Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1968 Halldór Jónsson, óð- alsbóndi Arngerðar- eyri — Minningarorð Fæddur: 28. febr. 1889. Dáinn 24. júlí 1968. Um leið og ég minnist Halldórs á Amgerðareyri, vil ég stutt- lega lýsa sögu og athafnalífi þess staðar, er hann bjó búi sínu á öll sín manndómsár. Um sl. aldamót var það undra heimur fyrir ungan daladreng áð koma til Arngerðareyrar í kaupstaðarferð í fyrsta sinn, en þar var þá löggiltur verzlunar- staður og verzlun frá Á. Ás- geirsson á Isafirði. Bar margt til þess og má þá fyrst nefna ókeypis leikföng í fjörunni, svo sem allskonar skeljar, kuðunga og ígulker. En þó er manni minnisstæðastur danski „faktor- inn“, sem öllum börnum. sem komu í búðina, þótti vænt um því að hann var svo bamgóður, að hann mátti helzt ekkert bam sjá án þess að hann fyllti vasa þess með haldabrauði, gráfíkj- um og rúsínum, enda var lítið um aura hjá okkur smáfólkinu til að kaupa fyrir í þá daga. Um þær mundir, er ég man fyrst eftir staðnum, sat á Arn- gedðareyri sem bóndi Ásgeir Guðmundsson, hreppstjóri og Dannebrogsmaður, bróðursonur Ásgeirs „gróssera“ sem átti Ás- geirsverzlun, prúðmenni mikið og greindur vel. Hann lézt 1914. Ekkja hans Aðalbjörg Jónsdótt- ir bjó áfram á jörðinni næstu sex árin, eða til 1920. Þá flytur Halldór Jónsson á jörðina, hafði keypt hana þá um vorið af ekkju Ásgeirs heitins fyrir 20 þúsund krónur. Það voru miklir pening- ar á þeim árum. Kaupin á Am- gerðareyri fyrir þetta háa verð sýna ljóslega, hve Halldór var bjartsýnn og áræðinn, komandi sunnan af Barðaströnd me'ð fjög ur ung börn og þrjú gamalmenni sem öll dvöldust hjá honum og konu hans til æviloka. Halldór kvæntist 6. marz 1915 Steinunni Guðrúnu Jóns- dóttur frá Skálmamesmúla, dótt- ur merkishjónanna Hólmfríðar Ebenesardóttur og Jóns Þórðar- sonar bónda á Skálmames-Múla (Jón heitinn var albróðir Finns Thordarsen, bakarameistara og kaupmanns á ísafirði, ekkja hans Steinunn lifir enn 102 ára gömul). Þá er Halldór hafði kvænzt Steinunni, var gæfa hans innsigluð til æviloka. Steinunni sálugu, en hún lézt 1962, lýsi ég ekki, það er ekki á mínu færi eins og vera bæri, en allir, sem þekktu hana náið, eru sammála um, að þar hafi farið mikill og góður kvenkostur sem hún fór. Þau hjónin fluttu alla sína bú- t Þorbjörn Georg Gunnarsson (GÍJÓ) andaðist 6. þ.m. Fyrir hönd fjarstaddra ætt- ingja. Brandur Brynjólfsson. slóð á landi frá Skálmarnes- Múla til' Arngerðareyrar. Hall- dór setti og bátinn sinn fram all- an Skálmardal, yfir Skálmar- dalsheiði og nfður í ísafjarðar- botn. Þar geymdi hann bátinn unz ísa leysti af firðinum og haegt var að komast á honum á sjó út að Arngerðareyri. Vetur- inn 1919—1920 var með allra mestu snjóavetrum, sem koma um Vestfirði. Man ég vel, að hagar komu ekki upp fyrir sauð- fé fyrr en fimm vikur af sumri. Af því má sjá, að ekki hefir verið hlýlegt um að litast yfir fjöll, dali og firði meðan búferla flutningur þeirra hjóna fór fram. Þegar til Amgerðareyrir kom var um margt að hugsa og í mörgu áð snúast auk þess að sinna búi og bömum. Halldór gerðist strax stöðvarstjóri lands símans þar á staðnum og gegndi því starfi í 37 ár, eða öll þau ár, sem hann var bóndi á Amgerð- areyri. Þá var ekki kominn sveitarsími, svo