Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 28
t ! AUGCf’SINGASTOPA KRISTlNAR U=Þ- 28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1971 ar við förum að rannsaka til- ganginn með þessu. — Við höfum sannfærzt um, að X hefur ekki keypt skotin í Lydenbridge. Er nokkur leið að komast að þvi, hvar hann hefur keypt þau? — Það er ég hræddur um ekki. Jafnvel þó að við, fyrir alveg sérstaka heppni, rækj- umst á þann, sem hefur selt þau, þá er mjög ólíklegt, að hann viti nokkuð um kaupand ann. Finnst yður það að böggull- inn var settur í bílinn hjá Mow bray gefa til kynna, að einhver íbúi hér í bæ hafi gert það ? — Ekiki þarf það að vera. Að komumaður í borginni gæti hæg lega komizt að þvi, hver ekur til Farningcote, og hvar billinn hans stendur. Og það nota fleiri húsagarðinn hjá Drekanum en vörubílstjórar. Ég tók eftir því í dag, að þar stóðu nokkrir einkabílar. X hefði getað ekið inn í húsagarðinn og lagt bdln um sinum þar og svo neytt tæki færis til að skjóta bögglinum inn í bíl Mowbrays, þegar eng inn sá til. Hafi hann verið að- komumaður hefði hann aldrei lagt það á hættu að fá Mow- bray böggulinn sjálur. Ef bíl stjórinn hefði yfirleitt munað, hvernig hann leit út, hefði lýs- ing hans verið of óákveðin tii að koma að nokkru gagni. •— En hvers vegna setti X bögg ulinn inn i bil Mowbrays? Það var talsverð áhætta, að hann gæti sézt og þekkzt í húsagarð inum. — Það var áhættuminnsta að ferðin til þess að koma böggl- inum sína leið. Hann hefði ekki kært sig um að afhenda hann sjálfur, eða fá einhvern annan til þess. Og það er bann að í póstlögunum að senda skot í pósti. Hann hefði getað sent þau með járnbraut, en þá hefði komið i ljós hvaðan þau voru send. —Þá höfum við enn sem kom ið er enga bendingu um, hver X er? —-Þvi miður ekki. Nema þá mjög þokukenndar hugmyndir, sem sé það, að maðurinn hafi verið hér í Lydenbridge þann 6. ágúst. Og jafnvel sá fróðleik ur byggist á minni þeirra Horn ings og Mowbrays. Böggullinn getur vel hafa verið afhent ur einum föstudegi fyrr eða seinna. —Við erum á einu máli um, að ætlun X var að myrða Cal- eb. En hver var tilgangur hans með því? —Það má guð vita! sagði Jimmy. — Það er nú einmitt það dularfulla í málinu. Venju- lega er það svo, að þegar erf- ingi að einhverri eign er myrt- ur, er spurt um, hver standi þá næstur til arfs. 1 þessu tilviki er það Benjamín Glapthome, sem er sennilega að stússa við vélarnar sínar einhvers staðar úti á Atlantshafi. En hvað í ósköpunum getur hann grætt á fráfalli gróður síns? Alls ekki neitt, nema skuldasúpu. Erfing- inn f.ð Farningcote, eins og frú Horning kallar hann, er svei mér ekki öfundsverður. Að mínu viti er ekki nema einn mað ur, sem getur haft nokkuð upp úr fráfalli Calebs. — Og hver er það? spurði Appleyard. — Hr. Woodspring. Nei, verið þér ekki svona hissa. Mér er al- vara. Benjamín kann að takast að fá föður sinn til að selja eignina, og þá á Woodspring möguleika á að eignast þetta land, sem hann þráir svo mjög. En að halda, að gamaU og virðu legur bóksali fari að myrða mann af svo litlu tilefni, er auð vitað hlægilegt að láta sér detta í hug. Ég nefndi þar bara vegna þess, að það virðist útilokað, að nokkur maður gerði þetta í hagnaðarskyni. — Hvaða annan tilgang gæt- uð þér nefnt? —■ Hefnd. Caleb virðist hafa eignazt fleiri óvini en vini. Það var ekki einasta, að hann kom sér upp á móti fjölskyldu sinni heldur næstum öllum, sem hann átti samskipti við. Við vit- um, að honum lenti illilega sam an við Ghudley, til dæmis að taka. Og hve margir aðrir óvin- ir gætu ekki leynzt hér og þar? —--Hvaða þýðingu hefur þetta pappírsblað með rithönd Benja- míns? — Það veit ég ekki enn. Greinargerð ungfrú Blackbrook getur bæði verið sönn og ósönn. í fyrsta lagi getur frásögn henn ar vel verið sannleikanum sam- kvæm, en svo er hitt til, að hún hafi vitað hvar miðinn fannst og hagað sögu sinni samkvæmt því. — Og hvort teljið þer trú- legra? — Hið fyrra og vegna þess, að miðinn gefur til kynna, að sendandinn hafi verið Benjamín. Hins vegar mælir framburður hennar gegn þeim möguleika. Hafi hún vitað, að miðinn var þarna i kassanum, hefur hann verið settur þar með hennar samþykki, og hún hlýtur að hafa vitað, hvað hann gaf í skyn. Hvers vegna ætti hún þá að fara að búa til einhverja