Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 10
MOnbuNBLAÐIÐ 10 Miðvilcudagur 20. n'óv. 1963 London Oxford Loftmynd af hluta Westminster hverfisins. Á henni sjást Westminster Abby, Þinghúsin og Stjornarbyggingarnar vu, hall. í Lambeth hinum megin árinnar Thames sjás Festival Concert Mali og Shell byggingin nýja. NÚ ÞEGAR forsetahjónin, herra Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þórhallsdóttir, eru í opinberri heimsókn í Bret- landi, þykir tilhlýðilegt að kynna nokkra helztu staði, sem þau koma á. Þrjá daga munu þau dveljast í London, en á morgun, síðasta dag heimsóknarinnar munu þau fara til Oxford og snæða há- degisverð í Lincoln College. í gærkveldi sátu forseta- hjónin kvöldverðarboð borg arstjóra London í Guildhall, ráðhúsi borgarinnar. Guild- hall er miðdepill City, hverf- is, sem er um það bil ein fer míla á stærð. Stjórn City er í höndum Lord Mayor, borgar- stjóra London, 25 aldermen og 164 annarra borgarfull- trúa. London, höfuðborg Breta, er ein af þremur stærstu borgum heims. Stærri Lond- on, þ.e.a.s. þegar öll úthverf- in eru talin með, hefur um 8% milljón íbúa. í borginni eru mörg og ólík hverfi, t.d. íbúðarhverfi, West End, þar sem verzlanir og leikhús eru, Westminster, þar sem er stjórnarsetrið, og City, elzti hluti London, umluktur gamla borgarmúmum. Síðan eru einnig stór iðnaðar- og hafnarhverfi. WESTMINSTER. Helztu byggingar í West- minster eru konungshöllin, Buckingham Palace og West- minster höllin, þar sem brezka þingið hefur yfirleitt komið saman síðan árið 1340, en mest ur hluti byggingarinnar eyði- lagðist í brunanum mikla 1834. Eftir stendur aðeins Westminster Hall, sem byggt var af William Rufus. Þing- húsið, sem nú er notað, var byggt á árunum 1840 til 1867. Hús neðri deildarinnar skemmdist mjög af völdum "j o T*0 CO 1 Q-/1 1 pm L pf 11 m | i -. • - jmm——wr,-..-.vuv.--..--i-- ------------ verið endurreist. Westminster ÞetU er Christ Church í Oxford, sem Wolsay kardmáli lét reisa á ríkisstjornarárum Hinriks Abbey er ævaforn, en hefur áttunda. Turninn, Tom Tower, er mjog frægur. Sir Christopher Wren, bætti honum við kirkj margoft verið stækkuð og una á 18. öld. Kirkjan er bæði háskólakirkja og domkirkja Oxford. St Pauls dómkirkjan og byggingar þær sem risið hafa í kringum hana ur rústum stríðsár- endurbætt. Síðan Vilhjálmur XT x,.i .-1 Tí,,mw, bastarðrir let kryna sig i anna. Neðst til hægri sést Thames. . , ._ , * henni, hefur hun verið notuð til flestra slíkra hátíðlegra at hafna. Helztu stjórnarskrif- stofur eru við eða skammt frá götunni Whitehall, en á henni miðri stendur „The Cenotaph“, minnisvarði her- manna frá brezku Samveldis löndunum, sem féllu í heims styrjöldunum tveimur. .fiiue* - SKEMMTIGARÐUR. Margir fallegir garðar eru I London. Konungsgarðarnir eru St. James Park og Green Park, sem ná alla leið frá Whitehall að Picadilly og Hyde Park (360 ekrur), Kens ington Park, þar sem Kensing ton Palace stendur, og Reg- ent Park (535 ekrur), þar sem dýragarður London er. Um 120 smærri garðar eru víðsvegar um borgina. Einn þeirra, Kew Gardens, er með al fegurstu grasgarða í heimi. OXFORD. Oxford, er einn sögufræg- asti staður í Bretlandi, og stendur við ármót Thames og Cherwell. í skjölum frá 10. öld er Oxford getið sem álíka merkrar borgar og London. Síðan á 13. öld er hún fræg sem háskólaborg. Nú á tímum er mikill iðnaður í Oxford, einkum má þar nefna Morris bifreiðaverksmiðjurnar. Á 12. öld tóku ungir, nám- fúsir menn að hópast til Ox- ford til að nema af lærifeðr um, sem sótt höfðu speki til Frakklands og Normandy. Sennilega settust þeir að í Ox ford, vegna þess að þar voru þeir á næstu grösum við kon ungssetrið og Woodstock og hina sprenglærðu klerka við hirðina. Haldið er að elztu deildir Háskólans, University College, Merton og Balliol hafi verið stofnsettar á 13. öld. Nú eru í Oxford 27 háskóla- deildir fyrir karlmenn og 5 fyrir konur. íslenzkar Ijósmæður ÍSLENZKAR Ijósmæður, II. bindi, er nýkomið út. Þar eru æviþættir og endurminningar 29 ljósmæðra. Séra Sveinn Víking- ur hefur búið bókina til prent- unar, sem er gfin út af Kvöld- vökuútgáfunni á Akureyri. í II. bindi eru þættir um eftir- taldar Ijósmæður: Sólveigu Páls- dóttur, Guðbjörgu Hannesdóttur, Ásgerði Gunnlaugsdóttur, Ing- veldi Pétursdóttur, Þórunni Magnúsdóttur, Pálínu Sveins- dóttur, Emilíu Biering, Guðnýu Þórarinsdóttur, Elínu Jónsdóttur, Magdalenu Guðlaugsdóttur, Ingi- björgu Jónasdóttur, Ólínu Sigurð ardóttur, Margréti Grímsdóttur, Ólínu Sveinsdóttur, Maríu Haf- liðadóttur, Rósu Jónsdóttur Thorlacius, Sigurlínu Einarsdótt- ur, Ágústínu Gunnarsdóttur, Sig- urbjörgu Jónsdóttur, Rannveigu Jónsdóttur, Guðrúnu Halldórs- dóttur, Aðalbjörgu Pálsdóttur, Kristrúnu Bóasdóttur, Guðlaugu H. Þorgrímsdóttur, Ragnhildi Jónsdóttur, Arndísi Eiríksdóttur, Önnu Valgerði Benediktsdóttur, Ingibjörgu Þórðardóttur og Mar- gréti Jónsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.