Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 10
- 10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 ENGUM getur blandazt hugur um, að það sem átti einna drýgstan þátt í að afla Alexander Dubcek þess dygga trausts sem hann nýtur með þjóð sinni, var sú ákvörðun hans að draga úr hörku gegn menntamönnum og rithöfundum •íandsins, og koma því til leiðar, að ritskoðun var að mestu afnumin. Dubcek hóf feril sinn með því að láta undan kröfum menntamanna um aukið andlegt frelsi í Tékkóslóvakíu. Þeir rithöfundar, sem höfðu staðið fremstir í andstöðunni gegn Antonin Novotny, fyrrv. forseta, fögnuðu ákaft er út- gáfa aðalmálgagns þeirra var leyfð á nýjan leik, en hana hafði Novotny látið banna. Jiri Heyndirich, sem hafði verið einn af höfuðandstæðingum menntamannanna og stjórnað hugmyndafræðilegum málefnum flokksins — þar í fólst að hafa eftirlit með menningu og listum — var sviptur em- bætti og frjálslyndari maður, Josef Spaeck, var skipaður í hans stað. Spaeck var ekki seinn á sér að lýsa því yfir, að það væri hrein goðgá, ef kommúnistaflokkurinn ætlaði sér að segja listamönnum fyrir verkum. , Árum saman hafði verið háð hálfgerð styrjöld milli tékkneska stjórnarvalda og lista- og mennta manna, einkum þó rithöfunda. Framan af mátti þó heldur líkja þessari baráttu við þráskák en skák æskilegra sóknarleikja. Þar til á árin.u 1966 hafði eftirlit stjórnvaldanna og flokksins ver ið tiltölulega minna en til daemis í Póllandi og Sovétríkjunum. Tékkneska flokkstjórnin forðað- ist hörkulega ritskoðun og gerði lítið af því að banna birtingu ritverka — en ritJhöfundar aft- ur á móti notuðu sér með gát, Iþað frelsi, er þeir höfðu. En á árinu 1966 hóf flokks- stjórnin sókn gegn rithöfundum Stjórninni hafði auðsýnilega brugðið mjög í brún, þegar tékkn eska ritJhöfundasambandið sendi þrjá fulltrúa til Moskvu til að kanna staðreyndir í máli sovézku rithöfundanna Siniavsky og Dan iels. Síðan létu rithöfundasam- tökin fara frá sér orðsendingu um, að tékkneskir rithöfundar mundu ekki sætta sig við sams konar framkomu af hálfu tékkn- eskra yfirvalda og sovézk stjórn arvöld höfðu sýnt í máli rithöf- undanna. Viðbrögð tékknesiku stjórnarinnar voru þau, að láta handtaka tvo lítt þekkta rithöf- unda haustið 1966 og hóta að setja á svið réttarhöld í stíl Sinavsky-Daniel réttarhaldanna. Úr því varð þó aldrei — og af hálfu hins opinbera var því lýst yfir, að mennirnir tveir hefðu ekki verið handteknir vegna rit- starfa, heldur fyrir aðrar sakir. í desember sama ár lék stjórn- in næsta leik. Novotny forseti Literarnp Novotny setti ný lög um blöð og frétta- stofnanir, þar sem kveðið var á um aukna ritskoðun og mennta- mönnum og rithöfundum settar ýmsar skorður varðandi skrif þeirra. Nýtt menningar- og upp- lýsingamálaráðuneyti er sett á laggirnar og meginverkefni þess var að halda aftur af mennta- mönnum og rithöfundum. Þannig stóðu málin, þegar fyrsti úrdráttur úr bók ritfhöf- undarins Ladislav Mnackos „Forsmekkur valdsins" birt- ist í bókmenntatímaritinu „Pla- men.“ Ritskoðarar stjórnarinnar Ladislav Mnacko höfðu að vísu beitt skærum sín- um á nokkrum stöðum, en þó varð ljóst, að hér var á ferð- inni athyglisvert rit. í næsta blaði birtist annar kafli, og hafði sá verið enn meira klippt- ur og skorinn. Síðan ekki sög- una meir og alger þögn ríkti um bók Mnackoa í meira en heilt ár. Ladislav Mnacko er sá rithöf- undur tékkneskur, sem einna þekktastur er á Vesturlöndum, ekki sízt eftir að ofanigreind bönnuð bók hans var gefin út víða á vesturlöndum. Mnacko er fæddur 1919 á landamærum Mor aviu og Slóvakíu. Foreldrar hans voru efnalitlir og bjuggu við kröpp kjö.r Mnactko hefur verið kommúnisti frá unga aldri og af sögu hans má ráða að það sem er honum sérstakur þyrnir í aug um, varðandi kommúnismann er, hvernig það þjóðfélagskerfi get- ur gert mönnum eins og „stóra nanninum" fært að sitja AlexanderDubcek að völdum, enda þótt völd- In hafi í raun og veru breytt þeim úr byltingarsinnuðum hug sjónamönnum í álgera einræðis- herra, er lönigu hafa misst öll mannleg tengsl við mennina, sem þeir stjórna. Meginstef í sögu Mnackos er sú krafa hans, að hinn ótilgreindi „stjórnandi" sýni meiri mannlegar tilfinningar og siðferðilega ábyrgðartilfinningu. „Við vitum fullvel hverju þú ert andvígur. En þú ættir að reyna að segja okkur, hvort þú ert meðmæltur einhverju — og