sögu, sem gengur í öfuga átt? — Þetta virðist rökrétt. Og ef f, • bolir 0 leðurjakkar • Mauelsjakkar dömu 0 stuttjakkar dömu • út- saumaðar skyrtur 0 den- im skyrtur • denim frakk ar • ensk föt • enskir smokingar meö vesti RO Y AL SKYNDIBÚÐINGARNIR ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragðtegundir í dag mátt þú aka. við tökum sögu hennar góða og gilda, hvað má þá af þvi ráða? — Að X hafi einhvem veg- inn náð i miðann, klippt hann laglega til og sett hann i skot- hylkjakassann. En þvi miður er okkur bara litið gagn í þvi, því að hún man ekki hvenær eða hvar hún eyðilagði bréfið. Og við getum alls ekki getið okkur til um það. Ég hef séð fóik rífa sundur bréf í jámbrautarvagni og fleygja snyfsunum út um gluggann. —Hvað finnst yður við eiga að gera? — Ég held, að i bili sé rétt að segja sem allra minnst um þetta. Við viljum ekki láta X vita, hvað við höfum þegar upp götvað. Og svo verðum við að taka tillit til réttarhaldsins. Þar verður að gefa formlegar upp- lýsingar og síðan mundi ég biðja um frest, á þeim grund- velli, að lögreglan væri að leita álits kunnáttumanna á því, hvers vegna byssan hefði sprungið. Og þá getið þér feng- ið tóm til að leita frekari upp- lýsinga hér i nágrenninu. — Ef þér viljið, skal ég svo fara til London með fyrstu ferð á morgun og taka með mér byss una og annað, sem máli skiptir. Svo læt ég kunnáttumanninn okkar athuga það og gef síðan yfirmanni mínum skýrslu. Síðan ætla ég til skipafélagsins og fá að vita, hvar Niphetos er stadd ur. Síðan ætla ég að fá að vita á loftskeytastöðimii, hvaða loft skeyti hafa verið send héðan til Niphetos eftir að Caleb dó. Og um leið ætla ég að biðja um að láta mig vita, hvort nokkur skeyti verða send til skipsins áð ur en það kemur til landsins. Þá vitum við, hvort ungfrú Blaekbrook eða einhver annar hefur viljað ná sambandi við Benjamín. Appleyard brosti. —- Þrátt fyr ir allt, sem þér hafið sagt um til- ganginn með þessu, haldið þér enn, að Benjamín sé eitthvað við þetta riðinn, sagði hann. — Nei, sannast að segja held ég það ekki, en maður verður að hafa auga með öllum, sem gætu hugsanlega hafa komið eitt hvað nærri þessu. Þar á meðal ætla ég að fá upplýsingar um bróður ungfrú Blackbrook, þennan Arthur, og sennilega tala við hann. Caleb var hvort sem er náfrændi hans og hann kynni að geta grætt okkur eitt- hvað. Og ef Niphetos kemur til London á miðvikudaginn kem- ur, ætla ég sjálfur að tilkynna Benjamín lát bróður hans. Hvernig lízt yður á þetta? Mér finnst það ekki geta betra verið, sagði Appleyard. — Þér látið mig svo auðvitað vita, hvernig gengur. Og ef eitt hvað upplýsist hér, hringi ég auðvitað til Scotland Yard. Og nú ættuð þér að ganga til náða, Hrúturinn, 21. inarz — 19. apríl. Nú væri ráð að fara að taka ákvarðanir einkaniálunuin. Nautið, 20. april — 20. maí. Einbeittu þér aft vinnunnl og rraniliðarniöguleikum, Tvíburarnir, 21. »naí — 20. júni. llaltu áfrain eins og ekkert sé. Gerðu þér það ómak að gæta heilsunnar. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Ef þú notar txmann til að vinna markvisst að ákveðnu verkefni geturðu vænzt árangurs af erfiðinu. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Vertu viss um að það scm þú leitar eftir sé einmltt það sem þú hefur ágirnd á. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Reyndu ekki að smeygja þér undan öllum vanda. Að mörgu ieyti er léttbærara að horfast í augu við hann, Vogin, 23. september — 22. október. Xreystu á gæfuna í fjármálunum og óhætt ætti að vera að taka smáá-hættu. Sporðdrekiiin, 23. október — 21. nóvembcr. Leitað verður hjálpar þinnar og skaltu bregðast vel við og snagg aralega. Bogniaðurinn, 22. nóvember — 21. deseinber. I»ú græðir á öllu mögulegu, Oættu þess að sóa ekki fjármunun- um í tóma vitleysu, Steingeitin, 22. desenibe.r — 19. janúar. Þú verður var við cinhverja gagnrýni á verk þín í dag og skalt taka því með hrosi á vör og mcslu stillingu. VatnsÍK'rinn, 20. janúar — 18. febrúar. I'ér verður launað fyrir fyrri áreynslu þína. Athugaðu þinn gang og gerðu upp hug þinn 1 ákveðnum málum. i'iskarnir. 19. felirúar — 20. marz. Þér hættir UI að reyna of mlkið á þig. Það er sérstaklega áríðandi að þú reynir að fara vel með þig núna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.