að allir, sem þurftu að nota síma, urðu að gera sér ferð á símstöðina til að reka erindi sín. Oft varð að gæta símans marga tíma á dag og símagestir skiptu stundum tug- um daglega. Þá var Halldór einnig póstafgreiðslumaður allan siinn búskap á Amger'ðareyri. Póstbáturinn kom tvisvar í viku og hafði Halldór afgreiðslu á honum á sjó, allt þangað til bryggja kom, sem báturinn gat lagzt við. Á Arngerðareyri var og benzínafgreiðsla, eftir að veg urinn var kominn alla leið áð Amgerðareyri, og um hana sá Halldór einnig. Halldór var og ullarmatsmaður í mörg ár, en á Amgerðareyri var Kaupfélag Nauteyrarhrepps um margra ára skeið og átti þar sláturhús. Ver- menn komu í stómm hógium sunnan yfir Steinsgrímsfjarðar- heiði, Þorskafjarðarheiði ogKolla fjarðarheiði um páskaleytið. All- ir þessir vermannahópar stefndu beint að Amgerðareýri til gist- ingar og annarrar fyrirgreiðslu, dvöldu þar svo þangað til ferð féll út Djúpið til verstöðvanna Bolungarvíkur, Hnífsdals, ísa- fjarðar og Súðavíkur. Þá var oft þröngt í Arngerðareyrarbænum gamla. Djrraloftið var fullt af næturgestum og öll bömin lát- in ganga úr rúmi fyrir þessum aðkomumönnum og látin sofa mörg saman í flatsæng í síma- herberginu eða baðstofugólfinu. t Jarðarför mannsins míns, Magnúsar Ó. Ólafssonar, stórkaupmanns, fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 11. sept. kL 1,30 eftir hádegi. Guðrún Ó. Karlsdóttir. t Bróðir okkar Bergþór Þorbjörnsson Reykjavíkurveg 25, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 10. sept. kl. 1,30. Þeir sem vildu minnast hans, vinsamlega bent á líknarstofnanir. Jóna Þorbjarnardottir Sigurður Þorbjömsson Guðsveinn Þorbjörnsson. Þá varð að greiða fyrir síma- vinnumönnum, sem komu sumar hvert í viðgerðaleiðangrum, vegagerðarmenn voru og tíðir gestir á Amgerðarejrri og sagt hefir mér maður, sem var við vegagerð 1 Langadalnum, að margir vegagerðarmanna hefðu fengið þveginn þvottinn sinn á Arngerðareyri. Á Arngerðareyri var þing- og samkomuhús hreppsins. Þar voru haldnir allir mögulegir fundir, þing- málafundir, leiðaþing, svo og allar skemmtisamkomur. Ung- mennafélag hreppsins hélt þar og alla sína fundi, enda átti það samkomuhúsið að hálfu á móti hreppsbúum. Á Arngerðareyri sat læknir Nauteyrarlæknishér- aðs um nokkurra ára skeið í húsum þeirra hjóna, Steinunn- ar og Halldórs, og hafði alla að- hljmningu hjá þeim. Eftir að ak- vegur var kominn alla leið frá Reykjavik að Kinnarstöíðum í Þorskafirði, tók Halldór sér reiðslu fjölda fólks frá Amgerð- areyri suður yfir Þorskafjarðar- heiði að Kinnarstöðum. Varð þá að smala saman fjölda hesta og reiðvera og reiða þessa stóru ferðamannahópa í veg fyrir áætlimarbílana. Margur, sem les þessar línur, gæti haldið, að ég eigna'ði Hall- dóri einum allt, sem unnið var á þessu stóra heimili, Amgerð- areyri. Því fer fjarri. Halldór stóð síður en svo einn í því mikla verki, sem framkvæma varð á Amgerðareyrar-heimil- inu þau 37 ár, sem hann bjó þar. Það var öðru nær, því að við hlið hans stóð hin hugljúfa, góða eiginkona hans. Það var engu líkara en a'ð á Arnigerðar- eyri gerðust kraftaverk fjrrir til- stilli hennar, svo var afkasta- geta hennar mikil, með allan sinn stóra bamahóp og mikla gestagang, enda sótti hún stjrrk sinn í trú og tilbeiðslu til hans, sem allt gefur og öllu ræður. Halldóri þótti afar vænt um kirkjuna sína, sóknarkirkju Kirkjubólsþinga á Nautejrri, og mátti hann ekki til þess hugsa, að hún yrði lögð niður eða jrrði tímans tönn að bráð. Þessa kirkju hafði afi hans, Jón Hall- dórsson, óðalsbóndi á Lauga- bóli, látið reisa árið 1885 og gef- fð hana söfnuðinum. 