Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 17
* Miðvikudaefur 20. nóv. 1963 MORGUNBLADID 17 ulný Hróbjartsdótfir Jón Sigmundsson, sparisjóbsgialdkeri, sjötugur Minning LÁTIN er nú fyrir skemmstu Guðný Hróbjartsdóttir, fyrrv. húsfreyja að Þjótanda við Þjórsá austur. Dvaldist hún hér í borg um hríð og leitaði sér hlés, og fann það, í kröm og hratviðrum hárrar ævi. Síðasta andvarp var tekið í ná- ■vist kærra frænda, og voru þá liðin níu ár nærfellt hins níunda tugar aldurs hennar. Dyggur þjónn og trúr lagði ferðastaf frá sér og lagði hönd á brjóst til hvíldar og friðar sér. Fyrir því rita ég minningu þessa, að 1933 gjörðist ég prestur austur í Árnessþingi og þjónaði að Ólafsvallakirkju, en þangað á Þjótandi kirkjusókn. Hófst þá vinátta við fólkið þar og kynni um örlög fólks þess, er þar bjó, og baráttu háði við örlögþrungna erfiðleika og hamingju. Á vori 1897 fluttust ung hjón og nýgift ofan úr Ytrahreppi, þar sem uppruni beggja var, og nið- ur að Þjótanda í Villingaholts- hreppi og reistu sér byggð og bú þar. En þessi ungu hjón voru Einar Brynjólfsson frá Sóleyjar- bakka og Guðný Hróbjartsdóttir frá Grafarbakka. En Þjórsá söng þeim sigursöngva og þuldi þeim örlög og sköp. Hinn ungi bóndi varð brátt áskynja um, að einhver nam frá honum þrótt hans og afl. Hinn „hvíti“ vágestur gerði boð um það, er verða átti. Því leitaði hann sér unaðar við áreynslu- minni störf og starfsþörf farvegs, þar sem afli var eigi beitt. En húsfreyjan, sem var hraust og þróttmikil, sótti gaman sitt í sigra við hin erfiðari fangbrögð. Hjónaband þessara nýbyggja var blessað með gjöf fjögurra brosandi barna, þriggja drengja og ungmeyjar fagurrar. Hamingjan hló við ungum innflytjendum. En brátt bar skugga yfir, eins og þegar rán- fugl" fló yfir friðsælt bú. Hinn ungi brúðarmaður varð svo magni sviptur, að hann gekk eigi heill til skógar framar. Hinn hvíti dauði sýndi mátt sinn og felldi í helfjötur hið fyrsta ung- menni þeirra. En húsfreyjan, Guðný á Þjótandi, gekk hugarró á hólm við alla örðugleika og sagði öllu böli stríð á hendur. Geðró mætti hún hverju fári til hinzta bardaga. En þó veit ég, að hún mátti segja: „Ég geng með innri, ótta og allt mitt ráð er valt.“ Þegar hún sá börnum sínum „roðna rósir á vöngum“, gladdist móðurbrjóst. En uggur kom á samri stundu og gjörði hug óttafullan. Og 1929 máttu þessi hjón mæla sem Hallgrím- ur: „Nú ertu leidd min ljúfa, lystigarð drottins í“. Áður lét- ust enn synir þeirra tveir. Þrem árum síðar boðaðist Einar á Þjót- anda „að borga sitt gjald.“ Þá var Guðný orðin ein um minn- ingar liðins tíma ásamt syninum, sem enn var eftir, Ólafi, sem þó fól í sér geig, sem hann og aðrir ástvinir hlutu að verða haldnir. En loks var allt goldið, því að 30. júní 1961, þegar Ólafur sonur hennar hafði fyllt sjötta tug ald- ursins, var hann sunginn til mold ar. í þann mund tók þróttur hinnar styrku konu að daprast. — En þó var eitt eftir enn. Ævibraut hennar hafði lögð verið um bjarta vegu. Hún var borin á góðu heim- ili og þótti vænleg til góðs þroska. Ástin kallaði til lífs. En þar virtist hamingjunni skopast skeið. Dropinn breytti veig heill- ar skálar. En drenglund og ást til manna tókst þó eigi að svæfa. Á ævileið átti þessi fagra, unga og þróttmikla kona í leik við það, sem veldur mörgum tjóni á sál og hamingju. Brást hún stundum við með svölum orðum og meitluðum. En þó þykir mér helblómstur hafi vaxið henni í hug, frostrósir feigðarkulda gjörst á glugga hugsunar henn- ar. Vilji hennar laut þeim örlög- um seinast að halda því, sem hún unni mest og sá fegurst, lífi og hag og hamingju hins eina sonar, sem eftir var. En þegar hann einnig var látinn, hófst