Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 24
24 MOBGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1971 Járniðnaðarmenn Nú þegar óskum við að ráða nokkra járnsmiði, lagtæka menn er geta rafsoðið og aðstoðarmenn. VÉLSMIÐJAN NORMI S.F., Súðarvogi 26, simi 33110. Skrifstofustúlka Opinber stofnun óskar að ráða stúlku til skrifstofustarfa. þarf að vera vön vélritun. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, þurfa að hafa borizt blaðinu fyrir 10. marz n.k. merkt: „6442", Stúlka Stúika (ekki yngri en 20 ára) óskast í bókaverzlun í Mið- borginni. Góð málakunnátta nauðsynleg. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. merkt: „Bækur — 6798". FÉLAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Hverfasamtök Sjálfstæðismanna í Breiðholtshverfi. Skemmti- og kynningarkvöld verður í kvöld kl. 20,30 í Skipholti 70. Oagskrá: 1. Avarp Dr. Gunnar Thoroddsen. 2. Skemmtiatriði Gunnar og Bessi. 3. Dans. Sjálfstæðismenn i Breiðholtshverfi eru hvattir til að fjöbnenna og taka með sér gesti. Stjóm Hverfasamtakanna. SNÆFELLSNES Félagsmálanámskeið Félag ungra Sjálfstæðismanna á Snæfellsnesi gengst fyrir félagsmálanámskeiði dagana 5.—7. marz n.k. Námskeiðið hefst á föstudagskvöld kl. 20.30 í Félagsheimilinu Röst á Hellissandi. A námskeiðinu verður fjallað um undirstöðuatriði ræðu- mennsku og fundarskapa og einnig skýrt frá helztu nýjungum fundarforma. Leiðbeinandi verður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stud. jur. ÖHum er heimil þátttaka í námskeiðinu. S.U.S. F.U.S. á Snæfellsnesi. Akureyri Akureyri Almennurfundur Mánudaginn 8. marz n.k. verður haldinn almennur fundur i Sjálfstæðishúsinu, Akureyri og hefst hann kl. 20,30. Fundarefni: LANDHELGI — LANDGRUNN STJÓRNMALAVHÐHORFIÐ. Ræðumaður: Jóhann Hafstein, forsætisráðherra. Akureyringar og nærsveitarmenn eru hvattir til að mæta. Sjálfstæðisfélögin ð Akureyrí. Sjálfstæðisfélögin í Rvík boða til fundar mánudaginn 8. marz n.k. kl. 20.30 að Hótel Sögu Súlnasal. Fundarefni: Ræða: MARKMIÐ OG LEIÐIR Jónas Haralz, bankastjórí. Almennar umræður. SjáKstæðisfólk er hvatt til að fjölmenna. Stjórnir Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik. Gísl laus úr prísund Montevideo, 3. marz. AP. RANDARÍSKI búfræðingurinn Claude L. Fly, sem skæruliðar Ttipamaros-hreyfingarinnar i Uruguay slepptu úr haldi í gær- hvöldi, er við iaka heilsu og hvílist nú í sjúkrahúsi í Monte- video. Fly þjáist af hjartasjúk- dómi og fékk hjartaáfall fyrir rúmri viku. Fly fannst með bundið fyrir augu í vörubifreið skammt frá ejúkrahúsinu sem hann dvelst nú í. Hann lá í sjúkra- börum. Fly hefur verið í haldi hjá skæruliðum i sjö mánuði. Talið er að hann dveljist í mán- aðartíma í sjúkrahúsinu. —- 50 ára Framhaid af bls. 5 ir, vöruðu þau alvarlega við því að líta á þær sem eins kon- ar biblíu eða lokaorð. Hins veg- ar hvöttu þau menn til þess að halda opnum og frjálsum huga og reyna að skynja með vak- andi gát, hvaða öldur þróuneir- innar rísa hæst og rista dýpst á hverjum tíma t.d. í vísindum, heimspeki, sálarfræði, listum o. s. frv. — Þannig skipar sann- leikurinn öndvegi og hin sam- eiginlega sannleiksleit félag- anna er ætlazt til að einkennist af góðvild og bróðurhug, sem tengi mennina saman. Þess er fastlega vænzt, að guðspekinem ar beri eigi aðeins samúðarhug hver til annars heldur til allra manna og sýni öliu lífi lotn- ingu. íslandsdeildin samanstendur nú af 14 stúkum. Almennir fund ir í félaginu eru vikulega yfir vetrarmánuðina, á hverju föstu- dagskveldi. Aúk þess koma fræðslu- og námshópar saman einu sinni til tvisvar i mánuði. Félagið gefur út tímaritið Gang iera, sem er ailútbreitt og kem- ur út í 2.500 eintökum. Þá starf- ar þjónusturegla innan félags- ins. Félagar í íslandsdeild Guð- spekifélagsing eru um 630. — Eyrarbakki Framhald af bis. 17 armannvirki, innsigling og viðieguaðstaða. Spurningin er aðeins — sagði Þór, í hvaða röð væri skynsamleg- ast að framkvæma þau. Engu að síður væri að verða skapleg aðstaða fyrir þá 6 báta sem frá Eyrarbakka eru gerðir