Morgunblaðið - 09.01.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.1953, Blaðsíða 2
r MORVVVIBL71Ð1BI Föstudagur 9. jan. 1953 1 Eitt aS höíiii!|éðskóldum Bando- Jóii Sveinsson ver ríkjunitu geiiir út ævisegii sínu lOMrmeSiií - miimiiii EITT mesta Ijóðskáld Banda- rikjanna, Carl Sandburg, átti 75 ára afmæli í fyrra dag. í tilefni þess hélt Adlai Stev- enson, ríkisstjóri, honum veg- legt samsæti í Chicago og voru þar viðstödd helztu stór- menni Bandaríkjanna á sviði bókmennta og lista. — Hylltu jbau hið stórbroína skáld, er unnið hefur sér frægð um heim allan með hinum víð- kunnu Ijóðum sínum, sögum og sjálfsævisögum. s - I ÆVINTÝRALEIT í tilefni afmælis hins aldna £ tálds kom út í Bandaríkjunum f ^rsta bindi sjálfsævisögu þess, c r nefnist Always the voung S trangers. Er nafnið sótt í eitt f inna kunnu kvæða Sandburgs. í þessu fyrsta bindi sjálfsævisög- x nnar lýsir skáldið tuttugu og £ mm fyrstu árum ævi sinnar, 4 leði og sorgum bernsku- og ■a iskuáranna í Galesburg í Mið- 1 esturríkjunum, þar sem hann < r fæddur og alinn upp til sex- t tn ára aldurs. Lagði hann þá 1 md undír fót í leit að nýjum £ ivintýrum, er svalað gætu ferða f isn hans og ævintýralöngun, uppfyllt æskudrauma og fram- t iðarvonirnar. Hann hélt til Vest trríkjanna og: Chicago-borgar, áf>r í herinn og barðist í spænsk- tjjandarísku styrjöldinni um <;keið. (hicagó-skáldið (ar! Sandburg. Carl Sandburg. £ framhaldsins beðið i MEÐ EFTIRVÆNTINGTT I í uppvexti sínum naut Sand- IjLirg engrar skólamenntunar, Jbar sem hann var af fátæku fólki kominn og þurfti að vinna fyrir jlér þegar á unga aldri. En þó 3com áð því að honum var boðin qkólavist í Galesburgs Lombard- ;agnfræðaskólanum, er hann ’om heim úr herþjónustunni og ,á hann það. — Yfir lengra tíma- il nær þetta. fyrsta bindi ekki jg óhætt er að segja, að fram- haldsins sé beðið með óþreyju í Banadríkjunum. Haía sumir vilj- að halda því fram, að hér sé um að ræða beztu sjálfsævisógu, sem Íci'ifuð hefur verið í Bandaríkj- num, og óhætt er að fullyröa, |ð hún sé a.m.k. meðal þeirra leztu. í henni kemur fram hin ^nikla ást skáldsins á föðurlandi j'nu. og þjóð. Hann finnur, að Iiann á því mikið að þakka, — !"ækifærin voru mörg og hann :unni að nota þau, bjóða örðug- jeikunum birginn og klífa efsta iind menntunar og andlegs iroska þrátt fyrir fátækt í æsku ,g lítið skotsilfur, er haldið var it í lífið. y fór til CHICAGO CarL Sandburg er kunnur im allan heim fyrir skerf sinn il heimsbókmenntanna. Hann er n efa eitt kunnasta ljóðskáld landaríkjanna, arftaki og aðdá- ndi Whitmans. Hann er íæddur, ins og fvrr getur, í Galesburg í llinoisríki 1878, af sænsku for- Idri og var faðir hans einn af ■úsundum innflytjenda, er til iandaríkjanna komu á síðustu ld. Er hann hafði slitið bernsku- kónum, herzt og þroskazt við Imenna vinnu og raunir blóðugr r styrjaldar, fengið nokkra kólamenntun og lokið prófi, erðist harin sölumaður, auglýs- igastjóri og blaðamaður í naicago. Og hér finnur hann yrst sjálfan sig í ysi _ og þysi tórborgarinnar, kemst í nána nertingu við lífið, sem umlykur ann; hér finnur hann viðnám rafta sinna, jarðveginn, sem væði hans spretta upp af. Hann ar e.t.v. ekki frjósamur, vaxta- cilyrðin misjöfn, — en svona ar hann allt um það; hjá því var cki komizt. Hér var raunveru- ikinn, lífið í stóriðjuborg 20. idarinnar. Hér var hans verk- svið, köllun hans sem skálds — og stórborgarhjartað sló í kvæð- um hans. -fr NÝTT SKÁLD Þau fóru að birta.st smátt