Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 24
*r i- 53 « ” II Ifenwrood » » CHEF jia| 3 V5 i < Frá Jfeklu 248. tbl. — Miðvikudagur 20. nóvember 1963 V T 1 TVÖFALT 4» EINANGRUNARGLER 20ára reynsla herlendis Braut bjórf lösku á hnakka konunnar 16 dra piltui hugðist afla sér peninga með öllum ráðum eftir 3 sólarhringa drykkju S Á atburður gerðist í húsi einu í Vesturbænum í gær- morgun að 16 ára piltur, svangur og slæptur eftir lang- varandi drykkjuskap, réðst á konu, sem var að segja honum til vegar, og barði hana í höf- uðið með bjórflösku. Var höggið svo mikið að flaskan brotnaði en ekki féll konan við svo búið. Hugðist pilturinn þá berja hana, en hitti ekki. Komst konan með hljóðum út á götu, og fór þá pilturinn út úr húsinu og hvarf. Nokkru síðar var hann handtekinn í annarri íbúð, að þessu sinni við Hávallagötu, en þangað hafði hann brotizt inn. Gefur hann þá skýringu á framferði sínu að hann hafi ekki bragð- að mat í þrjá sólarhringa og verið drukkinn þann tíma allan. Hafi hann í gærmorgun ákveðið að verða sér úti um Aðal- fundur Þorsteins Ingólfs- sonar Aðalfundur Sjálfstæðisfé- lagsins I»or- steins Ingólfs- sonar í Kjósar- sýslu verður haldinn að Hlé- garði annað kvöld kl. 2L Sigurður Bjamason, alþm., ræðir stjóm- málaviðhorfið. peninga, hvað sem það kost- aði. Nánari atvik voru þau, aS því er rannsóknarlögreglan tjáði Mbl. í gær, að um 11-leytið í gærmorg- un knúði piltur dyra að Vestur- götu 65, hjá Jóhönnu Ouðmunds- dóttur. Kvaðst hann sennilega hafa farið í rangt hús, og fór út. Kom pilturinn þó fljótlega aftur og spurði Jóhönnu hvað gatan héti. Sneri hún sér þá frá honum og hugðist sýna honum út um gluggann. Tók þá pilturinn npp bjór- flösku og braut hana á hnakka Jóhönnu. Þegar hún féll ekki við höggið, reyndi hann að slá hana, en Jóhönnu tókst að komast út kallandi á hjálp. Hljóp pilturinn þá út úr húsinu og hvarf. Um það bil hálfri klukkustund síðar braut pilturinn rúðu í kjall- ara hússins að Hávallagötu 37. Fór hann inn og síðan upp á loft, þar sem hann settist inn í íbúð. Þangað kom inn gömul kona, frú Ágústa Helgadóttir, og bað hann fara út, en pilturinn neitaði því. Við svo búið fór konan í aðra íbúð og hringdi til lögreglunnar sem kom að vörmu spori og hand tók piltinn, sem átti sér ekki ills von. Við yfirheyrslur í gær skýrði pilturinn frá því að hann hefði verið á „fylliríi" þrjá síðustu daga, og hefði ekki bragðað mat- arbita allan þann tíma. í gær- morgun hefði verið svo komið að hann hafi ákveðið að ná sér í peninga hvað sem það kostaði. Kvað hann konuna í húsinu við Vesturgötu hafa „verið fyrir sér“, þar sem hann hefði þurft að leita í íbúðinni. Hafi hann ætlað að rota hana með flöskunni, og bætti því við að hann hafi orðið mjög hissa er konan missti ekki meðvitund. Ætlaði hann þá að reyna að rota hana með hnefa- höggi en hitti ekki. Þegar hann komst út, kveðst Jóhanna Guðmundsdóttir pilturinn hafa ráfað í suðurátt. Kvað hann konuna á Hávallagötu hafa verið svo „gamla og kurt- eisa“ að hann hafi ekki „kunnað