Morgunblaðið - 09.01.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.01.1953, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 9. jan. 1953 í Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Fraxnkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, Imanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. Verzlunarfrelsi tryggir heil- brigða viMiptahætti Ljósin við Láfrabjarg: Leit á sjó, landi og úr lofti í gær aran KOMMÚNISTAR og Alþýðu- fiokksmenn hafa haldið þvi á- kaft fram undanfarin ár, að skefjalaust okur á nauðsynjum almennings væri nú megin ein- kenni verzlunar og viðskipta. Fyrir þessari staðhæfingu sinni hafa þeir að vísu ekki getað fært önnur rök en þau, að örfáir inn- flytjendur hafi í þann mund, er verziunin var gefin frjáls að tölu- verðu leyti, gerst sekir um ó- hæfilega álagningu. Hér í blað- inu og af hálfu ríkisstjórnarinn- ar hefur framkoma þessara fáu aðilja verið harðlega vítt. En því fer víðs fjarri að hún gefi tilefni til þess að bregða allra verzlunarstéttinni um okur. Það var ómaksins vert, að at- huga lauslega, hvernig hugsan- legt væri, að slíkum verzlunar- .háttum yrði við komið. Af hálfu stjórnarandstæðinga er því almennt haldið fram, að álagning samvinnuverzlunarinn- ar sé hófleg. Hjá henni sé því ails ekki um okur að ræða. Þá er næst hendi að gera sam- ar.burð á verðlaginu hjá kaupfé- lögunum og einkaverzluninni. Af skýrslum þeim, sem verðgæzlustjóri hefur safnað um verðlagið víðsvegar á landinu, bæði hjá kaupmönn- um og kaupfélögum, er auð- sætt, að yfirleitt er verðlagið alls ekki hærra hjá einkaverzl unum en hjá félagsverzlunum. Þess kunna að vísu að finnast einstök dæmi. En þess eru þá einnig dæmi að verðlag á ein- stökum vörutegundum sé hærra í verzlunum kaupfélag- anna. í slíkum verðmismun á ein- stökum vörutegundum þarf alls ekki að felast nein hneigð til okurs eða óeðlilegra viðskipta- hátta, hvort sem það eru einka- verzianir eða samvinnuvérzlanir, sem í hlut eiga. Munur á teg- undum og misjafnlega hagstæð innkaup geta vaidið honum. Að sjálfsögðu er á#æðan stundum hærri álagning en almennt ger- ist. En ef það er nú þannig, að sljórnarandstæðingar telja álagn- ingu kaupfélaganna yfirleitt hóf- lega og verðlag hjá einkaverzlun- inni er ekki hærra, hvernig standast þá fullyrðingar þeirra um að okrað sé á nauðsynjum almennings? Þær standast alls ekki, heldur hrynja til grunna. Þetta er áreiðanlega kjarni málsins. Verðlagið er almennt hið sama hjá kaupmönnum og kaupfélögum. Það liggur líka í augum uppi, að ef verðlagið væri lægra hjá kaupfélögunum hlvti einkaverzlunin að missa viðskipti fólksins. Hún hlyti að verða undir í samkeppn- inni. Nú er það staðreynd, að þrátt fyrir skattfriðindi samvinnuverzl unarinnar, hefur hún ekki getað boðið lægra vöruverð en einka- verzlunin. Það er svo allt annað mál, að á undanförnum árum hefur verð- Iji^ yfirleitt farið hækkandi í I^iminum. Hefur það að sjáif- sogðu bitnað á íslenzkum al- njenningi eins og öðrum þjóð- um. Sá stuðningur, sem sjávar- útVeginum er veittur með hinum svokallaða bátagjaldeyri hefur einnig leitt til hækkaðs verðlags. En brýnustu nauðsynjar almenn- ings hafa þó alls ekki verið keyptar fyrir þann gjaldeyri. Hvorki kommúnistar né Al- þýðuflokksmenn hafa heldur bent á neitt annað úrræði til stnðnings bátaútveginum. Al- þýðuflokkurinn hefur meira að segja flutt frumvarp