og smátt í bandaríska tímaritinu Poetry 1914, er Harriet Monroe gaf út. Vöktu þau þegar mikla athygli, enda var í þeim ferskur blær, nýr tónn. cr fann hljóm- grunn í hjörtum fólksins. Fyrsta bók hans, Chicago Poems, kom út 1916 og var vel við henni tek- ið. Sést þá þegar, hvert stefnir, enda er skáldið fullþroska mað- ur, kominn undir fertugt. Bókin gaf góð fyrirheit, nýtt ljóðskáld var risið upp meðal bandarísku þjóðarinnar, sem átti eftir að skilja eftir sig stór spor í ljóða- skáldaakri Bandaríkjanna. * SKÁLDLEGUR OG RAUNSÆR í SENN Eftir útkomu Chicago Poems rekur svo hver bókin aðra og má m.a. sjá af titlum þeirra, hver yrkisefnin eru og hvert þau eru sótt. Árið 1920 kom út Ijóðabókin Smoke and Steel, átta árum síð- ar Good morning, America og 1936 The People, Yes. — í þessum bókum öllum er stórborgarlífið yrkisefnið, — ekki er flúið af hólmi, heldur horfzt í augu við grimman og grámulegan raun- veruleikann og hann jafnvel lofsunginn. En Sandburg hefur einnig sleg ið á aðra strengi. í ljóðabókun- um Cornhushers (1918) og Slabs of the Sunburnt West (1922) sæk ir hann yrkisefni sín í sléttulíf Vestur- og Mið-Vesturríkjanna, dregur upp stórkostlegar myndir af því, skáldlegar og raunsæjar í senn. Þó að kvæði Sandburgs séu e.t.v. sá skerfur hans til bók- menntanna, er einna lengst munu halda nafni hans á lofti, megum við ekki gleyma því, að hann hefur fengizt við aðrar tegundir skáldskapar, samið fjöldann all- ann af sögum og á þriðja tug 20. aldar gaf hann út ævisögu Abra- hams Lincolns, er vakti geysi- mikla athygli, enda alitin eitt bezta og fullkomnasta verk hans. * METUR ÞJÓÐKVÆÐIN Eins og áður er getið varð Sandburg snemma fyrir miklum áhrifum frá hinu víðfeðma banda ríska stórskáldi W. Whitman og tók upp þráðinn, þar sem hann hafði skilið við. En það var einn- ig fleira, sem auögaði anda hans og veitti fjöri í kvæði hans og má þar einkum nefna þjóðkvæð- in. Hann kunni snemma að meta gildi þeirra og gaf út sýnishorn þeirra 1927 í bók, er hann nefndi The American Sonbag. — Kvæði Sandburgs eru yfirleitt mjög stílhrein, hvort sem þau eru gróf, hæðin eða viðkvæm. Hrynj andi þeirra er föst og ákveðin, nokkuð þunglamaleg, eins og ald- arfarið, sem hann yrkir um, líf- ið í iðnaðarhverfum stórborgar- innar, — vélamenning 20. ald- arinnar. Formið er laust í reipun- um, óbundið, efninu þjappað sam an í stuttar setningar, svo að oft liggur við, að manni detti sím- skeyti í hug. Öllu óþarfa málæði er sleppt, enda er það ekki nauð- synlegt, yrkisefnin krefjast þess ekki, ys og flýtir stórjðiuborg- anna leyfa engar óþarfa bolla- leggingar. Hann segir frá hlut- unum, eins og þeir eru, en ekki eins og þeir ættu að vera, lýsir vélaskrölti stáliðjuveranna og búsúnublæstri djasshljómsveit- anna. Allt rennur þetta saman í ógleymanlegan óð til lifsins, landsins, sem. hann á að föður- landi og þjóðarinnar, sem hann elskar. Og ef nauðsyn krefur tek- ur hann málið af vörum þeirra, sem menntunarsnauðastir cru — jafnvel gotumálið — og gerir það að sínu, því að með þvi kemst hann nær raunveruleikanum, sem hann er að lýsa, — lífinu, eins og það er. * LAUST FORM OG * ÓLJÓÐRÆN KVÆÐI Að vísu fer ekki hjá því, að mörgum finnist kvæði Sand- burgs bæði þung í vöfum og nokk uð torskilin, óljóðræn og jafn- vel óskáldleg. Má margt af því til sanns vegar færa, en hinu er ekki hægt að neita, að þau falla að yrkisefnunum, þessum blá- kalda raunveruleika, sem hann er alltaf að lýsa. — Þau eru sann- arlega