÓLAFSHALLDÓRSSONAR, frá Varmá, Bragagótu 25, fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 29 maí kl 13 30 Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd Fyrir mína hönd, dætra, stjúpbarna, tengdabarna og barnabarna hins látna Valgerður Sigurgeirsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför, SIGRIÐAR VALDIMARSDÓTTUR, Seljaveg 3. Valdimar Eiríksson, Aðalsteinn Eiríksson, Pálina Guðmundsdóttir og barnabörn. t Hugheilar þakkír flytjum við öllum þeím sem sýndu okkur vinarhuq víð andlát og jarðarför ÁGÚSTU ÓLAFSDÓTTUR, Raftholti. Sigurjón Sigurðsson, börn og tengdabörn. ■sAl ulil, -______ S. Helgason hf. STEINIÐJA [Inholti 4 Slmar 26677 og 142S4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.