Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 13
J MiSvikudagur 20. nóv. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 13 Nýr brezkur Ford til sýnis í Háskólabíói Tvær bílveltur og slys UM HELGINA urðu tvær bíl- veltur og slys fyrir austan Fjall. Á sunnudaginn var lítill fólks- bíll að aka fram úr öðrum bíl á veginum við Hveragerði. Sveigði þá fremri biilinn inn á veginn og hemlaði ökumaðurinn, sá sem framúr var að fara, og sveigði frá. Við þetta valt bíll- inn á veginum. Fimm manns voru í bílnum, og meiddist þrennt. Fór fólkið til læknis á Selfossi, og reyndist stúlka, sem í bílnum var, viðbeinsbrotin. Bíllinn stórskemmdist. Aðfaranótt sunnudagsins hljóp hestur yfir veginn fyrir framan BREZKU Ford-verksmiðjurnar liggja ekki á liði sínu, þótt stutt sé síðan ný „módel“ komu á ir.'.rkaðinn. Consul Cortina sá dagsins ljós fyrir rúmu ári, og Zephyr bifreiðin er einnig ný af nálinni. Nú hafa verksmiðjurnar sent frá sér nýja bifreið, sem nefnist Consul Corsair og er hvað stærð snertir mitt á milli hinna tveggja. Fyrstu bifreiðarnar af Corsair gerð eru nýkomnar til landsins og nú til sýnis hjá umboðunum. í því tilefni bauð I*órir Jónsson Roy Brown, yfirteiknari j hjá Ford í Bretlandi. framkvæmdastjóri hjá Sveini Egilssyni h.f. nýlega blaðamönn- um að skoða Corsair-bifreið, sem verður til sýnis þessa viku í Háskólabíói. Bifreiðin er hin glæsilegasta é að líta og minnir nokkuð á Ford Galaxie frá Bandaríkjun- um og Taunus 17M frá Þýzka- landi. En Roy Brown, yfirteikn- ari brezku Fordverksmiðjanna, er ekki á þvtí að hér sé um eftir- öpun að ræða. „Raðið bifreið- unum upp hlið við hlið,“ segir ihann, „og þá sést að þær eru ó- ■líkar.“ Brown segir að einna Ihelzt llíkist bifreiðin „sport“ gerðinni Thunderbird, en hins- vegar hafi teikningin fyrst og fremst verið gerð með það fyrir augum að draga sem mest úr lot-mó'tstöðunni og auka aksturs hæfni bifreiðanna. Ný verksmiðja í Halewood Hinn 2. október s.l. höfðu að- eins verið smiðaðar 6 þúsund Corsair bifreiðir, en engu að síðux á tegundin sér talsverða sögu. Undirbúningur að nýrri tegund tekur venjulega um 2% ár, og var því Corsair á tilrauna stigi þegar Cortina kom á markað inn í fyrra. Bifreiðin er sett sam an í nýrri verksmiðju Ford í Halewood hjá Liverpool, en margir vélahlutar eru þeir sömu og í Oortina. Engu að síður hafa Ford-verksmiðjurnar varið um 6% milljón sterlingspunda (780 millj. kr.) til kaupa á nýjum vélum í sambandi við smiíðina á Corsair. Bifreiðin, sem sýnd er í Háskólabíói, er tveggja dyra De Luxe, og kostar hingað kom- in um kr. 174 þúsund. Einnig má fá þessa tegund 4 dyra, og kostar Corsair frá kr. 168 þúsund til kr. 184 þúsund. >á má fá ýmsan aukaútbúnað, eins og t.d. gírskiptingu í gólfi, hMfðarpönn- ur undir vél og benzi'ngeymi og stoppaða stóla í stað bekks að framan. Vélin er fjórskipt, rúmtak hennar 1498 rúimsentímetrar og hestorkutala 59,5 bremsuhestöfl á 4.600 snúningum á mínútu. Mikið er gert til að draga úr há vaða frá vélinni, og segja fram- leiðendur að jafnvel á 130 kíló- metra hraða heyrist lítið í henni. Sætin eru sérstaklega þægileg, bæði að framan og aftan, og út- sýni gott. Því miður höfðu frétta menn ekki tækifæri til að reyna bifreiðina, en brezkir sérfræð- ingar, sem það hafa gert, ljúka upp einum munni um ágæti hennar. Þannig segir t.d. Ant- hony Martin í mánaðarritinu Town ('oikt. 1963): Þetta er líf- leg bifreið og þannig úr garði gerð að hún ætti að fullnægia kröfum Sterling Moss framtíð- arinnar. „Sjóræningi" Nafnið Corsair þýðir sjóræn- ingi eða sjóræningjaskip, og var aðallega notað um sjóræningja Norður Afríku á tímum Tyrkja- ránsins á íslandi. Segja talsmenn Ford verksmiðjanna að nýja bif- reiðin sé í rauninni nokikurs konar sjóræningi, því henni sé ætlað að ræna vandlátum kaup- endum frá öðrum bifreiðasmiðj- um, sem óska eftir að fá sem mest fyrir sína peninga. Ekki skal hér kveðinn upp dómur um þessa nýju bifreið. En fyrirrennarinn, Cortina, hef- ur reynzt vel og nafnið Ford •hefur jafnan verið í miiklum met um. Sjálir eru Bretar mjög hreyknir af nýju bifreiðinni, og ekki er ótrúlegt að hún eigi eftir að verða vinsæl á íslandi. Ford Consul Corsair. Austin Gipsy á fer'ð niður Hamrahlíð. Við