sigurgangan á braut hennar, sem endaði á fullkominni hugarró, sátt við örlög öll. Hlakkandi gekk hún í dýrðarsal Drottins, blessandi alla, þakkandi Guði fyrir allt og alla. Þannig deyja göfgar konur og miklir menn. En getið skal þess að lokum, að vandamenn hennar eru eigi enn allir af sviði horfnir. Eftir eru enn sonarbörn hennar fjög- ur, er blessa minningu ömmu sinnar svo og tengdadóttir henn- ar, sem átti hlut í ást með henni til hins síðasta sonar. En framast minnumst vér og þökkum systurinni kæru, sem ævi alla átti ástarhlut í örlögum hennar og lífi. — „Þín örlög eru mín“, máttu þær segja. — Þannig týnast aldrei tryggðir þeirra, sem unn- ast frá æskudögum. Allt hennar frændlið mælir: „Fari hún ævin- lega sæl. í Guðs friði." Þökk sé þeim öllum tjáð. Gunnar Jóhannesson. Fasteignasalan Tjarnargötu 14. — Sími 23987. Kvöldsími 14946 — 32652. Til sölu 4 herbergja íbúð á glæsilegum stað á hitaveitusvæðinu. — íbúðin er 120 fermetrar, efri hæð í tvíbýlisihúsi. Herbengi í kjallara fylgir, bílskúr. Fagur garður. Malbikuð gata, bílastæði. 4 herbergja vönduð fbúð í vesturbænum. Þvottavélar og 3 geymslur í sameign. Bílskúrsréttur. Góð áhvíl- andi lán. Laius 14. maí. 5 herbergja íbúð til sölu I Hamrahlíð, 147 ferm. Hægt að leigja út tvær stofur úr fremri forstofu með sér snyrtingu. íbúðin er á 2. hæð. Góður staður. 2 herbergja íbúðir til sölu á Holtsgötu, Melabraut og Laingholtsvogi. Tll sölu: / smiðum Einbýlishús í Silfurtúni, Ægis- grund, Melgerði og Kastala- gerði. Hagkvæmir gkilmál- ar. Skipti möguleg á íbúð- um. 2ja, 4ra, 5 og 6 herb. ibúðir til sölu í Háaleitisbraut. — Seljast tilbúnar undir tré- verk til afhendingar í vor. Glæsilegar hæðir á hitaiveitu- svæðinu til sölu í tvíbýlis- húsum. Seljast fokiheldar með uppsteyptum bílskúr. Raðhús £ Álftamýri selst til- búið undir tréverk. Sam*t. 300 fermetrar. 180 fermetra fokheld íbúðar- hæð í tvíbýlishúsi á Sel- tjarnarnesi til sölu. Góðir skilmálar. Áhvílandi lán til langs tíma. Munið að eignaskipti eiru oft möguleg hjá okkur. 1. NÓV. átti Jón Sigmundsson, gjaldkeri Sparisjóðs Akraness, sjötugsafmæli. Jón er einn mæt- ustu sona síns byggðarlags, og því verðugt, að hans sé að nokkru getið á þessum tímamót- um í ævi hans. Hann hefur verið og er einn í hópi merkisbera menningar fyrir sína byggð og bæ, og það í mörgu tilliti. Það er svo um Jón, að hann hefur ekki um ævina átt samleið með öllum, og' tel ég það honum til gildis, en góður vinur er hann sínum vinum, flestum traustari og tryggari. Þetta er afmælis- kveðja, fyrst og fremst, með al- úðarþökk fyrir löng kynni og góð. Jón Sigmundsson er af góðu og traustu bergi brotinn. Foreldrar hans voru Sigmundur Guðmunds- son og Vigdís Jónsdóttir, kona hans. Þau bjuggu í Görðum á Akranesi, hinu forna prestssetri og kirkjustað, frá 1892 og lenigi, og þar er Jón fæddur. Þau hjón í Görðum, Sigmundur og Vigdís, voru mikilsvirt á sinni tíð og víð- kunn fyrir gestrisni. Meðan sam- göngum var á annan veg háttað, en nú er, var oft gestkvæmt í Görðum. Ferðamenn áttu þar leið um í og úr kaupstað á Akranesi, og var þá oft greiða þörf, eins og genigur. Sá greiði var jafnan veitt ur af stakri velvild og umhyggju, og er þá fæst talið, sem í minni geymist um þau ágætu Garða- hjón. Sigmundur í Görðum var árrisull iðju og áhugamaður, og Vigdís, kona hans, þróttmikil og traust og mikil móðir bömum sínum. Og — sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.. — Garðar voru löngum prestssetur, frá fyrstu kristni til 1886. Þar byggði fyrst- ur Jörundur kristni, írskur mað- ur. Saga Garða er löng og merki- leg. I Görðum trítluðu um stétt- ar litlir drengir og stúlkur, sem síðar urðu þjóðkunnugt