út, og aðeins íjár- hagsgetan virðist hamla því að nýta til íulls þá mögu- ieika til hafnargerðar, sem þarna eru fyrir hendi. — Þríkeppni Framhald af bls. 31 Stúlkur 15 til 16 ára sek. 1. Elísabet Þorgeirsd., H 127,3 2. Sigrún Grímsdóttir, H 130,1 3. Kolbrún Svavarsdóttir, V 138,2 Sigrún náði beztuim brautar- tima í fýxri umnferð sinmi 61,3 siek. Drengir 15 til 16 ára sök. 1. Valur Jónatansson, H 94,1 2. Guninar Þ. Jónsson, H 94,2 3. Einar Hreinsson, A 98,2 Valur náði beztum brauitar- tíma í síðari umferð sinni 45,9 sek. — „Vinstra afturhald44 Framhald af bls. 10 vinni með framfaraöflunum í landinu, en víki niðurrifsöflun- um til hliðar. Nauðsyn ber tii að nýtt mat fari fram sem byggist á þvi að treysta stöðu Islands í samtökum vestrænna þjóða, og gera öryggið sem mest um al- mannavamir og samgöngur um land alit, varnarsamningurinn við Bandarikin hiýtur að verða endurskoðaður með slikt i huga. Um þau mál hef ég áður skrif- að ailítarlega í þetta blað, enda eru þau nú til umhugsunar og athugunar hjá fjölda manna, sem munu knýja á um að þeir sem fara með stjórn landsins næsta kjörtímabil, leiði þau tll meira samræmis, við nútímaað- stæður og treysti um leið sam- starf og samskiptin við Banda- ríkin, vegna sameiginlegra hags- muna og þeirrar nauðsynjar, að varnir hér við norðanvert Atl- antshaf séu öflugar, á meðan siíkt er nauðsynlegt, vegna þeirrar ógnar sem yfir hvílir og öllum ætti að vera ljós. Það er ekki vilji neinna að búa í vopn- uðum heimi við sifelldan ótta um eyðileggingu og mannfórnir af völdum styrjalda. Þess vegna er mikil viðleitni viðhöfð um ali an heim af friðarsinnum og í starfi Sameinuðu þjóðanna að reyna að finna iausn á þeim vanda. En það þýðir ekki fyr- ir kommúnista og áhangendur þeirra hér á landi að ætla sér að brjóta niður varnarsamning Islands og Bandaríkjanna og telja það vera þjóðfrelsismál, vit andi að varnarsamtök vest- rænna þjóða eru megintrygging fyrir, að ofbeldisöflum komm- únista hefur ekki tekizt að vinna einn þumlung lands á þeim slóðum síðan þau voru mynduð. En það er reynt að grafa undan lýðræðinu og frels inu innan frá og koma þvi hug- arfari inn hjá fólki, að öll þau viðbrögð, sem gerð hafa verið til að tryggja öryggi og starfsfrið í vestrænum löndum sé af illum hvötum runnin og auðvalds- hyggju, eins og nú er túlkað af kommúnistum, Hannibalistum og fámennisgrúppunni í Samtök- um ungra Framsóknarmanna sem spinka um í þjóðfélaginu til að túlka vinstri fylkingu, sem ekki hefur nokkum grundvöll á aö byggja nema til niðurrifs og koma hér á samfélagi örbirgðar og eymdar í formi nýrrar hafta stefnu og ofstjórnarskipulags, sem yrði hrein afturhaldsstjórn. Vitanlega bíða mörg verkefni fram undan, sem leysa þarf og rétt að eyða meiri tíma í að ígrunda hvernig bezt verður að þeim staðið, þó taka verði mið að því sem liðið er og varast það sem miður hefur farið. Stjórnarandstaðan hefur ekki verið neitt uppörvandi síðasta kjörtimabil, sem líklegt forystu- afl að taka við stjórn landsins. Baráttan gegn virkjun við Búr fell og byggingu álverksmiðj- unnar, sem uppivöðslumenn í Framsóknarflokknum og komm- únistar stóðu fyrir og hátterni kommúnista og fylgjenda þeirra í verkalýðshreyfingunni gegn verðstöðvuninni og tilraun þeirra nú til að skapa óróa á vinnumarkaðinum eins og skrif Þjóðviljans bera með sér. Er fólk búið að gleyma vetrarverkfaliinu 1968 í vetrarhörkunum, þegar kommúnistar stjórnuðu úr Höfðatúninu, þegar verst gegndi vegna áfallanna mikiu til lands og sjávar og áfergju þeirra og Hannibalista að draga verkfallið í fyrravor á langinn, sem kostaði þjóðina miklar fórn ir og truflaði ferðamannastraum inn til landsins, sem færir ís- lendingum gjaldeyrinn upp í hendurnar. Þess vegna er rétt að spyrja þá sem láta glepjast af hug- myndum vinstrifylkingarmanna í framsókn, túlkun og athöfn- um Alþýðubandalagsforystunn- ar eða haldleysi og málefnafá- tækt Hannibalista. Er ekki kom inn tími til að einhverjir rísi upp, og láti þá herra vita, að það er enginn grunnur fyrir slíkri þjóðmálastarfsemi? Vegna