Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. nóv. 1963 MORCUNBLAÐIÐ RlEYKJAVÍKURBORG hefur gengið frá kaupum á húsinu við Fríkirkjuveg 11, sem Thor Jensen byggði á sínum tíma, en Góðtemplarareglan hefur átt um skeið. Er kaupverðið 8,7 millj. kr. Er ætlunin að Borgin kaupir Fríkirk juveg 11 fyrir 8,7 millj. kr. Thor Jensen byggði þetta vandaða hús 1908 Æskulýðsráð fái inni fyrir starfsemi sína í miklum hluta hússins, og að auki megi svo koma þar fyrir einhverri annarri starfsemi, eftir þörf- um. Gunnlaugur Pétursson, borg arritari tjáði blaðinu að ekki væri búið að skrifa undir samninga, en húsið yrði lík- lega afhent í þessum mánuði og Æskulýðsráð fengi þar þá þegar inni. Yrðu sem minnst- ar breytingar gerðar fyrst um sinn á húsinu, en það þyrfti að sjálfsögðu gott viðhald, — ekki sízt þar sem það stendur í hjarta bæjarins. Ekki er endanlega ákveðið skipulag bæjarins þarna og framtíðar- húsalínan óákveðin, en sem kunnugt er standa Fríkirkjan og Miðbæjarbarnaskólinn miklu framar við götuna. Er því liklegt að húsið geti stað- ið áfram um óákveðna fram- Uð. Húsið við Fríkirkjuveg 11 er 55 ára gamalt, og er frá- bærlega vandað. T.d. er víða í húsinu enn á veggjum hin upprunalega málning og sér varla á henni. Thor Jensen byggði húsið sem íbúðarhús fyrir sig og fjölskyldu sína. í æfiminningum sínum, sem Valtýr Stefánsson, ritstjóri skráði, segir hann frá því þegar það var byggt. Hann segir m.a.: Fyllti sjálfur upp Tjarnarbakkann. Fyrst var að litast um eftir heppilegum stað fyrir húsið. Tjörnin hefir alltaf verið ein hin mesta prýði Reykjavíkur Tjarnargatan hafði verið lögð með henni vestanverðri fyrir nokkrum árum og hafði verið byggt meðfram henni. Aust- anmegin Tjarnarinnar náði Fríkirkjuvegur ekki lengra en að Fríkirkjunni. Keypti ég í fyrstu næstu lóð Sunnan við Fríkirkjuna, þar sem íshúsið Herðubreið var síðar reist. Við nánari athugun virtist mér þó álitlegra að reisa hús mitt nokkru sunnar, í túni Jónasar Jónassens landlækn- is, sem nefnt var „Útsuður- völlur“. Keypti ég 7830 fer- álna spildu af þessu túni fyr- ir 22.490 krónur. Vík var úr Tjörninni upp í túnspilduna, 800 ferálnir. Ég fékk það keypt af bænum fyrir 1 krónu feralinina, en varð sjálfur að sjá um að fylla það upp og leggja síðan 10 álna breiðan veg eða uppfyllingu meðfram Tjörninni og gera grjótkamb framan við, sem byggingar- nefnd tæki gildan. Lóðin varð mér því alldýr, eftir þeirra tíma mælikvarða.“ Allt pantað frá utlöndum. Síðan skýrir Thor Jensen frá því að hann valdi sér hús af mynd í bók á Landsbóka- safninu, gerði á því ýmsar breytingar og Einar Erlends- son, húsameistari, gerði svo alla uppdrætti. Þá var allt pantað frá útlöndum í húsið, hurðir, og gluggar, stigahand- rið, granít í tröppur utanhúss, gólfspænir í viðhafnarstofu o. s. frv. Steingrímur Guðm- undsson, tók að sér sjálfa smíðina. Timbur í máttarvið- ina pantaði Thor Jensen frá Svíþjóð árið 1906 og var allt timbur valinn sænskur viður. Gólfin voru úr 2 þumlunga plægðum plönkum, sútiin 5/4 þumlunga borðum. Sag var notað í tróð. Utan á klæðn- ingu var settur vandaður pappi og síðan járn. Súlur undir útihandrið voru úr steypujárni og fylltar með sementssteypu, en handriðið sjálft úr teakviði. Vatnslögn var í húsinu og var það algert