börn síns tíma, skilgetin afkvæmi stórborgarinnar, þessa mikla bákns, sem gefur engum tóm til að hugsa nema það allra nauðsynlegasta. Kvæði Sandburgs hafa verið þýdd á fjölmargar tungur, meðal þeirra íslenzku. Hefur Magnús Ásgeirsson, skáld, þýtt eftir hann nokkur kvæði og skal að iokum vitna í eitt þeirra, Stálbænir, þó að mörgum muni e.t.v. finnast formið falla illa að íslenzkri tungu. Legg mig á steðja, ó sterki Guð! Slá mig harðlega og hamra úr mér járnkarl. Lát mig rjúfa gamla, gróna veggi. Lát mig losa og hefja forna hornsteina. Legg mig á steðja, ó, sterki Guð. Slá mig harðlega og hamra úr mér stálflein. Rek mig í bita, sem binda skýja- kljúf saman. Tak glóandi hno.ðnagla og hnita mig fast í hans berandi bjálka. Lát mig verða hnitfleyginn mikla, sem skýkljúfinn tengir og treystir gegnum bláar nætur til blikandi- stjarna! M. Sýning á ieikningum skóiabarna í yinabæjum Akureyri eltki með BERGEN, 8. jan.: — í dag var opnuð í Bergen sérkennileg list-j sýning. Það eru myndir eftir skólabörn í næst stærstu vina- bæjunum á Norðurlöndunum/ Noregi, Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð. Það er frá þessum borg- um: Bergen, Ábo, Árósum og Gautaborg. Teikningar sýna m. a. þekkt minnismerki í þessumi bæjum og aldur þátttakendanna: var frá 7 til 17 ára. Þess er ekkij getið að Akureyri hafi tekið þátti í sýningunni. — G.A. FOSTUÐAGINN 2. janúar s. 1. andaðist að heimili sínu, Greni- mel 23, Jón Sveinsson, kaupmað- ur. Jón var Snæfellingur að ætt. Fæddur 28. apríl 1897, að Klung- urbrekku á Skógarströnd. For- eldrar hans voru hjónin Sveinn Sveinsson búfræðingur og kona hans Guðný Anna 'Eggertsdóttir frá Görðum í Kolbeinsstaða- hreppi. Þriggja vikna gamall fluttist hann með foreldrum sín- um að Hálsi, í Eyrarsveit, og ólst þar upp hjá þeim. Jón var elstur 7 systkina, og varð snemma að taka þátt í störf- um heimilisins, eftir því sem ald- ur og kraftar leyfðu, eins og venja var með unglinga á þeim tímum. Skömmu eftir fermingu tók Jón að stunda sjóinn. Fyrst á opnum bátum, en síðan á þil- skipum og togurum. Um tíma mun hugur hans hafa staðið til sjómennsku. Hann lauk hinu minna skipstjóraprófi og var um nokkur ár skipstjóri á þilskipum frá Breiðafirði og fórst það prýði- lega. Þegar þilskipin lögðust nið-. ur stundaði hann sjö frá ýmsum veiðistöðvum á Suðumesjum. j Um nokkur ár var hann með Símoni heitnum Sveinbjarnar- syni skipstjóra á Rifsnesinu. Mat Símon hann mikils vegna dugn- aðar og prúðmennsku, og urðu peír mjög samrýndir. Árið 1928 fluttist Jón til Reykja víkur og gekk þá að eiga eftir- lifandi konu sína, Guðrúnu Krist- mundsdóttur, skipstjóra, frá Hraunsholti, Eysteinssonar. Haustið 1933 hóf Jón sjálfstæð- an verzlunarrekstur hér í Reykja vík, og vann hann að þeim störf- um alla tíð síðan. Þau hjónin eignuðust 4 börn, sem öll eru á lífi, en þau eru: Kristmundur, verzlunarmaður, kvæntur Sigríði Júlíusdóttur, Anna Guðný, gift Guðmundi Karlssyni, brunaverði, Margrét, 15 ára og Magnea Steiney, 11 ára. Þau hjónin voru mjög sam- hent í því að búa sér og börnum sínum ágætt heimiii. Samfara höfðingsskap þeirra hjóna, ríkti þar kyrlát gleði og friður. Jón var drengur góður, hjálp- samur og prúðmenni svo af bar. Óhlutsamur um annara hagi, vin- fastur, en vinavandur. Að eðlis- fari var hann dulur, og lét lítt uppi tilfinningar sínar. Kunnugir vissu best, aö hann var mjög tilfinningaríkur og hjartahlýr. Fyrir rúmum 4 árum. kendi hann sjúkdóms þess er varð hon- um að