á AI- þingi, þar sem gert er ráð fyrir lögfestingu bátagjaldeyr- isskipulagsins. Stjórnarandstaðan stendur því mjög illa að vígi um gagnrýni á þeirri hækkun verðlagsins, sem leiðir af gjaldeyrisfríðindum út- vegsins. Það er líka staðreynd, sem ekki verður sniðgengin, að verzlunin hefur orðið öllum almenningi miklu hagstæðari síðan rýmkv- að var um innflutninginn. S. 1. tvö ár hafa allar brýnustu nauð- synjar jafnan verið fáanlegar. Svarta markaðs braskinu hefur verið útrýmt og vaxandi sam- keppni hefur gætt um viðskipti fólksins. Margt bendir til þess, að verðlag á heimsmarkaðinum muni ekki hækka á næstunni. Á einstökum vörutegundum hefur þegar orðið nokkur verðlækkun. Ætti því að mega vænta þess, að verðlag hér á landi fari heldur lækkandi á næstu mánuðum. Stefna Sjálfstæðisflokksins í verzlunarmálunum hefur verið skýrt mörkuð. Hann telur að frjáls verzlun sé lík- legust til þess að tryggja hags- muni neytenda, skapa sem lægst vöruverð, vöruvöndun og heilbrigða viðskiptahætti. Sjálístæðismenn vilja að fólk- ið haíi frelsi til þess að ráða því, hvert það beini viðskipt- um sínum. Fyrir þessari stefnu munu þeir halda áfram að berjast. Fólkið á Látrum fullyrðir að ekki hafi verið um að ræða skip á siglinp. • , BJÖRGUNARVÉLFLUGA frá Keflavíkurflugvelli, þýzka eftirlits- skipið Meerkatz, vélskipið Sigurfari, bændur og búandlið á Hval- lótrum, leitaði í gærdag frá birtingu fram í myrkur að bát þeim eða fleka, sem sendi neyðarljósmerkin við Látrabjarg í fyrra- kvöld. Leit þessi bar ekki árangur. — Fólkið að Látrum, sem fréttaritari Morgunblaðsins átti í gær símtal við, telur fullvíst aö Ijós þessi hafi komið frá einhverjum mönnum, sem verið hafi í hættu út af Látrabjargi. «- SKIPULÓGÐ LEIT Björgunarvélflugan kom á vett- haldið áfram af sömu skipum. — vang um klukkan 2 í gærdag. - F]ugvél tók einnig þátt í henni. Leit velflugunnar var stjórnað Þá var farið upp á hæstu fjöll frá Meerkatz. Var flogið bæði með sjónauka, því að skyggni var ,d3upt og grunnt beggja vegna tt og yeður kyrrt E:nnig var . Bjargtanga. Bændurmr fra Latr- leitað með ströndinni, 'en allt án j um gengu meðfram ströndinni og árangurs suður fyrir Bjargtanga. Þýzka ‘ skipið er búið öllum Mikill straumur og þungur er fullkomnustu tækjum, sem að við Látraröst og við bjargið gagnl matfu koma við slíka leit. hættulegir grynningar. Þegar Leitin hefði orðið mun auð- folkið a Latrum sá ljósið síðast, veldari> ef hægt hefði verið að um kl. 6,45 um kvoldið, virtist hafa beint talstöðvarsamband við ! Flðiri flokkar! ÞÆR RADDÍR hafa stundum heyrzt síðustu árin, að nauðsyn beri til þess að stofna hér nýj- an eða nýja stjórnmálaflokka. Með því myndi hægt að skapa aukna festu og heilbrigði í ís- lenzk stjórnmál. Allt bendir til þess að þessar skoðanir eígi við lítil rök að styðjast. Reynsia allra þjóða er sú, að þess fleiri flokka, sem þær skiptast í, þess meiri glundroði og los skapast í stjórnmálum þeirra. Sumstaðar hefur flokka- fjöldinn beinlínis greitt götu ein- íæðis og ©fbeldis. Gleggsta dæmið um afleiðing- ar margra flokka getur að lita í Frakklandi. Þar hafa verið fifeiri stjórnmálaflokkar en í nokkru öðru landi Evrópu. En þar hefur einnig rikt meiri upp- lausn og stjórnmálaspilling en nokkursstaðar annarsstaðar, þar sem lýðræði er grundvöllur þjóð- skipulagsins. Okkur íslendinga vantar ekki fJeiri stjórnmálaflokka. Þeir