við að berja hana“. Eins og fyrr getur er piltur þessi aðeins 16 ára gamall. Hefur hann áður komizt í kast við lög- in, fyrir nokkrum árum. Situr hann nú í gæzluvarðhaldi. SJÁ BLS. 2. Mikill eldur ■ Pípuverksmiðjunni ÞEGAR blaðið fór í prentun var 'mikill eldur í Pípuverksmiðj- unni við Rauðarárstíg. Stóðu log ar upp úr þakinu og var erfitt um slökkvistarf. MUli 50 og 60 slökkviliðsmenn unnu að því að ráða niðurlögum eldsins. Slökkviliðið var kvatt út vegna brunans kl. 22.15 og á sama tíma var það kvatt að Hvíta bandinu, en þar reyndist enginn eldur. Þurfti að kaUa vara- slökkviliðið út. Mjög erfitt var fyrir slökkvi- liðið að vinna bug á eldinum, enda stafaði mjög mikill reyliur af sementspokum, sem timbur- þak og norðurendi verksmiðjunn ar var klæddur með. Útlit var fyrir, um það leyti, sem blaðið fór í prentun, að mik ið tjón hlytist af eldsvoðanum. Tryggvi Helgason kaupir 4 flugvélar TRYGGVI Helgason, flugmað- ur, er nýkominn heim eftir tvegg- ;ja miinaða dvöl vestan hafs. Þangað fór hann til að svipast um eftir hentugum flugvéla- kosti til notkunar við vaxandi starfserr.i sína. Árangurinn varð sá, að hann festi kaup á fjórum flugvédum Ihjá Bandarikjaiher, sem nú er sem óðast að leggja niður skrúfu- vélar og nota þobur í þeirra stað. Hinar nýkeyptu flugvélar Tryggva eru af tegundinni Twin Beefih C-45 og hafa 2. 450 hest- afla Pratt & Whitney hreyfla með sj'álfvirkum skiptiskrúfum. Vænghaf er 15 metrar, meðal- hraði 300 km á klst., flugjþol Frh. á bls. 23 Samanburður á lífskjörum sýnir, að íslendingar standa mjög framarlega Frd aðalfundi Fulltrúardðs Sjólfstæðis- félaganna — Úr ræðu Gunnars Thoroddsen AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík var haldinn í Sjálfstæðishús- iiiu á mánudagskvöld. Formaður fulltrúaráðsins, Birgir , Kjaran, setti fundinn. Fundarstjóri var Jóhann Haf- stein, en fundarritari Styrmir // Þá dró hann upp skammbyssu // og skaut á Ketil Árásarmaðurinn skaut mörgum skotum að íslendingunum, eitt strauk kinn Ketils — Viðtal við íslendingana í Tulsa Einkaskeyti til Mbl. Tulsa, Oklahoma, 19. nóv. J. D. Scaggs, maður sá, er skaut og særði íslenzku piltana tvo í Tulsa á laug- árdag, eins og Mbl. skýrði frá í gær, skaut mörgum skotum að piltunum. Gerð- ist atburður þessi í einum af hinum svonefndu „trail- er courts“ í borginni, en það eru nánast smáþorp, sem byggjast öll af vögn- um, „trailerum“. — Átti Scaggs umrædda vagna og leigði út. Skaut hann fyrst einu skoti að Katli Odds- syni, sem rispaði kinn hans, en síðar hófst eltingaleikur umhverfis vagninn, og skaut Scaggs 4—5 skotum að íslenzku piltunum án þess að hæfa. Kúlunum, sem særðu piltana, skaut hann af mjög stuttu færi, en piltarnir héldu að hann væri með hvellhettubyssu og væri að reyna að hræða þá. Voru þeir að reyna að koma vitinu fyrir Scaggs er hann skaut á þá og særði. Scaggs hefur nú ver ið ákærður fyrir morðtil- raun, en var í dag látinn laus gegn 2000 dollara tryggingu. Það var Bob Randolph, lög reglumaður, sem handtók Scaggs á staðnum eftir