nýmæli í Reykjavík, enda þurfti að grafa djúpan brunn og koma fyrir þrýstidælu. Og loks var gerð raflögn í húsið. Um tilhögun í húsinu segir Thor Jensen: Húsið var 1914x27% alin að grunnfleti, en efri hæðin 5 álnum styttri vegna þess að þar voru svalir að sunnan- verðu. Hæð undir loft var 6 álnir niðri, en 5 uppi. Niðri voru tvær stofur gengt vestri. Hin stærri fyrir miðju var viðhafnar- eða veizlusalur, og var lítið notuð nema á stór- hátíðum og við önnur sérstök tækifæri. Borðstofa var undir norðurhlið, svo rúmgóð, að vel mátti bæta við mörgum gestum, þó fjölskyldan væri orðin 14 manns. Skrifstofa mín var í suðausturhorninu niðri, en næst við hana móti austri setustofa húsmóður- innar . . . Uppi á lofti voru svefnherbergi og vinnustofur unga fólksins. Mér tókst að fá húsinu lok- ið i tæka tíð, svo við gátum flutzt þangað 5. júní 1908, eins og fyrirhugað var.“ STIKSTIIMI! — Samanburbur Framh. af bls. 24 ttr mælikvarði á lífskjör manna í einstökum löndum eða almenn- ur mælikvarði á breytingar á lífskjörum. Hlutfall milli tekna og verð- lags gæfi mikilsverða vísbend- ingu, en þó væru í því sam- bandi mörg atriði, sem erfitt væri að meta. Visitala fram- færslukostnaðar væri reiknuð eftir ákaflega mismunandi að- ferðum, t.d. tækju íslendingar bæði beina og óbeina skatta meO 1 útreiknineinn, Danir slepptu báðum, en Norðmenn reiknuðu með hinum óbeinu. Þetta og margt annað ylli því, að ekki væri fundinn algildur mæli- kvarði á lífskjör, svo að hægt væri að gera nákvæman sam- anburð milli landa. Þá minnti ræðumaður og á það, að víða í löndum löeuðu menn visitöluna I hendi sér af stiórnmálaástæðum, hagræddu henni eða fölsuðu beinlínis. Af þessu væri ljðst, að erfitt væri að bera vísitölur einstakra landa saman, og jafnvel innan sama lands vegna breytinga á útreikn- ingi. Atvinnuöryggi væri mikilvæg- ur þáttur, þegar meta ætti lífs- kjörin. Því væri ekki einhlítt að miða við tima- eða vikukaup, heldur yrði að miða við árs- kaup, ef atvinnuleysi hefði gert vart við sig. Margs bæri að gæta, þegar meta skyldi lífskjörin. T.d. myndi það talin kjaraskerðing, ef enginn ætti þess kost að vinna eftirvinnu. Minnti fjármálaráð- herra f því sambandi á, að er viðreisnarstj órnin lagði fram til- lögur sínar, hefðu andstæðingar hennar sagt þær boða samdrátt 1 atvinnulífi, og að öll yfirvinna myndi leggjast niður. Svo hefur ekki orðið, og því hafa and- stæðingarnir snúið við blaðinu og tala um vinnuþrælkun. Fleiri atriði kæmu til greina, svo sem húsnæðismál, menntun- armöguleikar, tryggingamál, skattamál og launajafnrétti. Um hið síðast talda væri það að segja, að hér væri meira launa- jafnrétti en víðast hvar í vest- rænum löndum, svo að ekki sé minnzt á ósköpin í ríkjum, sem kommúnistar ráða. Hér hefðu há skólamenntaðir menn 2-3 falt kaup á við verkamenn, en skv. síðustu skvrslum frá Sovétríkj- unum hefðu hinir fyrrnefndu þrítugfalt kaup á við verka- menn. ísland er aðili að OECD, Efna- hagsstofnun vestrænna landa, sem gefur út árlegar skýrslur, þar sem gerður er samanburður á ýmsum þáttum lífskjaranna. Eru þar dregin saman dæmi, sem gefa svipmynd af lífskjör- um aðildarríkjanna í einstökum atriðum, en stofnunin treystist ekki til þess að gera heildar- mynd af þeim. Eru svipmyndir þessar nokkur