Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1968 mjög ungur, heldur maður oft, að maður elski einhvern, þó að það sé alls ekki gvo á raun og veru. Það er þessvegna, að svo mörg hjónabönd fara út um þúf ur, af því að fólk giftir sig af ímyndaðri ást. Sem betur fór, giftum við Hugíh okkur ekki. Það hefði verið hrein ógæfa. En nú getum við verið vinir. Og ;það fer miklu betur á því, góða mín. Kay þrýsti henni fastar að sér. — Það er yndislegt, að þú skild- ir taka þessu svona, Pam. Ég er gvo fegin. Bara, að þú værir líka hamingjusöm. Ef hann Jeff bara. . . . Hún snarþagnaði. Pam sagði: — Eg hef dálítið, sem ég þarf að tala um við þig seinna En í bili held ég, að þú áttir að púðra á þér nefið, áður en hann Hugh kemur heim. Hún var öþolinmóð eftir að geta komizt upp í herbergið sitt til þess að raða myndinni saman En áður en hún kæmist þangað, kom Jefif hlaupandi og stöðvaði hana. — Hvað er þetta, sem ég heiri, að hann Hugh gé kominn heim? spurði hann. Og röddin var eitfihvað einkennileg. — Já, hann er kominn heim. sagði hún. — Vissirðu, að hann væri að koma heim? spurði hann hvasst. — Var það þessvegna, sem þú ákvaðst svona snögglega að fara til Englands? — En hverju ætti það að breyta þó að Hugh kæmi heim? — Ég veit ekki, svaraði hann ólundarlega. — Mér datt bara í hug, að þú værir kannski hrædd um að verða skotin í honum aft- ur. — Ég er ekkert hrædd um það, svaraði hún rólega. — Við erum búin að hittast og við er- um vinir. Ertu ánægður meðþað Jeff? Hann stakk báðum höndum í vasana. 49 ♦«*"»- i — Ég er bölvaður asni, urr- aði hann, — og ég hef ekki nokk urn rétt á að spyrja þig þessar- ar spurningar, en . . . ég hef öðru hverju enga hugmynd um, hvað ég er að segja eða gera. Að vera svona nærri þér og geta ekki. . . Og samt get ég ekki brugðizt henni Phyllis. Hún treystir mér og segir, að það varði líf sitt. Hann snerist snöggt á hæli og gekk burt. Hún hélt áfram til herbergis síns, hægum skrefum. Hvað höfðu þessi orð Jeffs verið annað en ástarjátning til hennar? Ogsamt fann hann sig bundinn Phyllis. Hún kreppti hnefana. Bara að hún gæti komizt að nokkru. . . . einhverju. . hverju sem er . Tímunum saman sat hún í her berginu sínu og reyndi að koma myndinni saman Það var erfið- ara en nokkur myndagáta, sem hún hafði nokkurntíma komizt í tæri við. Helmingi erfiðara, en 10 ÁRA ÁBYRGÐ TVÖFALT EINANGRUNAR- GLER rnsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON&CO HF r 10 ÁRA ÁBYRGÐ LOKSINS!!! er POP1P1AC komiö á markadinn Nú en hvar er ekki verkur? bara miklu meira spennandi. í fyrstunni virtist þetta vera al- gjörlega vonlaust verk. Engin tvö stykki féllu saman, eða þá sjaldan þau gerðu það, var ekk- ert vit að finna út úr þeim, en þá fann hún allt í einu eitt snifsi, með eyra á. Það var nú ekkert merkilegt við það, nema eyrnarhringurinn. Þungur hring ur með steini í. Á skipinu hafði hún séð Phyllis með nákvæm- lega eins eyrnahring! Eftir þetta kepptist hún enn meira við og vildi hún ekki leng ur viðurkenna neinn ósigur. Loks náði hún í handlegg með skrift á: „. . . .elskan Phyllis". En ekki meira. En hvað gat þetta annað verið en mynd af Phyllis? Mynd af Fhyllis í ást- arhreiðrinu hans Ruthers, eins og hann kallaði það. Þetta var ekki mikil sönnun, en þó betra en ekkert. f miklum æsingi fór hún að finna Kay. Hún fór með hana inn í herbargið sitt og sýndi henni stykkin, sem