fólk. Af mörgum má nefna: Grím amt- mann og systur hans, Ingibjörgu, húsfreyjuna á Bessastöðum, móð- ur Gríms Thomsen, skálds, séra Sveinbjörn Hallgrímsson, rit- stjóra Þjóðólfs, að ógleymdri Guðnýju Böðvarsdóttur, móður Snorra Sturlusonar, sem mun vera fædd í Görðum og alin þar upp. Á þessum stað sleit Jón Sigmundsson barnsskónum og vel það. Og mjög ann Jón þeim stað, og ölluim öðrum stöðum meir. — Eins og títt var með jafnaldra Jóns, lá leið hans út á sjóinn á unga aldri, og sjó- maður var hann um nokkurt skeið ævinnar. Hann var einn þeirra tápmiklu drengja á Skaga, sem fyrr og síðar vildu reyna afl sitt og þor í átökunum við Ægi. En Jón Sigmundsson átti fleiri hugðarefni, og víst er um það, að þegar svipazt er um á farinni leið, finnúm við spor hans harla víða. Það er langur dálkur, ef allt væri talið. Jón hefur helgað fóst- urbyggð sinni, Akranesi, starfs- daginn óslitið, að kalla má. Og margt er það í sögu Akraness frá þessum árum, sem horft hefur til menningarauka og hollustu í bæjarlífinu, sem Jón hefur verið viðriðinn. Og þar sem hann hef- ur lagzt á sveif, hefur jafnan um munað. Fjölmörg samtök til efl- ingar hollu og góðu félagslifi eiga honum þakkir að gjalda: Góðtemplarareglan, sem Jón hef- ur gefið mikið starf í áratugi, söngfélag í bænum, þ. á m. Karla kóriinn Svanir, sem hann hefur sungið í nokkuð á fimmta ára- tug, eða svo lengi sem kórinn hef ur starfað, og syngur þar enn með siinni góðu bassarödd. Um árabil var hann formaður kórs- ins, og hefur alla tíð lagt sig mjög fram til viðgangs honum og sæmdar. Enn má telja: Tón- listarfélagið, sem Jón hefur stutt með ráðum og dáð, slysavarna- málin og fl. o. fl. Margar eru þær nefndir og „ráð“, sem Jón hefur setið í um dagana, kjörinn af samborgurum sínum. Efa ég, að nokkur einn á Akranesi geti í því efni talað um fífil sinn feg- urri, en hann. Áður en Akranes fékk bæjarréttindi átii Jón sæti í hreppsnefnd Ytri-Akranes- hrepps, og var oddviti hennar um skeið. Svo var 1936, er Kristján konungur 10. heimsótti Akranes, fyrstur konunga og sá eini, sem þar hefur stigið fótum á land. Það féll í hlut Jóns að heilsa hinum tignu gestum á bryggj- unni við komuna og ávarpa þá. — Enn er ótalinn sá þáttur í störf- um Jóns, sem ég vildi sízt láta liggja í láginni, en hann er þjón- usta hans fyrir kirkjuna. Sú þjón usta er orðin löng og mikil. Auk þess að hafa verið í kór Akranes- kirkju í áratugi, og þann veg orðið kirkju sinni til uppbygg- ingax og fyrirmyndar mörgum, hefur Jón átt sæti í sóknarnefnd árum saman, og jafnframt verið fjárhaldsmaður kirkjunnar. Það starf, út af fyrir sig, hefur tekið margar stundir af tíma Jóns, en 'ljúft hefur honum verið að vinna þetta verk, sem önnur fyrir kirkjuna, og án nokkurs endur- gjalds eða þóknunar. Jón er vak- andi maður gagnvart kirkju sinni, og hefur áhrifa hans gætt í mörgum greinum henni til hags og heilla. — Þegar Byggða- safni Akraness og nærsveita var komið á fót og því valinn staður til varðveizlu I ®örðum, fæðing- arstað Jóns, var það honum feg- insefni, veit ég, enda átti hann sjálfur sinn þátt í þeirri ráð- stöfun, að gamla Garðahúsið var gefið safninu. Og vel var, að ein- mitt hann varð formaður byggða- safnsnefndar, er hún var kjörin, og er enn, svo mikil ítök sem Garðar eiga í -huga hans. Þannig var komið, að hið gamla höfuðból hafði sett mjög niður, og við borð lá, að þær minjar, sem þar voru, yrðu útmáðar. Jón átti sinn þátt í því, að eigi kom til þeirrar óhæfu. Sú skuld, sem Görðum, hinum söguríka stað, hefur þeg- ar verið greidd, þó í smáu sé, er Jóni gleðiefni, og um framvind- una þar heima á staðnum, til meira átaks, á Jón sína drauma. — Jón hefur um larigt skeið