þess, að hún er ekki tengd at- vinnulífinu og framförum með jákvæðu starfi launafólks og réttri innsýn inn í þá þörf, sem beizlun orkunnar er, hvort sem það er til almenningsdreifingar eða til að knýja stóriðjufyrir- tæki, sem reist eru í landinu og erlent f jármagn þarf til og einn ig réttum skilningi á samskipt- um þjóðarinnar út á við og þeirri nauðsyn, að það samstarf, sem fyrir er við Bandariki Norð ur-Ameríku, sem hefur styrkt mjög stöðu íslendinga jafnt inn á við sem út á við, sem þeir öðl- uðust i og eftir síðari heims- styrjöidina, og nú birtist í hin- um voldugu samtökum vest- rænna þjóða, sem er homsteinn að þvi, að heimsbyggðin nái sam- stöðu um betra líf á jörðu, er fram líða stundir. Sifellt tai andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins um að hann sé afturhaldssamur, er gömul tugga, sem engan hljómgrunn á hér á landi. Sjálfstæðisflokk- urinn er frjálslyndur og öflug- ur stjórnmálaflokkur, sem sífelit er unnið að að styrkja á sem breiðustum grundvelli og laga stefnu hans og starfsaðferðir að nútima aðstæðum. Það er ekki ráðið að einangra hann frá stjórn landsins. En það væri kannski frekar ástæða til að lag færa stefnu og stöðu Framsókn- arflokksins, sem samanstendur af fóiki úr öllum starfsstéttum um land allt, en fær ekki að taka eðlilegan þátt i stjórn landsins fyrir ofríki og skamm- sýni þeirra afla i flokknum, sem bezt hafa gengið fram í að vinna með kommúnistum i mörgum mál um. Norðurfararnir úr Félagi ungra Framsóknarmanna eru af sprengi þeirrar stefnu, sem veð- ur uppi, þar til ábyrgir menn í Framsóknarflokknum taka í taumana. Það er ekki sigur- stranglegt, að stjórnmálaflokk- ar séu þannig samansettir, að aldrei sé þorað að taka ákveðna stefnu eða ákvörðun í málum, ef menn halda, að það skapi óþægindi i kjósendafyigi eða haggi pólitískum frama ein- stakra manna. Eða á kannski að fara að stunda það siðferði að klæða menn í fína jakka og setja upp tilheyrandi hatt og segja síðan við fólkið: þama er stjórnmálamaðurinn fuiiskapað- ur. Slík múmiustarfsemi skapar ekki þroska í stjórnmálastarfj eða áhuga fólks fyrir þjóðmál- um. Við búum í heimi mikilla um- byltinga, framfara og tækni, sem skapar manninum skýr- ari mynd af tilverunni en áður var. En það ætti ekki að koma í veg fyrir betri heim og bjart- ari framtíð. Ef sjónarhóllinn er innsýn í mannvit og þroskað hugarfar, sem maðurinn á í sjálf- um sér og sambýlinu við aðra, sem gefur dýrmætar gjafir. Stjómmálaflokkar framkaila ekki siikt, en við eigum hvert og eitt að framkaiia þá þróun I stjórnmálaflokkunum. Þess vegna er sú stjómmálastarfsemi sem hér er rekin, i mörgu óvið- unandi. Hana verður að endur- skoða á hverjum tima og byggja hana á þroskavænlegum hug- myndum, sem verði samnefnari þess bezta, sem unnt er að leysa á hverjum tima. Unga fólkið 1 landinu má ekki láta æra sig i hringiðu hugsjónalausra hleypi- dóma og færa sig aftur fyrir þann tíma, sem við lifum í, held- ur að líta á tilveruna sem sina með hæfiiegri rósemi, sem mun birtast þvi i skýrara ljósi, þeg- ar það hefur náð þeim sjónar- hól, sem hver heilbrigður mað- ur öðlast á miðjum aldri, er hann stendur á þeim tindi ævi sinnar, þar sem sýnir eru til allra átta. Þar er hinn innri sjónhringur mannsins og mögu- leiki til að skilja tiiveruna og sjálfan sig. Tækni og visindi með hugsuði veraldar i farar- broddi leita meir og meir inn á slíkar brautir. Ef til vill eru geimsiglingar og ferðir til tungls ins og síðan lengra út í geim- inn lykillinn að vitneskju mannsins um tilveru sína og líf- ið á jörðinni og hinar miklu ómælisvíddir alheimsins, er blasa við sjónum, og honum takist að varða veginn og ná nýjum áföngum til að skyggnast betur um í alheimi. Það ferðaiag gæti skapað jarðarbúum betri skiln- ing á hinni litlu vin sem hnött- ur þeirra er, og hringsólar um- hverfis sólu í þeirri fjarlægð, sem gefur jarðarbúum mögu- leika að lifa því lífi, sem er veruleiki, en ekki er gefið að skii ja til fulls. St. í Rvílc.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.