hún hafði rað að sáman. — Hvað finnst þér um þetta? spurði hún. — Heldurðu, að það þýði sama sem, að Rufihers og Phyllis. . . .? Kay kinkaði kolli dræmt. — Það kynni að vera. Sú var tíðin að allir nágrannarnir voru að segja sögur af þeim. En það virð ist ekkert hafa orðið úr því. Samt sem áður hefur mig alltaf grun að, eitfihvað í sambandi við hann hafi komið henni til að fara svona snögglega að heiman síð- ast. — Hvað finnst þér við ættum að gera í málinu? spurði Pam, Það varð ofurlítil þögn og þær horfðu báðar á rifrildin af myndinni. — Við gætum sýmt honum Jeff það, sagði Kay loksins. — En það er nú annars veik sönnun til að nota, Pyhllis til áfellis. Það yrði auðveit fyrir hana að snúa sér út úr því, og koma með ein- hverja góða og gilda skýringu á því, að myndin var þarna heima hjá Ruthers. Aklirnar á Pam sigu í örvænit- ingu. — Þú heldur þá ekki, að við getum haft neitt gagn af því, að myndin skuli hafa verið þarna? — Ég veit ekki, svaraði Kay lágt. Kannski og kannski ekki. Hún rétti úr sér og röddin varð einbeittari. Heyrðu mig, Pam. Við skulum aka heim til hennar Phyllis og bera það upp- 8. SEPTEMBER. Hrúturinn, 21. marz — 19 apríl. Þér koma ýmsar fréttir á óvart. Kirkjan gæti haft gagn af stuðn ingi þínum. Heimsæktu einhverja kunningja í kvöld, sem þú hef- ur vanrækt lengi. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Ef þú hefur verið lausmáll, verður því haldið á lofti í dag með kvenna hjálp. Vinir þínir gera sér ekki ljóst, að þú ert hjálpar i þurfi. Eyddu kvöldinu á fábrotinn hátt. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Lífið er einfaldara, ef þú heldur fólki í dálítilli fjarlægð. Farðu í kirkju, og þér mun verða styrkur 1 því. Reyndu að ná sambandi við gamla vini. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Gerðu gagn í kirkjusókn þinni, og njóttu dagsins sem bezt á eftir. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Reyndu að skríða úr híði þínu. Farðu fyrst í kirkju. Reyndu síðan að athuga möguleikana á nýjum samböndum, vertu athafna samur, og farðu seint að hátta. | Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Gegndu hlutverki þínu með virðuleik. Takmarkaðu eyðslu þína í skemmtanir. Og njóttu kvöldsins vel. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Góðar fréttir berast þér með ýmsu móti, og njóttu þess heill. Þú skalt gjarnan leyfa þér einhvern munað. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Treystu á skynsemina. Enginn vina þinna virðist ætla að gera þér til hæfis, en mundu, að mikið næðir á þeim líka. Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. í dag er áframhald frá gærdeginum, með sama árangri. Njóttu þess að vera meðal vina. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Notaðu skipulagningarhæflleikana til hins ýtrasta, og vertu mikið á ferðinni. Kvöldið getur orðið stórskemmtilegt. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Haltu áfram að gæta fyllstu varúðar gegn slysförum. Margt er fréttnæmt og hvetjandi, e.t.v. áskorun til einhvers. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz. Skörp undirvitund þin og Skilningur á mannlegum samskiptum verður hvattur, bæði vegna þess, sem er að ske, og eins vegna þeirra sem þú umgengst. Segðu meiningu þína. H.F. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRIMSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.