Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐDÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1968 Dömur athugið Við höfum pelsa, loðslá (capes), kraga, trefla og alls konar skinn á boðstólum. Við önnumst hreinsun, við- gerðir og breytingar á pelsum og styttingar á skinn- og rúskinnskápum. Pelsarnir eru hreinsaðir í vél, sem er ein sinnar tegundar hérlendis. LAUFÁSVEGUR 19. NORRCNA HÖSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS Bókavörður Ungur íslenzkur bókavörður karl eða kona með fyrsta flokks hgefni verður ráðinn að Norræna húsinu frá ca. L nóvember næstkomandL Verður 1. árið skoðað sem gagnkvæmur reynslutími. Umsóknarfrestur: 1. október 1968. í samráði við framkvæmdastjórann og ráðunauta á þessu sviði á bókavörðurinn að • annast uppbyggingu hins norræna bókasafns Norræna hússins, • annast pantanir í tímaritum og dagblöðum, • annast kaup á hljómplötum og öðrum útbúnaði, • byggja upp hagkvæmt kerfi fyrir bókasafnið, • stjórna daglegum rekstri bókasafnsins, lestrar- salarins og útlánastarfseminnar, • aðstoða framkvæmdastjórann við önnur störf, • vera staðgengill framkvæmdastjórans þegaar hann er fjarverandi vegna ferðalaga, sumair- leyfa og þess háttar. NORRÆNA HÚSIÐ býður: • Góð laun, • skemmtilegt starf, • vinarlegt umhverfi. Umsóknir skuhx stílaðar til stjómarformanns Ármanns Snævarrs háskólarektor og senda til Ivar Eskeland, framkvæmdastjóra, Norræna húsinu, Reykjavík. B í )S L w 0 Ð Sófosett 2 nýjnr gerðir Svefnsóinr Svefnsófnsett ný gerð Svefnbekkir Skrifborðsstólor 20 gerðir B Ú S L w 0 Ð HÚSGAGNAVERZLUN ViÐ NÓATÚN — SfMI 18520 Úr eldhúsinu. Skólastjóri leng st til hægri. FRÁ LÖMGIJIVlVRI Rætt við frk. Hólmfríði Pétursd óttur, skólastjóra ÞEGAR ferðast er um breiða byggð Skagafjarðar blaisa viða við auguim frægir og iþekktir staðir þar sem saga fortíðarinn- ar gerðist. Hólar, Reynisstaður, Víðimýri og Örlygsstaðir kalla fram í huga ferðamannsins slitur gamalla fræða, sem hann hefur einíhverntímann numið, — eru kannski að mestu gleymd, en nöfnin ein eru töfrum slungin og geymæt í minni. Sáðari tími hefur skráð Bólu og Víðknýrar- sel á spjöld sögunna.r Iþótt með öðru letri sé. Og nútíminn hef- ur gert höfuðból úr mörgu kotL Eins hefur hann gert margan garðinn frægan á annan veg en þann að auka töðuvöllinn og byggja fjós og hlöður. Gegnt Varmalhlíð í Skagafirði — í miðjum Hólminum — er býl ið Löngumýri. Mér vitanlega fara ekki af því neinar frásagn- ir, sem nokkru varða. Hólastóll var eigandi jarðarinnar um lang an aldur, en hún var seld Sig- urði Jónssyni hreppstjóra í Krossanesi 1802 fyrir 810 ríkis- dali og 8 sk. Eftir sem áður hélst jörðin þó í leiguábúð og var þar oft tvíbýli og stundum fLeirbýli. Svo var það árið 1913 að Jó- hann Sigurðsson og kona hans, Sigurldaug Ólafsdóttir, keyptu jörðina og þar með myndaðist sú aðstaða sem átti eftir að gera Löngumýri að sögustað á nútíma visu. Dóttir þeirra hjóna, Ingi- björg stofnaði þarna húsmæðra- skóla (kvennaskóla) 1944. Það var ein af þeim góðu gjöfum sem þjóðin fékk, er hún endurheimti sjiálfstæði sitt að fullu. Fröken Inigbjörg er um margt óvenjuleg kona. Áhugi hennar og dugnaður er mikill og djúp- stæður. Rera verk hennar því vitni. Með óbilandi trú á mál- staðinn tókst henni að reka þarna einkaskóla allt til ársins 1962, góðan skóla og vandaðan. Réðilst hún í miklar þygginga- framkvæmdir af litlum efnum — að sjálfsögðu í áföngum — en af djörfung og bjarbsýni, þótt oft væri þungt fyrir fæti. Skóp hún skóla sínum verðugt álit, og munu námsmeyjar viða um land minnast verunnar á Löngu- mýri með þökk í huga. Svo var það 1962 að Ingibjörg gaf islenzku þjóðkirkjunni skóla sinn, treysti henni til að reka etofnunina áfram í þeim anda sem henni var hugstæðastur. Sjálf stjórnaði hún skólanum áfram til vorsins 1967 að nýr skólastjóri tók þar við starfi, frk. Hólm- fríður Pétursdóttir úr Reykja- víki Þar sem mig langaði til að forvitnast um þennan skóla kirkj unrvar renndi ég einn daginn fram í Löngumýri og náði tali af skólastjóranum, sem tók mér hið bezta og leysti greiðlega úr öll- um mínum spurningum. — Eins og þú sérð er hér allt á rúi og stúi, sagði hún. Það fara fram miklar endurbætur á skólahúsum. Sett er tvöfalt gler í alla glugga, gólf endurnýjuð í þrem stofum og hitakerfi end- urbætt. Hér eru byggingar að mestu úr timbri og þurfa tölu- vert viðhald, en nú varður að- staða til kennslustarfisins hin ákjósanlegasta, rúmgóð, björt og hlý húsakynni. — Hver er nármsferill þinn, og ástæðan til þess að þú tóskt þetta starf á hendur? —Ég var í gagnfræðaskóLa, Þaðan útskrifaðist ég vorið 1966. Næsta vetur vaT ég svo á skóla í Sigtúna í Svíþjóð. Sá skóli er rekinn af sænsku kirkjunni og er fyrst og fremist fyrir fólk, sem vinnur að æskulýðsmálum á kristilegum grundvelli. — Og hverjar eru helztu námsgreinar? — Þær eru nánast tvígreind- ar: þjóðfélags- og uppeldisfiræði, og svo kristinfræði. — Og hvensvegna 'hér? Framhald á bls. 24 Löngumýri í Skagafiröi. Úr vefstofunni. ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.