að hann hafði skotið piltana. Scaggs skýrði lögreglumönn- unum svo frá að hann hafi skotið í sjálfsvörn eftir rifr- ildi við piltana. Haíði hann áður hringt til lögreglunnar og sagt að hann ætti í vand- ræðum með tvo menn. Voru lögreglumenn á leið til vagna þorpsins er skotárásin átti sér stað. Piltarnir tveir voru í heim- sókn í vagni, þar sem stúlka að naíni Jacquelyn Owings býr. Stunduðu þeir báðir nám við Spartan School of Aer- onautics í Tulsa, en þar er nú 20 manna hópur frá íslandi við flugvirkjanám. í sjúkrahúsi því, þar sem íslenzku piltarnir liggja, var fréttaritara Mbl. skýrt frá því í dag að þeim liði báðum vel eftir atvikum. Hlaut Ket- ill kúlu í kvið, og fór hún í gegnum hann, en Halldór fékk kúlu hægra megin í brjóstið. Fór hún í gegnum lungað og staðnæmdist í bak- vöðva. Fréttaritari Mbl. heimsótti Halldór Gestsson í sjúkrahús ið í dag og átti við hann við- tal. Halldór sagði að ungfrú Owings hefði boðið sér og Katli að heimsækja sig. Hefðu þau setið þrjú og spjallað sam an, er Scaggs bar að til þess að gera við glugga. „Hann skipaði okkur að fara, eða hann mundi hringja á lög- regluna“, sagði Halldór. „Við sögðum honum að við værum gestir ungfrú Owings og við svo búið fór hann“. Halldór sagði að Scaggs hefði síðan komið aftur og sagt þeim að fara, en þeir fé lagar hefðu þá sagt honum að þeir myndu bíða eftir lög reglunni. „Þá dró hann upp skamm- Frh. á bls. 23 Gunnarsson. Formaður minntlst síðan fulltrúaráðsmanna, sero látizt höfðu á s.l. starfsári, þeirra Einars Ásmundssonar, hrl., Guð- mundar Sveinssonar, verkstjóra, Hauks Eyjólfssonar, skrifstofu- stjóra, og Ólafs Ólafssonar, sölu- manns. Þá flutti fráfarandi formaður skýrslu sína um starfsemina. Framkvæmdastjórar á starfsár- inu voru Bjarni Beinteinsson og Ragnar Kjartansson. Skrifstofu- stúlka var Sigríður Gústafsdótt- ir. — Birgir Kjaran lýsti síðan yfir því, að hann og Guðmund- ur Benediktsson mundu ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þakkaði þeim Birgi og Guðmundi vel unnin störf í fulltrúaráðinu. Þá var gengið til stjórnarkjörs. Aðalmenn í stjórn fulltrúaráðs- ins voru kosnir Baldvin Tryggva son, Gunnar Thoroddsen og Höskuldur Ólafsson. Auk þeirra sitja í aðalstjórn formenn Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, María Maack, formaður Hvatar, Sveinn Guðmundsson, formaður Varðar, Styrmir Gunnarsson, formaður Heimdallar, og Svein- björn Hannesson, formaður Óð- ins. — Varamenn í stjórn vortt kosnir Ágúst Hafberg, Gróa Pét- ursdóttir og Jóhann Hafstein. ★ Þá flutti Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra, erindi, sem hann nefndi „Lífskjör í nokkrum löndum“. Hóf hann mál sitt á því að minna á þann dóm útlendinga, sem hingað til lands kæmu, að hér væru lífskjör jafngóð eða betri en í nágrannalöndum okk- ar. Sama dóm felldu íslending- ar, sem farið hefðu út fyrir lands steinana. Þetta væri þó ekkl annað en ágizkun, og raunveru- lega væri ekki til neinn algild- Framh. á bls. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.