mættu þvert á móti vera færri og eðlilegar uppbyggðir en raun ber vitni. Tveggja flokka kerfi er áreiðanlega líklegast til þess að tryggja þessari þjóð heilbrigt stjórnaríar. það vera komið nærri landi. EKKI SIGLINGALJÓS Fólkið, sem þarna hefur lifað og starfað alla sina ævi, og fylgst hefur með feiðum báta og skipa, telur það engum vafa undirorpið að einhverjir - menn haíi verið þarna í nauðum staddir og að ljósið hafi verið neyðarmerki þeirra. Það komi ekki til mála, að þarna hafi verið um að ræða skip á venjulegri siglingu, segir fréttaritarinn á Patreksfirði, Gunnar Proppé, í skeyti sínu. Ilann átti í gærdag samtöl við fólk á Látrum um þessa sýn, sem því ber öllu saman um. ENGINN SKIPTAPI Ekki er vitað um neinn skip- tapa á þessum slóðum síðan á Þorláksmessu, er þýzki togarinn N. Eberling hvarf með allrí áhöfn um 30 sjómílur suðvestur frá Látrabjargi. Svo getur farið, að aldrei! muni takast að sanna þessa sýn, sem Létrafólkið telur sig hafa séð, sagði fiéttaritarinn að lokum. Þórður Jónsson fréttaritari Morgunblaðsins á Hvallátrum símaði Morgunbl. í gær, um þetta furðuljós. Er skeytið mjög sam- mála fregn þeirri, er blaðið birti í gær um ljósið. SKEYTIÐ FRÁ LÁTRLM í skeytinu segir Þórður m. a. á þessa leið: — Harður suðurstraumur var á, er við sáum ljósið fyrst, um kl. 4 á miðvikudaginn. Bar Ijósið ört í áttina að Látraröst, en þar var sjór mjög úfinn. Rétt fyrir kl. 18,00 og aftur kl. 18,45 sást ljósinu bregða fyrir og var það mjög dauft. Var það þá komið suður undir eða suður á Röst. Sigurfarinn, sem þá var að koma á vettvang, sá cr ljósinu brá fyrir í siðasta skiptið. Setti báturinn stefnuna á það, en það var nokkru nær landi en bátur- inn. Nokkrum minútum síðar sást ljós, litið eitt dýpra, það varð til þess, að Sigurfari breytti um stefnu á það, en brátt kom í Ijós, að þetta var skip að koma úr hafi. Þetta truflaði okkur einnig. Sást Ijósið ekki aftur eftir þetta. Skipin leituðu fram á nótt. Einnig var leitað með strönd- inni. Svart myrkur var og sjór úfinn, er leitin hófst, en fór lægj- andi. Vindkaldi stóð á land. LEITAÐ í GÆR í BEZTA VEÐRI í morgun, fimmtudag, var leit leitarskipin frá Látrum, en slík talstöð hefur ekki fengizt hingað, sagði Þórður Jónsson að lokum. VVeltervigt CHICAGO 8. jan. — Hnefaleika- maðurinn Chuek Davey frá Chicago hefur skorað Kúbamann inn og heimsmeistarann i Welter- vigt á hólm. Ákveðið er að bar- daginn fari fram 11. febrúar. — NTB Spilakeppni S.G.T. NÝ SPILAKEPPNI hefst í kvöld hjá S. G. T. í Góðtemplarahús- inu, eftir hlé, sem verið hefir um jólin. „Félagsvist og dans“ S. G. T. á föstudagskvöldum er orðin ein vinsælasta tegund skemmtana, sem hér eru haldnar. Ágæt spila- verðlaun eru veitt fyrir hvert kvöld, furðu dýrmæt, miðað við hið lága verð aðgöngumiðanna (15 kr.) Sex þátttakenaur fá verðlaun hvert kvöld. Auk þess eru möguleikar á að vinna aðal- verðlaun eftir nokkur kvöld, fyr- i; þá, sem sækja þessi spilakvöld að staðaldri og taka þannig þátt i allri keppninni. Fjórir þátttakendur fá aðal- verðlaun. Næsta keppni stendur yfir 5 föstudagskvöld. Stundum h.efir verið svo fjölmennt að spil- að hefir verið bæði í aðalsal húss ins og uppi í loftsalnum. Spilað er frá kl. 9 til kl. 10.30 og síðnn dansað til kl. 1, aðallega eldri dansarnir og hinir látlausari af þeim nýju. Skemmtanir þessar sækir fólk á öllum aldri frá 16 til 15 ára, sem