1 þessari kirkju voru öll böm þeirra Halldórs og Steinunnar fermd. Þau Halldór og Steimmn eignuðust 10 böm og eru 9 þeirra á lífi. Þau eru: Guðrún, gift Samúel Samúels- syni, bakarameistara í Reykja- vík. Hólmfriður, gift Erling Hest- nes, trésmíðameistara. Jón, húsasmíðameistari, kvænt rrr Guðrúnu Jónsdóttur. Þórhallur, sveitarstjóri á Suð- ureyri í Súgandafirði, kvæntur Sigrúnu Sturludóttur. Ragna, gift Kristni Sigurjóns- syni, byggingameistara í Reykja vík. Inga Lára. Hún dó 16 ára gömul. Baldvin, leikari og leikstjóri vfð Þjóðleikhúsið, kvæntur Vig- dísi Pálsdóttur. Theódór, garðyrkjumaður, yf- irverkstj. hjá garðyrkjustjóran- um í Reykjavik, kvæntur Stein- unni Jóhannesdóttur. Erlingur, kennari og stjórnar oft leikritum úti á landi, kvænt- ur Jóhönnu Kristjánsdóttur. Hjördís, lærð hjúkrunarkona, gift Bimi Eiríkssyni, skrifstofu- manni í Rvík. Halldór á Amgerðareyri var á marga lund eftirtektarverður maður. Hann bar af flestum fyr- ir dugnað sinn og áræði. Hann virtist búa yfir vara-orku, sem hann gat gripið til, er hann þurfti að bæta á sig nýjum störf um. Hann var líka mjög félags- lyndur maður og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Mað ur getur ekki gleymt honum, hversu hann hressti upp alla með fjöri sínu og gáska á dans- skemmtunum og dansa'ði af lífi og sál og söng með, en hann var söngmaður góður. Það var ekkert hálfkák. Ljmdiseinkunn Halldórs var eitthvað á þessa leið: Hress og aðsópsmikill í framkomu, broshýr og glaður í viðmóti og þegar hann hló, hló hann svo hjartanlega, að öllum hlýnaði í huga í návist hans. Halldór hafði gaman af því að glettast við menn, en þó alltaf í græskuleysi. En kæmi það fyxir, að menn misskildu spaug hans og þykktust vi'ð, brast hann í háværan, hjartanlegan hlátur og hló þangað til misskilningn- um var eytt og sá, er hafði mis- skilið hann, tók undir hlátur hans. Halldór heitinn var mjög greindur maður og las mikið af bókum eftir að honum gafst næði til þess, og það næði fékk hann eftir að hann fluttist til Reykjavíkur fyrir 11 árum. — Hann sagði skemmtilega frá, einkum þó smáskrítnum grín- sögum. Halldór var líka prýði- lega máli farinn og hélt oft góð- ar tækifærisræður. Ég man sér- staklega eftir, hve góð ræða hans var, er hann flutti kveðju- ræðu til prófastsins séra Þor- steins Jóhannessonar í skilnað- arsamsæti, sem honum var hald ið í Reykjanesskóla, er hann hætti prestskap árið 1956. Þegar gömlu og góðu bænda- höfðingjamir úr innhreppum Djúpsins falla hver af öðrum nú í seinni tíð, er eins og dragi ský fyrir sólu, en það birtir aftur á ný, því að góðar minningar um þá lifa. Drottinn blessi minningu Halldórs frá Amgerðareyri. Hávarður Friðriksson. Jón Bjarnason frá Skarði — Kveðja VINUR minn, Jón Bjarnason frá Skarði. Þú hefir fært þig um set. Sumum kann að finnast furðu legt, að ég skuli skrifa eftirmæli í