stýrið er Mr. White Austin Gipsy reyndur í Hamrahlíð Bergur G. Gíslason, umboðs- maður British Motor Corpocat- ion bauð fyrir skömmu frétta- mönnum að skoða nýjustu gerð Austin Gipsy jeppa sem hann hefur á boðstólum, og notuð er víða um heim, einkum þar sem vegir eru slæmir. Tveir fulltrúar B.M.C. eru hér í heimsókn um þessar mundir og hafa ferðast um landið til að kynna sér hæfni bifreiðarinnar við íslenzkar að- stæður Bretarnir óku með fréttamenn um Hamrahlíð og var farið leið sem engum hefði að óreyndu dottið í hug, að væri fær bifreið- um. Austin Gipsy er þannig úr garði gerður, að honum má aka niður brattari brekku en flestum öðrum bílum, eða yfir 45gráða halla. Var fréttamönnum um og ó, þegar ekið var niður þver- hnýpta fjallshlíðina, en Bret- arnir sefuðu þá, og sögðu að á þessari leið væru þeir öruggari en í Austurstræti. Hins vegar hefðu þeir farið niður Hamra- hlíð á öðrum og verri stað að morgni sama dags og það hefði verið dálítið hættulegt Fjaðraútbúnaður Austin Gipsy er séstaklega gerður til þýðrar keyrslu um vegleysur. Sem land búnaðarbifreið hefur hann marga kosti. Að framan má tengja við vélina vindu eða pumpu. Undir miðjunni er hægt að tengja raf- magnsvél, sem getur t.d. knúið rafsuðutæki og að aftan má tengja við bifreiðina hverskonar tæki, sem ætluð eru fyrir drátt- arvélar. Dudley F. White og Leslie H. Hussein, fulltrúar Austin verk- smiðjanna hafa að undanförnu farið víða um og ekið Austin Gipsy um 250 þús. kílómetra vegalengd í ýmsum löndum Ev- rópu, Asíu, Afriku og Ástralíu. Dudley F. White (t.v.) og Leslie H Hussein virða fyrir sér vél Austin Gipsy. Komin út ævisaga Jón l’óðsnillingsins og þýðandans frá 18. öld sonar. „JÓN ÞORLÁKSSON — þjóð- skáld íslendinga“, en svo nefnist ævisagan er um 300 bls. að stærð prýdd mörgum myndum Er bókin októberbók AB 1963 og þarf ekki að efa, að almenn- ingur muni fagna því að eiga nú greiðan aðgang að ýtarlegri sögu um ævi síra Jóns og um leið mörgum þeirra frábæru ljóða og ljóðaþýðinga, sem hann varð frægur fyrir á sinni tíð — og æ síðan, en Jón Þorláksson var fyrstur nefndur því sæmdarheiti — þjóðskáld íslendinga. í bókinni segir frá því hvernig umhorfs var í íslenzku þjóðlífi um og eftff miðja 18. öld, þegar Jón Þorláksson ólzt upp og lifði sínu ma'rgbrotna lífi. Sagt er m.a. frá skólavist hans í Skálholti, amtsskrifara- starfi á Leirá og Bessastöðum, prestskap hans í Saurbænum og hempumissi tvívegis. Þá er greint frá veru hans við prent- yerkið í Hrappsey, þar sem hann fyrstur íslenzkra skálda hand- lék eigin ljóðabók árið 1774; síðan uppreist hans og prest- skap norður á Bægisá, fátækt og basli þeirra tíma — og óbug- andi elju síra Jóns við ljóða- þýðingar og kveðskap, en eins og allir vita þýddi hann m.a. Paradísarmissi Miltons og fleiri meistaraverk. Loks segir frá hjú skap Jóns, börnum hans og niðj- Bægisá Sr. Sigurður Stefánsson. um. *■ Þetta er fyrsta bók sr. Sigurð- ar Stefánssonar, vígslubiskups, en hann hefur í tómstundum frá prestsstörfum og umfangs- mikilli bústjórn á Möðruvöllum lagt stund á íslenzka kirkjusögu ritað og flutt erindi um það efni. Hinum margvíslega fróðleik um ævi og störf síra Jóns á Bægisá hefur hann viðað að sér nú um tveggja áratuga skeið og mun því enginn núlifandi manna taka honum fram um þekkingu á ævi ferli hins merka þjóðskálds. Bókin er prentuð í prent- smiðju Jóns Helgasonar, mynda mót eru gerð hjá Prentmót hf., bókbandsvinna unnin af Bók- felli hf. og kápu hefur Tómas Tómasson teiknað ' ÆVISAGA séra Jóns á Bægisá, hins mikla ljóðasnill- ings og þýðanda, sem uppi var fyrir tveim öldum, er komin út hjá Almenna bókafélaginu. Er sagan skrifuð af síra Sigurði Stefánssyni, vígslubiskupi Hóla- stiftis, en hann er manna kunn- ugastur hinum stormsama en stórbrotna æviferli Jóns Þorláks- bíl við Skeggjastaði skammt aust an Selfoss. Ökumaðurinn missti vald á bílnum, sem snérist á veginum og valt út í skurð. Öku maðurinn datt út úr bílnum og lenti undir honum í skurðinum. Fólk úr bíl, sem þarna kom strax að, hjálpaði manninum undan bílnum. Fór hann til lækn is á Selfossi en reyndist ekki mikið meiddur. Bíllinn er hins vegar ónýtur talinn. s á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.