vill skemmta sér á ódýran hátt og án áfengis, enda einkenn- ast þessar samkomur af menn- ingarbrag og óspilltri skemmtun. — Veitingar eru ágætt kaffi, góð- ar heimabakaðar kökur og gos- drykkir, allt á mjög hóflegu verði. — S. G. T. á þakkir skilið fyrir þessar ágætu skemmtanir, og því fremur, að þær virðast ekki haldnar í þeirn tilgangi að græða á þeim. Fastagestur. Eru böðnir tii Kapri CAPRI — Yfirvöldin á Kapri hafa sent Eisenhower og Stalín erindi þess efnis, að þeim sé mjög ljúft að bjóða þeim til eyjarinnar ef þeir vilji halda viðræðufund sinn þar. Velvakandi skrifai: ÚB DAGLEGA L1F2ZUU Dagurinn lengist jVIÐ erum komin yfir svartasta | » skammdegið. Daginn er tekið að lengja, sólin er farin að hækka á lofti. Og þó höfum við varla orðið vetrarins vör. Svo milt og blítt hefur veðrið verið þennan vetur. Það er líka talað um að „elztu menn muni ekki annað eins veðurfar". Ekki held ég að það sé rétt. Fyrir nokkrum dögum talaði ég við bónda, sem býr búi sínu norðarlega á Vest- „fjörðum. Veðrið barst í tal og hann sagði mér frá því, að á jóla- dag árið 1934 hefði hann fundið sóley útsprungna í túr.inu hjá sér. Okkur hættir til þess að ýkja ýmislegt, jafnvel góða veðrið, sem að vísu verður aldrei of gott. En það er dásamlegt að vera kominn yfir dimmasta tíma árs- ins. Nú færir hver dagur sem líður okkur nær- vori og sumri. H Fyrirspurn frá Kópavogsbúa TÚSMÓÐIR í Kópavogi" beinir eftirfarandi fyrir- spurn til fræðslumálastjórnar- innar: „Ég vildi mega beina þeirri fyrirspurn til fræðslumálastjórn- arinnar, hvort hún sé samþvkk því að barnaskólinn hér í Kópa- vogshreppi sé notaður til dans- leikjahalds og börnín í hreppn- um látin kaupa sig þar inn á slíkar samkomur. Það er ekkert launungarmál að ! , Ég álít að þetta sé óhæfa. — Þess vegna vil ég að fræðslu- málastjórnin láti álit sitt í Ijósi á þessu máli og svári þeirri fyrir- spurn minni greinilega, hvort leyfilegt sé að nota skólahúsið til dansleikjahalds. — Húsmóðir í Kópavogi". • fi Að Reykjalundi AÐ Reykjalundi í Mosfellssveit er Samband íslenzkra berkla- sjúklinga stöðugt að færa út kvíarnar. f vor verður lögð aðal- áherzlan á að ljúka þar smíðí fyrsta vinnuskálans. Ætlunin er að hefjast eins fljótt og unnt er handa um byggingu tveggja ann ara vinnuskála. Þá þarf og að fjölga þar íbúðarhúsum vist- manna, svo að sem flestir geti búið þar. SIBS nýtur forvstu áeætra og dugandi manna. Oll þjóðin stend- ur að baki þeim og mun styðja þá til áframhaldandi fram- kvæmda að Revkjalundi. Þar er rekin ein myndarle«asta og merkilegasta heilbrigðisstofnun landsins. mörgu fólki hér syðra blöskrar það að skólinn skuli notaður í þessu skyni. Undanfarið hefur það einnig hent, að þar hefur verið töluvert um ölvun. Þangað hafa komið unglingar bæði úr Kópavogi og Reykjavík og haft þar vín um hönd. Þin-slíöp í Ástralíu, 'YRIR skömmu barst mér í hcndur smáfrétt úr ensku blaði, þar spm skýrt var frá þing- sköpum Ástralíuþings. Sam- kvæmt þeim er þingmönnum rtranpie"a bannað, að nefna hver aðra eftirfarandi nöfnum: Þorp- ara, þrjóta, blóðsuffur, héiðingja, vindbelgi, skorkvikindi, þefara, skriðdvr, læðunoka, kjölturakka f:ða síðhærða asna!!! Það lítur helzt út fvrir að þing- ménn í Ástraiíu hafi einhvern- tíma tekið hressilega upp í sig í þingræðum fyrst nauðsynlegt er talið að setja slíkar reglur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.