sendibréfsformi. En þetta eru ekki og eiga ekki að vera eftir- mæli Jón minn, þar sem ég er andvígur því, að eftirmæli í því formi er við þekkjum eigi rétt á sér. Þú manst að við ræddum oft um trúmál. Þér er kunnugt um a'ð ég held því fram, að þessar línur muni koma þér fjrrir sjón- ir. Þú ert að vísu farinn af okk- ar sjónarsviði, en sem betur fer ekki langt frá okkur. Óskandi væri og von mín er sú, að ástvinir þínir skilji þenn- an sannleika. Það er að vísu sárt, að geta ekki hringt til þín lengur og leitað frétta og ráðlegginga, en það missir hinsvegar ekki marks, að vinátta þín mun færa þeim er þig þekktu og þér þótti vænt um sterkari stoðir nú, en allar símhringingar megna. Ég kynntist þér fyrst í Kefla- vík, nýkomnum úr sveitinni. Þú vaktir strax, ekki einungis að- dáun mína heldur og sterka væntumþykju. Ég gleymi ekki Jón, þegar ég vann í Keflavík, en þú á sím- stöðinni þar, sem næturvörður, er þú baðst mig oft um að koma eftir vinnutíma til þin og ræ'ða vandamál lífsins. Þá skráðust eftirminnilegar staðreyndir. Þær staðreyndir blasa við enn þann dag í dag. Nokkur ár skildu leiðir okk- ar, en þær lágu óhjákvæmilega saman aftur og þá skráðist einnig eftirminnileg rejmsla. Jón Bjamason vinur minn. Ég þakka þér samfylgdina. Ég dáðist að þínu þreki, sam- vizkusemi og vizku, bræðralags- hugsjón og kærleika. Það færi betur, ef fleiri gætu skartað slíkum gersemum. Ég glejrmi ekki fundi, er við sátum saman með erlendum trúmálasérfræðingi, þeim er gerði grín að prestastéttinni. Ég gleymi ekki því, hvemig þú tókst upp handskann fyrir presta almennt og sagðir dæmi- sögu upp á það, hvemig prest- ur einn bjargaði lífi manns nokkurs, með rökföstum mál- flutningi sínum. Við þetta tæki- færi sýndir þú glögglega þirm innri mann. í bili kveð ég þig með sökn- uði, svo og gerir mín kona og börn. Vertu trúr þinni hugsjón, þá mun vel fara. Kristján B. Sigurðsson. Verðlaunaveitingar iyrir garða í Kópavogi Sunnudaginn 25. ágúst sl. bauð bæjarstjórn Kópavogs nokkrum gestum til kaffidrykkju í Félags- heimilinu. Tilefníð var, að dóm- nefnd sú sem gerir tillögur um viðurkenningu fyrir fegrun húsa og lóða í kaupstaðnum hafði lok ið störfum. Er þetta í fimmta sinn, sem vakin hefur verið at- hygli á snyrtimennsku íbúanna á þennan hátt. Bæjarráð skipar þrjá menn í dómnefndina og Rotary og Lions klúbbar staðarins sinn hvor. Bæjarstjórinn, Hjálmar Ólafs- son tilkynnti niðurstöður dóm- nefndar og afhenti viðurkenning arskjöl. Þeir sem viðurkenningu hlutu að þessu sinni voru: Hjónin Sigríður Theódórsdótt- ir og Bjami Friðriksson, Fífu- hvammsvegi 20, heiðursver’ðlaun bæjarstjómar. Hjónin Ragnheiður Guðjóns- dóttir og Oddur Helgason, Digra nesvegi 68, hlutu sérstaka viður- kenningu Lions- og Rotaryklúbb anna fyrir fegursta garðinn. Þá hlutu og eftirtalin hjón við urkenningarskjöl fyrir garða sína: Hjónin Ásta Ólafedóttir og Ólafur Jónsson, Grænutungu 7. Hjónin Elísabet Hj álmarsdóttir og Jón Þórðarson, Hófgerði 10. Hjónin Ragnheiður G. Egils- dóttir og Kristján Jónsson, Mel- gerði 23. Framhald á bls. 25 Hjai-tanlegustu þakkir til ættingja og vina er sendu mér gjafir, blóm, símskeyti og kort á sextugsafmæli mínu. Elinborg Ferrier.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.