ef svo er, þá hverju?" segir á ein- um stað. Bókin „Forsmekkur valdsins“ hefst á útför hins kommúnist- iska einræðisherra, sem hefur lofcs hrökklast úr valdastóli fyr- ir hendi dauðans. Viðstaddur út- förina er Frank nokfcur, fyrr- verandi byltingarfélagi foringj- ans og síðar hinn opinberi ljós- myndari hans. Frank ljósmyndari segir söguna um siðferðishrun hins mikla manns og baráttuna um sæti hans — að nokkru með iþví að lýsa atvikum við útför hans og áður meðan líkið stend ur uppi og að öðru leyti með til- vísunum aftur í tímann til atvika í lífi einræðisherrans. Erfitt er að segja til með ná- kvæmni, hvenær barátta rithöf- unda fór að bera ávöxt. En mikla athygli innan lands og ut- an, vakti næsti aðalfundur tékk neska rithöfundasambandsins, sem var haldinn í júní 1967. í>ar urðu ákafar umræður um stefnu stjórnarvalda í garð rithöfunda og menntamanna og voru einkum þrír menn, sem gengu þar fram fyrir skjöildu og réðust einarð- lega gegn ófrelsinu í andlegum málum Tékkóslóvakíu. OÞeir voru rithöfundarnir og blaðamennirnir Ivan Klima, A.J. Liehm og Ludvik Vaculik. Þeir létu ekki staðar numið með gagn rýni sína, að þinginu loknu, en létu gremju sína óspárt í ljós. Um þetta leyti stóð hvað mestur styrr um Ladislav Mnacko og bókina hans, sem að framan er nefnd, þar sem hann hafði kom ið handritinu úr landi og útgáfa var í undirbúningi víða á Vestur iöndum. Auk þesss fcom út nú til afstaða Tékkóslóvakíu til deilu Araba og ísraela og réðist Mnac- ko gegn henni og sagði, að af- staða stjórnarinnar væri runnin af spilltum hvötum. í mótmæla- skyui. hélt Mnacko sían til ísraels og áður en hann fór sagði hann: „I>að verður ag breyta skipu- laginu í Tékkóslóvakíu á gagn- verðan hátt, ef við ætlum að fá staðizt sem sósíalist ríki, mann- úðlegt og heilbrigt. Þessi grund- roði og teygjanleiki laganna, sem miðar að því að sniðganga lög- in, þegar það hentar valdhöfum, og möguleikar á að beita slík- um lögum, þegar þau eru ekki tiR er gerræði og verður að eiga sinn endi.“ Við þessu áttu valdhafarnir ekki annað svar en svipta Mn- acko ríkisborgararétti sínum og hann var jafnframt rekinn úr kommúnistaflokknum. Bersýni- legt var, að stjórnin var enn að herða tökin á rithöfundum, sem felldu sig ekki við að gleypa gagnrýníslaust, þegjandi og hljóð laust við öllum ráðstöfunum og aðgerðum stjórnarvalda, og vildu ekki una þeirri andlegu kúgun, sem reynt var að beita þá. í byrjun október 1967 eru þremenningarnir, Liehm og Klima og Vaculik refcnir úr kommúnistaflokknum fyrir „pól- itísk afglöp." Það vakti athygli, að þeir voru allir Slóvakar, en þeir hafa verið hvað háværastir í kröfum um frjálslegri og lýð- ræðislegri stjórnarháttu. Fjórði rithöfundurinn Jan Pröhazka var rekinn úr flokknum, en fékk þó að halda flokksskírteini aínu. Samtímis greip stjórnin til þess ráðs, að málgagn menntamanna í Slóvakíu, Literarny Noviny, var sett beint undir stjórnmenn ingar- og upplýsingamálaráðu- neytisins — sem öðru nafni var kallað áróðursmálaráðuneyti — í Prag. Stjórnarvöld gerðu ítrefc aðar tilraunir til að fá ritstjóra blaðsins til að breyta um stefnu, eða að minnsta kosti hallmæla ekki gerðum stjórnarvalda, en það tókst ekki. Ritstjórarnir sátu fastir við sinn keip. Hins vegar neyddust þeir til að láta ýmsa áhrifamikla menn hætta að skrifa í blaðið. Literary Noviny var talið eina læsilega og opinskáa ritið, sem gefið var út í Tékkó- slóvakíu og áhrifa þess gætti nú fyrir þann þrönga hóp, sem var áskrifendur að því. Rithöfundarnir þrír Klima, Va culik og Liehm létu ekki ofsókn Jiri Heyderich Antonin Novotny Þeir börðust gegn menntamönn unum. Sovézkir hermenn horfa tortryggnir á ljósmyndarann meðan þeir dreifa sovézka blaðinu Pravda milli tékkneskra borgara á götum Prag fyrir fáeinum dögum. ÓDÝRIR NIÐURSOÐNIR ÁVEXTIR 1/1 ds. ananas 35.00 og 39.75. — 1/1 ds. ferskjur 41.70. — 1/1 ds. bl. ávextir 55.70. 1/1 ds. perur 47.30. — Vi ds. jarðarber 32.55. — Vi ds. ananas 22.75. — Vi ds. bl. ávextir 34.75. Vz ds. perur 29.75. — Vt ds. ferskjur 29.75. — Vi ds. aprikósur 24.95. Mikið úrval af ódýru kexi. sultum og marmeðalaði. Opið ulla dnga til kl. 8 síðdegis Verzlunin opin (ekki söluop) kl. 8.30—20 s.d. Söluturninn opinn frá kl. 20—23.30. Einnig Iaugnrdngn og sunnudago. Verzlunin Herjólíur Skipholti 70 — Sími 31275.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.