mælikvarði á vel- megunina í þessum 16 löndum, að Júgó-Slavíu meðtalinni. — Rakti ráðherrann síðan eftirtal- in fimm dæmi úr skýrslu stofn- unarinnar, fyrir árið 1962: Á íslandi nam hún 62.000 kr. (íslenzkum) á hvert mannsbarn. Er það mjög svipað og í Noregi, Danmörku, Þýzkalandi og Bret- landi. f Svíþjóð er hún meiri og i Bandaríkjunum langhæst eða 122.000 krónur. Með þessu er þó ekki sagt, að lífskjörin séu tvöfalt betri í Bandaríkjun- um en hér, því að margt fleira kemur til greina, eins og t.d. verðlag, en þetta atriði gefur þó nokkra visbendingu. f Hol- landi og Belgíu er þjóðarfram- leiðslan á mann heldur lægri en hér, og á ítaliu, Spáni, Portú- gal og Júgó-Slavíu er hún mun minni, t.d. 30.000 á Ítalíu og 12.000 í Júgó-Slavíu. fsland er í fjórða sæti að þessu leyti, að- eins Bandarikin, Svíþjóð og Frakkland eru hærrL Útvarpstækjaeign Þar er miðað við fjölda út- varpstækja á hvert þúsund íbúa. ísland er þar í efsta sæti (tölur vantar frá Bandaríkjunum) með 440 tæki á l.OðO íbúa. Grikkland er lægst með 70. Sími Þar eru Band^riVín efst með 418 tæki á 1.000 íbúa, þá Sví- h’óð. o<» ísland er i fjórða sæti ™eð 207 tæki. Lægst er Júvó- Slavía með 15 sima á 1.000 íbúa. Bandaríkin eru í efsta sæti með 312 fólksbtia á 1.000 íbúa og bá Svíbióð með 173. íslendingar e^u í fimmta sæti með 105. en Júró-^i^var neðstir með 5 bíla á 1.000 íbúa. Fæði Íslendíno-ar fá að meðaltali rúm ar 3.000 hitaeiningar á dag í fæði sínu. Þá minntist fiármálaráðherra á rannsókn, sem gerð hefði ver- ið á afkomu verkamanna á ís- landi og í Kaupmannahöfn. Nota “ildi árstekna virðist vera svip- að og lífskiörin því lík, en vinnu- tf*v'í væri bó leneri hér á landi. Óvefengjanleg staðreynd væri að lífskiör væru miklu lakari austan iárntialds en í vestræn- um löndum. Kommúnistar seeðu, að þetta væri ekkert nýtt, lífs- kiörin hefðu alltaf verið lakari í Austur-Evrópu en í Mið- og Vestur-Evrópu. Hvernig stæði bá á núverandi eymd í Austur- Þýzkalandi? Einnig segðu komm únistar, að eyðilevging af völd- um heimsstyrjaldarinnar síð- ustu hefði verið mun meiri eystra en vestra. Þetta væri þó með öllu ósönnuð staðhæfing, og mætti t.d. benda á Vestur Þýzkaland og ítalíu í því sam bandi. Sannleikurinn væri sá, að hér væru engu öðru um að kenna en stefnu og skipulagi kommúnismans. Þá veik ráðherrann að þeirrl spurningu, hvort fólki liði bet ur, þótt efnahagsleg kjör þess bötnuðu, hvort það yrði ánægð ara. Auðvitað liði fólkinu betur líkamlega, en það þyrfti ekki að vera neitt ánægðara með kjör sín. Með bættum kjörum vökn uðu nýjar þarfir. Menn settu markið hærra og hærra. Að lokum minnti ræðumaður á það, að ekki yrði komizt að neinni algildri niðurstöðu, þegar lífskjör eru borin saman, heldur aðeins veittar vísbendingar í einstökum atriðum. ★ Fundinum lauk með því, að samþykkt var að senda Ólafi Thors, fyrrverandi forsætisráð herra, beztu kveðjur. Spila k vö 1 d HAFNARFIRÐI — Félagsvist Sjálfstæðisfélaganna verður Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8.30. — Eins og venju lega verða verðlaun veitt og síð ar heildarverðlaun. Fékk 7.5 tonn Akranesi, 19. nóvember: — Enginn bátur héðan fékk síld nótt. Þeir voru miklu grynnra miðunum en áður. Kaldagjóstur tafði fyrir veiðunum. Línubátarnir tveir fiskuðu vel í