aldurtila. Hann fór þrisvar utan til lækninga, auk sjúkra- hússlegu hér heima, en allt kom fyrir ekki. í þessum löngu og erfiðu veikindum reyndist hin ágæta kona hans honmu ómetan- leg stoð. Síðu.stu vikurnar lá hann heima, oftast mjög þjáður. Hann gerði sér að fullu ljóst að hverju stefndi, en tók því öllu með karl- mennsku og ró. Systkini sín og tengdafólk kallaði hann að sjúkra beði sínum um síðastliðin jól, til þess að kveðja þau. Hann var einlægur trúmaður, og gat því af heilum hug sagt með sálmaskáldinu: ... dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristi krafti ég segi: kom þú sæll þá þú vilt. Konu hans, börnum, móður, systkinum, tengdabörnum Og vin- um flyt ég innilegar samuðar- kveðjur, Og bið þess að guð gefi þeim styrk í sorg þeirra. Útför hans fer fram í dag. Blessuð sé minning hans. G. J. JON SVEINSSON lézt að heim- ili sínu Grcnimel 23 hér I borg að morgni 2. janúar s.l. Hann var fæddur að Klungubrekku á Skóg arströnd á Snæfellsnesi 28. apríl, 1897, sonur Sveins Sveinssonar, ættuðum af Skógarströnd og konu hans Guðnýjar Eggertsdóttur ætt aðri frá Miðgörðum í Kolbeins- staðahreppi. Tæpra þriggja mán- aða gamall fluttist hann með for- eldrum sínum að Hálsi í Grundar firði, og átti þar lögheimli til 1928. Snemma sýndi Jón mikinn dugnað í starfi, ungur að árum fór hann á sjóinn, formaður var hann nokkrar vertíðir frá Stykk- ishóimi, ennfremur eina vertíð frá Skálum á Langanesi, hann var dugmikill hcppinn og feng- sæll formaður. Nokkrar vertíðir var hann á þilskipum og síðár á togurum. Á yngri árum stundaðí hann landbúnaðarstörf þegar hann ekki var á sjónum. Þegar hann hætti sjómennsku gerðist hann verzlunarmaður, og mörg undanfarin ár rak hann sjálfstæð an atvinnurekstur i félagi við aðra. Jón giftist eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Kristmundsdóttur 16. nóv. 1928, lifir hún mann sinn ásamt 4 börnum þeirra, en þau eru: Kristmundur, giftur Sigríði Júlíusdóttur Guðmundssonar kaupmanns, Anna gift Guðmundi Karlssyni Bjarnasonar vara- slökkviliðsstjóra og Margrét og Magnea á æskuskeiði í foreldra- húsum. Hjónaband Jóns og Guð- rúnar var mjög til fyrirrrtyndar, var hann konu sinni ástríkur eig- inmaður og börnum sínum elsku- legur faðir, sem lét sér í alla staði annt um að þeim vegnaðí sem bezt, hann var í orðsins fyllstu merkingu fyrirmyndar heimilisfaðir. Aldraðri móður sinni, sem býr á heimili systur hans, reyndist hann ágætur son- ur. Jón var dulur maður en vin- fastur við þá, sem hann batt vin- áttuböndum. Meðal vina og kunn íngja var hann hrókur alls fagn- aðar, og gott var að koma á heim ili hans og Guðrúnar, þar riaut maður gestrisni þeirra hjóna, og var alltaf velkominn. Jón var trúaður maður, og hjálpaði mörg um, sem hjálparþurfi voru. Þar eð Jón var mjög heimilis- elskur, gaf hann sig lítt að félags- málum, en félagi var hann í Odd- fellowreglunni. Honum þótti gaman að laxveiðum og stundaði þær nökkuð, en aðeins sér til ánægju en ekki hagnaðar. Hin síðari ár var Jón mjög heilsuveill í veikindum hans stundaði eigin- kona hans hann af mikilli nær- gætni og ástúð. Jóns Sveinssonar er mjög sakn að af ættingjum hans og vinum, en sárastur er söknuðurinn hjá eiginkonu, börnum og aldraðri móður. S. Bólusettir gegn inflúenzu WASHINGTON 8. jan. — Yfir- stjórn Bandaríkjanna fyrirskip- aði í dag, að allir bandarískir her menn í Kóreu og Þýzkalan^i skyldu bólusetjast gegn inflúenzu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.