verið gjaldkeri Sparisjóðs Akra- ness og umboðsmaður Bruna- bótafélags íslands. Kona Jóns er Hendrikka ólafsdóttir Finsen, héraðslæknis á Akranesi. Eiga þau hjón þrjú börn uppkomin. Jón Sigmundsson er gjörhug- ull, víðlesinn og fróður. Hann ann því framar öllu, sem þjóð- legt er, dýrum arfi feðra og mæðra, tungu og sögu. En það, sem einkennir Jón sérstaklega er hans ríka tilfinning fyrir heiðar- leik í þágu hvers verks, sem hann leggur hönd á. Það allra bezta er þar aldrei of gott, að hans dómi. Enda hefur hann not- ið óskoraðs trausts samferða- manna sinna. — Jón Sigmunds- son og ég höfum átt samleið og náin samskipti í mörg ár. Við erum ólíkir í sumu, nafni minn, eins og gengur. Og það vitum við báðir. En þegar bilið hefur verið mest, hefi ég bezt fundið auðlegð þína. Slíkt er einkenni hinna beztu manna. — Ham- ingjuóskir okkar hjónanna til þín, vinur, og fjölskyldu þinnar. Við þökkum þér liðin ár. Megi hin ókomnu verða þér heillarík. Jón M Gúðjónsson. Blandaður kór stofnaður í Eyjum Vestmannaeyjum, 13. nóv. NÝLEGA var stofnaður hér blandaður kór og eru meðlimir um 30 talsins. Steingrímur Sig- fússon frá Patreksfirði verður söngstjóri, en Hjálmar Eiðsson er formaður stjórnarinnar. Hér var áður fyrr starfandi blandaður kór, svo segja má að í rauninni sé um endurvakningu að ræða. — Björn Skribbíll / ferbum yfir Skeibarársand ÞINGMENNIRNIR Jónas Péturs son (S) Ragnar Jónsson (S) Páll Þorsteinsson (F) og Sverrir Júlí- usson (S) hafa lagt fram eftir- farandi þingsályktunartillögu í Sameinuðu Þingi: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta á næsta sumri hefja skipulagðar tilrauna ferðir með skriðbíl yfir Skeiðar- ársand milli Lómagnúps og Ör- *efa. í greinargerð með tillögunni er minnzt á skriðbíl þann, sem Allþingi heimilaði ríkisstjórninni í des. 1962, að festa kaup á í þeim tilgangi að fá úr því skor- ið, hvort á þann hátt yrði opnuð samgönguleið fyrir Skaftfellinga yfir Skeiðarársand og að öku- fært yrði á léttum bifreiðum um- hverfis landið. Skriðbíllinn hefði verið reyndur á sl. sumri og gefið mjög góða raun. Telja flutningsmenn nauðsynlegt að nú verði athugað sem fyrst hvort fjárhagsgrundvöllur, sé fyrir hendi að reka slíkan vatnadreka til flutninga á framangreindri leið. í lok greinargerðarinnar er svo komizt að orði: Öræfingar hafa nú um árabil notið flugtækninnar til lausnar á samgönguvanda sínum að veru legu leyti. Má þar einkum nefna, eð sláturafurðir þeirra hafa ver- ið fluttar með flugvélum. í þvi fólst stórkostleg umbót og öryggi. Hinu ber ekki að neita, «ð sú lausn hlýtur að vera all- kostnaðarsöm. Það er því hags- munamál Öræfinga jafnt sem þjóðarinnar í heild, að tálmun- arlitlar samgöngur á landi opn- ist við Öræfin. öræfinga sjálfra vegna er meiri nauðsyn að opna landleiðina austur til Hafnar í Hornafirði. En engin framkvæmd mundi hrinda því máli örar áleiðis heldur en einmitt sú, sem opnaði þessa höfuðtorfæru í sam göngumálum landsins, sem vötn in á Skeiðarársandi eru. Sá möguleiki, sem nú virðist fyrir hendi með vatnadrekanum til lausnar á þeim vanda, getur ver- ið úr sögunni fyrr en varir. Þess vegna teljum við flutningsmenn nauðsynlegt, að fast og örugglega sé fylgt eftir að gera til fulls þá tilraun, sem hafin var með vatna drekanum sl. sumar. Bretur vilju ouka viðskipti London 14. nóv. (NTB). EDWARD Heath, viðskiptamála- ráðherra Breta, skýrði frá því í ræðu í Neðri má'lsstofu brezka þingsins í dag, að Bretar óskuðu aukinna viðskipta við Sovétrík- in og önnur Austur-Evrópuríki og væru fúsir til þess að endur- skoða núverandi viðskiptasamn- inga samkvæmt ósk Austur- Evrópuríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.