gær. Ver fékk 7,5 tonn á 29 bjóð, nær eintóma ýsu. Haförn fékk 5,5 tonn. — Oddur. Frysting og ofþensla Framsóknarmönnuia hefur síð- ustu vikumar orðið tíðrætt um „ofþensluna“ í íslenzku efnahags lífi, og hafa þeir auðvitað kennt ríkisstjóminni um hana. En .iafnframt talinu um „ofþenslu" halda þeir stöðugt áfram full- yrðingxxm um, að fjarstætt sé að „frysta spariféð", eins og þeir komast að orði. Þeir bera það sem sagt blákalt á borð fyrir almenning dag hvern, að það sé æullkomlega samrýmanlegt að stórauka pen- ingamagn í umferð og draga líka „ofþenslunni ‘. Þeir segja meira að segja, að ef allar flóð- gáttir yrðu opnaðar fyrir pen- inga, þá séu líkur til þess, að jafnvægisástand myndaðist. Svona málflutningur er í raun- inni of fjarstæður til þess að hann sé svara verður. Vextirnir En Framsóknarmenn bæta því við, að stórlega eigi að lækka vextina. Það sé helzta ráðið til úrbóta. Þeir hafa þannig búið sér til alveg nýja hagfræðikenn ingu, sem hvergi þekkist í víðri veröld, þ.e.a.s. að „ofþenslu“ eigi að lækna með lækkun vaxta. Er sú kenning álíka gáfuleg og hin fyrri. En Framsóknarmenn halda sýnilega, að það sé vinsælt áróðursatriði að tala sýknt og heilagt um vextina. Auðvitað langar skuldara ekki til þess að greiða háa vexti, og á því bygg- ist þessi áróður Framsóknar- rnannn. En þeir gá ekki að því, að eigendur sparif járins eru líka margir, og það er einmitt allur almenningur og efnaminna fólk, sem aurað hefur saman og á nokkrar upphæðir á sparisjóðs- bókum. Þetta fólk ætlast til þess að fá endurgjald fyrir það að láta þessa peninga af mörkum til uppbyggingar í þjóðfélaginu, og það á fyllsta rétt á því að fá slíkt endurgjald. Þess vegna hefur vaxtaáróður Framsóknarmanna heldur ekki borið þann árang- ur, sem þeir hugðu. Auðveld lausn Annars hafa Framsóknarfor- ingjamir nú fundið nýtt og ó- brigðult vopn í baráttunni. Þeir segja að auðvelt sé að leysa öll vandamál með því einu að sam- þykkja, að þjóðarframleiðslan skuli aukast meira en hún ger- lir. Þeir segja, að semja eigi nýja þjóðhagsáætlun og gera þar ráð fyrir nógu mikilli fram- leiðsluaukningu. Ef slíkt sé sett á prent á virðulegan pappír, þá fari ekki hjá því að öll vanda- mál landsins séu þar með leyst. Það er ekki ónýtt að eiga slíka foringja. Ekki til kvödd Svo hljóðar fyrirsögn i fslend ingi 15. nóv„ og segir þar m.a.: Það kemur ljóslega fram í blöðum Framsóknar, að innan flokks liennar ríkir óánægja yfir því, að samkomulag skyldi verða milli stjórnarinnar og verkalýðs- hreyfingarinnar, án þess mad- daman væri þar til kvödd. Tel- ur (hún), að stjórnin hafi látið undan síga með því að fresta at kvæðgreiðslu um lanamálafrv. Þessi skýring blaðsins er hrein villa, auðvitað vísvitandi gerð, því blaðið VEIT betur. Van- traustinu hafði verið hrundið og frumvarpið sigldi hraðbyri til sambykktar. En þe<rar „krepptur hnefi verður að framréttrl hönd“, svo notuð sé líking Einars Olgeirssonar, og forustumenn verkalýðshreyfingarinnar kjósa að fresta verkföllum gegn því að frv. sé frestað. þá hefði það ver- ið óbilgirni af rikisstjórninni að slá á hina framréttu hönd. Von- andi verður þó hinni villuráf- andi Framsókn haldíð utan við þær samkomulagstilraunir sem þegar eru hafnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.